Morgunblaðið - 02.02.1985, Blaðsíða 36
36
MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 2. FEBRÚAR 1985
Minning:
Guðjón Péturs-
son frá Kirkjubœ
Fæddur 31. júlí 1935
Dáinn 25. janúar 1985
Sérstæð var veröldin uppi á
bæjum í Vestmannaeyjum,
Kirkjubæir, Oddstaðir, Bessastað-
ir, Kirkjubðl, Tún, Búastaðir,
Vilborgarstaðir, Einland, svo
eitthvað sé nefnt af húsunum í
„girðingunni". Á hlöðum þessara
bæja átti Gaui á Kirkjubæ
bernskuspor sín og heimili allt til
þess er hann nær fertugu varð að
kveðja þessa einstæðu byggð er
eldgosið vaknaði þar 23. janúar
1973 og hraunflóðið ruddist yfir
gróin tún og einstaklega mann-
eskjuleg hús sem drógu dám af
fólkinu sem í þeim bjó. Þessi
byggð var ankerið í mannlífi Eyj-
anna, það skilaði atorkufólki,
trygglyndu, æðrulausu og gam-
ansömu, sérstæðum persónuleik-
um, sem hver um sig hafði ein-
kenni úteyjar í hafinu, sjálfstæði í
hátt og hugsun. Engin byggð Eyj-
anna átt eins ljóðrænt útsýni, eins
miklar andstæður, tign Heima-
kletts, Helgafells og Austureyj-
anna, hvanngrænar skikkjur
heimalandsins og úteyjanna og
handan við hafið skartaði Eyja-
fjallajökull eins og höggmynd út
úr eilífðinni. Frá hlaði Kirkjubæj-
anna iðaði allt af lífi og fjölbreyti-
leika, fuglabjörg, innsiglingin,
austanáttin ástundum í öllu sínu
veldi, morgunsólin undan jökli, sí-
fellt birtuspil á hafi og himni, eng-
in stund eins. Eins og flestir
ofanbyggjarar Kirkjubæjanna var
Guðjón Pétursson spegilmynd
þessa sviðs á sinn hátt. Hann var
næmur, traustur og greindur eins
og allt fólk af hans ætt og umfram
allt gamansamur þótt stundum
brysti í undiröldunni og grunn
stæðu uppi. Gaui Péturs var mað-
ur margra átta. Hann talaði
myndrænt og hispurslaust og
stundum svo fast að það var eins
og austanáttin lemdi þilin af öll-
um mætti, en þeir sem þekktu stíl
mannsins vissu að það var margt
sem bjó á bak við ræðuna, blíða og
bylur í senn, vor og vetur, hugsjón
og hamingjuleit til hins jákvæða.
Hann dáðist að hinu fagra og góða
og var þakklátur fyrir það en hann
lét brjóta á þar sem honum þótti
miður fara og var þá ekkert að
mylja moðið við vini né vanda-
menn. Engan óvin veit ég þó til að
hann hafi átt þótt stjórnmála-
legur eldmóður hans væri með
meira móti. Meginstörf hans voru
sjómennska og vörubílaútgerð.
Þeir eru þekktir fyrir það af
Oddstaðaættinni að gera ekki of
mikið úr hlutunum, og Pétur á
Kirkjubæ, faðir Gauja, taldi fyrst
að um sinubruna væri að ræða
þegar jörðin rifnaði um 200 metra
frá húsi hans og 2 km gossprunga
opnaðist, æðruleysið er aðal þessa
fólks. í bók sem ég skrifaði um
eldgosið í Eyjum og heitir Eldar í
Heimaey er kafli sem heitir Við-
brögð frænda og vina. Þar segir
m.a.: „Guðjón Pétursson, einn af
hörðustu björgunarmönnunumí
Eyjum, hringdi til Reykjavíkur í
föður sinn, Pétur Guðjónsson
bjargveiðimann og Elliðeying á
Kirkjubæ, en bærinn hafði farið
undir hraun fyrr um daginn, fyrst
húsa. Þeir feðgar fjölluðu um mál-
in, rólega og með vangaveltum
eins og siður er hjá þessari ætt,
sem er einn rótgrónasti stofn í
Eyjum, þekkt að gamansemi og
æðruleysi.
Pétur: Jæja, Gaui minn, er bara
orðin svoldið mikil breyting þarna
á þessu hjá okkur?
Guðjón: Já, aldeilis pabbi, þetta
er bara allt farið í kaf. Það má nú
aldeilis segja að túnið hans Tobba
hafi verið unnið fyrir gýg.
