Morgunblaðið - 02.02.1985, Síða 9

Morgunblaðið - 02.02.1985, Síða 9
MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 2. FEBRpAR 1985 9 RÝMINGARSALA 50% AFSLÁTTUR AF GÓLFTEPPUM. AF HEILUM RÚLLUM OG BÚTAR. KREOITKORT ÖLL ÞJONUSTA OPIÐ I DAG TIL KL. 4. FRIÐRIK BERTELSEN HF. TEPPAVERSLUN, SÍÐUMÚLA 23, SÍMAR 686260 OG 686266. Opiö til kl. 9 öll kvöld. Græna höndín GRÓÐRARSTÖÐ VIÐ HAGKAUP, SÍMI 82895 Seaforthia og Comadora pálmar á tilboösveröi þessa helgi. Potta- plöntur í gífurlegu úrvali á ótrúlega hag- stæöu veröi — sem vert er aö kanna áöur en þiö leitiö annaö. RTIVÖRU FRA ALLTAF NÝJASTA LITALÍNAN VELJIÐ ÖRUGCT SNYRTIVÖRUMERKI HUÐCERD Hreinsun + andlitsvatn Næring/dag Næring/nótt ÞUBR/EÐUIEC Deep Cleansing Resew3ter totion Molsture cream Spedal Treatment Special Tissue BLðNDUÐ/FEIT Face wash Tone and cieanse Moisture Plus Hðfum vörur fvrlr ofnæmiskennda húö og önnur tilfelli. Elnnlg jurtasnyrtl- vðrur, ORICINAL FORMULA. Chet Baker í Gamla Bíói í dag CHET BAKER, trompetleikari og söngvari, heldur tónleika í Gamla Bíói í dag. Hann kom hingað til lands í boði Jazzvakningar, en hann hefur að vísu leikið hér á landi áður. Þá var hann aðeins 25 ára gamall, en nú, 30 árum síðar, virðist engan bilbug að llnna á kappanum. Á meðfylgjandi mynd sést Chet Baker taka lag við komuna til landsins í gær, en trompetinn hefur líklega enn verið ofan í tösku. íslenskir tónlistarmenn leika með þeim bandaríska á tónleikunum og á myndinni sjást þeir Sveinn Óli Jónsson, trommuleikari, og Tómas R. Einarsson, bassaleikari. Á myndina vantar Kristján Magnússon, sem leikur á píanóið. * Akæra vegna útgöngu f byrjun vikunnar efndu starfsmenn ríkisfjölmiðla til blaöamannafundar í því skyni að mótmæla ákæru ríkissaksóknara sem á ræt- ur að rekja til þess, að rikisQölmiðlamenn lögöu niður vinnu 1. október sfð- astliðinn, fyrirvaralaust og á þeirrí forsendu að þeim ætti ekki að greiða laun f verkfallL í frásögn Þjóð- viljans af þessum blaöa- mannafundi sem slegið var upp yfir nær alla forsíðu blaðsins segir svo f upp- hafi: „Margt bendir til að hér sé um pólitíska aðgerð að ræða fremur en venju- lega málshöfðun," og eru þessi orð höfð eftir starfs- mönnum útvarps og sjón- varps. I Þjóðviljanum er haft eflir Ögmundi Jónassyni: „Við mundum ganga út aftur, vinnuveitandinn stóð ekki við lögbundnar skyld- ur sínar um launagreiðslur, og því fórum við þessa leið.“ í fréttatilkynningu velta ríkisljölmiðlamenn þvf fyrir sér, hvort nú sé „runninn upp sá tími þar sem fólk sem tekur þátt f lýðræðislegri kjarabaráttu megi búast við því að standa stöðugt frammi fyrir dómstólum ...“ Kjami málsins týndur Furðulegt er að það skuli vera þeir sem hafa tckið að sér að miðla al- menningi réttum upplýs- ingum um hina flóknustu hluti á flestum sviðum mannlegrar þekkingar og reynshi, sem standa þannig að því að svara málshöfðun út af einföldu atviki úr eig- in lífi. Eins og kunnugt er eiga starfsmenn ríkisfjöl- miðla að gæta óhlutdrægni í hvívetna. Allar þessar grundvallar- reghir brjóta ríkisfjöl- miðlamenn í viðbrögðum sínum við ákæru ríkissak- sóknara. Engu er líkara en þeir líti á ákæruna sem dóm. Það gera menn ekki nema þegar þeir telja eigin málstaö einskis virði frammi fyrir hinum hlut- lausa og réttsýna dómara. • Æ'hOV' MANNIÍF HÍIMUR i r ■*...