Morgunblaðið - 13.02.1985, Blaðsíða 2

Morgunblaðið - 13.02.1985, Blaðsíða 2
2 MORGUNBLAÐIÐ, MIÐVIKUDAGUR 13. FEBRÚAR 1985 Skuggaráðuneyti verkalýðsmála- ráðs stofnað „SKUGGARÁÐUNEYTI verkalýðsmálaráðs Alþýðubandalagsins hefur verið stofnað," segir einn af um tuttugu og fimm óánægðum forustumönnum verka- lýðshreyfingarinnar, flokksbundnum í Alþýðubandalaginu, sem komu saman til um tveggja og hálfs klukkustunda fundar í gærkvöldi til að bera saman ráð sín. Fundinn sátu m.a., samkvæmt heimildum Mbl., þeir Ásmundur Stefánsson forseti ASÍ, Þröstur Ólafsson framkvæmdastjóri Dagsbrúnar, Guðmundur J. Guð- mundsson formaður Verkamanna- sambands íslands og Dagsbrúnar, Guðmundur Þ. Jónsson formaður Landssambands iðnverkafólks og Benedikt Davíðsson formaður Sambands byggingarmanna. Að sögn viðmælenda Mbl. úr hópnum eiga allir fundarmenn það sameig- inlegt að vera óánægðir með niður- stöðu kjörs nýrrar stjórnar verka- lýðsmálaráðs Alþýðubandalagsins á síðasta aðalfundi og hyggst hóp- urinn marka stefnu verkalýðsfor- ingja í kjarabaráttu næstu mán- aða, án íhlutunar „annarra", eins og komist var að orði. Á fundinum var rætt um helstu mál sem snúa að verkalýðnum í dag, þar á meðal húsnæðismál og launa- og kjaramál. Menn komu sér saman um að hittast á ný strax í næstu viku. Halldór Blöndal um aukna greiðslubyrði: Breytist allt ef tekst að koma verð- bólgunni niður „ÞETTA verður allt mjög auðvelt viðfangs, ef okkur tekst að koma verðbólg- unni niður á viðráðanlegt stig. Þá breytast allar þessar stærðir og tölur og þá sér fólk að lánin lækka. Þá skapast einnig skilyrði fyrir því að sparifé safnist á ný inn í bankana og við stöndura fjárhagslega betur,“ sagði Halldór Blöndal alþingismaður Sjálfstæðisflokksins og einn helsti talsmaður þingflokksins í húsnæðismálum, aðspurður um aukna greiðslubyrði lífeyrissjóðslána og ann- arra verðtryggðra lána. Halldór sagði ennfremur: „Ég hef haldið því fram síðan verð- trygging lána var tekin upp, að þau væru til of skamms tíma, sérstak- lega þó hjá bönkunum, þannig að umskiptin urðu alltof snögg frá því að menn fengu lán sem verðbólgan hjálpaði til aö greiða niður og svo nú, þegar þeir verða að greiða lánin til baka á skemmri tíma og með raunvöxtum. Aðalvandamálið er í bönkunum, en það virkar svo inn á lífeyrissjóð- ina og húsnæðislánakerfið, þannig að vanskil hlaðast þar upp líka. í mínum huga er ekki nema ein leið til úrbóta og hún er að gera fólki kleift að greiða lánin.“ Halldór sagði, að hann sæi enga leið að ná þeim árangri ( æðandi verðbólgu. Vandann sagði hann hafa orðið til á verðbólguárunum 1979 til 1983 og þá hefði fólk komist í vandann. Hann sagði síðan: „Reynslan sýnir okkur, að það eru engin töframeðul til á meðan við höfum verðbólgu sem er í 50% og þar fyrir ofan. Hins vegar verður þetta mjög auðvelt viðfangs, ef okkur tekst að koma verðbólgunni niður á viðráðanlegt stig.“ Halldór Blöndal sagði að iokum: „Ég vil aðeins benda á, að eftir að Alþýðuflokkurinn tók við stjórnun húsnæðismála árið 1978 keyrði fyrst um þverbak. Þá var fótunum gersamlega kippt undan bygging- arsjóðunum og þeir hafa ekki náð sér síðan, enda hefur engin tilraun verið gerð til þess, fyrr en með löggjöf nú á síðasta vetri. Montunbladid/Sigurgeir Skipt um nót í Guðmundu RE. Sjófuglinn fylgist grannt með ef til skyldi falla svolítið af loðnu í gogginn. Stanslaus lodnulöndun í Eyjum Vestmannaeyjum, 12. febrúar. í NÓTT og í allan dag hafa verið hér stanslausar landanir úr loðnubát- um sem hafa streymt hingað drekkhlaðnir af loðnumiðunum útaf Hornafirði. Löndunarbið er nú hjá báðum bræðslunum og margir bátar eru á leiðinni til Eyja. Er áætlað að á þessum eina sólarhring verði landað hér rösklega 10.000 tonnum af loðnu svo nærri má geta að líflegt og athafnasamt