Morgunblaðið - 13.02.1985, Blaðsíða 32

Morgunblaðið - 13.02.1985, Blaðsíða 32
32 MORGUNBLAÐIÐ, MIÐVIKUDAGUR 13. FEBRÚAR 1985 ptnrumimMuíjiifo Útgefandi Framkvæmdastjóri Ritstjórar Aöstoöarritstjóri Fulltrúar ritstjóra Fréttastjórar Auglýsingastjóri hf. Árvakur, Reykjavík. Haraldur Sveinsson. Matthías Johannessen, Styrmir Gunnarsson. Björn Bjarnason. Þorbjörn Guömundsson, Björn Jóhannsson, Árni Jörgensen. Freysteinn Jóhannsson, Magnús Finnsson, Sigtryggur Sigtryggsson, Ágúst Ingi Jónsson. Baldvin Jónsson. Ritstjórn og skrifstofur: Aöalstræti 6, sími 10100. Auglýsingar: Aö- alstræti 6, sími 22480. Afgreiðsla: Kringlan 1, sími 83033. Áskrift- argjald 330 kr. á mánuði innanlands. I lausasölu 25 kr. eintakiö. Jón Baldvin svarar fyrir sig Framtíð framhalds- skóla á íslandi Istuttri forystugrein á laug- ardaginn gerði Morgun- blaðið athugasemd við þessi ummæli Jóns Baldvins Hannibalssonar í Dagblað- inu-Vísi: „Ég myndi láta Jóhannes Nordal víkja úr sæti seðla- bankastjóra yrði ég einhvern tímann ráðherra bankamála." Af þessu tilefni sagði Morg- unblaðið (að leiðréttri aug- ljósri prentvillu): „Auðvitað er dr. Jóhannes Nordal ekki hafinn yfir gagnrýni en að honum sé vegið með þessum hætti af forystumanni í stjórnmálum, sem hefur bæði Alþingi og stjórn Seðlabank- ans til aðhalds, er ósann- gjarnt, svo að ekki sé fastar að orði kveðið." Jón Baldvin Hannibalsson, nýkjörinn formaður Alþýðu- flokksins, svarar þessum fáu línum Morgunblaðsins í fjög- urra dálka grein hér í blaðinu í gær. Gefur Jón Baldvin til kynna að hann sætti sig ekki við það, að nokkur setji hon- um siðareglur í stjórnmálum, síst af öllu Morgunblaðið, en lýsir því jafnframt yfir að hann skilji ekki hin tilvitnuðu orð úr forystugrein Morg- unblaðsins. Sérstaklega á Jón Baldvin bágt með að átta sig á því, að stjórnmálamenn hafi bæði Alþingi og stjórn Seðla- bankans, sem alþingismenn kjósa, til aðhalds gagnvart seðlabankastjórum, jafnt Jó- hannesi Nordal sem öðrum. Þegar litið er á sögu Seðla- banka íslands, tilurð hans og skipan Jóhannesar Nordal í embætti bankastjóra þar á sínum tíma, stjórn banka- mála síðan og hlut Alþýðu- flokksins í því máli bæði fyrr og síðar er engin furða þótt Jón Baldvin Hannibalssori velji þá leið í ritdeilu við Morgunblaðið að misskilja ábendinguna um réttindi og skyldur stjórnmálamanna. Æskilegt væri að dr. Gylfi Þ. Gíslason, sem var viðskipta- ráðherra frá 1956 til 1971 þeg- ar grunnurinn að Seðlabank- anum var lagður, tæki eftir- mann sinn á formannsstóli í Alþýðuflokknum í tíma í seðlabankafræðum. Jón Baldvin Hannibalsson hefur gengið þannig til verks gagnvart æðstu embættis- mönnum Alþýðuflokksins, Hauki Helgasyni, starfs- manni þingflokksins, og Kristínu Guðmundsdóttur, framkvæmdastjóra flokksins, að hann hefur sett þau bæði af og ráðið menn að eigin skapi. Telur Kristín þetta að- för að sér persónulega. Við því er kannski ekkert að segja að flokksformenn láti geð- þótta ráða innan þeirra flokka sem hafa valið þá til forystu. í samskiptum stjórn- málamanna og embætt- ismanna gilda hins vegar landslög, sem Jón Baldvin