Pétur: Jæja, Gaui minn, jahá,
það er bara svona, húsið horfið og
allt farið í kaf. Ja, ég var mátulega
búinn að mála andskotans ösku-
tunnurnar.
Gaui heitir í höfuð afa síns,
Guðjóns á Oddstöðum líkkistu-
smiðs, einstaklega orðheppins
manns sem var meiriháttar krydd
í tilverunni og stemmningin fylgdi
nafninu, miklir sögumenn. Barna-
lán hefur verið mikið í þessari
kjarnaætt, enda mikill ættbogi
vaxinn úr grasi. Guðjón á
Oddstöðum átti sæg af börnum og
Pétur sonur hans, faðir Gauja,
átti 9 börn, auk hans þau Ósk,
Guðlaugu, Magnús og Jónu með
fyrri konu sinni, Guðrúnu Rann-
veigu Guðjónsdóttur, sem féll frá
er Guðjón var ungabarn, en börn
Péturs og seinni konu hans, Lilju
Sigfúsdóttur, voru Guðrún Rann-
veig, Árni, Brynja og Herbjört.
Lilja gekk börnum Péturs af fyrra
hjónabandi í móðurstað, en mikil
hlýja og ástúð hefur ávallt fylgt
þeirri konu.
Á seinna falli barnaskólagöngu
minnar nutum við krakkarnir sér-
stæðs sólargeisla þegar Dagfríður
Finnsdóttir kennari kom allt í
einu inná sviðið og fékk í hendurn-
ar árgang ’44 á lokasprettinum í
barnaskólanum. Þessi unga, glæsi-
lega kona varð áður en langt um
leið konan hans Gauja á Kirkju-
bæ. Þar sýndi sig best hver
smekkmaður Gaui var og þar fékk
hann til fylgdar við sig þann
dýrgrip sem var honum svo dýr-
mætur að engin orð fá lýst. Enn er
hún Dagfríður mín jafn yfirveguð,
glæsileg og brosmild sem unga
stúlkan forðum, afburða maður.
Börn þeirra Dagfríðar og Guðjóns
eru Pétur, sem er kvæntur Bertu
Jónsdóttur Guðbrandssonar,
dýralæknis, og eiga þau þrjú börn,
og búa á Selfossi, Sveinbjörn, sem
einnig býr á Selfossi og Hallveig,
sem Guðjón gekk í föðurstað, en
hún býr í Noregi með manni sín-
um og barni. Barnabörnin eru því
orðin fjögur.
Guðjón Pétursson var sjálf-
stæðismaður af lífi og sál og þótt
hann hafi alltaf verið mikið gefinn
fyrir skepnur og sérlega hesta, þá
voru stjórnmál hans ær og kýr.
Hans yndi var að velta fyrir sér
útgönguleiðum úr öngstrætum
stjórnmálanna, takast á við
vandamál líðandi stundar, berjast
fyrir þann sem minna mátti sín og
mikið held ég að þeir félagarnir,
Gaui og Jón Guðbrandsson dýra-
læknir, hafi notið þess að ræða
saman um lífið og tilveruna, um
alvöruna og lífsins kómidí eins og
Siggi á Eiðum orðar það, báðir
með eldfjallaorku í skoðanaskipt-
um. Stundum virtÍ3t Gaui hafa
allt á hornum sér, en hann kom
alltaf upp um sig með glettni í
auga eða útúrdúr og innskoti í
máli sínu, hafði yndi af leiknum,
barðist að víkingasið, en stóð síð-
an Vallhallarbjartur að leikslok-
um. Hans styrkur sem persónu
var ekki síst smáblómin sem
fylgdu í kjölfar hans, rétt orð á
réttum stað og stund, orð, sem
fléttuðu saman gamni og alvöru,
en fjölbreytileikinn spannaði allt
sviðið, frá heitri kinn ofanbyggj-
arans að kaldri kinn jökulsins,
stundum dúllaði hann í mann-
lífsspjallinu sem fýllinn við bergið
í vestanblænum, stundum kom
hann fram í þeim ham sem suð-
austan sautján býður upp á. Guð-
jón Pétursson var vinmargur mað-
ur, enda átti hann auðvelt með að
kynnast fólki og hann var traust-
ur vinur vina sinna. Ef eitthvað
var að þar sem Guðjón kom, þá
rofaði til, það fylgdi honum bratt-
ur byr í mannlífsseglin. Það var
sjónarsviptir að honum í Eyjum,
en hann setti svip á hin síðari
heimkynni, á Selfossi. En eins ör-
uggt og lundinn kemur alltaf aft-
ur, spratt Gaui reglulega fram á
meðal Eyjamanna á hinum ýmsu
mannamótum og alltaf fylgdi hon-
um sólargeislinn. í vor mun ár-
gangur Gauja, árgerð 1935, hittast
í Eyjum með eðlilegum tilþrifum á
50 ára afmælisárinu og það er
klárt að í gegn um strauma eilífð-
arinnar mun vinur okkar mæta á
hlöð minninganna, söngvinn og
prakkaralegur. Þannig berst gleð-
in harmi gegn að hún gefur minn-
ingunum meira gildi, minningunni
um góðan dreng, góðan félaga og
skemmtilegan, baráttumann. Best
líkaði Gauja það sem gert var með
tilþrifum og þótt staður og stund
titruðu af vanmætti þegar rokkur
örlaganna sleit þráðinn og vinur
okkar kvaddi þennan heim í miðri
ræðu á fjölmennum fundi á Sel-
fossi, þá finnst mér það einhvern-
veginn eftir á að það hafi ekki ver-
ið óviðkunnanlegt að Guðjón Pét-
ursson frá Krikjubæ gengi frá
borði þessa lífs á þennan hátt,
mitt í þjóðmálaumræðu þar sem
hann gaf tóninn meðal félaga
sinna sem stefna að sama marki.
