Morgunblaðið - 02.02.1985, Blaðsíða 5

Morgunblaðið - 02.02.1985, Blaðsíða 5
Hluti reiðhjólanna í óskilura. Tónlistarfélagið: Söngtónleik- ar í Austur- bæjarbíói í DAG, laugardaginn 2. febrúar, verða haldnir söngtónleikar í Aust- urbæjarbíói á vegum Tónlistarfé- lagsins og hefjast þeir kl. 14.30. I*ar koma fram sænski baritonsöngvar- inn Carl John Falman og píanóleik- arinn Jan Eyron. I frétt frá Tónlistarfélagsins segir, aö Carl Johan Falkman stundaði nám hjá Ingrid Eksell- Eidrs í Stokkhólmi og síðar í Si- ena á Ítalíu hjá Gino Becchi. Hann kom fyrst fram í Konunglegu óperunni í Stokkhólmi árið 1973 í óperunni „Tintomara" eftir Lars Johan Werle. Síðan hefur hann sungið mörg aðalhlutverk m.a. Figaró í Rakaranumí Sevilla eftir Rossini, Germount í La Traviata eftir Verdi og Eugene Onegin í samnefndri óperu eftir Tchaiko- kvsky. í fyrra söng hann á Broad- way í New York hlutverk nauta- banans í frægri uppfærslu Peter Brooks á óperunni Carmen. Sænski píanistinn Jan Eyron stundaði nám í Stokkhólmi hjá Olof Wilberg og Greta Erikson. Hann kom fyrst fram sem undir- leikari 1956 og hefur síðan verið eftirsóttur undirleikari jafnt inn- an Svíþjóðar sem utan. Hann hef- ur m.a. unnið með Nicolai Gedda, Birgit Nilsson, Elisabeth Söd- erström, Peter Schreier og Kerst- in Meyer. Jan Eyron hefur komið til ís- lands oftar en einu sinni, m.a. til að leika með Edith Thallaug á tón- leikum Tónlistarfélagsins árið 1967. Hann fæst ekki eingöngu við undirleik en hefur einnig getið sér gott orð fyrir kammermúsík og sem einleikari og hljómsveitar- stjóri. Hann hóf reyndar feril sinn sem einleikari. Miðar sem ætlaðir voru á tón- leika Nicolai Gedda gilda á þessa tónleika. Skákþing Reykjavíkur: Róbert Harð- arson efstur RÓBERT Harðarson hefur tekið for- ystu á Skákþingi Reykjavíkur. Hann sigraði l)an llansson í 8. umferð skákþingsins. Önnur helstu úrslit urðu að Andri Áss Grétarsson og Haukur Angantýsson gerðu jafntefli, svo og l’röstur hórhallsson og Hilm- ar Karlsson. Árni Á. Árnason vann Davíð Ólafsson, Pröstur Bergmann vann Ríkharð Sveinsson og 1‘orvald- ur Logason vann Svein Kristinsson. Staða efstu manna er nú: 1. Róbert Harðarson 7. 2—4. Dan Hansson, Andri Áss, Árni Á. Árnason 6!4 vinning hver. 5—9. Þröstur Þórhallsson, Hilmar Karlsson, Haukur Angantýsson, Þröstur Bergmann og Þorvaldur Logason 6 vinninga hver. MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 2. FEBRÚAR 1985 Á fjórða hundrað reiðhjóla í óskilum f „VIÐ erum með á fjórða hundrað reiðhjóla í óskilum hér á lögreglustöðinni við Hverfisgötu. Hér ægir saman öllu sem nöfnum tjáir að nefna. Hér er hjólastóll í vanskilum, barnavagnar, barnakerra, gítar og forláta flauta, svo eitthvað sé nefnt. í mörgum tilvikum hefur þessu verið stolið og skilið eftir í reiðileysi. Skilvíst fólk hefur síðan komið þessu til okkar. Við viljum eindreg- ið hvetja fólk, sem hefur glatað munum, að koma til okkar,“ sagði Þórir Hersveinsson, lögreglumaður hjá vanskiladeild lögreglunnar í Reykjavík, í samtali við Mbl. „Við reynum ávallt að koma hlutunum í hendur réttra eigenda, en eins og gefur að skilja eru oft vandkvæði á að það sé hægt. Mörg seðlaveski fara um okkar hendur. Oft eru skilríki í þeim og því hægt að hafa upp á réttum eiganda. En oft er með engu móti hægt að rekja slóðina til réttra eigenda. Ég vil eindregið hvetja fólk, sem á hluti í óskilum, að snúa sér til okkar og kynna sér hvort óskila- munir séu í okkar vörzlu," sagði Þórir Hersveinsson. MorgunblaðiA/Bjarni Eirfksson Það ægir öilu saman hjá óskiladeildinni. Þórir Hersveinsson með hjólastól. Einnig má greina svefnpoka, töskur, kerru, barnavagna og margt fleira. VIUU SPARA 100 til 200 þúsund krónur? Vegna hagstæðra innkaupa okkar, þá er MAZDA 626 GLX miklu ódýrari en sambærilegir bílar í sama gæðaflokki. Eftirfarandi búnaður fylgir MAZDA 626 GLX: Framdrif • 2000cc vél 102 hö DIN • Sjálfskipting • Vökvastýri • Veltistýri • Aflhemlar • Rafknúnar rúður á öllum hurðum • Rafknúnar hurðarlæsingar • Snúningshraðamælir • Ferðamælir • Aðvörunartölva • Viðvörun vegna hurða, Ijósa og ræsislykils • Tölvuklukka • Stillanleg mælaborðslýsing • Bólstrað stýrishjól • Lýsing í vindlakveikjara og öskubakka • Lýsing í hurðarskrá og ræsi • Læst hanskahólf með Ijósi • Inniljós með leslömpum • Hanskahólf við ökumannssæti • Spegill í sólskyggni hægra megin • Handgrip ofan við hurðir • Barnaöryggislæsingar á afturhurðum • Ökumannssæti stillanlegt á 10 vegu • Niðurfellanlegt aftursætisbak 40/60% • Niðurfellanlegur armpúði í aftursæti • Öflug 4 hraða miðstöð • Hitablástur aftur í • Vandað slitsterkt plussáklæði á sætum • Geymslu- vasar á framsætisbökum • Baksýnisspegill með næturstillingu • Útispeglar stillanlegir innan frá beggja vegna • Lokuð geymsluhólf í framhurðum • Öryggisgler í framrúðu • Lit- að gler í rúðum • Rafmagnshituð afturrúða • Ljós í farangursgeymslu • Pakkabönd í far- angursgeymslu • Halogen aðalljós • Rúðuþurrkur með 5 sek. rofa • Rúðusprauta og þurrka á afturrúðu (Hatchback) • Sportrendur á hliðum • Farangursgeymsla opnuð innan frá • Bensínlok opnað innan frá • Þokuljós að aftan • Hjólbarðar 185/70 HR 14 • Heilir hjólkoppar • Aurhlífar við fram- og afturhjól • WAXOYL ryðvörn og 6 ára ryðvarnarábyrgð. Opið laugardaga frá kl. 10—4 MEST FYRIR PENINGANA BILABORG HR Smiöshöföa 23 sími 812 99
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.