Morgunblaðið - 13.02.1985, Blaðsíða 42

Morgunblaðið - 13.02.1985, Blaðsíða 42
42 MORGUNBLAÐIÐ, MIÐVIKUDAGUR 13. FEBRÚAR 1985 Einu sinni ranglæti — áfram ranglæti eftirPál V. Daníelsson Skattamálin eru oft til umræðu enda ekki óeðlilegt. Skattar eru þungir og kemur þá mjög í ljós sá vandi sem því fylgir að setja rétt- lát skattalög og ekki síður það, að framkvæmd þeirra sé sanngjörn. í umræðunni koma oft fram hinar furðulegustu hugmyndir og get- sakir í annarra garð, sem engan vanda leysa. En um það verður þó ekki deilt að tekjuskatturinn er og hefur verið mjög ranglátur og eðlilegt að fella hann niður og er það mér sérstakt fagnaðarefni, hve margir eru komnir á þá skoð- un því það mun vera komið hátt á annan áratug síðan ég vakti máls á því. Fyrstu skrefin Við afgreiðslu fjárlaga voru fyrstu skrefin stigin í þá átt að afnema tekjuskattinn. Þau hefðu mátt vera stærri. Og ekki var hin mikla fasteignamatshækkun gæfuleg, en hún hækkar mjög eignaskatt, einkum á öldruðu fólki. Til þess að koma ofannefnd- ri tekjuskattslækkun í fram- kvæmd hefur verið lagt fram frumvarp til breytingar á álagn- ingarreglum og mundu þær auk skattalækkunar draga úr miklu misrétti gagnvart hjónum, þar sem annar aðilinn aflar teknanna að mestu eða öllu leyti. En þá ger- ast þau furðulegu tíðindi að meiri- hluti Jafnréttisráðs leggst gegn því að úr þessu misrétti sé dregið. Dæmi um misrétti Nýlega sá ég skattseðil hjóna, er sýndi að tekjuskatturinn var rúmlega 20.000.- krónum hærri fyrir það eitt að tekjurnar voru á hendi annars aðilans en ekki skipt jafnt á milli þeirra við álagningu og á þau lagt sem tvo einstaklinga. Atvikin höfðu hagað því svo hjá þessum hjónum, eins og svo fjöl- mörgum öðrum, að teknanna var aflað af heimilisföðurnum en hús- móðirin vann heimilisstörfin. Kom þar til að sinna þurfti barna- uppeldi, enda ekki stofnanir fyrir hendi til að vinna það verk og ekki þótti fært að setja lykil um háls barnanna og láta þau sjá um sig sjálf tímunum saman. Skattar hafa verið þungir í slíkum tilfell- Árshátíð Húnvetninga- félagsins ÁRSHÁTÍÐ Húnvetningafélags- ins verður haldin í Domus Medica laugardaginn 16. febrúar. Dagskráin hefst klukkan 19.30 með borðhaldi. Að því loknu verð- ur m.a. ávarp formanns, þá mun Háskólakvartettinn syngja, og Pálmi Jónsson alþingismaður flytja ræðu. Aðgöngumiðar verða seldir í Domus Medica 13. og 14. febrúar frá kl. 18 til 21. Páll V. Daníelsson. „Við afgreiðslu fjárlaga voru fyrstu skrefin stig- in í þá átt að afnema tekjuskattinn. Þau hefðu mátt vera stærri.“ um og umráðafé miklu minna en ef báðir aðilar hefðu getað unnið fyrir tekjunum. Nú var þessi mis- munur rúmar 20.000 krónur enda þótt tekjur hafi vegna aldurs verið lægri en stundum áður. En setjum nú svo að þessi skattamismunun hafi verið svipuð upphæð á ári miðað við núverandi verðlag og hún hefði safnast upp og ávaxtast eftir þeim bestu kjörum, sem skattfrelsisleiðir peningamarkað- arins hafa gefið á hverjum tíma í u.þ.b. 30 ár, þá væri sú fjárhæð orðin íbúðarvirði. Slíka mismunun í skattheimtu hefur fólk orðið að þola á þessu umrædda sviði. Er ekki mál að linni? Áframhaldandi misrétti Úr þessu misrétti má ekki draga segir meirihluti Jafnréttisráðs. Þeir sem búnir eru að þola mis- réttið og geta ekki fengið það bætt, eftir tillögum þess meiri- hluta, og litla opinbera aðstoð fengu í sambandi við barnaupp- eldið á sínum tíma, skulu þola misréttið áfram. Meirihluta jafn- réttisráðs varðar ekkert um þetta fullorðna fólk. A því má níðast. Það er ánægjulegt að alþingis- menn hófu sig upp yfir fordóma og rangsleitni í þessu efni og í þess- um fyrsta áfanga í afnámi tekju- skattsins, leiðréttu margra ára misrétti, sem hjón hafa orðið að þola og þá ekki síst hin heima- vinnandi húsmóðir. Hún hlýtur einhvern tíma að eiga sinn rétt, hvað sem meirihluti Jafnréttis- ráðs samþykkir. Píll V. Daníelsson er riðskipta- fræðingur. íslenzka óperan sýn ir „Leðurblökuna“ „Leðurblakan'* eftir Johan Strauss, sem fyrst var sýnd í Vín 1874, verður næsta verkefni ís- len.sk u óperunnar. Samkvæmt upplýsingum frá ís- lensku óperunni eru