Morgunblaðið - 02.02.1985, Page 23

Morgunblaðið - 02.02.1985, Page 23
MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 2. FEBRÚAR 1985 23 Flutningar til íslands voru tæp 202.000 tonn (170.000 tonn 1983) og ræður þar mestu hráefni fyrir íslenska járnblendifélagið, en auk þess fluttu skipin salt, bygg- ingavörur, tómar tunnur o.fl. Útflutningur var 112.000 tonn (81.000 tonn 1983) og ræður þar mestu saltfiskur, saltsíld, fiski- mjöl, vikur og járnblendi. Flutningur á milli erlendra hafna var 192.000 (127.000 1983) tonn, og hefur aldrei verið meiri á einu ári. Skip félagsins eru fimm, þ.e.a.s. systurskipin Suðurland og Vesturland, sem þjóna aðal- lega fiskvinnslunni í landinu. Þau eru útbúin með boxlaga lest- um og tveim 15 tonna krönum til lestunar og losunar og stórflutn- ingaskipin Akranes, Sandnes og Selnes, sem þjóna aðallega stór- iðju landsins og vikur-útflytjend- um. Þessi skip eru einnig mikið í flutningum á milli hafna erlend- is. Skip félagsins höfðu 193 við- komur í 98 höfnum í 16 löndum erlendis á sl. ári. Seinnipart ársins 1984 fór markaðurinn erlendis að batna með aukinni eftirspurn eftir skipum af okkar stærð og því batnaði afkoman. Engu að síður verður afkoma félagsins fyrir ár- ið 1984 ekki nógu góð þegar á heildina er litið. Búast má við enn auknum flutningum á árinu 1985, ef fram heldur sem horfir. Safnaöarguðsþjónusta kl. 14. Ræöumaöur Sam Daniel Glad. Almenn guösþjónusta kl. 20. Ræöumaóur Hallgrímur Guö- mannsson. DÓMKIRKJA Krists konungs, Landakoti: Lágmessa kl. 8.30. Hámessa kl. 10.30. Lágmessa kl. 14. Rúmhelga daga er messa kl. 18 nema á laugardögum þá kl. 14. FELLAHELLIR: Kaþólsk messa kl. 11. KFUM & K, Amtmannsstíg 2B: Almenn samkoma kl. 20.30. Jón Viöar Guólaugsson talar. Æsku- lýöskór KFUM & K syngur. KIRKJA Óháöa safnaöarins: Barna- og fjölskyldumessa kl. 11. Sr. Baldur Kristjánsson. HJÁLPRÆDISHERINN: Sunnu- dagaskóli kl. 14. Hjálpræöis- samkoma kl. 20.30. Ræöumaöur: Kafteinn Anne Marie Reinharts- son. GARDAKIRKJA: Barnaguös- þjónusta í Kirkjuhvoli kl. 11. Guösþjónusta í kirkjunni kl. 14. Sr. Bragi Friöriksson. KAPELLA St. Jósefssystra, Garöabæ: Hámessa kl. 14. FRÍKIRKJAN, Hafnarf.: Barna- samkoma kl. 10.30. Sr. Einar Evjólfsson. VIDISTAÐASÓKN: Barnaguös- þjónusta kl. 11. Almenn guös- þjónusta kl. 14. Sr. Sigurður Helgi Guömundsson. HAFNARFJARÐARKIRKJA: Sunnudagaskóli kl. 10.30. Guös- þjónusta kl. 14. Sr. Gunnþór Ingason. KARMELKLAUSTUR: Hámessa kl. 8.30. Rúmhelga daga messa kl. 8. INNRI-NJARÐVÍKURKIRKJA: Barnaguösþjónusta kl. 11. Jón Sveinsson leikur á gítar. Sr. Guö- mundur Örn Ragnarsson. KEFLAVÍKURKIRKJA: Fjöl- skylduguðsþjónusta kl. 14. Vænst er þátttöku fermingar- barna og foreldra þeirra. GRINDAVÍKURKIRKJA: Messa kl. 14. Sóknarprestur. ÚTSKÁLAKIRKJA: Messa kl. 14. Sóknarprestur. HVERAGERÐISKIRKJA: Barna- guösþjónusta kl. 11. Messa kl. 14. Sr. Tómas Guömundsson. AKRANESKIRKJA: Barnasam- koma kl. 10.30. Messa kl. 14. Sr. Björn Jónsson. BORGARNESKIRKJA: Messa kl. 11. Sóknarprestur. „Stærsta átak síðustu 15 ára í útflutningsverslun“ - sagði Úlfur Sigmundsson. framkvæmdastjóri Útflutningsmiðstöðvar iðnaðarins Frá hægri: Úlfur Sigurmundsson, framkvæmdastjóri Útflutningsmiðstöðvar iðnaðarins, Helge Jessen, markaðsráð- gjafi, Henrik Möller, markaðsráðgjafi, Bragi Hannesson, bankastjóri, og formaður framkvæmdstjórnar Iðnþróunar- sjóðs, Lovísa Marinósdóttir, framkvæmdastjóri Prjónastofunnar Iðunnar hf., Gunnar Þórðarson, framkvæmdastjóri Plasteinangrunar hf., Þorvarður Alfonsson, framkvæmdastjóri Iðnþróunarsjóðs, og Haukur Björnsson, framkvæmda- stjóri Trésmiðjunnar Víðis hf. Iðnþróunarsjóður