Morgunblaðið - 02.02.1985, Blaðsíða 6

Morgunblaðið - 02.02.1985, Blaðsíða 6
6 MORGUNBLADID, LAUGARDAGUR 2. FEBRÚAR 1985 ÚTVARP / S JÓN VARP Einn Elefant, takk! að er list út af fyrir sig að semja verkefnaskrá fyrir leikhús. Kannski ekki ósvipað því og þá kokkur á virðulegu veitinga- húsi semur matseðilinn. Hræddur er ég um að gestir í slíku veitinga- húsi fengju sig fullsadda ef ein- göngu væru steikur á boðstólum í stað þess að byrja á léttum for- rétt, til dæmis rjómarönd, og enda á níðþungum aligrís, að viðbætt- um líkjör og konfekti. Lítið leik- hús stendur í skugga Skúlagötu- virkisins. Þetta er leikhús orðsins er starfar án sviðs og leiktjalda og því í daglegu tali kallað „Leiklist- ardeild". þar hefir ungur leiklist- arfræðingur nýlega sest í stól yfir- kokks og sýnist mér að honum hafi bara bærilega heppnast að sjóða saman „menu“ er hæfir eyr- um þeirrar þjóðar er íslendingar nefnast. Þannig var fyrir skömmu safarík stórsteik „a la Evripídes" í aðalrétt og í eftirrétt tnskt „pæ“ með ítölsku glassúr og nú kemur danskt „vambakkelsi" úr bakaríi Soya. Slíku góðgæti verður maður nú eiginlega að sloka niður með einum Elefant, en því miður, austur-evrópsku „mjólkurbúðirn- ar“ bjóða hér ekki uppá drykkjar- vöru með svo lágu alkóhólmagni, að ekki sé talað um almennar sölubúðir, sem láta nægja að versla með bruggtæki í anda A1 Capone. Frú Jónsen Það þarf náttúrlega engan að undra að landann þyrsti í bjórinn þegar gamanleikrit Soya, „Jónsen sálugi“, var flutt af Leiklistardeild Rikisútvarpsins síðastliðið fimmtudagskveld. Þetta leikrit er svo innilega danskt að það kallar á Elefantinn. Samt sparaði leik- stjórinn, Andrés Sigurvinsson, mjög að auka á hina ljúfu dönsku stemmningu því hann lét ramm- ísienskan textann njóta sín og beitti leikhljóðum mjög sparlega. En það var ekki bara andi verks- ins heldur og boðskapur þess er leiddi hugann að Elefantinum. í verki þessu lýsir Soya nefnilega á meinfyndinn hátt þeim yfirdrep- skap og hræsni er hann telur leiða af borgaralegu einkvæni. Tekur hann fyrir látinn skipstjóra sem lifir samt áfram góðu lífi í dul- rænu sambandi við eiginkonuna sem þó rekur hann á endanum út á astralplanið í kjölfar upplýsinga um ógnarlegt framhjáhald. Þessi „frú Jónsen" allra tíma trúði nátt- úrlega engu uppá þennan heilaga borgaralega máttarstólpa. Var næsta kostulegt að heyra hana rökræða hinar nýfengnu upplýs- ingar um framhjáhaldið við hinn látna eiginmann er svaraði fáu, enda komst blessuð konan ætíð að þeirri niðurstöðu sem hún taldi helst í samræmi við hið borgara- lega velsæmi. Minntu þessar ein- ræður frú Jónsen mig á málflutn- ing þeirra er vilja ekki heimila sölu á bjór en samþykkja jafn- framt með þögninni að „haldið sé fram hjá“ áfengislöggjöfinni með sðlu bjórlíkis og bruggunartóla. Frú Jónsen Ég vona að lesendur fyrirgefi þótt ég hafi blandað mat og drykk dálítið inní þetta spjall með fimmtudagsleiícritið. En hvernig er annað hægt þegar greinarsmíð ber uppá helgi og leikverkið er að auki danskt og freyðandi af eró- tískum húmor, sem naut sín prýði- lega ( frísklegum flutningi leikar- anna. „Skál“ fyrir Jónsen sáluga og öllum hans kellingum. ölafur M. Jóhannesson Enska knattspyrnan: Bein útsending frá leik Luton og Tottenham Fótboltaunn- H45 endur ættu að kætast í dag því kl. 14.45 hefst bein út- sending í