Morgunblaðið - 09.02.1985, Síða 43
MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 9. FEBRÚAR 1985
43
Margir eru í vandræðum með línurnar, bókstaf-
lega ráða ekkert við þær hvað sem tautar og raul-
ar. Alltaf verða freistingarnar til þess að leggja
menn kylliflata. Svo er aftur annað fólk, sem gerir
það gott í bardaganum við kílóin, bókstaflega held-
ur þeim í skefjum eða rífur þau af sér. Cheryl
Tiegs heitir ljómyndafyrirsæta ein, vel þekkt fyrir
vestan haf. Hún er með þeim rennilegri og státar
ekki af aukagrammi. Hún stenst freistingarnar
með allsérstæðum hætti. Hún talar við matinn
sem hún má alls ekki innbyrða. Dæmi: „Ef ég sé
snúð þá segi ég við hann: „Ég ætla ekki að borða
þig.“ Ef þetta heppnast ekki og snúðurinn heillar
sem fyrr reynir hún aðra bardagatækni. Hún þríf-
ur vasatölvuna úr töskunni og reiknar út hitaein-
ingarnar, sem í snúðnum litla kunna að leynast.
Cheryl segir að það dugi venjulega og bætir við:
„Annars er ótrúlegt hvar hitaeiningarnar fela sig.
I einum litlum avókadó-ávexti, sem allir halda að
sé ekki hót fitandi, eru nokkur stykki. Það eru alls
kyns olíur í avókadó, sem geta bætt nokkrum
grömmum utan á mann ef maður varar sig ekki.“
Sverrir Sverrisson og Eiður Baldursson
í starfskynningu á Mogganum
rfStarf ljósmyndarans heillar okkuf
Sverrir Sverrisson og Eiður Baldursson frá Sauöárkróki.
Þeir félagar Sverrir Sverrisson,
fimmtán ára, og Eiður Baldursson,
16 ára, frá Sauöárkróki, dvöldu hér í
viku hjá okkur á Morgunblaðinu f
starfskynningu fyrir skömmu.
Áður en þeir héldu norður
spreyttu þeir sig á starfi blaða-
manns og ljósmyndara og við birt-
um hér með eina frétt frá þessum
efnilegu piltum. Við spjölluðum
aðeins við þá til að spyrja hvernig
þeim hefði litist á störfin sem hér
eru unnin og hvernig blaðið verður
til.
„Okkur hefur líkað stórvel
hérna og það starf sem heillar
okkur langmest er starf ljósmynd-
arans. Það hlýtur að vera alveg
frábær vinna og við gætum vel
hugsað okkur að leggja það fyrir
okkur.
Það kom okkur mikið á óvart
hvað allt er stórt í sniðum og í hve
mörg horn þarf að líta til að koma
einu blaði út. Prentsmiðjan er al-
veg ofsalega stór og fullkomin.
Maður bjóst ekki við þessu svona
stóru öllu. Heima erum við með
eitt blað sem heitir „Feykir" en
það kemur aðeins út hálfsmánað-
arlega og er þá ekki meira en 7 til
8 síður.“
Þannig að þið gætuð alveg hugs-
að ykkur að vinna að einhverju
sem varðar blaðaútgáfu eftir
þessa viku?
Já, já, en þá helst i ljósmynda-
deildinni. Og með það kvöddu
þessir ágætis piltar.
Morgunblaðið/EiOur Baidursaon, starfafraeðalunemi
Hjálpfús lögregluþjónn
Óþægilegt getur verið þegar springur á hjólbarða á þröngum götum borgarinnar og er þá ekki spurt að því,
hvort slíkt óhapp gerist um háannatímann, þegar umferð er þyngst. Þetta óhapp henti konu í gær en lán í óláni
var að í nágrenninu var hjálpfús lögregluþjónn sem skipti um hjól á bifreið konunnar.
Nýpifónabók
Nr.3
Gefjun AKUREYRI
L eðurstígvél
frá Austurríki
og Danmörku
Litur ....svart
Stærð ....VA-8
Verð..... 2680
Teg......62565
s
Litur .....svart
Stærð .. 36-39
Verð..... 2335
Teg...... 2004
• •
Litur ...............svart
Stærð ................VA-8
Verð................. 3029
Teg................. 62550
STJORNUSKOBUÐIN
Laugavegi 96 - Sími 23795