Morgunblaðið - 02.02.1985, Blaðsíða 31

Morgunblaðið - 02.02.1985, Blaðsíða 31
MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 2. FEBRÚAR 1985 31 Morgunblaðið/Friðþjófur Bílasalan Bjallan var formlega opnuð föstudaginn 1. febrúar. A myndinni eru Sigfús Sigfússon, framkvæmdastjóri Heklu, og Finnbogi Eyjólfsson, fréttafulltrúi. Gáfu fullkominn öndunarmæli EIGENDUR barnafataverslunarinnar Valborgar, Laugavegi 83, Sigurður Halldórsson og kona hans Mattea P. Porleifsdóttir, færðu nýlega Styrktarfé- lagi lamaðra.og fatlaðra að gjöf fullkominn öndunarmæli (spirometer), sem sérstaklega er notaður við endurhæfingu asthma- og lungnasjúklinga, jafnt barna sem fullorðinna. Sjálfur hefur Sigurður Hall- dórsson þurft að stríða við asthmasjúkdóm í mörg ár og lét hann því þau orð falla í gjafabréfi, að þau hjónin vonuðust til að þetta taeki kæmi að góðum notum fyrir asthmasjúklinga. Að sögn Björns Magnússonar, sérfræðings í lungnasjúkdómum, eru tæki sem þessi afar þýð- ingarmikil, m.a. til sjúkdóms- greininga, til að fylgjast með með- ferð og til notkunar í sambandi við álagsprófun. (Krctuiilkynning.) Kópavogur: Félagsvist SPILUÐ verður félagsvist í Safn- aðarheimili Digranessprestakalls á Bjarnhólastíg 26, Kópavogi, í dag, laugardag, kl. 14.30. Hekla hf. opnar nýja bílasölu NÝ BÍLASALA í eigu Heklu hf„ Bflasalan Bjallan, hefur verið opnuð í húsakynnum fyrirtækisins við Brautarholt. Er ráðgert að hafa á boðstólum notaða bfla í umboðssölu af öllum tegundum fólksbfla, jeppa og minni sendibfla, en einnig verða til sölu bílar í eigu Heklu sem teknir hafa verið í skiptum fyrir nýja bfla. Fram til þessa hefur aðstaða til sölu á notuðum bílum verið tak- mörkuð hjá Heklu og er Bílasalan Bjallan sett á laggirnar til að bæta úr því. Arinbjörn Jónsson veitir bíla- sölunni forstöðu og sölumaður er Júlíus Ólafsson. Félag einstæðra foreldra: Tíkallaflóa- markaður um helgina FÉLAG einstæöra foreldra heldur flóamarkað í Skeljanesi 6, laugardag og sunnudag, 2. og 3. febrúar og er opið frá kl. 14—17 báða dagana. All- ur ágóði rennur í nýjan húsbygg- ingarsjóð FEF, sem skýrt verður frá á næstunni. f fréttatilkynningu FEF segir að flóamarkaður þessi sé nýstár- legur að því leyti að á laugardag- inn verða allar flíkur, kjólar, káp- ur, barnaföt, peysur o.fl. seldar á tíu krónur stykkið. Einnig verða til sölu skrautmunir og búsáhöld, svefnbekkir og ýmiss konar hús- Kögn. Á sunnudag verða seldir nokkr- ir vandaðir leður- og mokkajakkar og skulu gestir bjóða í. Minnt er á að strætisvagn nr. 5 stoppar við húsið. Síðasta sýning á Skugga-Sveini Á MORGUN verður allra síðasta sýning á uppfærslu Þjóðleikhúss- ins á leikriti Matthíasar Joch- umssonar Skugga Sveini eða Úti- legumönnunum. Með helstu hlut- verk fara: Erlingur Gíslason sem leikur Skugga Svein, Ketill Larsen leikur Ketil Skræk, Árni Tryggva- son er Grasa-Gudda, Randver Þorláksscn er Gvendur smali, Há- kon Waage leikur Jón sterka, Gísli Alfreðsson leikur Sigurð í Dal og Pétur Einarsson leikur Lárenzíus sýslumann. Ungu elskendurna leika þau Sigrún Edda Björnsdótt- ir og Örn Árnason. BILL AfíSINS 1985 OPELKADETT Bílvangur hefur sýningarsali sína fyrir nýja og notaða bíla opna í dag og býður ykkur m.a. að reynsluaka hinum snaggaralega og stórskemmtilega OPEL KADETT - bíl ársins 1985. Þú getur jafnframt kynnst öðrum OPEL-bifreiðum, skoðað japönsku ISUZU TROOPER jeppana og fleiri fyrsta flokks bíla. OPEL KADETT OPEL KADETT-bíllinn var aldeilis ekki kosinn „Bíll ársins" fyrir neina náð og miskunn! Yfir 50 sérfræðingar allra viðurkenndustu bílablaða Evrópu tóku bílinn rækilega í gegn. Hvert smáatriði var skoðað og þegar upp var staðið var OPEL KADETT ótvíræður sigurvegari vegna einstakrar hönnunar, minnstu loftmótstöðu allra bíla í sínum stærðarflokki (0,30), þæginda, öryggis, sparnaðar, stjórnunar- og aksturseiginleika, snerpu og vinnslu, hæfni við ólíkar aðstæður og GÆÐA MIÐAÐ VIÐ VERÐ! s Verð frá kr. 359.300 j miðað við gengisskráningu 24. janúar 1985. & Nýr Opel er nýjasti bfllinn BÍLVANGUR Sf? HÖFÐABAKKA 9 5ÍMI 687BOO
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.