Morgunblaðið - 02.02.1985, Side 37

Morgunblaðið - 02.02.1985, Side 37
MORGUNBLAÐID, LAUGARDAGUR 2. FEBRÚAR 1985 L bankaö létt og Guöjón stóð inni á gólfi. Það var sest niður, sötrað úr kaffibolla og rætt eitthvert málið sem þá og þá stundina kom upp í hugann og alltaf af miklum áhuga. Oft kom það fyrir að við vorum ekki sammála og verður það að segjast eins og var að hvorugur fylgdi ströngum venjum um fund- arsköp. Oft stóð Guðjón stutt við og hvarf á braut án mikils fyrir- vara. f rauninni var ekki litið á Guðjón sem gest á okkar heimili og það sama gilti um alla hans fjölskyldu. Ekki var það til að draga úr er Pétur Guðjónsson og Berta dóttir okkar fóru að búa saman og ekki leið á löngu áður en komin voru Dagfríður, Guðjón og Þórunn Karólína. Guðjón hlaut trúnað félaga sinna og var honum trúað fyrir ábyrgðarstöðum t.d. sá hann um sjúkrasjóð Skipstjóra og stýri- mannafélagsins Verðandi. Guðjón tók einnig mikinn þátt í starfi sjálfstæðisfélaga í Vestmannaeyj- um. Á Selfossi var Guðjón for- maður vörubílstjórafélagsins Mjölnis um tíma. Hann tók einnig mikinn þátt í starfi sjálfstæðisfé- laganna hér og var í stjórn í Sjálf- stæðisfélaginu óðni þegar hann féll frá. Þau Guðjón og Dagfríður áttu þrjú börn Hallveigu, sem var stjúpdóttir Guðjóns en dóttir Dagfríðar. Hún kom til Guðjóns 10 ára og kallaði hann föður sinn. Hallveig er hjúkrunarkona og býr í Noregi, gift Morten Nilsen og á son, Stían Daníel; Pétur, raf- magnsverkfræðingur, giftur Bertu Jónsdóttur og eiga þau Dagfríði, Guðjón og Þórunni Karólínu; Sveinbjörn, en hann býr með Margréti Ýrr Vigfúsdóttur. Við vinir Guðjóns heitins vott- um Dagfríði, börnum hennar og barnabörnum, móður og systkin- um innilegustu samúð okkar og biðjum þeim Guðs blessunar í sorg þeirra. Jón Guðbrandsson Foreldrar hans voru hjónin Guðrún Guðjónsdóttir frá Tóar- seli í Breiðdal og Pétur Guðjóns- son frá Oddstöðum, Vestmanna- eyjum. Gaui, eins og hann var kallaður í daglegu tali, var ungur að árum þegar hann missti móður sína, en ATHYGU skal vakin i því, að afmælis- og minningargreinar verða að berast blaðinu með góð- um fyrirvara. Þannig verður grein, sem birtast á í miðviku- dagsblaði, að berast í síðasta lagi fyrir hádegi á mánudag og hlið- stætt með greinar aðra daga. ( minningargreinum skal hinn látni ekki ávarpaður. Þess skal einnig getið, af raarggefnu til- efni, að frumort Ijóð um hinn látna eru ekki birt á minningar- orðasíðum Morgunblaðsins. Handrit þurfa að vera vélrituð og með góðu línubili. hún dó frá 5 börnum og var Gaui þá aðeins 3ja ára og yngstur systkinanna. Var hann þá tekinn í fóstur til frænda síns í Eyjum. Hér er það sem röðin kemur að undirritaðri. Ég fór til Vest- mannaeyja í byrjun árs 1939 til Péturs, föður Gauja, og aðstoðaði hann í þessum erfiðleikum, því að hann ákvað að halda heimili fyrir sig og börnin ef hann gæti. Þá var Gaui ekki lengi að koma heim til pabba síns og hefur víst fundið á sér að þarna væri komin ný mamma, því að hann fór strax að kalla mig mömmu og hefur það haldist alla tíð síðan. — Ef hann heyrði minnst á að ég ætlaði að fara heim á Eyrarbakka, sagði hann alltaf: „Ekki fara, ekki fara,“ enda fór það svo að ekki fór ég. Hann var alltaf svo blíður og góð- ur við mig eins og reyndar öll systkinin. Svo var það eitt haustið — hann mun hafa verið svona 6—7 ára, að hann segir voða montinn: „Heyrðu, nú ætla ég að hætta að kalla þig mömmu." „Þú ræður því alveg, væni minn,“ sagði ég. Svo hugsar hann sig um svolitla stund og segir síðan: „Heyrðu Lilja, hvenær koma jólin, mamma.“ Þá fann hann út að hann fengi þessu ekki breytt þótt hann vildi og oft hefur verið hlegið að þessu síðan. Stundum sagði hann þegar hann var krakki: „Ef ég á eftir að eign- ast stelpu ætla ég að láta hana heita Lilju.