Morgunblaðið - 13.02.1985, Blaðsíða 26

Morgunblaðið - 13.02.1985, Blaðsíða 26
26 MORGUNBLAÐIÐ, MIÐVIKUDAGUR 13. FEBRÚAR 1985 Mílliliðakostnað- ur olíufélaganna eftir Daníel Agústínusson Að undanförnu hafa farið fram miklar umræður vegna beiðni olíufélaganna um verulega verð- hækkun á olíu, sem sett var fram eftir að fiskverð var ákveðið. Vandi útgerðarinnar hefur því jafnframt verið ræddur. Olíufé- lögin hafa ennfremur sótt um nokkra hækkun á bensíni. Það er almannarómur, byggður á staðreyndum, sem hvarvetna blasa við, að fjárfesting olíufélag- anna hefur ekki verið klipin við nögl síðustu árin, þrátt fyrir bág- an fjárhag útgerðarinnar og kreppu í landinu. Allt þetta virðist með öllu hafa farið fram hjá olíu- félögunum. Vil ég þó ekki gera því skóna að félögin eigi að búa við einhvern kotungsbrag, enda hags- munir viðskiptamannanna að haldið sé uppi nútímalegum viðskiptaháttum. Gagnrýnin beinist að rándýrum byggingum olíufélaganna þriggja, nálega á sama svæðinu, án þess þó að um nokkra samkeppni sé að ræða. Það eina sem þau koma sér vel saman um er verðlagið á bens- íni og olíu. Þetta heitir á venju- legu máli óarðbær fjárfesting. Þá er spurt: Hver greiðir hana? Eru það ekki viðskiptamennirnir í óhagkvæmari viðskiptum? Þetta skal skýrt nánar. í sumar skýrði dagblaðið NT frá því að Skeljungur hf. hefði byggt mikla bensínstöð á Egilsstöðum fyrir kr. 20 millj. en nægar stöðv- ar væru þar fyrir. Athugasemd kom strax frá forstjóra Skeljungs hf., sem sagði byggingarkostnað- inn aðeins kr. 13 millj. Þetta vakti umtalsverða athygli, því flestum fannst að andvirði 3—4 íbúða væri of hátt fyrir eina bensínstöð. í Hvalfirði hafa olíufélögin þrjú byggt eða endurbyggt miklar hall- ir á liðnum árum fyrir stórar fjár- hæðir. Fjarlægðin milli þeirra er þó fáeinir km. Þetta getur ekki orðið hagkvæmur rekstur. Þarna væri einn sölustaður alveg nóg og í mesta lagi tveir. Hliðstæð dæmi má finna víða um byggðir lands- ins. Forsætisráðherra hefur haft umræddar staðreyndir í huga, er hann átti viðtalið við Morgunbl. í jan. sl. og ræddi um „stórar og dýrar bensínstöðvar" í sambandi við kröfur um hærra olíuverð til útgerðarinnar. Þórður Ásgeirsson forstjóri Olís mótmælir þessu í viðtali við Mbl. 25. jan. sl. undir fyrirsögninni: „Bruðlum ekki við bensín- stöðvabyggingar". Hann segir Olís aðeins hafa byggt tvær bensín- stöðvar frá grunni síðustu árin og Miklaholtshreppur: Fáskrúðarbakkakirkju færðar dýrmætar gjafir — Bændur óttast vanhöld vegna fjölgunar tófu Borg, Miklaholtshreppi, 11. Tebrúar. NÚ ER komið fram í þrióju viku þorra, snjólaus jörð og allir vegir færir líkt og um hásumar væri. Þaö er ótrúlegt, en þó líklegt að engri krónu hafí verið varið í snjómokstur hér á Snæfellsnesi það sem af er þessu ári. Það er annað en var þrjá síðastliðna vetur, þá voru sífelldir mokstrar og umferðartafír vegna ófærðar. Hér gengur mannlífið eðlilega, þorrablótin skammt undan. Sá undirbúningur sem þeim fylgir tekur sinn tíma, því til blóta er vandað, bæði í mat og í heimatil- búnum skemmtiatriðum. Eitt slíkt blót er búið að vera. íbúar Eyja- hrepps buðu íbúum Miklaholts- hrepps og Kolbeinsstaðahrepps til góðs mannfagnaðar í Lindartungu. Þangað komu rúmlega 200 manns, skemmtiatriði og veitingar voru framúrskarandi góðar. Þá hafa konur í kvenfélögum Miklaholts- hrepps og Staðarsveitar verið að auka handmennt sína. Handa- vinnukennari frá Akranesi kom og hafði námskeið í