Morgunblaðið - 02.02.1985, Side 41

Morgunblaðið - 02.02.1985, Side 41
MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 2. FEBRÚAR 1985 41 Fréttabréf úr Mývatnssveit Vatns-og hitaveitumál Á árinu 1984 var áfram unnið að framkvæmdum við vatns- og hita- veitu. Lokið var að langmestu leyti hreinsun og endurnýjun hitaveitu- lagna í Reykjahlíð og einnig lögð hitaþolin plastlögn í Voga. Jafn- framt var asbestlögn sú er flutti heitt vatn í Voga tekin í þarfir vatnsveitunnar. Er þá lokið að mestu því stóra verkefni er ráðist var í á árinu 1983. Eftir er þó margvíslegur frágangur, jarðvegs- fyllingar, sáning og snyrting þó nokkuð hafi verið unnið þar að á árinu 1984. Fjárveitingar á fjárlögum 1985 Ekki eru margir liðir á fjárlög- um ársins 1985 er snerta sveitar- sjóð beint. Þó er þar fjárveiting til skólabyggingar í Reykjahlíð þann- ig að hefja má framkvæmdir. Almannavarnamál Eldgosið 4. september sl. hlýtur að hafa valdið ugg og vonbrigðum þeim er hugðu eða vonuðu að þessu umbrotaskeiði væri lokið. Landris var i upphafi, eftir að gosi lauk, mjög hratt en hægði brátt mjög og er nú afar lítið. Landhæð hafði náð (þann 3. janúar sl.) 83% af landhæð fyrir gos samkvæmt upplýsingum Norrænu eldfjalla- stöðvarinnar. Almannavarna- nefnd og sveitarstjórn gerðu kröfu um nokkrar úrbætur í ljósi þeirrar reynslu er fékkst við þetta gos m.a. að komið yrði upp varanlegri lýsingu á flugvelli. Umbætur yrðu gerðar á vegaslóð norður frá Kröflu austan eldstöðvanna og viðvörunarbúnaður yrði endur- bættur, m.a. tölvubúnaður á Múla- vegi 9b og um endurþjálfun lög- gæslu og skráningarliðs. Vísindamenn standa nú ef til vill í meiri óvissu um eðli svæðis- ins en fyrr og allir spádómar heyra fortíðinni til. Það er rétt að íbúar haldi vöku sinni og séu þess meðvitaðir að aftur getur dregið til tíðinda þó það sé eðlileg von og ósk allra að umbrotaskeiði sé lok- ið. Vegamál Á árinu 1984 voru nánast engar vegaframkvæmdir í sveitarfélag- inu ef undan eru skildar sýslu- vegaframkvæmdir. Sveitarstjórn lýsti megnri óánægju sinni í harð- orðri bókun sl. sumar með viðhald vega og leiðir það m.a. vonandi til þess að viðhaldi verði sinnt betur á komandi sumri. Með vorinu fjallar Alþingi um vegalög og vegaáætlun og er þess fastlega vænst að ekki verði þá hróflað við svokallaðri langtímaáætlun um byggingu stofnbrauta en einmitt á árabilinu 1986—1989 á að fram- kvæma mikið i Mývatnssveit og vestur um samkvæmt þeirri áætl- un. Sýsluvegafé var varið að mestu til endurbóta á Stangarvegi og náðist þar mjög umtalsverður áfangi. Sveitarstjórn hefur sam- þykkt í ljósi þess hve miðað hefur með sýsluvegi undanfarið að sýsluvegafé ársins verði nýtt til uppbyggingar á vegaköflum norð- an vatns til að greiða fyrir vetr- arsamgöngum og til aukins um- ferðaröryggis. Mikið hefur verið barist fyrir að ná fram umbótum á „Kísilvegi" með tilliti til vetrarsamgangna en án sýnilegs árangurs en m.a. hefur verið lagt að Vegagerðinni að gera um þetta sérstaka framkvæmda- áætlun og veita til þess þá sér- staklega. Gatnagerðar- framkvæmdir Fyrirhugað er að leggja malbik á 3 götur í Reykjahlíð á komandi sumri, Helluhraun, Lynghraun og Skútahraun. Lokið var á árinu tvöföldun klæðningar á Hlíðarvegi og Múla- vegi svo og steypt gangstétt við þessar götur samtals um 700 m. Fullorðinsfræðsla Áformað var áframhald þessar- ar starfsemi sl. haust og höfðu ná- lega 30 manns skráð sig til náms í ensku og þýsku. Verkföllin og eft- irköst þeirra gerðu þessi áform að engu, en væntanlega veröur þráð- urinn tekinn upp að nýju bráðlega. Tónlistarskóli Við nám í Tónlistarskólanum í