æfingar um það bil að hefjast. Með helstu hlutverk fara Sigurður Björnsson, Ólöf Kolbrún Harðardóttir, Krist- inn Hallsson og Guðmundur Jóns- son, alls eru níu hlutverk fyrir söngvara auk kórs í verkinu. Hljómsveitarstjóri hefur ekki ver- ið ráðinn enn þá en leikstjóri er Þórhildur Þorleifsdóttir. Frumsýning er áætluð 13. apríl og sýnt verður fram eftir vorinu. Prófkjör og kosningar ' til rektors framundan Æ- í Háskóla Islands Um 4.6S5 manns á kjörskrá Kjör rektors Háskóla íslands fer fram þriðjudaginn 2. aprfl nk. og tekur nýkjörinn rektor við störfum við upphaf næsta háskólaárs. Núverandi rektor, Guðmundur Magnússon, gefur ekki kost á sér til endurkjörs. En hann hefur nú gegnt starfi rektors sl. sex ár, þ.e. tvö kjörtímabil, því rektor er kjör- inn til þriggja ára í senn. Þá hefur kjörstjórn ákveðið að halda prófkjör föstudaginn 1. mars nk. Eru allir skipaðir pró- fessorar háskólans þar í kjöri, en aðrir en þeir eru ekki kjörgengir þegar kosið er til rektors. Atkvæðisrétt eiga prófessorar, dósentar og lektorar og allir þeir, sem fastráðnir eru eða settir til fulls starfs við háskólann og stofnanir hans og hafa háskóla- próf. Þá eiga allir stúdentar, sem skrásettir eru í Háskóla íslands tveim mánuðum á undan rekt- orskjöri, atkvæðisrétt og gilda greidd atkvæði stúdenta sem einn þriðji hluti greiddra atkvæða alls. Á kjörskrá verða því um 325 kennarar og aðrir starfsmenn og um 4.360 stúdentar, eða samtals um 4.685 manns. Kosningarnar munu í báðum tilvikum fara fram í aðalbyggingu Háskóla íslands og stendur kjör- fundur kl. 9.—18. Háskólaráð hefur skipað kjör- stjórn til þess að annast fram- kvæmd kosninganna og eiga sæti í henni sex menn, þar af tveir úr hópi stúdenta. Formaður kjör- stjórnar er Einar Sigurðsson, há- skólabókavörður. SVIPMYNDIR ÚR BORGINNI / Ólafur Ormsson „Meira f jör“ Það var verið að ræða um brot á höfundarlögum varðandi mynd- bönd í sameinuðu alþingi eftir há- degi þriðjudaginn 5. febrúar síð- astliðinn. Pétur Sigurðsson, 12. þingmaður Reykvíkinga, fullyrti að myndbandaleigur stunduðu ólöglega viðskiptahætti, að um- fangsmikil skattsvik viðgengust og hann vildi fá bókhaldsskyldu myndbandaleiga í fyrirspurnar- tíma til dómsmálaráðherra og menntamálaráðherra. Fjölmargir þingmenn tóku til máls í umræðu og beindu máli sínu til fyrrnefndra ráðherra og fóru sumir á kostum og þá sér- staklega Pétur, Guðrún Helga- dóttir og Eiður Guðnason, er þau kröfðust þegar í stað aðgerða af hálfu stjórnvalda varðandi starf- semi myndbandaleiga. Nokkur hópur fólks fylgdist með umræðum af áhorfendapöll- um og var ekki að sjá að nokkrum manni leiddist enda voru þing- menn oft mælskir og húmorinn í góðu lagi sem þó er ekki alltaf þeirra sterkasta hlið. Guðrún, Pétur og Eiður komu hvað eftir annað í ræðustól sam- einaðs alþingis, svo oft að forseti þingsins gerði athugasemdir. Það munu vera takmörk fyrir því hversu oft þingmaður má koma í ræðustól í umræðum um eitt ákveðið þingmál. Guðrún kvartaði yfir því að dómsmálaráðherra og mennta- málaráðherra gæfu þurrar og innihaldslausar skýrslur um mál- ið, samdar af fulltrúum þeirra í viðkomandi ráðuneytum. Hún spurði í framhaldi af því hvort ráðherrum þætti ekki gaman að stjórna, að taka ákvarðanir, að fylgja þeim eftir af myndarskap. Fannst henni ráðherrarnir báðir heldur daufir í málflutningi í ræðustól. Það gustaði af henni þegar hún horfði til þeirra úr ræðustól og bað um athafnir, framkvæmdir varðandi starfsemi myndbandaleiga. Og svo fór Pétur í ræðustól, brýndi röddina og var ekki síður mælskur þegar hann heimtaði framkvæmdir af hálfu stjórnvalda og allt fas minnti á ræðumann á útifundi og „Guð- mundur Jaki“ sem stóð álengdar tók ofan gleraugun og setti þau síðan á sig aftur. Hefur líklega ekki verið viss um hver talaði, haldið að þar væri um að ræða flokksbróður í ham. Hvað um það, þegar Guðrún kom í ræðustól í þriðja eða fjórða sinn og kvartaði enn yfir lítilfjör- legum svörum ráðherranna tveggja varðandi fyrirspurnir um starfsemi myndbandaleiga þá heyrðist allt í einu frá sæti I
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.