báðum sveitunum og voru þau vel sótt. Á síðastliðnu ári bárust Fá- skrúðarbakkakirkju dýrmætar gjafir. Stór upplýstur ljóskross var settur upp í grafreit kirkjunnar. Lýsir hann mjög vel upp allan grafreitinn. Ljóskrossinn smíðaði og hannaði Kristján Gestsson, rafvirki á Vegamótum. Þessi ljóskross er gefinn til minningar um hjónin á Borg, Önnu Stefáns- dóttur og Ásgrím Þorgrímsson, og son þeirra, Stefán Ásgrímsson, fyrrum bónda í Stóru-Þúfu. Gef- endur eru fjölskyldur þeirra látnu. Ennfremur gaf Kvenfélagið Liljan kirkjunni fánastöng. Skólahald í Laugagerðisskóla hefur gengið vel, heilsufar í skóla í góðu lagi og hefur kennsludagur ekki fallið niður frá áramótum því vegir eru í sumarástandi. Nú eru bændur sem óðast að klippa ull af fé sínu, því vorsmalamennska heyra nú fortíðinni til. Nokkuð hefur orðið vart við tófur í vetur. Er útlit fyrir að tófunni sé heldur að fjölga hér. Einstaka bændur hafa talað um slæmar heimtur á fé síðastliðið haust. Hvort tófan á þátt í þeim er ekki útilokað. Heilsufar búpenings hefur verið í þokkalegu ástandi í vetur. þær ekki dýrar. Önnur hafi t.d. aðeins kostað kr. 2,5 millj. Þetta er vafalaust rétt svo langt sem það nær, en ýmsum hér á Akranesi blöskraði frásögn þessi, og því er grein þessi til orðin. Sannast hér sem oft áður að stundum verður þögnin mesta lygin. Fyrir nokkrum árum sótti Olís um stóra lóð fyrir bensínstöð á Akranesi. Eftir harðar deilur í bæjarstjórn samþykkti meirihluti hennar að veita Olís 8000 fm lóð við hliðina á nýbyggðu íbúðar- hverfi. íbúar þess mótmæltu, þar sem bensínstöð var ekki á skipu- laginu, þegar lóðum var úthlutað undir íbúðarhúsin. íbúarnir töldu að ónæði yrði af slíkri stofnun, sem gæti m.a. tekið upp nætur- sölu. Lóð þessi var svo skert í fyrra um 3700 fm er bæjarstjórnin þurfti að útvega iðnfyrirtæki lóð. Eftir voru þá 4300 fm eða svipuð stærð og notuð er fyrir íbúðar- blokk með 18 íbúðum. Þann 17. nóv. 1983 var bensín- höll Olís fullteiknuð og samþykkt í Byggingarnefnd Akraness. Hún er 255 fm og 1180 rúmmetrar. Vorið 1984 lét Olís skipta um jarðveg í allri lóðinni, því hún er í mýri og djúpt á fasta undirstöðu. Áætlað- ur kostnaður var kr. 3,0 millj. en verkið mun hafa fengist unnið fyrir kr. 1,7 millj. vegna hag- stæðra tilboða, hliðstætt sambæ- rilegum verkum, sem þá voru unn- in á Akranesi og nágrenni. Má því gera ráð fyrir að sjálf höllin rísi á þessu ári. Á teikningunni er þvottaplan með 12 bifreiðastæð- um. Frágangur á rúmlega 4000 fm lóð úr varanlegu slitlagi, ásamt fyrrnefndu þvottaplani, kostar a.m.k. kr. 3,0 millj. miðað við verð- lag um síðustu áramót. Bensín- höllin sjálf kostar vart undir kr. 9,0 millj. og er þá reiknað með mun lægra verði pr. rúmm. en í íbúðarhúsnæði. Samkvæmt framangreindum tölum er hér um byggingu að ræða sem kostar með núverandi verð- lagi kr. 13,7 millj. Þegar eru greiddar meira en kr. 2,0 millj. fyrir jarðvegsskipti og tæknilegan „Bniðlum ekki við bensínstöðva- byggingar“ — segir Þórður Ás- geirsson forstjóri Olís vegna ummæla forsæt- isráðherra „ÞAÐ ER fráleitt sð setja máiið þann- ig fram. Reikningar þessa fvrirtækis, sí ðan ég réðst til þess, sýna að gas- olía og svartolía hafa ekki myndað hagnað þegar hann hefur á annað borð verið, það hefur verið bensínið og sérstaklega þó aðrar vörutegund- ir,“ sagði Þórður Ásgeirsson, forstjóri Olíuverslunar íslands hf., í samtali við Mbl. í fyrradag þegar leitað var álits hans á ummælum Steingríms Hermannssonar forsætisráðherra í Mbl. Forsætisráðherra spurði þar meðal annars hvort „allar þessu er stóru bensínstöðvar" séu byggðar fyrir peninga frá útgerðinni. „Almenningur hefur lengi verið hneykslaður á hinu þrefalda rekstr- ar- og fjárfestingakerfi olíufélaganna, en nú hefur alveg tekið stein- inn úr. Það má segja að vinnubrögð þeirra á síð- ustu árum blátt áfram storki þjóðinni, sem á að borga brúsann.