Morgunblaðið - 02.02.1985, Blaðsíða 50
50
MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 2. FEBRÚAR 1985
„Y\\/a& erab þer ? þetta. er i þribja.
Sinn 5em pu h«Uir nibur Ka-PPmd."
Með
morgunkaffinu
HÖGNI HREKKVÍSI
Skemmtilegur
hryllingur
Má ég sem algjör leikmaður
hvað leiklistardóma snertir segja
nokkur orð um gamansöngleik
þann sem nú er settur á svið í
Gamla bíói og kannski nokkur orð
um söngsýningar aimennt.
Ég fer ekki oft í leikhús, finnst
sjaldan vera sýnd hér þau leikrit
eða söngsýningar (óperur) sem eru
þess virði að eyða tíma og fé í þær,
enda er ég svo ljónheppinn að
minn betri helmingur á góða vin-
konu sem á jafn „þroskaðan" eig-
inmann og ég er á sviði leiklistar,
svo þær geta stundað hina svoköll-
uðu menningu í friði fyrir okkur
og velt sér upp úr þeim tilbúnu
vandamálum sem þar eru tvinnuð
saman í einhvern óskapnað sem
fær síðan hið virðulega nafn
„leikhúsmenning", ja svei. Og ís-
lenskar kvikmyndir, maður minn
— en annars, það er efni í aðra
grein.
Léttir söngieikir með lágmarks-
efni, en miklum og fjörugum söng,
gríni og giensi er mitt uppáhald
(t.d. margir amerískir söngleikir).
Samt fór ég í fyrra í Gamla bíó
með þessum tveim vinkonum, sem
ég minntist á áðan, að sjá að mig
minnir La Traviata eftir einhvern
Verdi.
Mikið fannst mér góða gamla
Gamla bíó hafa sett niður. Ég
hugsaði til allra skemmtilegu
kvikmyndanna sem ég hafði séð
þar í gamla daga, þessar glæsilegu
amerísku dans- og söngvamyndir.
Ég tala nú ekki um Donald Duck
og félaga. En þetta, það var ekki
einu sinni hægt að fá sér „eina
hænu“, sætin óþægileg og hávað-
inn óskaplegur.
Þegar aðalhetjan var að því
komin að deyja og þurfti að syngja
af fullum krafti fársjúk, í margar
mínútur til að fá eitt vatnsglas og
slökkva þorsta sinn, var még
ofboðið og gekk út fyrir og dvald-
ist þar til yfir lauk, konu minni tii
mikils hugarangurs og skemmdi
því miður fyrir henni alla ánægju.
En hún hefur ekki síðan beðið mig
að koma með sér i heimkynni
„menningarinnar", ísiensk leikhús
og óperur.
En svo sá ég sýnt i sjónvarpinu
atriði úr „Hryllingsóperunni", að
vísu sýnt í Gamla bíói, en iiklegast
laust við alla „menningu" og leið-
indaboðskap svo ég varð ólmur að
fara og bauð minni konu. Það leið
nærri yfír hana.
1 stuttu máli, ég fór, ég sá, ég
naut þess sem ég sá og heyrði, En
ég hef lengi haft iöngun til að
skrifa ritdóm eða hvað það nú
heitir, því mér hefur svo oft fund-
ist að þeir atvinnugagnrýnendur,
sem skrifa að staðaldri í blöð og
tala í útvarp, kunni alls ekki að
fjalla um þessi mál. Þeir leggja
alltof mikla áherslu á „menning-
una“ (sem ég tel vafasamt oft að
þeir viti hver er), boðskapinn og
eitthvað sem er kallað leikræn
tjáning, en gleyma aiveg að segja
manni hvort þeir hafi skemmt sér
alveg prýðilega.
Lögin voru skemmtileg, músíkin
góð, svolítið hávaðasöm að vísu og
þátttakendur alveg frábærir. Þar
skáru sig úr, að mínum smekk,
hinar 3 „stelpur". Framkoma
þeirra og söngur var einmitt það
sem ég vil heyra og sjá. Hefði
gjarnan viljað heyra meira í þeim.
Sú minnsta var einstaklega
skemmtileg týpa og að mínu mati
gæti hún orðið góð grín-, söng- og
ieikkona. Sú ljóshærða féll vel við
það gervi sem hún var í. Ekta sæt-
ur amerískur táningur og lék sam-
kvæmt því. En sem sagt, þær voru
allar þrælgóðar og ég skemmti
mér konunglega við að hlusta og
horfa á þær.
Baldur skiiaði sínu hlutverki að
ég held allvel, bæði í söng og
glensi. Mussnik var hálfleiðinleg-
ur fannst mér. Kannski hann
gjaldi þess hjá mér að ég sá hann
fyrir stuttu í áramótaskaupi sjón-
varpsins, sem mér fannst þraut-
fúlt og svo hlustaði ég á hann í
fyrsta lestri á nýrri útvarpssögu.
Sú saga er sko ekta hryilingur.
Auður nr. 1 var alveg frábær í
túlkun sinni á þessari drós sem
hún lék og öll hennar framkoma
og söngur var eitt af því sem
gladdi mig mikið. Ómar tann-
læknir var jú sá sem kom mér til
aö fara og sjá þetta og hann olli
mér ekki vonbrigðum, enda þaul-
vanur skemmtikraftur samkvæmt
minni formúlu. Sami leikari var
líka alveg frábær sem róninn í
Frá Ólafsvík. Tveir 13 ára eru óánægðir með það hvað lítið er gert fyrir unglinga í þorpinu.
Dauflegt á Ólafsvfk
Eggert og Siggi, 13 ára, Ólafsvík hringdu:
Við erum óánægðir með það að ekkert skuli gert hér í Ólafsvík fyrir okkur krakkana. Það eina sem við er að
vera er að hanga í sjoppum sem er vitanlega Ieiðinlegt til lengdar. Hvernig væri að koma hér á fót
félagsmiðstöð, því yrðu margir krakkar hér í þorpinu fegnir.
Svo mætti sýna frá Limahl eða Wham í sjónvarpi í stað Duran Duran sem svo mikið hefur verið látið með
Vínartónleikarnir sýndir fyrr
A-S. hringdi:
Nú bætist ég í hóp þeirra mörgu
sem gagnrýna sjónvarpið, sem ég
er þó nokkuð ánægð með.
Sl. sunnudg voru þessir ljúfu
Vínartónleikar en hvers vegna
voru þeir hafðir svona seint á
dagskránni? Þessir ljúfu og léttu
tónar leiknir af frábærum tónlist-
armönnum, þessir glæstu salir og
svo dansinn, allt þetta höfðar ekki
síður til barna og unglinga en full-
orðinna og það gefur þeim innsýn
í meira en þetta eilífa popp.
Góðu ráðamenn sjónvarps. Við
bíðum allt árið eftir þessum tón-
leikum og hlökkum til þeirra. Sýn-
ið þáttinn næst á þeim tíma sem
allir, ungir sem aldnir, sjúkir sem
frískir, geta notið hans og átt há-
tíðarstund. Þetta er andleg heilsu-
bót. Ég vona að þið takið þetta til
athugunar.