Morgunblaðið - 13.02.1985, Blaðsíða 4

Morgunblaðið - 13.02.1985, Blaðsíða 4
4 MORGUNBLAÐIÐ, MIÐVIKUDAGUR 13. FEBRÚAR 1985 Afmælismót Skáksambandsins: Helgi missti af öruggri vinningsleið gegn Larsen Skákin í bið og hefur Helgi frumkvæðið, óvíst hvort það nægir / MorKunblaðiö/Friðþjófur Ragnhildur Helgadóttir lék fyrsta leikinn í vióurcign Margeirs Péturs- sonar og Boris Spassky. AFMÆLISMÓT Skáksambands ís- lands á Hótel Loftleióum fór rólega af stað í gKrkvöldi. Aóeins þremur skákum lauk — tveimur meó jafn- tefli og einni meó íslenzkum ósigri. Skák Helga Ólafssonar og Bents Larsen fór í bið, svo og skák Curts Hansen og Arthurs Yusupov. Helgi hefur peó yfir gegn danska stór- meistaranum og vinningslíkur eru hans megin, en skák Hansens og Yusupovs er jafnteflisleg. Skák Jóns L Árnasonar og Vlastmils Hort var frestaó vegna veikinda Jóns L Úrslit i 1. umferð urðu: Karl Þorsteins — Jóhann Hjartarson 'Á-'Á Helgi Ólafsson — Bent Larsen biðskák Curt Hansen — Arthur Yusupov biðskák Margeir Pétursson — Boris Spassky 'Á-'Á Guðmundur Sigurjónsson — Van der Wiel 0-1 Jón L. Árnason — Vlastimil Hort frestað Margeir og Spassky sömdu jafntefli eftir aðeins 20 leiki og Karl Þorsteins og Jóhann Hjart- arson eftir 25 leiki. Guðmundur Sigurjónsson fékk snemma erfiða stöðu gegn hollenska stórmeist- aranum Van der Wiel og ósigri varð ekki forðað. Curt Hansen vann peð af Yusupov, en sovéski stórmeistarinn tók það til baka og er að reyna knýja á um vinn- ing og vonast sjálfsagt til þess að hinum unga Dana verði fóta- skortur á svellinu í endataflinu. Augu áhorfenda beindust því fyrst og fremst að viðureign Bents Larsen og Helga Ólafsson- ar, sem náði öflugu frumkvæði. „Þessa stöðu vildi ég ekki tefla á svart,“ sagði Ingvar Ásmundsson, sem skýrði skákina fyrir áhorf- endum og sumir tóku svo djúpt í árinni, að tala um „sjálfsmorðs- taflmennsku" Danans. Helgi missti af, að því er virðist, ör- uggri vinningsleið. Hann hefur betri stöðu í biðskákinni, en óvíst er hvort það nægi til honum vinn- ings. 2. umferð á 60 ára afmælismóti Skáksambandsins verður í dag og hefst klukkan 17. Þá teflir Larsen við Margeir, Karl við Helga, Spassky við Hansen, Yusupov við Guðmund, Van der Wiel við Jón L. og Jóhann við Hort. - HH Sjá viðtöl vió Spassky, Yusupov, Larsen og Van der Wiel á blaósíðu 37. Bragi Kristjánsson Hvítt: Helgi Ólafsson Svart: Bent Larsen llollen.sk vörn 1. Rf3 - Í5 Hollenska vörnin er mikil bar- áttubyrjun og hentar því vel Larsen, sem aíltaf teflir stíft til vinnings. 2. g3 — Rf6, 3. Bg2 - g6, Larsen velur svokallað Len- ingrad-afbrigði. Helgi er vel kunnugur þessari byrjun eins og Lombardy fékk að finna fyrir á Neskaupstað í fyrra. 4. (M) — Bg7, 5. c4 — 0-0, 6. d4 — d6, 7. d5 — { vinningsskák sinni við Lomb- ardy lék Helgi b3 ásamt Bb2 o.s.frv. 7. — c5. Algengara er hér 7. — e5, 8. dxe6, e.p. c6 o.s.frv. 8. Rc3 - Ra6, 9. Hbl — Bb7, 10. b3 — Hb8, 11. Bb2 — Rc7, 12 a4 Helgi leyfir ekki b7 — b5 bar- dagalaust. 