Morgunblaðið - 02.02.1985, Blaðsíða 3

Morgunblaðið - 02.02.1985, Blaðsíða 3
MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 2. FEBRÚAR 1985 3 60% afslattur Opiö til kl. 16.00 (4) í dag. =jl Sími frá skiptiborði 45800 Austurstræti 22 — Laugavegi 66 — Glæsibæ Bonaparte grrbo Laugaveg Í30. L Auslurslræh 22 SIGURBJÖRN Magnússon laga- nemi hefur veriö ráðinn fram- kvKmdastjóri þingflokks sjálfstæö- ismanna frá l. febrúar aö telja. Sig- urbjörn lýkur laganámi í vor. Friðrik Friðriksson hagfræð- ingur, sem gegnt hefur fram- kvæmdastjórastarfi hjá þing- flokknum, hefur verið ráðinn framkvæmdastjóri fjármálasviðs hjá IBM á íslandi. Loðskinnauppboð í Helsingfors: 20 % hækkun refaskinna VERITLEG veröhækkun varð á refa- skinnum á loöskinnauppboði í upp- boöshúsi finnska loðdýraræktarsam- bandsins í llelsingfors sem fram fór í vikunni. f skeyti frá uppboðshúsinu er talaö um 20% verðhækkun blá- refs- og skuggaskinna og 10% hækk- un minkaskinna. Þetta var fyrsta loðskinnauppboö ársins og aö sögn Hannesar Snorra Helgasonar, starfsmanns Sambands íslenskra loödýraræktenda, gefur þaö íslensk- um loödýrabændum vonir um gott verö á næstu vikum þegar meirihluti skinna þeirra verður boðinn upp. Á uppboðinu seldust 99% upp- boðinna blárefaskinna en aðrar helstu tegundir refa- og minka- skinna seldust 100%. Til uppboð- sins komu um 600 kaupendur frá öllum helstu markaðssvæðunum og létu Japanir sérstaklega að sér kveða. Seldar voru yfir 2 milljónir loðskinna, og var veltan á uppboð- inu um 100 milljónir bandaríkja- dala sem er mesta velta á einu uppboði fram til þessa, að sögn uppboðshaldara. Seld voru 327 þúsund blárefa- skinn að meðaltali á 383 finnsk mörk, eða 2.367 íslenskar krónur. Bestu skinnin fóru á 580 finnsk mörk. 65 þúsund skuggaskinn (shadow) fóru á 444 fi.mörk eða 2.744 krónur íslenskar. Toppskinn- in fóru á 610 fi.mörk. Seld voru rúmlega 1.100 hvítskuggaskinn fyrir 3.196 íslenskar kr. að meðal- tali. Rúmlega 5 þúsund finnsk silf- urrefaskinn voru seld fyrir 6.868 ísl. krónur að meðaltali en rúm- lega 13 þúsund norsk silfurrefa- skinna fóru á 7.783 kr. ísl. Seld voru um 620 þúsund svart- minkaskinn og fóru högnarnir á 1.415 kr. íslenskar og læðurnar á 1.143 kr. Seld voru um 110 þúsund brúnminkaskinn, og seldust högn- arnir á 1.341 kr. og læðurnar á 939 kr. íslenskar. Virðist meðalverð á ininkunum svipað og í Kaup- mannahöfn um miðjan desember en ekki þarf að vera um sambæri- leg gæði að ræða og er því erfitt með samanburð. Uppboðshúsið gefur upp 10%) hækkun frá desem- ber eins og fram kemur hér að ofan. Nýr fram- kvæmdastjóri Sigurbjörn Magnússon Þingflokkur sjálfstæðismanna: Landsvirkjun og RARIK gera rekstrarsamning Gjaldskrá Landsvirkjunar endurskoðuð fyrir lok þessa árs „ÞEGAR VIÐ fréttum aö okkar fyrirtæki væru farin aö keyra á díselolíu til þess aö lækka toppinn fannst okkur þaö ekki nógu gott og því héldum viö þennan fund meö fulltrúum Landsvirkjunar og Rafmagnsveitna ríkisins," sagði Páll Flygenring, ráðuneytisstjóri í iönaðarráðuneytinu, í samtali viö Morgunblaöið er hann var spurður um ofangreindan fund. Páll sagðist líta þannig á að mál- augljóst mál í augum ráuneytis- ið hefði verið leyst á þessum fundi — nú væri aðeins eftir að útfæra samkomulagið. „Aðilar komust að samkomulagi um að viðhalda sam- mælingarsamningnum, auk þess sem Landsvirkjun er því samþykk að stefna að því að lækka aflgjald sitt,“ sagði Páll. Hann sagði að þar sem ríkið ætti bæði fyrirtækin að meirihluta til, þá hefði það verið manna að þjóðhagslega óhagkvæmt væri að keyra rafmagnsveitur á díselolíu, til þess að forðast ein- hverja toppa, og því hefði þessi fundur verið haldinn. Er Morgunblaðið sneri sér til Kristjáns Jónssonar rafmagn- sveitustjóra, og innti hann fregna af fundinum með fulltrúum Lands- virkjunar og ráðuneytisins, sagði Kristján: „Það varð samkomulag um það á þessum fundi að flýta gerð samrekstrarsamnings á milli fyrirtækjanna, sem mun í framtíð- inni leysa svona mál. Við þurfum, vegna ákveðinna takmarkana á flutningskerfi okkar að keyra dísel við og við á ákveðnum stöðum á landinu. Auk þess varð um það samkomulag á þessum fundi að Landsvirkjun endurskoði gjald- skrár sínar, en við höfum bent á að hlutfall afls og orku þurfi að endur- skoða.“ Aðspurður um hvers þeir hjá RARIK væntu af slíkri endurskoð- un sagði Kristján einungis: „Við vonum að sjálfsögðu að niðurstöður verði okkur til hagsbóta, en þar sem málið er í vinnslu er ekkert hægt að segja til um niðurstöður að svo komnu máli.“ Kristján sagði að rætt hefði verið um að stefna að því að ljúka gerð samrekstrarsamnings eins fljótt og auðið væri og jafnframt að endur- skoðun á gjaldskrám skyldi lokið á' þessu ári. Kristján sagðist vilja leggja áherslu á að samstarf þess- ara tveggja fyrirtækja, Rafmagns- veitna ríkisins og Landsvirkjunar, hefði ávallt verið með miklum ágætum og kvaðst hann vonast til að áframhald yrði þar á.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.