Morgunblaðið - 13.02.1985, Blaðsíða 27

Morgunblaðið - 13.02.1985, Blaðsíða 27
MORGUNBLAÐIÐ, MIÐVIKUDAGUR 13. FEBRÚAR lfeð 27 Guðmundi Stefánssyni svarað: Hafa skal það sem sannara reynist eftir Jón Magnússon „Heldur leirugt gef mér gull en gylltan leir“ Þegar ég rakst á þessa vísu- hendingu sama dag og ég las grein Guðmundar Stefánssonar, búnað- arhagsfraeðings, starfsmann Stéttarsambands bænda, sem var svargrein til mín undir heitinu „Steinbarn Jóns Magnússonar" fannst mér síðari lína þessarar vísuhendingar eiga við grein Guð- mundar, en frá jafnágætum manni og Guðmundur er, hefði ég fremur viljað sjá grein sem væri nær leirugu gulli en gylltum leir. Þegar menn svara greinum ann- arra, er æskilegt að þeir fylgi því sem ritað hefur verið en geri mönnum ekki upp skoðanir, en á því örlar hjá Guðmundi. Um hvað eriim við sammála? Þess ber að geta að við lestur greinar Guðmundar kemur fram að í meginatriðum fara skoðanir okkar saman. Þannig talar Guðmundur um nauðsyn þess að gerðar verði endurbætur á verðlagningu bú- vara með tilliti til markaðarins. Þetta atriði er einmitt þungamiðj- an í mínum málflutningi. Þá erum við einnig sammála um að nýsköp- unar sé þörf í atvinnumálum sveitanna og leggja eigi fram fé frá því opinbera til þess. Þessi tvö markmið sem hér eru nefnd og við Guðmundur erum sammála um, skipta öllu um það, að neytendur geti keypt þær bú- vörur sem þeir kjósa á eðlilegu verði og fólksflóttinn úr strjálbýl- ingu til Reykjavíkur og Reykja- nesssvæðisins verði stöðvaður. Þess vegna verður að beita skyn- samlegum leiðum til þess að ná fram markmiðunum í stað ómark- vissrar sóunar undir kjörorði byggðastefnu sem viðgengist hef- ur um nær þriggja áratuga skeið. Þó að við Guðmundur séum sammála um meginmarkmið vill svo til að okkur greinir á um stað- reyndir og þess vegna sér hann sig knúinn til að rita svargrein sína. ÍJtvarpslagafrumvarp- ið úr nefnd í vikunni: Tillaga um stofnun menn- ingarsjóðs útvarpsstöðva HALLDÓR Blöndal, formaður og Ólafur Þ. Þórðarson, varaformaður, mcnntamálanefndar neðri deildar Alþingis, leggja fram sameiginlegar breytingartillögur við útvarpslaga- frumvarpið á nefndarfundi í dag. Að sögn Halldórs er í tillögunum m.a. gert ráð fyrir menningarsjóði út- varpsstöðva. Þá væri það mjög í at- hugun að taka upp nefskatt í stað afnotagjalda Ríkisútvarpsins. Halldór sagði að markmið fyrir- hugaðs menningarsjóðs útvarps- stöðva yrði að leggja fram fé til dagskrárgerðar til menningar- auka eða fræðslu og væri gert ráð fyrir að tekjustofn sjóðsins yrði gjald af auglýsingum. Halldór bjóst við að málið yrði afgreitt úr nefndinni í vikunni og sagðist ekki geta séð neitt því til fyrirstöðu að málið kæmi á dagskrá neðri deild- ar strax eftir næstu heigi. „Þessi tvö markmið sem hér eru nefnd og vid Guðmundur erum sammála um, skipta öllu um þaö, að neyt- endur geti keypt þær búvörur sem þeir kjósa á edlilegu verði og fólksflóttinn úr strjál- býlinu til Reykjavíkur og Reykjanesssvæðisins verði stöðvaður. Þess vegna verður að beita skynsamlegum leiðum til þess að ná fram markmiðum í stað ómarkvissrar sóunar undir kjörorði byggða- stefnu sem viðgengist hefur un nær þriggja áratuga skeið.