er á hafnarsvæðinu. __ jjkj Vaxtafrádráttur hjá íbúðarseljendum: Vísitala framfærslukostnaðar: 26,5 % hækk- un síðast- liðna 12 mánuði KAUPLAGSNEFND hefur reiknað vísitölu framfærslukostnaðar miðað við verðlag í febrúarbyrjun 1985. Reyndist hún vera 126,48 stig miðað við grunntíma í febrúarbyrjun 1984. Hækkun visitölunnar frá því hún var síðast reiknuð lögform- lega, miðað við verðlag í nóvem- berbyrjun 1984, er úr 111,79 stig- um í 126,48 eða 13,14%. Hækkun vísitölu vöru og þjónustu á sama tíma er úr 112,22 stigum í 127,35 eða 13,48%. Hækkun vísitölunnar frá janúarbyrjun til febrúarbyrj- unar 1985 er úr 122,28 stigum í 126,48 stig eða 3,43%. Af þessari hækkun starfar 1% af hækkun húsnæðisliðs, 0,6% af hækkun ým- issa þjónustuliða og 1,8% af hækkun ýmissa vöruliða. Hækkun vísitölunnar um 3,43% frá janúar til febrúar svarar til um 49,9% árshækkunar. Hækkun- in undangengna þrjá mánuði um 13,14% svarar til 63,9% árshækk- unar, en hækkunin undanfarna 12 mánuði er 26,5%. Úrskurður ríkisskatta- nefndar ekki birtur Í DESEMBER 1983 úrskurðaði ríkis- skattanefnd að fólki sem selur íbúðir sínar væri heimilt að færa sem vaxta- frádrátt á skattframtali sínu þá hækk- un sem orðið hefur á áhvílandi lánum á meðan viðkomandi hefur átt fast- eignina. Þessa frádráttarmöguleika, sem skiptir fjölda fólks miklu máli, er ekki getið í leiðbeiningum ríkisskatt- stjóra um útfyllingu skattframtals né hefur hann verið birtur á annan hátt. Sú regla er oftast viðhöfð í fast- eignaviðskiptum að áhvílandi lán, t.d. Húsnæðismálastjórnarlán og lífeyrissjóðslán, eru við sölu að fullu uppreiknuð til söludags og koma þannig til frádráttar eign seljandans í fasteigninni. Ríkis- skattstjóri og skattstjórar sam- þykktu ekki hækkun lánanna sem frádrátt fyrr en einn framteljandi fór í hart og skaut máli sínu til ríkisskattanefndar. Ríkisskatta- nefnd heimilaði, með úrskurði nr. 799/1983, að þessar verðbætur mætti að fullu draga frá tekjum á skattframtali. Eins og áður segir felldi ríkis- skattanefnd úrskurð sinn í desem- ber 1983, en þrátt fyrir að nefndinni sé lögum skv. skylt að birta árlega úrdrætti úr úrskurðum sem teljast hafa almennt gildi hefur þessi úr- skurður ekki enn verið birtur. Sig- urbjörn Þorbjörnsson, ríkisskatt- stjóri, sagði í samtali við Mbl. þegar hann var spurður að því af hverju þessa úrskurðar ríkisskattanefndar væri ekki getið i leiðbeiningunum eöa hann birtur á annan hátt, að takmörk væru fyrir því hvað hægt væri að setja í leiðbeiningarnar. Þar væru fyrst og fremst almennar upplýsingar um vaxtafrádrátt en ekki sérstaklega fyrir íbúðaseljend- ur. Þá sagði hann að það væri ekki hlutverk ríkisskattstjóra að birta úrskurði ríkisskattanefndar, það bæri nefndinni sjálfri að sjá um. Þeir sem skilað hafa framtölum sínum en ekki notað þennan frá- drátt geta látið taka framtöl sín upp. Ríkisskattstjóri sagði að all- margir framteljendur hefðu óskað eftir endurupptöku fyrir fyrri ár vegna þessa og fengið leiðréttingu mála sinna. Framkvæmdir vid K-byggingu á Landspítalalóð hafnar — Matthías Bjarnason heilbrigðisráð- herra tók fyrstu skóflustunguna í gær Moiyunblaðið/Július Talið frá vinstri Davíð Á. Gunnarsson, aðstoðarmaður heilbrigðisráðherra, Jón Helgason, dóms- og kirkjumálaráðherra, Friðrik Sophusson, alþingi^ maður og formaður stjórnarnefndar ríkisspítalanna, og Matthías BjarnasoD, heilbrigðisráðherra. MATTHÍAS Bjarnason heilbrigðis- ráðherra tók í gær fyrstu skóflu- stungu að K-byggingu Landspítal- ans. Fjölmenni var við athöfnina og eftir hana var gestum boðið að þiggja veitingar í matsal Landspítal- ans. Matthías Bjarnason ávarpaði gesti og sagði hann m.a. að fljót- lega eftir að hann tók við embaptti heilbrigðisráðherra hafi hann fengið í hendur áætlun um bygg- ingu