Hannibalsson verður að lúta eins og aðrir, þangað til hann fær þeim breytt. Formaður Alþýðuflokksins leitast við að færa þau mál- efnalegu rök fyrir yfirlýsingu sinrii um brottvísun Jóhann- esar Nordal, að bankastjórinn hafi rekið „ránvaxtastefnu" og „peningapólitík" Seðla- bankans „undanfarna ára- tugi“ sem hafi reynst hald- laus. Furðulegt er að lesa jafn hrokafullar yfirlýsingar eftir stjórnmálamann um stefnu- atriði sem ætti að vera fyrsta og síðasta verkefni forystu- manna í stjórnmálum að móta en ekki embættis- manna. Þótt Jón Baldvin Hannibalsson hafi ekki verið lengi á Alþingi var hann þó á þingi sem varamaður í nóv- ember og desember 1978, þeg- ar Alþýðuflokkurinn hóf bar- áttuna fyrir lagasetningunni um raunvexti sem flokksfor- maðurinn telur sér nú sæma að kalla „ránvexti". Væri æskilegt að Jón Baldvin liti lengra aftur en til síðustu áramóta, þegar hann leitast við að rökstyðja andstöðu sína við Jóhannes Nordal á málefnalegum forsendum og kynnti sér um leið yfirlýs- ingar sínar og annarra al- þýðuflokksmanna um stefn- una í vaxta- og peningamál- um. Varla eiga menn að lesa árásir flokksformannsins með því hugarfari að Jóhann- es Nordal sé einhvers konar Albanía í stórpólitískri valda- baráttu innan Alþýðuflokks- ins? Ofurtrú Jóns Baldvins Hannibalssonar á hagfræð- ingum svo sem dr. Magna Guðmundssyni og Jóni Sig- urðssyni, forstjóra Þjóðhags- stofnunar, stangast á við van- trúna á Jóhannesi Nordal. Er augsýnilegt að Jón Baldvin hefur gert það upp við sig hvern hann vill fá í staðinn fyrir Jóhannes. Því hvað sem öðru líður mun formaður Al- þýðuflokksins hvorki hafa til þess þrek né vilja að leggja Seðlabankann niður — hann er bara að amast við mönn- um. eftir ólaf Oddsson „Við höfum báðir álitið sóma rorn oj> heiður hingað til að kenna ungum Islendingum. “ J.H. Vart hefur það farið fram hjá hugsandi mönnum að flestir kenn- arar í framhaldsskólum landsins eru í þann veginn að hætta störf- um. Spurt hefur verið hvers vegna svo sé komið, en helst til fátt hef- ur komið fram til að skýra stöðu þessara mála. Stafar þetta líklega af því að kennarar eru flestir hógværir og hafa sig lítt í frammi. Þar sem þetta mál snertir ekki eingöngu kennarana sjálfa, heldur einnig og þó miklu fremur ung- menni í skólum landsins, foreldra þeirra og aðra vandamenn, mun ég reyna að skýra þetta mál eins og það horfir við mér, en lengst af starfsævinnar hef ég stundað kennslu og því umgengist nemend- ur og kennara um langa hríð. Skýringin á því að framhalds- skólakennarar sækja nú mjög í önnur störf er afar einföld. Hún felst í þeirri þróun sem orðið hef- ur um kjör þeirra og aðbúnað á undanförnum árum og áratugum. Þetta er nú eiginlega feimnismál, en skal þó skýrt nánar. Ég man vel þá tíð er það þótti gott embætti að vera mennta- skólakennari. Ef launa átti af- reksmenn á ýmsum sviðum var þeim boðið upp á laun mennta- skólakennara og þótti það vel boð- ið. Mér er tjáð að um tíma hafi þingfararkaup verið miðað við þessa virðulegu stöðu. — En hægt og bítandi seig hér á ógæfuhlið hjá kennurum enda þeir lítillátir og hógværir, — jafnvel