“ Verðlagning búvara Guðmundur heldur því fram að „talnaleikur" minn sé götóttur hvað verðlagningu búvara snertir en tilgangurinn helgi meðalið. í því sambandi segir hann að ég minnist ekki á áhrif niður- greiðslna í þróun verðlagsbúvara og óniðurgreitt verð á búvörum hafi hækkað minna en fram- færsluvisitalan á síðustu árum. Þá heldur hann þvi einnig fram að samanburður á verðþróun frjálsu greinanna og bundnu miðað við 10 ár sé eðlilegur. Þessu er til að svara, að ég hef látið gera töflu yfir verðhækkanir á búvörum miðað við 10 ára tíma- bil og líka fyrir sl. ár, þ.e. júní 1983 til júní 1984. Sú tafla birtist hér á síðunni og að mínu mati sýn- ir hún ótvírætt sannleiksgildi minna staðhæfinga. Hér skal ein- ungis á það bent að skv. töflunni hækkar óniðurgreitt verð á búvör- um sem 6 manna nefnd ákveður, mun meira en laun. Á sama tíma lækkar verð á svínakjöti og kjúkl- ingum. Ef síðan er litið til 10 ára tímabils, þá sést einnig að um óeðlilega verðþróun er að ræða. Ég hef margsinnis tekið fram að ég æski þess að menn vefengi þessar tölur með rökum, en komi ekki stöðugt með útúrsnúninga. Verði þær tölur, sem birtast hér á síðunni hraktar, skal ég fúslega játast undir það að hafa farið með rangt mál, en meðan svo er ekki gert hlýt ég að miða við þær, enda eru þær gerðar af kunnáttu- mönnum. Frá því skal einnig greint að ég afhenti þessa töflu um verðþróun búvara forustumönnum landbún- aðarins í september sl. og bað þá að sýna mér fram á í hvaða efni þær væru rangar. Það hefur enn ekki verið gert. Staðhæfingar mínar um verðlagningu búvara standa þvi óhaggaðar hversu marga hringi sem Guðmundur vill fara í kringum þann heita graut. Framleiðendum mismunað í þeim kafla greinar Guðmund- ar sem ber þessa yfirskrift, bæði hafnar hann því og samþykkir að staðhæfingar mínar í þessu efni séu réttar um að framleiðendum sé mismunað. Nóg um það. Hann heldur því hins vegar fram, að staðhæfingar mínar um að fram- leiðslustjórnun Framleiðsluráðs landbúnaðarins hafi ekki borið til- ætlaðan árangur, séu rangar. í því efni kemur fram hin furðulegasta talnaleikfimi, sem dæmi: Sauðfé á landinu hefur fækkað um 200.000 undanfarin ár og framleiðsla mjólkur hefur minnkað um 11,7% á tímabilinu 1978—1984. Gott og vel, skoðum þessar staðhæfingar. Skv. tölum sem ég hef úr búnaðar- blaðinu Frey bls. 591 árg. 1984, þar sem - tala búpenings árin 1971—1983 er rakin kemur það í ljós að á árinu 1978 voru mjólk- urkýr 36.326, en voru árið 1983 33.189. Hér er um verulega fækk- un að ræða. Séu hins vegar aðrar tölur skoðaðar kemur annað í ljós. 1981 voru mjólkurkýr 32.769 eða færri en þær eru í dag. Frá 1981 hefur mjókurkúm fjölgað og fram- leiðsla aukist að sama skapi. Guð- mundur, þetta er að beita blekk- ingum og taka þær tölur sem hag- felldastar eru af því að tilgangur- inn helgar meðalið. En burtséð frá því, þá sýnir þetta að staðhæf- ingar mínar, um að framleiðslu- stjórnun Framleiðsluráðs land- búnaðarins hafi mistekist, eru réttar. Lítum svo á hina staðhæfinguna Jón Magnússon að sauðfé í landinu hafi