Morgunblaðið - 02.02.1985, Blaðsíða 34

Morgunblaðið - 02.02.1985, Blaðsíða 34
34 MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 2. FEBRÚAR 1985 + Móöir okkar, tengdamóðir, amma, systir og fósturmóöir, SIGFRÍD K. ÞORMAR, veröur jarösungin frá Fossvogskirkju þriöjudaginn 5. febrúar kl. 10.30. Geir P. Þormar, Garðar P. Þormar, Þór P. Þormar, Kári P. Þormar, Sævaldur Ó. Konráösson, Guölaug Jóhannsdóttir, Jóna Þorláksdóttir Sigrlöur J. Þormar, Ingunn K. Þormar, Gróa Ingimundardóttir, Ólavía Þormar, og barnabörn. t Jaröarför fööur okkar, tengdafööur, afa og langafa, HJARTAR ÖGMUNDSSONAR frá Alfatrööum, fer fram frá Bústaöakirkju mánudaginn 4. febrúar kl. 15.00. Blóm og kransar eru vinsamlegast afþakkaöir, en þeim sem vilja minnast hans er bent á líknarstofnanir. Asa Hjartardóttir, Ragnheióur Hjartardóttir, Helga Erla Hjartardóttir, Gunnar Jónsson, barnabörn og barnabarnabörn. + Þökkum innilega auösýnda samúö og vinsemd viö andlát og útför eiginkonu minnar, móöur okkar, tengdamóöur og ömmu, LILJU ÁRNADÓTTUR, Hvolsvegi 18, Hvolsvelli. Guöjón Jónsson, Rúnar Guöjónsson, Auóur S. Guöjónsdóttir, Ingi Guöjónsson, Erna Hanna Guójónsdóttir, Margrét Guðjónsdóttir og barnabörn. + Þökkum innilega auösýnda samúö viö andlát og jaröarför GUÐRÚNAR BJÖRNSDÓTTUR frá Míklabæ. Björn Stefán Lárusson, Stefán Lárusson, Ólöf Jónsdóttir, Halldór Lárusson, Kolbrún Guómundsdóttir, barnabörn og barnabarnabörn. + Sendum okkar innilegustu þakkir öllum þeim sem sýnt hafa okkur samúö vegna fráfalls eiginmanns mins, fööur okkar, sonar og bróöur, ADALSTEINS PÉTURSSONAR, læknis i Borgarnesi, meö minningargjöfum, blómum og skeytum aö ógleymdum þeim fjölda sem vottaöi minningu hans viröingu með nærveru sinni viö jarðarför hans aö Reykholti þann 19. janúar. Guö blessi ykkur öll. Halldóra Karlsdóttir, Þórdis Brynja Aóalsteinsdóttir, Oddur H. Knútsson, Guöríöur Hllff Aöalsteinsdóttir Ólafur Jennason, Áslaug Helga Aöalsteinsdóttir, Halldóra Aöalsteinsdóttir, Guðríöur Kristjánsdóttir, Pétur Sigurðsson, systkini og aðrir aóstandendur. + Þökkum af alhug öllum þeim er sýndu okkur samúö og heiöruöu minningu SIGURLAUGAR AUÐAR GUNNARSDÓTTUR, Ránarbraut 13a, Vík. Njörður Helgason, Sigríöur Finnbogadóttir, Magnea Gunnarsdóttir, Símon Gunnarsson, Siguröur P. Gunnarsson, Finnbogi Gunnarsson, Sigurjón Sigurösson, Sigríóur Guömundsdóttir, Guöbjörg Bjarnadóttir. + Þökkum af alhug auösýnda samúö og vináttu viö andlát og útför móöur minnar, SIGURBORGAR EGGERTSDÓTTUR, Sólvangi, Hafnarfiröi. Fyrir hönd ættingja og annarra vandamanna, Róbert Bjarnason. Minning: Guðrún S. Pálsdóttir frá Hvalsnesi Fædd 18. desember 1900 Dáin 26. janúar 1985 Guðrún Sigurrós frænka mín lést í Landspítalanum laugardags- kvöld 26. janúar síðastliöinn, það var komið laugardagskvöld í hér- vistartíð þeirrar mikilhæfu sóma- konu, dagsverki hennar og lífsvegi lokið hér á jörð. Allir fá sinn tíma, langan eða skamman, lífstími Guðrúnar hér meðal okkar var bæði langur og góður, hún hafði aðeins úr góðu að gera og gefa frá sjálfri sér. Svo- leiðis var hennar eðlisfar og upp- bygging. Guðrún fæddist á hinu forna og merka prestssetri og kirkjustað Hvalsnesi á Miðnesi, þar á Hvalsnesi hófu foreldrar hannar búskap nokkru fyrir 1890. Þau hétu Guðlaug Eyjólfsdóttir og Páll Magnússon. Guðlaug og Páll gift- ust í Hvalsneskirkju 9. nóvember 1888. Þau hjón eignuðust þrjú börn, tvo syni og eina dóttur, Guð- rúnu Sigurrós, sem var þeirra yngst, synirnir voru Magnús, fæddur 2. ágúst 1892, síðar bóndi um árabil á Hvalsnesi, formaður, skipasmiður og ekki hvað síst organleikari og söngstjórnandi í Hvalsneskirkju um áratuga skeið, Magnús dó 17. júlí 1970. Salómon Eyjólfur fæddur 22. júní 1895. Sal- ómon