“ undirbúning. Um þetta þegir for- stjórinn. Er hér um eitthvert feimnismál að ræða? Það vill svo til að þetta er svipuð upphæð og hjá Skeljungi hf. á Egilsstöðum. Það skyldi þó ekki vera að svona byggingaframkvæmdir séu í und- irbúningi víða um landið hjá öll- um þremur olíufélögunum? En hvað með þörfina á Akra- nesi? Hér eru fjórar bensínsölur fyrir. Að áliti kunnugra manna gætu tveir sem best annað verk- efninu. Þrjár þeirra eru reknar beint af olíufélögunum og þar starfa 13 menn á tvískiptum vökt- um. Rekstur þessi hlýtur að vera mjög óhagstæður fyrir olíufélögin Landíð mitt góða Síðbúin hugleiðing eftir Bjarnveigu Bjarnadóttur Undanfarin ár hef ég dvalið er- lendis um jól og áramót hjá fjöl- skyldu og vinum í Englandi og Frakklandi. Ég fór einnig núna um síðustu jól og varð þessi dvöl mér mikill lærdómur. Fyrstu dag- ana var veður mjög gott, en síð- ustu daga veru minnar þarna voru óvenjumiklar frosthörkur og snjókoma. í sjónvarpinu í Lundúnum voru sýndar óhugnanlegar myndir, oft á degi hverjum, því þessi stórviðri ollu víða mikilli eymd. Þarna mátti sjá margt fólk, sem hvergi átti athvarf. Það leitaði niður á brautarstöðvar neðanjarðarlest- anna og lá þar á brautarpöllunum í allsleysi, en þessu útigangsfólki mun hafa verið gefin ein máltíð á dag, ella hefði það dáið úr hungri. Sýndist mér þetta aðallega vera roskið fólk. Svipaða sögu er að segja frá Frakklandi, þar var sagt í fréttum að í nokkrum héruðum hefði slíkt veður ekki komið síðan á öldinni sem leið. Einnig var sagt frá því að fjöldi vesalinga hefði dáið úr kulda og vosbúð. Gestgjafar mínir bú.a í mjög gömlu húsum, yfir hundrað ára. Var þ arna miðstöðvarhitun, en kynditækin höfðu ekki við að halda nægum hita í húsunum. Þótt það hafi verið mér mikil ánægja að dveljast með ættingj- um og vinum, hefur mér sjaldan þótt unaðslegra að koma heim í heimili mitt, hlýtt og notalegt. Og ég fór að hugsa um hve gott land við ættum, hitann úr iðrum jarð- ar, sem hitar upp heimili okkar, kalda uppsprettuvatnið í krana, hreint loft, fiskimiðin góðu og auk þess næga raforku úr fallvötnum landsins. Hér eru allir læsir og skrifandi og geta fengið þá mennt- un sem hugurinn girnist. En við höfum okkkar vandamál, því að ýmsir meðborgarar okkar eru ósjálfbjarga ólánsmenn, en þeim er ekki úthýst, „hinn mis- kunnasami Samverji" er á næsta leiti til þess að hjálpa þessu óham- ingjusama fólki, sbr. unga mann- inn, sem nýbúinn er að opna heim- ili á Barónsstígnum. Öll vandræðin í fjármálum okkar nú eru heimatilbúin. Við er- um stundum of stórhuga í fram- kvæmdum, gerum okkur ekki næga grein fyrir að við erum of fámenn þjóð til að bera uppi mikl- ar og dýrar framkvæmdir á skömmum tíma. En vonandi kom- umst við yfir þessa erfiðleika með samstilltu átaki. Megi þjóð okkar bera gæfu til þess. Ég hugsa að óvíða í heiminum búi fólk við jafn- Bjarnveig Bjarnadóttir „Mér hefur aldrei þótt eins vænt um bless- að landið mitt eins og eftir þessa ferð mína til útlanda. Hér er sannar- lega hægt að láta sér líða vel, því ísland er gjöfult Iand.