og Útflutn- ingsmiðstöð iðnaðarins buðu á síð- astliðnu ári nokkrum íslenskum iðnfyrirtækjum aðstoð við að leita nýrra markaða erlendis fyrir fram- leiðslu sína. Heildarkostnaður við verkefnið mun nema um 4 milljón- um króna og þar af greiðir Iðnþróun- arsjóður um 3 milljónir króna í styrk. Að sögn Braga Hannessonar, bankastjóra og formanns fram- kvæmdastjórnar Iðnþróunarsjóðs, er „mjög brýnt að íslensk iðnfyr- irtæki athugi hvað þau geti flutt út, en til þess að geta staðið í út- flutningi þurfa þau að taka upp ákveðnar vinnuaðferðir. Ef rétt er haldið á málum getum við aukið mikið útflutninginn, en í því sam- bandi getum við lært mikið af Dönum." Ráðnir voru starfsmenn frá Út- flutningsskrifstofu danska iðnrek- endafélagsins og ráðgjafarfyrir- tækisins Markedsforingsrádgivn- ing AIM Aps. Fyrirtækið er þekkt í heimalandi sínu á þessu sviði auk þess sem það hefur starfað víða erlendis við samskonar ráðgjöf. „Við höfum kynnt okkur starf- semi í átta íslenskum iðnfyrir- tækjum og komist að raun um að þau hafa möguleika á útflutningi, en þau verða að uppfylla ýmis skilyrði til þess að geta staðist harða samkeppni á erlendum mörkuðum. Dönsk fyrirtæki af svipaðri stærð eiga við samsvar- andi vandamál að stríða," sagði Henrik Moller frá danska ráðgjaf- arfyrirtækinu. „Framleiðsla ís- lensku iðnfyrirtækjanna er mjög góð tæknilega séð en tæknin ein nægir ekki til að standast sam- keppni erlendis í dag. Vilji maður ná árangri verður í upphafi að taka ákvörðun um það, hvaða markað maður vill fara inn á og einbeita sér síðan að því aö finna innan markaðssvæðisins einn til tvo staði sem gefa bestu mögu- leika í útflutningi." „Á hverju markaðssvæði gilda ákveðnar reglur, þannig að sam- keppnisaðstaðan getur verið mis- munandi eftir markaðssvæðum. Með því að kanna markaðinn má finna hvernig fyrirtækin standa gagnvart samkeppnisaðilum, hvort þau standa vel að vígi eða þurfi stuðning á einhverju sviði," sagði Henrik Moller. Þrír fulltrúar þeirra fyrirtækja sem tekið hafa þátt í verkefninu voru sammála um að þeir hefðu grætt mikið á þátttökunni. „Strax á fyrsta degi lærðum við eitthvað nýtt,“ sagði Lovísa Mar- inósdóttir, framkvæmdastjóri Prjónastofunnar Iðunnar hf. „Hér á landi hefur ekki verið hægt að fá mikið af upplýsingum um útflutn- ing, enda hefur komið í ljós að við höfum vaðið í blindni til þessa og ekki leitað upplýsinga sem skyldi. Dönsku ráðgjafarnir fóru með okkur yfir pappíra fyrirtækisins og þá kom í ljós að við lágum með talsvert af þeim upplýsingum sem við þurftum á að halda." Haukur Björnsson, fram- kvæmdastjóri Trésmiðjunnar Víð- is hf., sagðist vera þakklátur fyrir að fá að vera með í þessu verkefni, því þrátt fyrir að fyrirtækið hefði staðið í útflutningi undanfarin ár þá væru þau viðskiptasambönd einhæf og því tími verið kominn til að kanna aðra möguleika. „Þau viðskiptasambönd sem við höfum erlendis, hafa nánast orðið til fyrir tilviljun," sagði Haukur ennfremur. „Við höfum farið á sýningar og tekið þátt í þeim. Þar eru flestir gestir væntanlegir kaupendur, en það getur reynst erfitt fyrir okkur að vita hvernig kaupandi þetta er. Næsta stig er því að fara út í könnun á fyrir- tækjum erlendis, en hér kemur einmitt fram jákvæða hliðin á þessu verkefni þar sem farið er eftir ákveðnu ferli og viðskipta- vinurinn erlendis heimsóttur, sem gæti endað með samningi í lokin ef vel fer.