“ Þetta sýnir hve vænt honum þótti um mig, enda var það gagnkvæmt. En ekki auðnaðist honum að eignast dóttur. Mér þótti eins vænt um hann og mín eigin börn. Við Pétur eignuðumst saman 4 börn svo að systkinin urðu 9 og var aldrei gerður grein- armunur á alsystkinunum og hálf- systkinunum — ekki hjá þeim sjálfum heldur. Gaui steig mikið gæfuspor 1958, þegar hann giftist eftirlifandi konu sinni, mikilli gæðakonu, Dagfríði Finnsdóttur, kennara frá Grundarfirði, og eignuðust þau 2 syni, Pétur, raftæknifræðing, kvæntur Bertu Sigrúnu Jónsdótt- ur og eiga þau 3 börn, og Svein- björn, sjómann, sem býr með unn- ustu sinni. Eina stjúpdóttur átti Gaui, Hallveigu, sem býr í Noregi og á hún einn son. Mikið yndi hafði Gaui minn af hestum. Við pabbi hans höfðu svolítinn búskap úti í Eyjum svo að Gaui komst fljótt upp á lagið með að hafa ánægju af hestinum okkar. Síðar eignaðist hann marga hesta bæði heima í Eyjum og hér á Selfossi og höfðu þau hjónin bæði mikla ánægju af að fara í útreið- artúra. Nú er lokið langri sjúkra- sögu hjá elskulegum fóstursyni mínum og dó hann með reisn enda hefði hann kosið það. Hann var á fundi hjá Sjálfstæðisfélaginu og stóð í ræðustóli nýbyrjaður á ræðu sinni þegar hann sagði: „Af- sakið, ég held að það sé að líða yfir mig,“ og hneig þar með út af og allt var búið. Gaui fæddist með hjartagalla en ekki fór að bera á lasleika hjá honum fyrr en eftir fermingu þegar hann fór að vinna erfiðisvinnu. Þá var hann oft óeðlilega slappur og þreyttur en hann var kominn yfir tvítugt þeg- ar uppgötvaðist hvað að honum var. Hann var sendur til Dan- merkur til uppskurðar sem tókst mjög vel. Gaui tók próf frá Stýrimanna- skólanum í Reykjavík og var í mörg ár stýrimaður hjá Kristni frænda sínum á Bergi VE. Sjó- mennskan átti alla tíð vel við Gauja. Þau hjónin misstu fallegt hús sitt í eldgosinu 1973 og fluttu þá á Selfoss þar sem Gaui vann við akstur á eigin vörubifreið. Árið 1982 var hann orðinn veik- ur aftur og gekkst þá undir aðra hjartaaðgerðina sem tókst vonum framar en aldrei varð hann samur eftir það. En alltaf var Gaui minn jafn hress og kátur og óhræddur við framtíðina, — hann var sáttur við lífið og tilveruna. Þó var hann ábyggilega oft veikari en maður sá í fljótu bragði. Hann var harður við sjálfan sig og vildi sem minnst tala um veikindi sín og sneri því bara upp í glettni ef á þau var minnst. Hann stóð á meðan stætt var. Ekki stóð Gaui einn í þessum erfiðleikum, því að Dagfríður, konan hans, stóð alltaf jafn róleg og sterk við hlið hans, traustvekj- andi og hjúkrunarkona af Guðs náð. Eg kveð svo elsku Gauja minn og óska honum Guðs blessunar á nýjum slóðum. Ég þakka honum allt það trúnaðartraust sem hann sýndi mér frá fyrstu kynnum. Þér, elsku Dagfríður mín, og fjölskyldu votta ég mína dýpstu samúð. Drottinn gefi dánum ró en hinum líkn sem lifa. Lilja Sigfúsdóttir í dag verður vinur minn, Guðjón Pétursson, til moldar borinn og þar sem ég verð ekki á landinu og vik er þvi milli vina langar mig í örfáum setningum að þakka hon- um samveruna. Fundum okkar bar fyrst saman eftir Vestmannaeyjagosið. Þá fluttist Guðjón og fjölskylda hans hingað á Selfoss og hann hóf að gera út vörubíl, sem hann gerði allar götur síðan til hinstu stund- ar. Margt kemur upp í hugann á slíkum stundum þegar maður horfir á eftir góðum vinnufélaga og vini, allar gleðistundir og glens upp um fjöll og firnindi er við vor- um saman. Oftast vorum við her- bergisfélagar eða deildum vega- vinnuskúr. Guðjón var alltaf manna frísk- astur bæði til orðs og æðis, til- búinn í hverskyns „ræsur" eins og hann komst svo vel að orði þegar eitthvað var fariö í ferðalög og gleðskap í góðra manna samfylgd. Þannig var hann kátur og hlýr og útsjónarsamur að gera hvers- dagsleikann skemmtilegan öllum stundum, þó hann gengi ekki heill til skógar öll þau ár sem við þekktumst. Því má kannske segja það dálitla huggun harmi gegn að Guðjón fékk að kveðja þetta til- verustig með reisn, eins og sönnu ljóni sæmir, við að skiptast á skoðunum um landsmálin, en það var það svið sem var honum mjög hugleikið, enda engin hálfvelgja í skoðunum og barðist hann fyrir þeim af festu og eldmóði hvar og hvenær sem var. Vissulega er vin- ur okkar frá okkur