Morgunblaðið - 02.02.1985, Blaðsíða 45

Morgunblaðið - 02.02.1985, Blaðsíða 45
MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 2. FEBRÚAR 1985 45 Óborganlegt tríó; Eddie Murphie, Jamie Lee Curtis og Dan Aykroyd í Vistaskiptum. AÐ EIGA — EÐA EIGA EKKI Kvíkmyndír Sæbjörn Valdimarsson Háskólabíó: Vistaskipti (Trading Places)*#* Leikstjóri: John Landis. Handrit: Timothy Harris og Herschel Weingro. Kvikmyndataka: Robert Paynter. Tónlist: Elmer Bernstein. Aðalhlutverk: Dan Aykroyd, Eddie Murphy, Jamie Lee Curtis, Don Araache, Ralph Bellamy, þá bregð- ur fyrir nokkrum gamalkunnum andlitum í smáhlutverkum, eins og James Belushi, Frank Oz og Bo Diddley. Bandarísk, frumsýnd 1983, frá Paramount Pictures. Vistaskipti er ein af þessum vel gerðu myndum sem halda manni alsælum við efnið vegna snjalls leiks og leikaravals i öllum hlut- verkum, ágætra brandara með ekki of löngu millibili, hraða og yfirborðsfágunar. En svo þegar upp er staðið, rennur það upp fyrir manni að innihaldið var reyndar ósköp lítið og vitlaust, fljótlega gleymt og grafið. Þetta kallast afbragðs afþreyingar- myndir. Efnisþráður Vistakipta er harla snúinn og viðsjárvert að reyna að endursegja hann í fáum orðum. Hann er þó á þá leið að tveir náungar, annar allslaus „bísi“ (Eddie Murphy), hinn vel- ættaður, snobbaður bisnissmað- ur sem ekkert skortir (Dan Aykroyd), verða leiksoppur hús- bænda þess síðarnefnda, Duke- bræðranna (Ralph Bellamy og Don Amache), auðjöfra og verstu skálka. Þeir veðja sem- sagt einum dal um hvort erfðir séu meiri örlagavaldur en um- hverfi þegar um einstaklinga er að ræða — og koma þvi þannig fyrir að þeir Dan og Eddie skipta um þjóðfélagsstöðu. Framhaldið er margslungið en þeir félagar ná loks fram hefnd- um af engu síðri slægvisku en þeim var sýnd. Sem sagt púragrín og gaman uppundir tvo tíma. Eins og fyrr var getið er það leikurinn og leikaravalið sem er aðal Vista- skipta.Það er unun að sjá gömlu kempurnar, Ralph Bellay og Don Amache, fara á kostum og Den- holm Elliott man ég ekki eftir að hafi nokkurntíma brugðist. Jamie Lee Curtis er magnaður kvenmaður og undir æsilegu yf- irborðinu er greind, fjölhæf leikkona. Dan Aykroyd hefur aldrei not- ið sín betur, enda fær hann hér rakið tækifæri til að sýna hvers hann er megnugur. Það er sama i hvaða kringumstæðum Louis Winthorpe III lendir í, Aykroyd klárar sig í hverju sem er með frábæru fasi, svipbrigðum og tímasetningu. Eddie Murphy, að líkindum vinsælasti leikarinn vestanhafs í dag, dæmist þó aðalsenuþjófur- inn. Með ólíkindum heillandi leikari sem ræður yfir öllum hugsanlegum aðstæðum. Hann er ólýsanlegur, það þarf að sjá hann, sjón er sögu ríkari. tlNGO! hefst kl. 13.30._ '____25 umferðir____ Verðmæti vinninga kr. 40 þús. Hæsti vinningur kr. 15 þús. TEMPLARAHÖLUN EIRÍKSGÚTU 5 — SÍMI 20010 r Heba heldur vió heilsunni Ný 4ra vikna námskeiö hefjast 4. febrúar. í Hebu geta allar konur á öllum aldri fundiö eitthvaö viö sitt hæfi. Við bjóöum upp á: Leikfimi, músikleikfimi, sána, Ijós, megrunarkúra, nuddkúra — allt saman eöa sér. Dag- og kvöldtimar 2, 3 og 4 sinnum i viku. Innritun og tímapantanir í símum 42360 og 41309. Heilsurœktin Heba Audbrekku 14, Kópavogi. Metsölublad á hvetjum degi! HEIMIUS- OC RAFTÆUASÝNING LAUCARDAC KL. 10 -17 — SUNNUDAC KL. 13 -17 Allt tílað auka ánægjuna af helmilishalðinu Allt tilað gera borðhaldið hátíðlegt Hnífapör - Matarstell - Eldföst stálföt með silfuráferö - Dúkar - Bakkar - skrautkerti o.fl. Allt vörur í hæsta gæöaflokki frá heimsþekktum framleiðendum HEIMILIS- OG RAFTÆKJADEILD IhIHEKIAHF J LAUGAVEGI 170 -172 SÍMAR 11687 • 21240 Pottar - Pönnur — Lampar - kafflkönnur — Teborð o.fl. Allt sem léttir hússtörfin Hrærivélar - Kæliskápar - uppþvottavélar - Djúpsteikingapottar - Brauöristar - Rafmagnskjöthnífar - Taupurrkarar - Þvottavélar - Sorpkvarnir - straujárn - Hárpurrkur o.fl.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.