um of. Hin síðari ár mun hætt, a.m.k. opin- berlega, að miða við menntaskóla- kennara og þeir meira segja ein- hliða sviptir því nafni í opinberum launaplöggum. En hver eru þá embættislaun manns sem hefur kennslu í framhaldsskóla eftir margra ára háskólanám í fræði- eftir Jón Hjörleif Jónsson Það ristir í hjartastað Sá, sem hefur séð með eigin augum, þreifað á með berum höndum og staðið í þeim sporum, að hrópa á hjálp, sem ekki var til staðar og fundið neyðina nísta — já, nísta allt til dauða, skilur hörmungar Eþíópíu og slíkra landa gjörla, því þær eru hluti af honum sjálfum. Ég sá það allt meðan ég starfaði í Afríku. Þess vegna blessa ég alla og þakka, sem lagt hafa skerf til þessa umfangsmikla hjálpar- og björgunarstarfs, þá sérstaklega Hjálparstofnun þjóðkirkjunnar. Til þess að hvetja, uppörva og láta vita af samstöðunni, blaðfesti ég eftirfarandi fréttir frá Hjálpar- starfi aðventista. Hjálparstarf aðventista á ís- landi er aðili að alþjóða hjálpar- starfi aðventista. Samkvæmt skýrslum fram að 29. nóvember 1984 var búið að senda til Addis Ababa 3.100 teppi að andvirði $18.600, 200 fjölskyldutjöld og 10 tuttugu og fimm manna tjöld $14.000, 420 skýlisþök $79.000, grein sinni, auk allangs náms í sálar- og uppeldisfræðum? Hvað skyldi slíkum manni boðið upp á, stórskuldugum úr námi, fyrir það að annast menntun og fræðilegt uppeldi ungmenna? Embættis- launin eru um 23 þúsund krónur, en af því er svo dregið stéttarfé- lagsgjald, opinber gjöld o.fl. (Auð- vitað gæti upphæðin hækkað eitt- hvað með mikilli yfirvinnu, ef hún er í boði.) Sé tekið mið af náms- kostnaði, stuttri starfsævi og löngum vinnudegi hygg ég að þetta sé með lægstu launum hér á landi. Ábyrgð á menntun ung- menna og það hve störf þessi eru ótrúlega lýjandi er þá harla lítils metið. Auk þess er aðbúnaður á sumum vinnustöðum kennara næsta dapurlegur og vart kennur- um og þaðan af síður nemendum bjóðandi. Kennarar hafa verið of hlédrægir og seinir til að skýra almenningi frá þessu.En fólk á rétt á að vita það að þessi dapurlegu kjör eru nú að hrekja flesta framhalds- skólakennara úr störfum sínum. En þott menn af eðlilegum ástæðum veigri sér við að miða við menntaskólakennaralaun, er þá ekki hægt að finna einhver staðar einhverja viðmiðun? Jú, það vill svo til að ég hef um það nýlegar og traustar heimildir að ungmennum er hefja störf í ýmsum tískubúð- um, er boðið upp á svipuð laun og að ofan eru nefnd, þ.e. laun menntaskólakennara (og er ég ekki að gagnrýna tískufrömuðina fyrir það, síður en svo). En sam- anburðurinn er býsna athyglis- verður og sýnir hvernig komið er mati á gildi kennslunnar. Ég hef einnig um það traustar heimildir að mörgum hæfileika- mönnum í kennarastétt er boðið upp á tvöföld til þreföld laun sem voru nefnd hér að ofan. Ég hef lengi reynt að hvetja þessa menn til að halda samt tryggð við kennsluna, þetta sé göfugt þjóð- nytjastarf o.s.frv. En þessir menn eiga fyrir börnum að sjá og því miður, þetta þýðir ekki lengur. fatnað á 72.000 manns $360.000, 50 tonn af hitaeiningaauðugum brauðmat $320.500, 12.380 pund