vetur eru 70 nemendur og skiptast sem hér segir: píanó 16 blokkflauta 4 fiðla 9 kór 21 harmonika 7 forskóli 4 gítar 5 orgel 4 Kröflu- og kísiliðjumál Sú óvissa er ríkir um framtíð Kröfluvirkjunar, eignarhald, framkvæmdir og rekstur svo og námuleyfi Kísiliðjunnar hlýtur að vekja til alvarlegrar umhugsunar um framtíð byggðaþróunar í Mý- vatnssveit, atvinnuöryggi, fjár- festingu og uppbyggingu. Því mið- ur er umfjöllun um þessi mál mest í fjölmiðlum oft færð fram af van- þekkingu litað pólitískri leiðsögn og neikvæðni. Um hitt er síður spurt hvaða þýðingu þessi fyrir- tæki hafa fyrir okkar samfélag, atvinnuöryggi, uppbyggingu og fé- lagslega þróun. Það er alvarlegt mál þegar stærstu. fyrirtækin í sveitarfélaginu eiga sífellt undir högg að sækja varðandi starfs- grundvöll sinn og hlýtur að vera hverjum hugsandi skynsömum einstaklingi áhyggjuefni. Landbúnaðarmál Samkvæmt skýrslu Búnaðarfé- lags íslands er byggir á upplýsing- um úr forðagæsluskýrslum frá í haust er bústofn, uppskera og fóð- urbirgðir svo sem hér segir: Nautgripir 205, fjölgun um 6 frá f.vrra ári Sauðfé 7.246 fjölgun um 151 frá fyrra ári Heyforði, fóðureiningar: 1.793.320 f.e. sem er aukning um 339.513 f.e. frá fyrra ári. Fóðurforði umfram þörf telst þá 600.070 f.e. Árið 1984 varð bændum farsælt hvað fóðuröflun varðar en eins og alkunna er býr landbúnaður við margvísleg vandamál nú og lausn ekki í sjónmáli. Örðugleikar bænda eru því miklir þrátt fyrir góðæri og er þversögn þar á. Kristján l»órhallsson Grípiö tækifæriö! Þér getið sparað hundruð — jafnvei þúsundir króna á stærstu gólfteppaútsölu á íslandi. Alvöruafsláttur á bestu og vinsælustu gótfteppunum á markaöinum í dag. Þeir spara sem leggja leiö sína í Teppaland næstu daga Kjörorö okkar er: Gæðateppi á góöu veröi — eins og þessi dæmi sanna: Nr. 1 Tongo — Berber Praktisk og slitsterk teppi úr 100% polyamid — 700 gr/m2. Ðreidd: ca. 400 sm. Litur beige. Fullt verö kr. 499. 399 Nr. 5 CORD-teppi I 200 sm breidd. Margir litir. Praktisk teppi á alla fleti. Mjúkur svampbotn. Verö aöeins 199 Nr. 5 Alullar-berber 100% ullarteppi 745 gr/m1 — m/ullar- Nr. 2 Á svefnherbergiö Mjúk einlit velour-teppi, 100% polya- mid. Breidd ca. 400 sm. Verö áöur kr. 599. _ '499 Nr. 3 Stigahúsateppi — Skrifstofuteppi Jupiter súper-slitsterk, afrafmögnuö — Scotchgaardhúöuö. Sérhönnuö fyrir mikla umferö. Breidd ca. 400 sm. Garn: 650 gr/m2. 3 litir. Verö áöur kr. 650. 499 Nr. 4 Á stofur og hol ANDU-berber 30% ult + 70% acryl. Bráöfallegt — sívinsælt berberteppi i 2 þrumugóöum litum 950 gr/mJ. 589 Nr. 9 Vinylgólfkorkur í 30x30 sm flísum. 3,3 mm þykkur Verö áöur kr. 999. '799 merki. Tilboðsverð: 559 Nr. 7 Luxus á stofur Sigilt einlit-munstraö 100% heat-set polyamid. Sænsk gæöavara frá Tarkett. Ljósir litir. Verö áöur kr. 930. 699 Nr. 8 Gólfdúkar Tarkett gæöagólfdúkur sem fæst um allt land. 2 mm þykkt, slithúð 0,35 mm, breidd 200 sm. Ferskir lltlr. Verð: 319 OPIÐ TIL KL. 4 I DAG Teppaafgangar — stór og lítil stykki — bútar 20—50% afsláttur VINSAMLEGAST TAKIÐ MEÐ YKKUR MÁLIN AF GÖLFFLETINUM — ÞAÐ FLÝTIR AFGREIÐSLU Stórkostlegt úrval af mottum, dreglum, renningum og stökum teppum meö góóum afslætti meöan út- salan stendur. Góöir greiösluskilmálar. Vöru- kynning Emmess-ís og Coca-Cola — Sprite Tv f Munið Boltaland — frábaer fóstra fyrir yngri kyn- slóðina meöan foreldrarnir skoöa úrvaliö. Viö önnumst líka máltöku, sníöslu og lögn fyrir þá sem þess óska eftir nánara samkomulagi. Eigum örfáar rúllur af Tarkett-dúk á kr. 99 m2. GRENSÁSVEG113, REYKJAVÍK, SÍMAR 83577 OG 83430

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.