K-byggingarinnar. Þá höfðu fjárveitingar verið til hönnunar verksins allt frá 1979 og áætlun um framkvæmdir við stoðdeildir og rannsóknastofubyggingar á Landspítalalóð höfðu verið lagðar fram mörgum árum áður. Ekki hafði tekist að ná samstöðu um þessar framkvæmdir þannig að fjárveiting fengist til að hefja þær. Hægt að Ijúka byggingunni á 7—8 árum Matthías Bjarnason sagöi ennfremur: nEftir að hafa kynnt mér málið og þær aðstæður sem nú rikja hér á Landspítalanum var mér ljóst, að úrbóta var þörf. bæði hvað varðar að fylgjast með breyttri tækni á sviði ýmissa lækninga svo sem krabbameins- lækninga og vegna þrengsla á ýmsum stoðdeildum Landspítal- ans, svo sem rannsóknastofu og skurðdeild. Því beitti ég mér fyrir því að haustið 1983 voru hönnunarfor- sendur endurskoðaðar. Fengið var danskt ráðgjafarfyrirtæki til að aðstoða íslenska hönnuði. Það er nú, rúmu ári síðar, að með breyttri áfangaskiptingu hvað varðar hönnun byggingarinnar, að ég tel að við séum hér að hefja framkvæmd sem með skynsamleg- um vinnubrögðum er hægt að ljúka í heild á næstu 7—8 árum. Þann hluta byggingarinnar sem á að hýsa krabbameinslækningar ætti hins vegar að vera hægt að taka í notkun innan fjögurra ára“. 20 milljónir til byggingarinn- ar á fjárlögum 1985 Hallgrímur Snorrason, formað- ur yfirstjómar mannvirkjagerðar á Landspítalalóð, lýsti aðdrag- anda bygginarinnar. í máii hans kom m.a. fram að mikil óvissa haf ríkt um byggingu K-byggingar innar á tímabili eða þar til Al þingi samþykkti í desember sl. ai veita 20 milljónum króna til bygg inarinnar á fjárlögum ársins 1985 Hann sagði að nú væri til nægileg fé til að ljúka jarðvegsfram- kvæmdum, byggja undirstöður o( komast nokkuð á leið með upp- steypu fyrri áfanga hússsins á þessu ári. I byggingaráætlun er gert ráð fyrir að húsið verði reist í tveimur áföngum. 1 fyrri áfanga er ætlunin að reisa u.þ.b. þriðjung hússins og á fyrsti hluti þess, krabbameinslækningadeild að vera tilbúinn til notkunar í árs- byrjun 1988. Samkvæmt frum- áætlun er kostnaður við þennan áfanga talinn verða um 225 millj- ónir króna, en þar af eru um 75 millj. kr. kostnaður við kaup á tækjum og búnaði. Ef fjárveit- ingar leyfa gæti síðari hlutinn orðið tilbúinn fimm árum síðar. K-byggingin verður þrjár hæðir og kjallari og mun rísa norðan við núverandi aðalbyggingar Land- spítalans. Á fyrstu hæð á að vera deild fyrir krabbameinslækningar og deild fyrir dauðhreinsun. Á annari hæð verður röntgendeild og á þriðju hæð skurðdeild og gjörgæsludeild. í kjallara verða lagnir, tækjabúnaður og bún- ingsklefar. Fyrsta hæðin verður um 2.800m2, en efri hæðirnar um 2.200m2 hvor. Nýtanlegt rými verður alls um 7.600m2 Arkitekt K-byggingar er Húsameistari ríkisins og verktaki við upphafs- framkvæmdir er Sveinbjörn Run- ólfsson sf. Hallgrímur sagði að eitt megin- markmið með K-byggingunni væri að komið verði upp góðri aðstöðu til krabbameinslækninga, en eins og nú er háttað væri öll aðstaða og tækjabúnaður til krabbameins- lækninga algerlega ófullnægjandi og þjónusta við krabbameinssjúkl- inga minni en veitt væri ( ná- grannalöndunum. Hann taldi að með K-byggingunni yrði sköpuð fullnægjandi aðstaða fyrir þá mikilvægu starfsemi sem þar á að vera og mun gera Landspítalanum kleift að rækja áfram hlutverk sitt sem þjónustu- og kennslu- sjúkrahús alls landsins og miðstöð sérhæfðra lækninga, rannsókna og kennslu í landinu. Hallgrímur sagði að það væri mikið fagnaðar- efni að fé hafi fengist til K-byg(?' ingarinnar, en að þetta hús leysti þó ekki allan húsnæðisvanda Landspítalans. Að lokum þakkaði hann öllum þeim sem unnu að þv' að gera þetta kleift en óskaði þess jafnframt að nægu fé yrði veitt til þess að hægt yrði að halda frarn- kvæmdum áfram.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.