12 —a6 Til greina kemur 12. — b6 ásamt — a6 og — b5, en Larsen hefur ef til vill fundist það fullhæg- fara. 13. a5! — Rce8, 14. Hal — Rg4, 15. Ha3 — Ref6, 16. Dal — Dc7, 18. e3 — Helgi hefur byggt upp mjög sterka stöðu. Hótunin er t.d. R — e2 — f4. í framhaldinu reynir Larsen að flækja taflið, en það leiðir hann i ógöngur. 17. — b5, 18. axb6 e.p. — Hxb6, 19. Rd2 — Bc8, 20. Dbl — Re5, 21. Dc2 — g5!? Spurningin er hvort Larsen hefði nú átt að reyna e7 — e6. 22. f4! — gxf4, 23. exf4 — Nú opnast e-línan, en við það verða e6-reiturinn og peðið á 37 ennþá veikari. 23. — R17, Eða 23. — Reg4, 24. Hel ásamt Rf3 og h3. 24. Hel — He8, 25. H3al — Hb8, 26. He2 - h5. Svarta staðan er orðin erfið, en ekki bætir síðasti leikur hans úr skák. Nú fær hvíti riddarinn g5 reitinn og peðið á h5 verður veikt. 27. Rf3 — Db6, 28. Ha3 — e5. Þessi leikur leiðir til mjög erf- iðrar stöðu fyrir svartan, en erf- itt er að benda á skynsamlegan leik fyrir hann. 29. dxe6 e.p. Hxe6, 30. Rg5 — Hxe2, 31. Dxe2 — Dd8, 32. Rd5 — Ekki er ljóst hvort betra er að leika 32. Rxf7. 32. - Rxg5! Larsen finnur einu leiðina sem gefur honum einhverja von. 33. fxg5 - Rg4, 34. Re7+ - Kf8, 35. Bxg7+? — Einföld vinningsleið er hér 35. Rc6 - Dxg5, 36. h4! - Dh6 (hvað annað?) 37. De7 — Kg8, 38. Dxg7 - Dxg7, 39. Bxg7 o.s.frv. 35. — Kxg7, 36. Rxc8 — Eftir 36. Rc6 — Dxg5 hefur svartur mikið mótspil. 36. — Hxc8, 37 Hxa6 — Dxg5, 38. Hxd6 — h4, 39. gxh4 — Dxh4, 40. h3 - Til greina kom 40. Bd5 o.s.frv. 40. — Rf6 í þessari stöðu fór skákin í bið og lék Helgi biðleik. Hvítur hefur vinningsmöguleika, en þetta er líklega besta staðan sem Larsen hefur séð í þessari skák. Biðstaðan í skákinni: Hansen — Jusupov Hvítur lék bióleik Húseignirnar á Vesturgötu 3. MorKunblaöið/Bjarni Húseignir á Vest- urgötu 3 til sölu — Húsin eru að stofni til frá 1841 Fasteignasalan Eignamiólun hef- ur fengið í sölu húseignirnar á Vest- urgötu 3 í Reykjavík. Hér er um aö ræóa þrjár húseignir ásamt útbygg- ingum, samtals um 1300 fermetrar að grunnfleti. Byggingarnar eru að stofni til frá 1841 og mynda húsagarð í miðju, en lóðin er um 680 fermetr- ar. Jón Markússon, kaupmaður og borgari, reisti fyrst hús á þessari lóð um 1842 og af siðari eigendum má nefna Kristján Þorsteinsson kaupmann (1857), Hans Chr. Robb kaupmann (1859), Jónas Jónasson faktor (1865) og Sveinbjörn Jac- obsen kaupmann og borgara (1866). Um 1870 rak Sigfús Ey- mundsson verslun í húsinu, en hann hafði stofnað verslunarfé- lagið „Norske samlaget", ásamt kaupmönnum í Björgvin í Noregi. Rak félagið gufuskip, hið fyrsta sem fór milli hafna. Síðan skipti húsið nokkru sinnum um eigendur og frá 1936 ráku Bræðurnir Ormsson verslun í húsinu. Morgunblaðið aflaði nánari upplýsinga hjá Sverri Kristins- syni, sölustjóra hjá Eignamiðlun, og sagði hann m.a. að í dag væri margs konar rekstur í húsunum, svo sem íbúðir, verslun, trésmíða- verkstæði, rakarastofa, vöru- geymsla og fleira. Sverrir sagði