■ n 11. /V.ni ^rrtn) Pólítisk aðgerð Starfsmrnn Rík,súivarpun% med máhhöfdum rikissaksóknaraerhafmadföradsmntðkttm launamanna - alvarlegi múl sem \ekur spurmngar um siarfsemi fr/álsra verkal> dsftlaga á Islunili RL'V-mennskipnmynll ráöahrugg, valdsmanna um einkaulvarp Út fyrir mörkin Þjóðviljinn hefur undanfarna daga gerst eindreginn verjandi þess sjónarmiös ríkisfjölmiölamanna, aö þeir sæti pólitískum ofsókn- um af hálfu ríkissaksóknara. Er vikiö aö þeim málatilbúnaði öllum í Staksteinum í dag. f forystugrein Þjóöviljans í gær segir meöal annars um þetta mál: „Það er sett nokkurs konar pólitískt kvóta- kerfi á stofn: fyrst lögbrotamenn frjálshyggjunnar eru kæröir þá skulu verkalýðsfélögin líka gjalda.“ Ríkisfjölmiðlamenn færa engar sönnur á þá fuHyrðingu sína, að ákæran sé pólitísk aðgerð af hálfu ríkissaksóknara. Með sama hætti og þeir gætu fulltrúar frjálsra útvarps- stöðva sagt ákæruna á hendur sér pólitíska. Sak- sóknari hefur staðið eins að í báðum tilvikum. Út- gáfa fréttatilkynninga ríkissaksóknara eða hvern- ig ákærur berast til hinna ákærðu snerta það alls ekkert, hvort menn hafi framið lögbrot eða ekki. Hótun Ögmundar Jón- assonar um endurtekningu á fyrirvaralausri lokun út- varps og sjónvarps vegna niðurfellingar launa- greiðslna er dæmalaus. Eins og margoft hefur ver- ið bent á hér og annars staðar er ekki lengur unnt fyrir ríkisfjölmiðlamenn að láta eins og sýknun Eélags- dóms á Reykjavíkurborg vegna niöurfalls launa- greiðslna þar skipti ríkis- starfsmenn engu. Ef ríkis- starfsmenn eru svona sannfærðir um að þeir hafi rétt fyrir sér, hvað svo sem úrskurði Eélagsdóms líður bæði vegna starfsmanna Reykjavikurborgar og blaöamanna, sem fóru þó ekki í verkfall beldur voru settir i verkbann, þá er mjög æskilegt að rikis- starfsmenn láti dómstól- ana staöfesta annað um sig en borgarstarfsmenn og blaðamenn. Furðulegt er að sjá ríkis- fjölmiðlamcnn kveinka sér í fréttatilkynningu sinni fyrir að vera kallaðir til ábyrgðar frammi fyrir dómstólunum — þeir sem hafa góðan málstað að verja gera það ekki. Að vera ábyrgur geröa sinna og svara fyrir sig fyrir dómstóhinum er alLs ekki andstætt þátttöku í „lýð- ræðislegri kjarabaráttu". Hver er til- gangurinn? RíkLsfjölmiðlamenn hafa sett kvartanir sínar undan því að rikissaksóknari sinni skyldum sínum fram með þeim hætti, að menn hljóta að velta fyrir sér hin- um raunverulega tilgangi. Getur verið að ríkisfjöl- mtölamenn telji sér hent- ara að verja málið á al- mennum Qölmiðlavett- vangi með rökum sem eiga ekkert skylt við ákæru- atriðin sjálf en frammi fyrir dómaranum í réttar- sal? Fjölmiðlafáriö rennir stoðum undir þá skoðun að þannig sé I pottinn búið. Tilgangurinn með bram- boltinu sé sem sé sá, að vekja svo mikla samúð með sér á almennum vett- vangL að á hinum rétta vettvangi, I réttarsalnum, kveði dómarinn upp úr- skurð ákærða í vil. Það er nýmæli að sjá mál rekin með þessum hætti hér á landi. En f sjálfu sér ætti ekki að koma neitt á óvart aö rík- isfjölmiðlamenn brjóti ís- inn að þessu leyti. Ríkis- einokun leíðir það oft af sér að þeir sem hennar njóta vilja láta annað gilda um sig en hinn almenna borgara. Það eru ríkis- fjölmiðlamenn sem reyna enn að ýta undir þá skoðun að borgarstjórinn í Reykja- vík hafi brotið lög með því að greiða ekki laun í verk- fallinu, þótt Félagsdómur hafi komist að annarri niöurstööu.

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.