Það fylgdi honum titringur í líf-
inu, titringur, sem hæfir öllu sem
lifir og þorir og það var undarlegt
að verða svo óvænt hluti af enda-
sprettinum á þeirri örlagastund,
sem skilur að líf þessa heims og
annars. Góður Guð styrki vini og
vandamenn. Sérstæð var veröldin
uppi á bæjum, einn af sonum
hennar er genginn langt fyrir ald-
ur fram, sárt saknað.
Árni Johnsen
Guðjón Pétursson, bifreiða-
stjóri, Heimahaga 3 á Selfossi,
varð bráðkvaddur að kvöldi hins
25. janúar sl. Guðjón var aðeins 49
ára er hann lést svo skyndilega.
Hann hafði verið búsettur á Sel-
fossi sl. 12 ár. Eftirlifandi kona
hans er Dagfríður Finnsdóttir og
áttu þau þrjú börn. Þau bjuggu í
Vestmannaeyjum, að Kirkjubæ,
þar til hið afdrifaríka eldgos á
Heimaey árið 1973 eyðilagði heim-
ili þeirra en þá fluttu þau fyrst um
sinn til vinafólks síns á Selfossi
þar sem þau hafa síðan verið bú-
sett.
Á nýjum slóöum héldu þau
áfram lífsbaráttunni samhent og
kröftug alráðin í að yfirstíga þá
margháttuðu erfiðleika er þeim
mættu sem misstu aleigu sína i
náttúruhamförunum sem yfir
Vestmannaeyjar gengu. Vefur ör-
laganna hófst þannig, að við, sem
þessar fáu línur skrifum, nutum
umhyggju og umönnunar þeirra
Guðjóns og Dagfríðar í þrjá vetur.
Og ekki bara í skólanum þar sem
Dagfríður var og er kennari, held-
ur einnig í dvöl á heimili þeirra.
Minningarnar frá þeirra góða
heimili eru okkur bjartar og ynd-
islegar. Guðjón var hinn ljúfi um-
hyggjusami heimilisfaðir, félags-
lyndur, hreinn og skýr i skoðunum
sínum á hverju sem var. Allt við-
mót hans og umgengni við okkur
var blandað hlýju og góðlegri
glettni sem unglingssálin nærðist
vel af. Og ætíð vorum við af hans
hendi látin sitja við það sama og
hans eigin börn. Allt þetta þökk-
um við nú er við verðum að standa
frammi fyrir þeim örlögum að
þessi sérstæði góði vinur okkar er
horfinn sjónum okkar.
Dagfríður mín, við vottum þér
og börnunum þínum okkar dýpstu
samúð og trúum með þér að góður
Guð mýki sárin og styrki þig á
erfiðum stundum. Við kveðjum
Guðjón vin okkar með orðum
skáldsins:
Far þú í friði,
friður Guðs þig blessi,
hafðu þökk fyrir allt og allt.
Gekkst þú með Guði,
Guð þér nú fylgi,
hans dýrðarhnoss þú hljóta skalt.
. (Vald. Briem.)
