Morgunblaðið - 13.02.1985, Blaðsíða 20

Morgunblaðið - 13.02.1985, Blaðsíða 20
20 MORGUNBLAÐIÐ, MIÐVIKUDAGUR 13. FEBRÚAR 1985 Upprisa holdsins eftir séra Heimi Steinsson Laugardaginn 3. nóvember 1984 birtist í Morgunblaðinu grein eftir séra Hannes Guðmundsson á Fellsmúla, undir yfirskriftinni: „Hvað játar kirkjan?" Pistill þessi hefur orðið Skúla Magnússyni til- efni þrefaldrar vangaveltu á síð- um Dagblaðsins/Vísis. Ritsmíðar Skúla eru í litlum tengslum við upphaf þessa máls og virðist hann ekki henda röklegar reiður á þeim efnum, sem séra Hanneo orðfærði. Um það er ekki við neinn að sak- ast, enda tala þessir menn mjög svo hvor af sínum hóli, og þekkir Skúli Magnússon tæplega viðmið- unarramma séra Hannesar til nokkurrar hlítar. Af sjálfu ieiðir, að ástæðulaust er að skattyrðast við Skúla, og raunar ekki rétt að fara frekari orðum um greinar hans til eða frá. Orsök þess að hér er drepið niður penna er einkum sú, að mér og mörgum öðrum þætti miður ef lesendur ofangreindra blaða tveggja fengju þá hugmynd, að séra Hannes Guðmundsson stæði einn uppi með þær skoðanir, sem hann lét í ljós í grein sinni i nóv- emberbyrjun. Sú ályktun kynni því að verða niðurstaðan af endur- teknum einræðum Skúla Magn- ússonar. Hógværð séra Hannesar og friðsemi kemur í veg fyrir að hann svari persónulegum ónotum og hæpnum fullyrðingum, sem eru ívafið í greinum Skúla og verða tæpast greind frá meintum mál- efnaþáttum í skrifum hans. Nauð- syn ber því til að gjöra sem gleggsta eina staðreynd er flýtur uppi I fullyrðingaflaumi Skúla Magnússonar: Séra Hannes á Fellsmúla rær ekki einn á báti. Eftirfarandi orð eru í þeim til- gangi rituð, að þetta megi ljóst verða. Arfleifð heilagrar kirkju Umræðan snýst um orðalag hinna fornkirkjulegu trúarjátn- inga. Kjarni umræðunnar eru orð- in „upprisa holdsins". Þess er fyrst að geta, að umrætt orðasamband er að finna í fornum textum Postullegu trúarjátningar- innar, bæði hinum gríska texta og hinum latneska. Þau hafa verið hluti af arfleifð kirkjunnar allar aldir síðan þau fyrst voru fram borin fyrir einum átján hundruð árum. fslenzkir prestar og söfnuð- ir þeirra hafa einnig tekið sér í munn þessi orð, kynslóð eftir kynslóð og allt fram á vora daga. Þetta skiptir mjög miklu máli, ræður raunar úrslitum: Andspænis þessari arfleifð verða tilraunir einstaklinga, jafn- vel einnar kynslóðar eða tveggja, léttar á metum. Kirkjan er ævar- andi, meðan veröld stendur, og síðan að eilífu í ríki himnanna. Kirkjan er heilög, stofnuð af Drottni Jesú Kristi. Ég geng ekki undir merki heilagrar kirkju í því skyni að breyta henni, heldur heygi ég mig eftir kennivaldi kirkjunnar og tek mér í munn þau orð er leikið hafa feðrunum á tungu í átján aldir eða meir. Ef orð trúarjátningarinnar eru mér eða öðrum óaðgengileg breyti ég þó eigi þeim orðum, heldur túlka þau og skýri, reyni að gjöra þau skiljanleg eftir því sem Guð gefur mér náð til. Þess vegna játa ég trú á upprisu holdsins í samfélagi hinnar almennu kirkju. Prestastefna og aðrar stofnanir íslenzku Þjóðkirkjunnar hafa við endurskoðun Handbókar breytt umræddu orðasambandi tvívegis á þessari öld. Nokkrum áratugum eftir fyrri breytinguna var mjög tekið að sækja í upprunalegt horf um orðalag og vaxandi fjöldi presta og safnaða játaði í reynd trú á upprisu holdsins. Þó voru menn ekki á einu máli. 1 síðari tilvikinu var breyting því gjörð í sátta skyni og