“ „Sú markaðsþekking sem við höfum nú fengið með þessari þátttöku, getur auk þess komið okkur að gagni hér á landi, en því er ekki að neita að við höfum misst innanlandsmarkaðinn niður, á undanförnum árum,“ sagði Haukur. „Þó að við höfum staðið í út- flutningi undanfarin 6 til 8 ár og grautað í ýmsu, þá höfum við ekki haft neinn fastan viðskipta- mannahóp," sagði Gunnar Þórð- arson, framkvæmdastjóri Plast- einangrunar hf. „Það sem við höf- um grætt á þátttökunni eru mark- viss vinnubrögð við að finna þá markaði sem gefa mest og hvað við getum framleitt mest.“ Úlfur Sigurmundsson, fram- kvæmdastjóri Útflutningsmið- stöðvar iðnaðarins, benti á að fyrir 15 árum hefðu íslendingar ekki haft mikinn áhuga á að flytja út vörur. En nú er þetta að breyt- ast. Það hefur hins vegar vantað fræðslu og stuðning auk fyrir- greiðslu á þessu sviði. „Við ætlum ekki að bíða eftir „stóru ;öntun- inni“, heldur ætlum við að ákveða sjálfir við hvern við verslum og velja þá úr sem við viljum. Það hefur verið sagt um okkur að við getum framleitt og höfum gaman af að framleiða, en að við viljum vera í friði með það. En með þessu verkefni erum við að taka næsta þrep inn í Fríverzlunarbandalagið og þetta er stærsta átak sem gert hefur verið síðastliðin 15 ár í út- flutningsverzlun," sagði Úlfur. Að lokum gat Bragi Hannesson þess að Iðnlánasjóður hygðist halda áfram með þetta verkefni og í byrjun maí næstkomandi yrði öðrum fyrirtækjum boðin þátt- taka. Þau fyrirtæki sem hefðu áhuga ættu að snúa sér til sjóðsins eftir frekari upplýsingum. Eins og fram kemur hér að framan hefur Iðnlánasjóðu'r styrkt þetta verkefni með 3 millj- óna króna framlagi, en samkvæmt lögum sjóðsins er heimilt að styrkja verkefni sem hafa al- menna þýðingu fyrir iðnaðinn í heild eða einstakar greinar hans. Á árinu 1984 fór stór hluti styrk- veitinga til eflingar útflutnings- starfsemi, en samþykktir styrkir á árinu námu um 10 milljónum króna. Önnur helstu verkefni sjóðsins felast einkum í því að veita lán til fjárfestingaframkvæmda í iðnaði auk þess sem sjóðurinn veitir svokölluð áhættulán en þau eru veitt til vel skilgreindra verkefna. Útistandandi lán Iðnþróunar- sjóðs í árslok 1984 námu alls um 1.460 milljónum króna og eigið fé sjóðsins á sama tíma var um 800 milljónir króna. MorpinblaAM/Hankur Cialason Þorsteinn Pálsson, formaður Sjálfstæðisflokksins, á tali við nokkra sunnlendinga á skrifstofu Suðurlands, frá vinstri: Sigurður Jónsson, ritstjóri, Fannar Jónasson, Þorsteinn, Gunnar Bragason og Haraldur Arngrímsson. Sigurður Jónsson, ritstjóri, ræðir við Eggert Haukdal, alþingismann. Héraðsblaðið Suðurland flytur í nýja skrifstofu Selfossi, 28. janúar. Sl. fóstudag flutti héradsbladið Suðurland í nýja skrifstofu á Austur- vegi 22 á Selfossi. Blaðið hafði áður aðsetur í kjallara á Austurvegi 24. í tilefni þessa var boðið til kaffi- drykkju á hinni nýju skrifstofu og gestum boðið að skoða aðstöðuna. Meðal gesta voru þingmenn Sjálf- stæðisflokksins á Suðurlandi. Eggert Haukdal, formaður blað- stjórnar,. ávarpaði gesti og flutti eigendum húsnæðisins, ólafi Jónssyni og fjölskyldu hans bestu þakkir fyrir veitta fyrirgreiðslu og velvilja í garð blaðsins. í stuttu ávarpi minnti Þorsteinn Pálsson á hlutverk héraðsblaða og gat þess að í þeim væri oft á tíðum að finna upphaf umfjöllunar stærri blaða og fjölmiða, þetta sýndu dæmi og rannsóknir erlendis frá. Á skrifstofunni er aðsetur rit- stjórnar blaðsins og þangað getur fólk snúið sér með greinar og auglýsingar í blaðið. Utan opnun- artima er unnt að koma skilaboð- um á framfæri um sjálfvirkan símsvara. Þá má einnig koma á skrifstofuna skilaboðum til frétta- ritara Morgunblaðsins á Selfossi. Útgefandi Suðurlands er kjör- dæmisráð Sjálfstæðisflokksins í Suðurlandskjördæmi og kemur blaðið út hálfsmánaðarlega. Sig. Jóns.

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.