sjónvarpi frá ensku knattspyrnunni. Að þessu sinni eru það fyrstu deildar liðin Luton og Tottenham sem takast á. Fótboltaunnendum til enn meiri ánægju hyggst Bjarni Felixson, umsjón- armaður þáttarins, hafa beina útsendingu frá fót- boltaleikjum á hverjum laugardegi út þennan mánuð. Má því vænta þess að þeir sem á annað borð hafa einhvern áhuga fyrir fótbolta verði sem „límd- ir“ við skjáinn næstu laugardaga. Jill ('layburgh og Alan Bates. Einstæð kona ■IHH Bíómynd sjón- 91 40 varpsins í kvöld ~ er bandarísk frá árinu 1977 og nefnist Einstæð kona (An Un- married Woman). Söguhetjan Erica er rúmlega þrítug. Hún telur sig lifa í hamingjusömu hjónabandi og verður því forviða þegar eiginmaður hennar tjáir henni að hann ætli að yfirgefa hana þar sem hann elski aðra konu. Erica er þó staðráðin í að láta ekki bugast og lýs- ir myndin því hvernig hún kemst yfir þetta áfall og skapar sér nýja og sjálf- stæða tilveru. Hún kynn- ist manni sem hefur mikil áhrif á hana og líf hennar. Leikstjórj er Paul Marzursky en með aðal- hlutverk fara Jill Clay- burgh, Alan Bates, Micha- el Murphy og Cliff Gorm- Kollgátan Nýr spurningaþáttur ■■■I { kvöld hefja pi 00 göngu sína í ^ A “ sjónvarpi stutt- ir spurningaþættir í um- sjá Illuga Jökulssonar, sem bera nafnið „Kollgát- an“. Þættir þessir verða sjö að tölu og í þeim verða átta þátttakendur, tveir í hverjum þætti. Það eru þeir Árni Bergmann og Ólafur Bjarni Guðnason sem eig- ast við í fyrsta þættinum. Sigurvegarinn í þessum þætti mun síðan keppa í 5. þætti, þar sem undanúr- slit ráðast og e.t.v. einnig í 7. þætti sem er úrslita- þátturinn. Þættir þessir verða hálfsmánaðarlega. í hverjum þætti verða sex spurningar í þremur liðum hver. Hæstur stiga- fjöldi, 10 stig, flest ef keppandi getur strax rétt til í fyrsta lið, 5 stig fást fyrir rétt svar í öðrum lið og 2 stig fyrir rétt svar í þriðja lið. Spurt verður um nöfn á mönnum, stöð- um, ártöl o.fl. Dæmi um spurningu: (a) Annað skírnarnafn þess færa söngvara var Áron — (b) Áður en hann hóf söng- feril sinn, vann hann fyrir sér sem vörubílstjóri — lllugi JökuÍNson er stjórn- andi þáttanna. (c) Meðal þeirra laga sem hann söng má nefna „Love Me Tender“. Ef keppandi getur strax í lið (a) upp á Elvis Aron Presley, fær hann 10 stig, annars 5 eða 2 eða ekkert eftir atvikum. Milli mála ■■■■■ 1 dag kl. 16 er 1 O 00 þátturinn „Á ÍO — milli mála“ á dagskrá rásar 2. Stjórn- andi þáttarins er Helgi Már Barðason. „Milli mála“ er léttur tónlistarþáttur með spjalli um heima og geima og reynt er að bjóða hlust- endum upp á þægilegan „undirleik" við laugar- dagsverkin. Tónlistin er úr ýmsum áttum, gömul sem glóðvolg. Að jafnaði fær stjórn- andinn í heimsókn einn eða fleiri gesti, sem rabba um sjálfa sig, lífið og til- veruna. Ekki eru allir þessir gestir í sviðsljósi þjóðlífsins, en hlustend- um er gefinn kostur á að skyggnast örlítið inn í dagleg störf gestanna, áhugamál þeirra og við- horf til lífsins yfirleitt. Einnig eru símaviðtöl við fólk úti á landi eða kynnt- ur afrakstur ferða með hljóðnemann út í hringiðu athafnalífsins, þar sem hinn almenni borgari er tekinn tali. Þess má og geta að úrslit í leikjum ensku knattspyrnunnar eru lesin um leið og þau berast. Ekki er ákveðið hver verður gestur þáttarins að þessu sinni, en hann verð- ur kunnur maður eða kona, sem sýnir á sér fleiri hliðar en þær sem almenningur fær yfirleitt tækifæri til að sjá. Helgi Már vill koma því á framfæri að bréf eru vel þegin, ekki síst ef í þeim felast ábendingar um hvernig rás 2 og þátturinn „Milli mála“ gætu gert hlustendum laugardagana sem þægilegasta og besta. UTVARP LAUGARDAGUR 2. febrúar 7.00 Veðurfregnir. Fréttir. Bæn. A virkum degi. 7.25 Leikfimi. Tónleikar. 