Eyjólfur varð skammlífur, hann drukknaði 18 ára gamall af vélbáti frá Norðfirði 12. ágúst 1912, sagður mikill sóma- og efn- ispiltur, var hans sárt saknað af foreldrum. Páll Magnússon faðir þeirra systkina fæddist á Ásólfsskála í Holtssókn undir Eyjafjöllum 26. júlí 1857, foreldrar hans voru Magnús Ólafsson og Guðrún Jónsdóttir hans kona. Guðlaug Eyjólfsdóttir fæddist á Miðhúsum í Hvolshreppi 18. nóv- ember 1859, foreldrar hennar voru Salvör Bjarnadóttir og Eyjólfur Pálsson er síðar bjuggu á Stór- ólfshvoli í Hvolhreppi. Þau Páll og Guðlaug á Hvalsnesi voru merk sómahjón á kirkjustaðnum Hvalsnesi í tíð þeira prestanna er þá sátu á Útskálum og þjónuðu í Hvalsnesi, séra Jens ó. Pálssonar, séra Friðriks Hallgrímssonar, séra Kristins Daníelssonar og séra Friðriks J. Rafnar. Guðrún frænka ólst upp við sið- gæði og trúrækni foreldra sinna og erfði það besta frá þeim, og frá barnsaldri sótti hún kirkjuna sína við nær allar athafnir er þar fram fóru. Guðrún söng i mörg ár í söngkór kirkjunnar hjá Magnúsi bróður sínum, er stjórnaði söng- um og lék á orgelið. Guðrún fékk engvan skólalær- dóm nema barnaskólalærdóm, en hana langaði mikið að læra hjúkr- un sjúkra og verða hjúkrunar- kona, en það átti ekki fyrir henni að liggja, það voru önnur störf er henni lögðust til. Strax á unga aldri fór Guðrún að vinna foreldr- um sínum og heimili til gagns, það sem hún gat jafnt utan húss sem innan, var hún jafnvíg á hvað sem var, afbragðs dugleg við útiverkin svo og við innanhússverkin og eins við fína handavinnu og saumaskap og þess háttar. Voru þau Guðrún og Magnús bróðir hennar alla tíð miklir vinir og samhent í dugnaði og mynd- arskap. Jeg hef þekkt Guðrúnu frænku síðan jeg var um 10 ára aldur og man jeg vel eftir fyrstu ferðinni er jeg kom að Hvalsnesi, jeg mun þá hafa verið 10—12 ára gamall. Þann 3. ágúst 1935 giftist Guð- rún Sigurrós nágranna sínum, æskufélaga og vini, Gísla G. Guð- mundssyni frá Norðurkoti, þau fóru að búa á Hvalsnesi. Áður höfðu þau Guðrún og Magnús bróðir hennar staðið fyrir búinu á Hvalsnesi eftir að foreldrar þeirra hættu búskap. Guðlaug Eyjólfsdóttir, kona Páls á Hvalsnesi, dó 24. október 1925, Páll maður hennar lifði á fjórtánda ár eftir lát hennar, var hann hjá börnum sínum á Hvals- nesi. Hann dó 13. febrúar 1940. í tíð þeirra hjóna Guðlaugar og Páls var sá siður hafður þegar messað var í Hvalsneskirkju að eftir messuna var kirkjugestum boðið inn á heimili þeirra í her- bergi og stofur og var þar fram borið súkkulaði og kaffi með all- slags góðu heimabökuðu meðlæti. Þessum reglum héldu þau Guðrún og Magnús eftir að foreldrar þeirra hættu búskap og svo Guð- rún og Gísli þegar þau fóru að búa saman á Hvalsnesi. Þessari reglu hélt Guðrún uppi með dætrum sínum og tengdasonum fram til hins síðasta, að heilsa hennar leyfði og eftir að hún flutti til dætra sinna í Kópavog og Garða- bæ. Óðru hverju fór hún með þeim heim til sín að Hvalsnesi, sem henni þótti svo vænt um og hélt tryggð við alla tíð. Þær voru æði margar ferðirnar sem þau systk- inin Guðrún og Magnús áttu út í kirkjuna sína frá því fyrsta að þau fóru með foreldrum sínum þangað og svo Gísli maður Guðrúnar er var langa tíð meðhjálpari í kirkj- unni og ásamt þeim systkinum umsjónarmaður hennar. Á fyrstu búskaparárum þeirra Gísla og Guðrúnar átti Gísli við vanheilsu að stríða og varð að dvelja á heilsuhælum nokkuð langan tíma, þá var Magnús bróð- ir Guðrúnar máttarstoð heimilis- ins, sem hann var og að nokkru með þeim hjónum alla tíð meðan þau lifðu öll saman. Samfélag og sameining þeirra var með ágætum þar sem hvort virti annað að verð- leikum. Árið 1929 byggði Magnús stórt og reisulegt timburhús á Hvals- nesi, vann hann mikið að því sjálf- ur þvi