ennfremur að í dag væri mikill áhugi fyrir gömlum húsum og væri verið að gera upp nokkur gömul hús á þessu svæði. Einar Guttorms- son læknir látinn EINAR Guttormsson, fyrrverandi sjúkrahúslæknir í Vestmannaeyjum, lézt á dvalarheimilinu Sunnuhlíó í Kópavogi þann 12. þessa mánaðar, 83 ára aö aldri. Einar fæddist 15. desember 1901 á Arnheióarstöóum í Fljótsdal og var sonur hjónanna Guttorms Einarssonar og Oddbjarg- ar Sigfúsdóttur. Einar lauk stúdentsprófi frá Menntaskólanum í Reykjavík árið 1926 og prófi í læknisfræði frá Há- skóla íslands 1932 og hlaut al- mennt lækningaleyfi sama ár. Hann var staðgengill héraðslækn- isins i Blönduóshéraði í marz til maí 1932 og yfirlæknisins á Kristnesi júní til ágúst sama ár. Hann var aðstoðarmaður á bæj- arsjúkrahúsi Björgvinjar frá október 1932 til júlí 1933 og starf- aði við Ríkissjúkrahúsið og bæj- arsjúkrahúsið í Kaupmannahöfn í desember 1933 til apríl 1934 og fæðingarstofnunina í Árósum í september til október 1933. Einar var starfandi læknir í Vestmannaeyjum frá 1934 til 1973 og jafnframt sjúkrahúslæknir þar. Hann starfaði sem læknir Vestmanneyinga í Reykjavík frá febrúarmánuði 1973. Hann stund- aði framhaldsnám á New York Einar Guttormsson Hospital og skurðlækningadeild Hammersmith-sjúkrahússins í London. Einar var formaður Rauða- krossdeildar Vestmannaeyja og félagsins krabbavarnar þar og átti sæti í bæjarstjórn eitt kjörtíma- bil. Hann var gerður heiðursborg- ari Vestmannaeyjakaupstaðar ár- ið 1969 og sæmdur heiðursmerki Rauðakross íslands 1973. Eftirlifandi eiginkona Einars er Margrét Pétursdóttir. Innbrot í Selja- skóla upplýst ÞRÍR piltar hafa játaó innbrot í Seljaskóla í byrjun janúar síðastlió- ins. Þeir stálu þaðan ritvél, síma, útvarps- og kassettutæki, oróabók- um auk mjólkurmiða. Piltarnir voru nemendur í Seljaskóla, en stunda nú menntaskólanám. Fjölmörg innbrot hafa verið framin að undanförnu. í fyrrinótt var farið inn í Heilsuverndarstöð Reykjavíkur og nokkur skemmd- arverk unnin. Um helgina bárust Rannsóknarlögreglu ríkisins til- kynningar um 15 innbrot. Brotist var inn í íþróttahús Vals á Hlíðar- enda. Sælgæti og skiptimynt var stolið. Brotist var inn í Kópa- vogskirkju og tösku með skjölum í stolið. Brotist var inn í Bílaleiguna Ás við Skógarhlíð og ísarn f Skóg- arhlíð, en litlum verðmætum stol- ið. Brotist var inn í verzluna Torg- ið í Austurstræti og fatnaði stolið. Farið var inn í Hjallaskóla og hús- næði Hafnar- og vitamálastofn- unar í Kópavogi og nokkru fé stol- ið. Farið var inn í Myndbanda- lagið í Mosfellssveit, inn á lagar Tölvubúðarinnar í Skipholti, fata- hreinsun í Hólagarði og söluturn i Þverholti. Þjófarnir höfðu ekki mikið upp úr krafsinu, höfðu tób- ak á brott með sér auk fjár. Þá var brotist inn í íbúðir við Njálsgötu og á Seltjarnarnesi. Loks er að nefna, að farið var inn í bflskúr í Mosfellssveit og bifreið stolið. Hún fannst skömmu síðar óskemmd.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.