Fjóla og Friðleifur
Guðjón Pétursson er látinn og
horfinn á æðra svið. En minningin
um góðan dreng lifir í hugum og
hjörtum allra er hann þekktu. Á
örskammri stundu varð hann all-
ur. Okkur félögum hans í Óðni var
það ljóst að hann gekk ekki heill
til skógar og erfitt að sætta sig við
það þegar menn á besta aldri eru
kallaðir frá okkur svo fyrirvara-
laust. Guðjón hafði frá því að
hann og fjölskylda hans fluttu til
Selfoss unnið ötullega að þeim
störfum sem fylgja því að taka
þátt í stjórnmálum af heilum hug.
Aldrei lá hann á skoðunum sínum
og fylgdi þeim gjarnan eftir af
einurð og sanngirni. Guðjón vald-
ist fljótt til trúnaðarstarfa fyrir
Félag sjálfstæðismanna á Selfossi,
enda ávallt boðinn og búinn til að
ljá góðum málstað lið. Hann hefur
átt sæti í Kjördæmisráði Sjálf-
stæðisflokksins í Suðurlandskjör-
dæmi, fulltrúaráði sjálfstæðisfé-
laganna í Árnessýslu og í sjórn
Sjálfstæðisfélagsins óðins á Sel-
fossi. Auk þess átti hann sæti í
nefndum á vegum Selfosskaup-
staðar. Fyrir vel unnin störf, góða
viðkynningu og vináttu þökkum
við vinir hans og samherjar.
Fyrir hönd Sjálfstæðisfélagsins
óðins á Selfossi votta ég eftirlif-
andi eiginkonu hans, börnum og
öðrum ástvinum okkar dýpstu
samúð. Blessuð sé minning hans.
Haukur Gíslason
Það er undarleg tilfinning að
sitja og semja eftirmæli eftir vin
sinn, sem var lifandi, kátur og
fullur af áhuga í gær, en í dag er
hann allur. Þó átti þetta ekki að
koma neinum á óvart sem eitthvað
þekktu til Guðjóns Péturssonar
frá Kirkjubæ í Vestmannaeyjum,
því hann hafði í 24 ár lifað í
skugga sjúkdóms þess sem dró
hann til dauða. Guðjón kvartaði
ekki og reyndi að vinna sína vinnu
eins og ekkert væri, enda þótt
vinnuþrekið væri stórlega skert og
hann hefði mikil óþægindi af
þessu. Guðjón var fæddur í
Kirkjubæ í Vestmannaeyjum 31.
júlí 1935 sonur hjónanna Guðrún-
ar Rannveigar Guðjónsdóttur frá
Tóarleiti í Breiðdal og Péturs
Guðjónssonar frá Oddstöðum í
Vestmannaeyjum. Þriggja ára
gamall missti Guðjón móður sína.
Seinni kona Péturs, Lilja Sigfús-
dóttir, tók Guðjón að sér sem væri
hann hennar sonur og kallaði
hann hana móður sína. 4 alsystk-
ini átti Guðjón og 4 hálfsystkini,
allt dugandi og myndarfólk og var
hann engin undantekning í þeim
efnum. Guðjón byrjaði mjög ung-
ur að stunda sjó bæði á bátum og
togurum. Hann var eftirsóttur
sjómaður og vinsæll af sínum fé-
lögum og skipti ekki mikið um
skipsrúm. Sjómennska var aðal-
starf Guðjóns þar til hann fór í
land 1971 og hóf þá störf við
steypustöðina í Vestmannaeyjum
og vann þar fram til goss 1973. 11.
október 1958 kvæntist Guðjón
Dagfríði Finnsdóttur frá Spjör í
Grundarfirði, en Dagfríður hafði
komið til Vestmannaeyja sem
barnakennari. Þegar allt lék í
lyndi, þau höfðu eignast tvo syni
og framtíðarheimilið var í smíð-
um, dró ský fyrir sólu. Guðjón
kenndi sjúkleika sem krafðist erf-
iðrar aðgerðar í Kaupmannahöfn
um sumarið 1961. Aðgerðin
heppnaðist vel og fór Guðjón aftur
á sjó veturinn eftir enda þótt hon-
um hafi verið ráðlagt að halda sig
frá störfum þann vetur. Sjó-
mannslífið er erfitt og hættulegt
og fékk Guðjón að kynnast því er
áhöfnin á Bergi bjargaðist naum-
lega er báturinn lagðist skyndi-
lega á hliðina og sökk. Guðjón
þakkaði það vini sínum Elíasi
Baldvinssyni að þeir komust af, en
honum tókst með snarræði og
harðfylgi að losa björgunarbátinn
á síðustu stundu. 1963 og ’64
stundaði Guðjón nám í stýri-
mannaskólanum, fyrst í Vest-
mannaeyjum og síðan í Reykjavík
og lauk prófi ’64. 1973 breyttist
hagur þeirra hjóna sem annarra
Vestmanneyinga. Dagfríður fór í
land með börnin en Guðjón vann
að björgun verðmæta í eyjunum
þar til gosinu lauk. Eftir gosið
settust þau að á Selfossi þar sem
hún stundaði barnakennslu en
hann keypti sér vörubíl sem hann
vann með. í kringum 1980 fór
Guðjón að finna fyrir sjúkleika
sem krafðist þess að hann færi til
London í stóra aðgerð. Aðgerðin
virtist takst vel og Guðjón var
hressari og betur upplagður en
hann hafði verið um langan tíma
og hafði hann sérstaklega orð á
þessu kvöldið sem hann féll frá.