8.00 Fréttir. Dagskrá. Morg- unorö — Hrefna Tynes talar. 8.15 Veðurfregnir. 8.30 Forustugr. dagbl. (útdr.). Tónleikar. 8.55 Daglegt mál. Endurt. þáttur Valdimars Gunnarssonar frá kvöldinu áður. 9.00 Fréttir. Tilkynningar. Tónleikar. 9.30 Oskalög sjúklinga. Helga Þ. Stephensen kynnir. (10.00 Fréttir. 10.10 Veður- fregnir.) Oskalög sjúklinga, frh. 11.20 Eitthvaö fyrir alla Sigurður Helgason stjórnar þætti fyrir börn. 12.00 Dagskrá. Tónleikar. Til- kynningar. 12.20 Fréttir. 12.45 Veður- fregnir. Tilkynningar. Tón- leikar. 14.00 Hér og nú Fréttaþáttur i vikulokin. 15.15 Listapopp — Gunnar Salvarsson. 16.00 Fréttir. Dagskrá. 16.15 Veðurfregnir. 16.20 íslenskt mál Jón Hilmar Jónsson flytur þáttinn. 16.30 Bókaþáttur Umsjón: Njörður P. Njarðvlk. 17.10 A óperusviðinu Umsjón: Leifur Þórarinsson. 18.10 Tónleikar. Tilkynningar. 18.45 Veðurfregnir. Dagskrá kvöldsins. 19.00 Kvöldfréttir. Tilkynn- ingar. 19.35 Ur vöndu að ráða Hlustendur leita til útvarpsins meö vandamál. 20.00 Útvarpssaga barnanna: „Ævintýrl úr Eyjum" eftir Jón Sveinsson. Gunnar Stefáns- son les þýðingu Freysteins Gunnarssonar (21). 20.20 Harmonikuþáttur Umsjón: Högni Jónsson. 20.50 Sógustaöir á Noröurlandi — Vellir I Svartaðardal. Umsjón: Hrafnhildur Jóns- dóttir. (FiUVAK) 21.30 Þættir úr slgildum tón- verkum 22.15 Veðurfregnir. Fréttir. Dagskrá morgundagsins. Orð kvöldsins. 22.35 Uglan hennar Mlnervu. Umsjón: Arthúr Björgvin Bollason. SJÓNVARP 14.45 Enska knattspyrnan Fyrsta deild: Luton — Tott- enham. Bein útsending frá 14.55—16.45. 17.20 (þróttir. Umsjónarmaður Bjarni Fel- ixson. 19.20 Lífiö I skóginum Norsk mynd um gróður og dýrallf I votlendisskógl I Nor- egi. Þýöandi Jón O. Edwald. (Nordvision — Norska sjón- varpiö). 19.50 Fréttaágrip á táknmáli. LAUGARDAGUR 2. febrúar 20.00 Fréttir og veður. 20.25 Auglýsingar og dagskrá. 20.35 Viö feöginin Þriðji þáttur. Breskur gamanmyndaflokk- ur I þrettán þáttum. Þýðandi Þrándur Thoroddsen. 21.00 Kollgátan Nýr spurningaþáttur. Umsjónarmaður lllugi Jök- ulsson. Stjórn upptöku: Við- ar Vlkingsson. 21 >10 Einstæö kona (An Unmarried Woman) Bandarlsk biómynd frá 1977. Leikstjóri Paul Maz- ursky. Aöalhlutverk: Jill Clayburgh, Alan Bates. Michael Murphy og Cliff Gorman. Söguhetjan er rúmlega þrl- tug kona sem eiginmaöurinn yfirgefur. Myndin lýsir þvl hvernig hún kemst yfir þetta áfall og skapar sér nýja og sjálfstæóa tilveru. Þýöandi Kristrún Þórðardóttir. 23.55 Dagskrárlok. 23.15 Óperettutónlist 24.00 Miönseturtónleikar .Umsjón: Jón örn Marinós- son. 00.50 Fréttir. Dagskrárlok. Næturútvarp frá rás 2 til kl. 03.00. Élff 14.00—16.00 Léttur laugar- dagur Stjórnandi: Asgeir Tómas- son. 16.00—18.00 Milli mála Stjórnandi: Helgi Már Baröa- son. Hlé. 24.00—24.45 Listapopp Endurtekinn þáttur frá rás 1. Stjórnandi: Gunnar Salvars- son. 24.45—03.00 Næturvaktin Stjórnandi: Kristln Björg Þorsteinsdóttir. (Rásirnar samtengdar aö lokinni dagskrá rásar 1.)
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.