fækkað um 200.000. Skv. ofangreindu blaði hefur sauðfé fækkað frá 1971 um 75.000 dýr, en ám fjölgað um 44.000. Hér tek ég tölur sem mér eru hagfelldar, en sýna þó glögg- lega að staðhæfingar Guðmundar um fækkun sauðfjár eru rangar. En hvernig svo sem ég skoða töfl- una um fjölda sauðfjár frá 1971 til 1983 í búnaðarblaðinu Frey get ég aldrei fengið út fækkun um 200.000. Skv. þessum upplýsingum eru staðhæfingar Guðmundar rangar, en mínar réttar. En ég er reiðubúinn að hafa það sem sann- ara reynist. Að lokum Þvi er haldið fram í grein Guð- mundar, að þegar ég ræði land- búnaðarmál svipi mér til nafna míns, sem var prestur og bjó á Eyri við Skutulsfjörð á 17. öld og ritaði píslarsögu sína. Jafnframt setur Guðmundur fram þá frómu ósk að píslarsögu minni ljúki sem fyrst svo hægt verði að ræða við mig um landbúnaðarmál af viti. Vegna þessarar líkingar finnst mér eðlilegt að vitna í grein Sig- urðar Nordal um trúarlíf séra Jóns Magnússonar, en hann segir þar um reynslu Jóns: „Algerlega heilbrigðir menn geta öðlast sams konar reynslu, ef til vill þeir heil- brigóustu af öllum heilbrigðum. Heilbrigðari menn, sem hafa við minna að etja, stilla þessum ráð- um meir í hóf. En þau eru eigi að síður samkynja þeim iðkunum, sem þeir verða líka að rækja, ef þeir vilja rúfa þokuna milli sfn og veruleikans.'* Ef til vill er það rétt hjá Guð- mundi að við nafnarnir eigum eitthvað sameiginlegt. Ef til vill er það rétt að ég veitist að þeim púk- um, sem hamla eðlilegri fram- þróun atvinnulífs í landi hér og geta ekki rofið þokuna á milli sín, hagsmuna sinna og veruleikans. Hskkun á verAi landbún- aú- ÓniAurgreitt veró arvara Hækkun Hækkun júni '83 júni '84 Des. ’72 júní ’84 óniðurg. ónifturg. Dilkakjöt 25,4% 3583% Nautakjöt 17,5% 5736% Nýmjólk 19,7% 4050% Ostur 20,5% 3921% Svínakjöt *8,2% 2606% Kjúkl. -2,0% 2530% Egg 72,9% 2508% Laun 12,0% 2514% Jón Magnússon er lögmadur í Reykjarík. u ATHUGUM A/IÁUÐ Við viljum vekja athygli á sérstökum innlánsreikningum Alþýðubankans. Lífeyrisbók er fyrir lífeyrisþega og eftirlaunamenn. Alltaf laus, en ber 7,0% hærri vexti en almenn sparisjóðsbók hverju sinni.D þ- Sér-bók Alþýðubankans er alltaf laus, en ávöxtun hækkar á þriggja mánaða fresti í eitt ár, ef innstæða er óhreyfð.D þ- Stjörnureikningar Alþýðubankans eru þrenns konar, þeir eru verðtryggðir og vextir í sérflokki, enda sérstaklega ætlaðir ungu fólki, öldruðu fólki og þeim sem geta bundið sparifé sitt í nokkurn tíma gegn framúrskarandi ávöxtun.D ^ Almennir, verðtryggðir reikningar, til 3ja mánaða og 6 mánaða. Berið saman vaxtakjör Alþýðubankans við vaxtakjör annarra peningastofnana.D ^ Ávísanareikningar eru launareikningar, þess vegna bera þeir hærri vexti hjá Alþýðubankanum en annars staðar.D Sem sagt, Alþýðubankinn býður sérstök kjör á innlán æskufólksins, aldraða fólksins, launþega og bundnar innstæður. ■ ISJánari upplýsingar fást á öllum afgreiðslustöðum. ANá Alþýðubankinn hf. *// y\ Við gerum vel við okkar fólk ^XV Laugavegi 31 stmi 28700, Suðurlandsbraut 30, slmi 82911 og Róðhústorgi 5, Akureyri, stmi 26777.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.