Morgunblaðið - 02.02.1985, Qupperneq 38

Morgunblaðið - 02.02.1985, Qupperneq 38
38 MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 2. FEBRÚAR 1985 Bridge Arnór Ragnarsson Islandsmót kvenna og yngri spilara í sveitakeppni íslandsmót í sveitakeppni í kvennaflokki og flokki yngri spilara verður spilað helgina 22. febrúar — 24. febrúar nk. í Menningarmiðstöðinni v/Gerðu- berg í Breiðholti. Þá verður undankeppni í báð- um flokkum. 4 efstu sveitirnar munu síðan komast í úrslita- keppnina sem verður háð helg- ina á eftir í Féiagsheimilinu Drangey v/Síðumúla. Undankeppnin hefst föstudag- inn 22. febrúar kl. 19.30 í Gerðu- bergi. Síðan verður 2. umferð í undankeppni spiluð á laugardeg- inum og hefst kl. 19.30 og 3. um- ferðin (ef þörf krefur) verður síðan á sunnudag og hefst kl. 13.00. Þessi tímasetning á und- ankeppninni stafar af erfiðleik- um á útvegun á húsnæði fyrir þetta mót á þessum tíma, þegar árshátiðir og gleðisamkomur tröllríða húsum í borginni. Einsog fyrr sagði, munu síðan 4 efstu sveitir komast í úrslit í hvorum flokki. Úrslitakeppnin verður spiluð í Félagsheimilinu Drangey v/Síðumúla helgina á eftir og hefst kl. 13.00 á laugar- degi. Úrslitakeppnin verður með útsláttarfyrirkomulagi, þannig að sigurvegararnir á laugardeg- inum munu eigast við á sunnu- deginum á sama stað, og hefst sú viðureign einnig kl. 13.00. Öllum félögum innan Bridge- sambands fslands er heimil þátttaka í þessu móti. f yngri flokki er miðað við að spilarar séu fæddir 1. janúar 1960 eða síðar. Þátttöku skal tilkynna til skrifstofu Bridgesambands fs- lands (s: 18350) fyrir 15. febrúar nk. (föstudagur). Þátttökugjald pr. sveit verður kr. 2.000. Hver sveit má vera skipuð allt að 6 spilurum. Síðasta ár tóku 22 sveitir þátt í þessu móti (alls) og sigurvegarar urðu þá í kvenna- flokki sveit Estherar Jakobs- dóttur og í yngri flokki sveit Antons R. Gunnarssonar, báðar úr Reykjavík. Keppnisstjóri verður Agnar Jörgensson. Bridgedeild Skagfírðinga Eftir 6 umferðir í aðalsveita- keppni félagsins, er staða efstu sveita þessi: Sveit Magnúsar Torfasonar 135 Sveit Gíslá Stefánssonar 122 Sveit Guðrúnar Hinriksd. 119 Sveit Hjálmars Pálssonar 116 Sveit Leifs Jóhannessonar 100 Sveit Sigmars Jónssonar 95 Sveit Friðriks Indriðasonar 93 Sveit Óla Andreassonar 93 Opna stórmótið á Akureyri Milli 40 og 50 pör eru þegar skráð til leiks á Opna minn- ingarmótið á Akureyri, sem verður helgina 15.—17. febrúar nk. Frestur til að tilkynna þátt- töku rennur út fimmtudaginn 7. febrúar nk. Hægt er að hafa samband við umsjónarmenn mótsins, þá Þórarin B. Jónsson s: (96) 26111 og (96) 22244 á daginn og Gretti Frímannsson s: (96) 22760 á kvöldin og ólaf Lárusson hjá BSÍ s: (91) 18350 til skrán- ingar. Mótið hefst föstudags- kvöldið 15. febrúar kl. 20 og verða spilaðar þrjár umferðir í tvímenningi, ein um kvöldið og tvær á laugardeginum. Síðan verður úrslitakeppni 22 efstu para í barometer, sem hefst á laugardagskvöld (fáeinar um- ferðir) og lýkur á sunnudeginum. Þátttökugjald pr. par er kr. 1200. Spilað er um silfurstig, auk verð- launa að upphæð 40.000 kr. Nánari upplýsingar gefa um- sjónarmenn mótsins. Reykjavíkurmótið í sveitakeppni Eftir tvær umferðir af fimm í úrslitakeppni Reykjavíkurmóts- ins í sveitakeppni, er staða sveit- anna þessi: Sveit Jóns Baldurssonar 41 Sveit Stefáns Pálssonar 35 Sveit Úrvals 30 Sveit Jóns Hjaltasonar 26 Sveit Ólafs Lárussonar 24 Sveit Þórarins Sigþórssonar 24 Úrslit í 1. umferð urðu þessi: Jón Baldursson — Jón Hjaltason 24—6 Úrval — Þórarinn 19—11 Stefán — ólafur 16—14 Úrslit í 2. umferð urðu þessi: Jón Baldursson — Þórarinn Sigþórsson 17—13 Stefán Pálsson — Úrval 19—11 Jón Hjaltason — Ólafur Lárusson 20—10 Mótinu verður framhaldið í dag í Hreyfilshúsinu og eigast þá við Jón Bald. — Stefán, Úrval — Ólafur og Jón Hj. — Þórarinn. Á morgun (sunnudag) verða spilaðar fjórða og fimmta um- ferð í Hreyfilshúsinu og lýkur þá úrslitakeppninni. Spilamennska hefst kl. 13 báða dagana og 19.30 á sunnudagskvöld. Áhorfendur eru velkomnir. Bridgefélag Suðurnesja Fimmtán umferðum af 25 er lokið í barometerkeppninni og er staða efstu para þessi: Högni— Maron 155 Gunnar — Leifur 131 Gísli — Guðmundur 125 Jóhannes — Óli Þór 125 Finnbjörn — Heiðar 106 Arnór — Sigurhans 101 Óskar — Kolbeinn 97 Einar — Stefán 83 Gunnar — Haraldur 79 Jóhannes — Karl 68 Næstu 5 umferðir verða spil- aðar í samkomuhúsinu í Sand- gerði á mánudagskvöld kl. 20. Alls taka 26 pör þátt í keppninni. Þorrabakkinn frá SS hefur að geyma valið góðgæti: sviða- kjamma, hangikjöt, hrútspunga, hákarl, súran hval, bringukoll, lifrarpylsu, blóðmör, lunda- bagga, svínasultu, rófustöppu, harðfisk og smjör. Enginn verður svikinn af þessu góðgæti, sem tilreitt er í handhæga bakka. Skammturinn er miðaður við að seðja hungur Islendinga á þorranum.

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.