hrifinn löngu fyrir tímann, en þó við höfum skoðanir og vilja er víst annar sem ræður. Ekki vorum við alltaf sam- mála, fjarri því, en komum alltaf betri vinir út úr orrahríðinni, enda var Guðjón að öðrum ólöst- uðum sá hreinskiptasti maður sem ég hef blandað geði við og skamm- aði mann af föðurlegri umhyggju, eins og honum var einum lagið. Kvöldið sem Guðjón var héðan kallaður hringdi ég í hann og bað hann að koma með mér til Reykja- víkur, en hann sagðist þurfa að skamma þingmennina okkar svo- lítið. Ég þakka fyrir að svo skyldi til takast, eins og nú er komið. Þó var það ekki hans stefna að neita „ræsu“. Dálítið vorum við Guðjón búnir, bæði í gamni og alvöru, að tala um að halda upp á afmælin okkar á sumri komanda. Ég man að hann Fæddur 7. október 1914 Dáinn 18. september 1984 Ég til sárrar sorgar finn sjaldan er ég glaður leggðu niður ljáinn þinn lífsins sláttumaður. Það er ekki að ástæðulausu, að ég mæli fram þessa bæn. Þeir eru orðnir svo margir ástvinirnir og kunningjarnir, sem ljár dauðans hefur numið á brott frá mér á síð- astliðnum árum. Nú síðast Elías Hjartarson, eftir 12 ára samveru og vinskap sem aldrei bar skugga á. Sérkenni sálar hans voru tryggð og trúmennska. Hann gerði mikl- ar kröfur til sjálfs sín um alla hluti og vildi leysa sérhvern vanda vina sinna og samferðamanna. Hann var einn mesti sjálfstæðis- maður, sem ég hef kynnst, og trúr þeirri hugsjón sinni til dauða. Honum voru alla tíð ógeðfelldir köngulóarvefir kerfisins, sem svo margir reyna að lifa á. Gjöld sín og skatta vildi hann greiða milli- liðalaust af altari tilfinninga sinna. Á seinni árum var hann orðinn heilsuveill og þreyttur. Það kemur í hlut okkar allra, sem náum háum aldri, að verða að bera svip haustsins og veðrabrigði lífshamingjunnar á vöngum. En hann kvartaði aldrei. Trú hans, himinbjört og hrein, gerði honum ______________________________37_ hafði á orði einhvert sinn í þeim umræðum að það myndi passa að ég hefði veisluna á Sögu, en hann á Esju og síðan stjórnaði ég söngnum í Þórskaffi. Þannig var Guðjón, meinhæðinn en samt hlýr. Nú legg ég til hlutverka- skipti; ég held veislu en ætlast til að Guðjón stjórni söngnum, þar sem ég veit og trúi að hann sé nú staðsettur þar sem vel hljómar söngur. Vissulega verður tóma- rúm að Guðjóni gengnum því hann var einn af þeim mönnum sem gaf sér tíma til að rækta vingarð sinn og koma í heimsókn og ræða málin. Þar get ég og margir aðrir af honum mikið lært. Ég læt öðrum eftir að tíunda lífshlaup Guðjóns í smáatriðum, en langar aðeins að senda tóninn að lokum, lítinn og máttvana eins og nú er komið. Ég kveð gamlan vin og minnist þess sem hann sagði sjálfur þegar eitthvað gekk nær því fram af honum sökum gæða: „það er galv- aniserað í gegn“. Þannig verður minningin um hann í mínum huga, galvaniseruð í gegn. Þökk sé Guðjóni fyrir allt gott í minn garð og minnar fjölskyldu. Dagfríði, börnunum, barna- börnum og vinum biðjum við blessunar Guðs á erfiðri stundu. Siggi Kalla og fjölskylda. kleift að taka erfiðleikum með karlmennsku og jafnaðargeði. Þegar ég lít yfir liðin ár minnist ég margra samverustunda og er mér það gleðiefni að í Lundi var jafnan hjartarými fyrir skoðanir hans og tilfinningar. Engill lífsins mun vekja þreytt- an vin minn Elías til nýs og eilífs lífs þar sem sól sannleika og rétt- iætis aldrei gengur til viðar, og fegurstu fyrirheit mannsandans verða að veruleika. G.G.G. bondi, Lundi. Elías Hjartar- son - Kveðjuorð EINSTÖK VERÐLÆKKUNÁ BÓKUM! Nú stendur fyrír dyrum að loka Martcaðs- húslnu og af því tllefnl efnum við tll einstakrar rýmingarsölu á bókum, sem stendur yfir fram til mánaðamóta. ~ Við bjóðum allt að helmings verðlækkun á alls konar bókum, auk þess sem við veitum sérstakan magnafslátt til viðbótar. Magnafslátturinn er 10% þegar verslað er yfir2000.- kr. og 15% þegar verslað er fyrir meira en 4000.- kr. Líttu inn medan úrvalið er mest. BÓKHLAÐAN MARKAÐSHÚSIO Laugavegi 39

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.