hann var góður smiður og mikill afkastamaður við allt er hann vann að. Það hús stendur enn í góðu formi þar á kirkju- staðnum. Gísli G. Guðmundsson, maður Guðrúnar, dó þann 8. september 1979, eftir lát hans fór Guðrún til dætra sinna, tengdasona og barnabarna. Þar var hún í góðra vina höndum er gerðu henni allt er best mátti verða henni til gæða, en heimahagana þráði Guðrún alltaf og dvaldi hún í húsi sínu á Hvalsnesi meira og minna á hverju sumri og margar ferðir fór hún með sínu fjölskyIdufólki suð- ur á Hvalsnes um helgar þegar messað var í kirkjunni og við fleiri kirkjuathafnir og þar á Hvalsnesi + Viö þökkum af hjarta öllum er sýndu okkur samúö og hlýju viö andlát og útför INGIBJARGAR JÓNSDÓTTUR, Laugarnesvegi 80, sömuleiöis læknum og hjúkrunarfólki sem önnuöust hana i veikindum hennar. Guöbjörg Jóna Siguröardóttir, Jón Þórir Einarsson, Leifur Sigurðsson, Særún Æsa Karlsdóttir, Svala Leífsdóttir, Jóhann Eliasson, Siguröur Ingi Leifsson, Sigurþór Leifsson, Karl D. Leifsson. átti Guðrún sitt lögheimili til æviloka. Guðrún Sigurrós og Gísli maður hennar eignuðust tvær dætur er upp komust og einn dreng er fæddist andvana. Dætur þeirra hjóna eru: Guðlaug .hennar maður er Tómas Grétar Ólafsson, þau eiga fjórar dætur og tvö barna- börn og búa í Kópavogi; Iðunn Gróa, hennar maður er Hjálmtýr Guðmundsson, þau eiga þrjár dætur og einn son og eru búsett í Garðabæ. Á búskaparárum Páls Magnús- sonar og Guðlaugar Eyjólfsdóttur var hjá þeim á Hvalsnesi vinnu- kona er hét Kristín Vilhjálmsdótt- ir. Kristín eignaðist dóttur er hún var þar á heimilinu, hét hún Hall- dóra Kristín. Kristín móðir Hall- dóru dó þar er Halldóra var ung telpa. Varð Halldóra þar um kyrrt eftir að móðir hennar dó og ólst Halldóra þar upp og átti þar heima fram að giftingaraldri. Halldóra Kristín er nú dáin fyrir nokkrum árum. Á síöustu búskaparárum þeirra Páls og Guðlaugar á Hvalsnesi tóku þau í fóstur frænda Guðlaug- ar, Svein G. Sveinsson. Var hann þá tveggja ára gamall er hann kom til þeirra, Sveinn var sonur Guðlaugar Ágústu Guðmunds- dóttur og Sveins Guðmundssonar er þá áttu heima í Hafnarfirði. Sveinn, maður Guðlaugar Ág- ústu, var þá sjúklingur á Vífils- staðahæli. Guðlaug, móðir Sveins G. Sveinssonar, var dóttir Guð- finnu Eyjólfsdóttur, systur Guð- laugar konu Páls. Guðrún Sigur- rós, er þá var rúmlega tvítug að aldri þegar Sveinn litli kom að Hvalsnesi, tók strax ástfóstri við drenginn sem varð svo þar á heim- ilinu fram undir fimmtugsaldur og reyndist hann fósturfólki sínu sem besti sonur og dætrum þeirra Guðrúnar og Gísla sem besti bróð- ir og gagnkvæmt. Kona Sveins er Jensína Páls- dóttir, þau búa í Sandgerði. Mikilhæf mannkostakona er nú horfin af okkar heimi til þeirra eilífu bústaða er henni eru ætlaðir og guð mun gefa henni, þeir eru æði margir er sakna vinar í stað sem hafa þegið vinskap og góðan viðurgjörning um langa hríð hjá henni og hennar fólki. Guðrún frænka mín var hlé- dræg kona, mjög prúð í allri fram- göngu, velviljuð öllum og rausnar- leg, vel gefin, fróð og minnug á fyrri tíð, glögg á menn og málefni, létt og lífræn í framsögn og við- ræðum, það var því mjög fróðlegt og skemmtilegt að ræða við hana á góðum stundum. Innilegar hjartans þakkir til hinnar látnu frænku og vinkonu fyrir alla hennar tryggð og vin- skap við okkur hjónin, systur min- ar og foreldra okkar, meðan þau voru hér á okkar lífssviði. Guðsblessun sé og veri með henni í lífsins eilífðar heimi. Innilegar samúðarkveðjur til afkomenda Guðrúnar, tengdasona hennar, frænda og vina. Útför Guðrúnar Sigurrósar verður gerð frá Hvalsneskirkju laugardaginn 2. febrúar, kl. 14, af séra Guðmundi Guðmundssyni
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.