“ og myndi enginn einstaklingur, sem ber ábyrgð á fjármálum sín- um leggja út í slíkt ævintýri. Hvað þá að bæta við nýrri höll fyrir kr. 13,7 millj. Ummæli forsætisráð- herra áttu því við fyllstu rök að styðjast og Þórður Ásgeirsson kastar hér steinum úr glerhúsi. Almenningur hefur lengi verið hneykslaður á hinu þrefalda rekstrar- og fjárfestingakerfi olíu- félaganna, en nú hefur alveg tekið steininn úr. Það má segja að vinnubrögð þeirra á síðustu árum blátt áfram storki þjóðinni, sem á að borga brúsann. Verðsamkeppni er alls engin milli félaganna. Sam- keppnin snýst um tildur og fáránl- eika, sem eykur almennan rekstr- arkostnað, en skiptir við- skiptamennina sáralitlu máli, eins og fleiri þvottaplön, glæsilegri húsakynni, myndbönd og annað þvíumlíkt. Ekki munu olíufélögin bera á móti því, að allt þetta greiða viðskiptamennirnir fyrr eða síðar. Nú er mál að linni. Um tvennt er að velja. Að ríkið taki að sér sölu á olíu og bensíni og annist dreifingu eftir einföldu kerfi. Þótt ég sé enginn talsmaður ríkis- rekstrar, finnst mér mál þessi nú horfa þannig, að það sé raunhæf- asta leiðin til að koma þeim í æskilegt horf og tryggja notend- um þau hagstæðustu viðskipta- kjör, sem völ er á. Þetta getur kostað harða baráttu við fjár- sterka aðila, en hér er sannarlega til mikils að vinna. Hin leiðin er sú að skipa eftirlit með fjárfestingu og dreifingark- erfi olíufélaganna, svo þau geti ekki að eigin vild byggt milljóna- hallir, nánast hlið við hlið, þar sem þeirra er lítil eða engin þörf. Með því móti yrði verslunarsvæð- inu nánast skipt upp á milli þeirra. Þetta er svipað aðhald og Seðlabankanum er ætlað að hafa gegn úþenslu bankakerfisins í landinu, sem löngu er gengið fram af öllu venjulegu fólki og er önnur vitleysan til. Hvað sem gert verður, held ég að núverandi skipulag sé það versta sem til er. Það gulltryggir olíufélögunum allan þann rekstr- arkostnað, sem þeim dettur í hug og kostnað við allar fjárfestingar, sem lagt er út í, en að viðskipta- mönnunum snýr alger einkasala með toppverði. Frjáls verslun fyrirfinnst hvergi. Daníel Ágústínusson er fyrrrerandi bæjarstjóri í Akranesi. ísland almenna velmegun og öryggi og hér. Margur útlendingurinn er mjög ófróður um ísland og íslendinga. Ég hitti roskna konu, enska, sem er mikill aðdáandi konungsfjöl- skyldu þeirra og talaði mikið um hana. Ég gerði það af skömm minni að segja að íslendingar gætu rekið ættir sínar til Nor- egskonunga og höfðingja. Fyrir nokkrum árum hitti ég aðra full- orðna konu, danska, sem var einn- ig mikill aðdáandi síns kóngafólks og aðalsins og var auðheyrt á henni, að töluverð stéttaskipting var í Danmörku. Ég tjáði henni að hér væri ekki um slíkt að ræða, hér væru allir jafnir, og sagði ég henni tvö dæmi þess, sem gerðust , hér í höfuðborginni fyrir allmörg- um árum. Sonur borgarstjórnans seldi dagblöð á aðalumferðargöt- unum og annar ungur maður, son- ur embættismanns í hárri stöðu keyrði einn af öskubílum borgar- innar, en þá var hann við nám og notaði sumarið í þetta starf. Hér geta allir tekið til hendi við hvaða starf sem er án þess að til þess sé tekið. Mér hefur aldrei þótt eins vænt um blessað landið mitt eins og eft- ir þessa ferð mína til útlanda. Hér er sannarlega hægt að láta sér líða vel, því ísland er gjöfult land. Við eigum að vera þakklát fyrir það.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.