lækningabúnaðar $201.000, 5 80 tonna langflutningabifreiðir, sem eru í stöðugri umferð. Auk Addis, sem er aðalbæki- stöð, þjónar Hjálparstarf aðvent- ista á 9 öðrum stöðum í Eþíópíu. Sem dæmi: Makele, lækningastöð, brauðfæðir 12.000 manns, Wolls 15.000. Þessir tveir staðir eru einnig miðsvæðis-dreifistöðvar. Auk þeirra, Asmara, Debre Tabor, Awassa og Gimbe. Þá hefur hjálp- arstarfið fengið fjölda starfsfólks og tæknisjálfboðaliða til að starfa að kennslu í jarðrækt og borun eftir vatni. Hjálparstarfið hefur fengið Bryland Company til að gefa fatn- að fyrir $1,5 milljón á 6 mánaða fresti. Bruppee Seed Company hefur gefið fræ fyrir $270.510,60. Annað fyrirtæki hefur lofað 80 tonnum af fræi. Ghana Ekki er neyðin einungis í Eþíópíu. Það sverfur einnig að í Ghana, en þar starfaði ég. I sam- starfi við stjórnvöld Finnlands, Noregs og Hollands sendi hjálpar- Kennarar eru að yfirgefa þetta starf og koma þá líklega ekki aft- ur. Hér er því ekki um upphlaups- aðgerðir kennara að ræða þótt þeir hafi með sér samtök. Það er boðið í hæfileikamikla kennara, þá sem hafa borið uppi kennsluna í framhaldsskólum, — og þeir eru að fara. Ég vara við þessari háska- legu þróun. Nú kunna einhverjir að halda að hér sé um að ræða ósvífnar að- gerðir pólitískra óvina ríkisstjórn- arinnar í því skyni að koma á hana höggi. Auðvitað skiptast kennarar eins og aðrir með ýms- um hætti í stjórnmálum og margir eru stjórninni andsnúnir. En ég fullyrði að margir í kennaraliði hafa á stjórnmálasviðinu talið sig lengst af stuðningsmenn stjórnar- innar, þótt flestir telji að henni hafi orðið á mistök í ýmsum mál- um á sl. hausti. Einnig telja marg- ir kennarar að meta beri að verð- leikum störf menntamálaráð- herra.er hníga í þá átt að láta endurmeta störf kennara og lög- vernda starfsheiti þeirra. Ég hygg að hér sé um mikilvæg atriði að ræða enda forsenda þess að ungir menn fáist til kennara- starfa að menn beri nokkra virð- ingu fyrir starfinu og kjörin séu sæmileg. í þessu sambandi er hollt að minnast þess að Jónas Hall- grímsson, náttúrufræðingur og eitt áhrifamesta og ástsælasta skáld þjóðarinnar hafði í hyggju að verða kennari í Lærða skólan- um. Það má sjá í ágætum bréfum hans til Jóns Sigurðssonar og Konráðs Gíslasonar frá 15. mars 1844. Han segir í bréfinu til Kon- ráðs: „Við höfum báðir álitið sóma vorn og heiður hingað til að kenna ungum íslendingum [... ] og ég vildi heldur geta orðið góður kenn- ari við góðan skóla á íslandi en allt annað." Og um fegurðina, vitið og þekkinguna segir skáldið: „Höf- um við ekki sagt, að landið er fag- urt og frítt [...]? En hver skilur fegurðina, nema hann geti notið Jón Hjörleifur Jónsson starfið matföng fyrir 2,5 milljónir sterlingspunda til Ghana. Til þess að tryggja að matvælin kæmust til þeirra, sem neyðina liðu, voru sendir flutningabílar, hjólbarðar, rafhlöður og annað slíkt til að tryggja örugga þjónustu flutn- ingatækjanna. Tölur þær, sem hér birtast sam- svara rúmum 165 milljónum ís- Eþíópía - G1 Hjálparstarf aðventista leggur fram um 170 milljónir
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.