Það mun hafa verið 1971 sem
leiðir okkar Guðjóns lágu saman í
fyrsta skipti. Ég átti erindi út í
Vestmannaeyjar. Konan mín og
tvö af börnum okkar voru með.
Þegar skipið lagðist að sáum við
mann á bryggjunni sem reyndist
vera að taka á móti okkur. Það
fyrsta sem hann sagði eftir að við
höfðum heilsast var: „Þið komið
heim með mér og búið hjá mér á
meðan þið dveljið hérna." Við
sögðumst eiga pantað herbergi á
hótelinu, en það var ekki við ann-
að komandi en fara með honum.
Maðurinn sem stóð á bryggjunni
var Guðjón Pétursson og þarna
hófust kynni með tveim fjölskyld-
um sem áttu eftir að verða mjög
góð og mjög náin. Þessi fyrstu
kynni af Guðjóni voru mjög ein-
kennandi fyrir hann. Þau hjónin
voru mjög gestrisin og það var
alltaf gott og hlýlegt að koma til
þeirra. Hann var óvenju mann-
blendinn og átti sérstaklega auð-
velt með að kynnast fólki og naut
þess að vera á mannamótum. Á
meðan við vorum þarna úti í Vest-
mannaeyjum var efnt til fram-
boðsfundar þar sem kosningar
voru I nánd. Við Guðjón fórum
þangað. Þetta var fyrsti stjórn-
málafundurinn sem við fórum á
saman en ekki sá síðasti. Það kom
nefnilega á daginn að aðaláhuga-
mál Guðjóns voru þjóðmál og þar
með stjórnmál og umræða um þau
svo að það nálgaðist að vera
ástríða. Þótt honum væri ekki
sama hver næði kosningu þá varð
hann aldrei fylgismaður einstakra
manna heldur maður málefnanna
og lét skírt í ljósi skoðanir sínar
hvort sem var á fundum eða á
meðal einstaklinga, sama var hver
átti í hlut, og hann flutti mál sitt
af miklu kappi og var oft hnyttinn
í svörum og samlíking. Hann
studdi alltaf kreddulaust málstað
hins frálsa framtaks með félags-
legu ívafi eins og heilbrigð skyn-
semi sagði til um. Það var einmitt
á fundi með þingmönnum Sjálf-
stæðisflokksins sem kallið kom.
Hann hafði undirbúið sig vel og
var nýbyrjaður að flytja ræðu sína
þegar hann varð að hætta. Ekki
veit ég hvað hann ætlaði að segja,
en ég þekki hann það vel að ég tel
víst að hann hefði minnst á launa-
misrétti r þjóðfélaginu og hann
hefði minnst á hvernig sá sterki
notar sér aðstöðu sína til að troða
á þeim sem minna mega sín og
margt fleira hefði hann sagt.
Þetta eru engin ný sannindi en þó
sígild og nú átti að flytja full-
trúum þjóðarinnar á Alþingi
þennan boðskap enn einu sinni í
von um áhrif. Það er erfitt að lýsa
manni í minningargrein fyrir
ókunnugum og kannski er það
ekki tilgangurinn heldur hitt að
draga fram minningar úr sínum
minningarsjóði og segja frá þeim
svo allir mættu heyra og votta
þannig þeim látna virðingu sína
og þakklæti.
Guðjón Pétursson var miklu
meira en maðurinn Guðjón Pét-
ursson, hann var eiginlega hugtak,
hann var original sem allir höfðu
gaman af að kynnast enda eru
originalar krydd tilverunnar.
Guðjón var ákaflega ötull að
heimsækja vini sína og oft kom
hann til okkar. Ef langt leið á
milli, t.d. ef hann var að störfum
út frá, þá stóð ég mig að því að
hugsa: Það er langt síðan Guðjón
hefur komið og skyldi hann ekki
fara að koma? Allt í einu var