málamiðlunar. Hugurinn, sem að baki bjó, var góður, enda var nýmælinu vel tek- ið. Munu margir hafa samþykkt það af bróðurlegri vinsemd frem- ur en mála efnum, sem tilraun, um stundar sakir a.m.k. Þannig fór mér, — og ýmsum fleirum. „Játning trúarinnar á upprisu holdsins hefur að geyma einhverja jákvæðustu afstöðu sköpunarverksins, þessa heims, sem hugs- uð verður. Meðan ég bíð upprisunnar heimilast mér að lifa lífi manns á jörðu, venjulegu lífi venjulegs manns, af því að Guð hefur með hold- tekju sinni helgað lífið allt. Mér er heimil gleð- in, ástin, listirnar, góð- viðrið og allt annað, sem ég kann að hafa andlega eða líkamlega ánægju af og ekki verð- ur mönnum til meins.“ Ég sé tæpast ástæöu til að ætla þróunina munu verða aðra á kom- andi áratugum en hún varð á tímabilinu 1934—1981: Menn eru líklegir til að hverfa að frumgjörð postullegrar játningar í reynd, þótt þeir hafi fallizt á breytt orða- lag á síðum Handbókar. Slíkt er eðli heilagrar kirkju: Hún hallast á ýmsar hliðar í ölduróti aldanna. En kjölfestan segir ævinlega til sín, skipið réttir við og heldur Áfram siglingunni. Og frumtextar postullegrar játningar breytast ekki. Enginn þeirra, sem stóðu að Handbókinni 1981, þarf að taka þessa tilgátu óstinnt upp, enda bárum vér öll ábyrgð á þeirri bók. Var hún raunar stórbrotin endur- reisn fornrar kirkjulegrar arf- leifðar í fjölmörgum greinum og verður seint fullþökkuð. Sr. Heimir Steinsson Merking játningarinnar Játning trúarinnar á upprisu holdsins tjáir með næsta ótvíræð- um hætti sjálfan hyrningarstein fagnaðarerindisins um Jesúm Krist. Hér er ekki vettvangur til að orðfæra þá merkingu til neinn- ar hlítar. Þó er skylt að drepa á höfuðatriði: Kirkjan játar trú á skapara er gefið hefur líf öllu því, sem hrær- ist á jörðinni. Kirkjan fer með miskunnarbæn sakir þess, að það líf, sem Faðirinn skóp, hefur villzt af vegi, er „fallið" og fráhverft uppruna sínum. Kirkjan syngur dýrðarsöng, af því að Guð lét sköpunarverk sitt ekki eitt eftir, sneri ekki baki við þeirri veröld, sem hann hafði leitt fram með orði sínu, heldur gjörðist sjálfur „hold á jörð og býr með oss“, eins og segir í alkunnum jólasálmi. Með holdtekju sinni í Syninum Jesú Kristi helgaði Guð að nýju það sköpunarverk er í upphafi var „harla gott“, en síðar gjörðist Guði fráhverft. Þessu sköpunar- verki ætlar Guð með nokkrum hætti eilíft líf. Þess vegna játar kirkjan ekki einungis trú á ævar- andi endurreisn mennskra manna í Guðs ríki, heldur væntir hún „nýs himins og nýrrar jarðar, þar sem réttlæti býr“, eins og komizt er að orði í öðru Pétursbréfi. Trúin á upprisu holdsins er trú á eilífðargildi sköpunarverksins alls, sem Guð hefur gefið nýtt líf með þvi að gjörast sjálfur „hold“ og endurreisa upphaflegt eðli allr- ar skepnu, leiða sköpunarverkið úr því „spillingarástandi" sem varð hlutskipti þess eftir syndafallið, til þeirrar „náðarstöðu", sem því framvegis er búin. Trúin á upprisu holdsins er samslungin trúnni á holdtekju Guðs i Syninum Jesú Kristi. Hann kom til vor í því skyni að helga oss, gjöra oss eitt með sér. Hann reis upp sem frumgróði vor allra hinna. Vér bíðum sömu upprisu í trú, helguð af honum fyrir trú, eitt með honum í trú. Játning trúarinnar á upprisu holdsins hefur að geyma einhverja jákvæðustu afstöðu til sköpunar- verksins, þessa heims, sem hugsuð verður. Meðan ég bíð upprisunnar heimilast mér að lifa lífi manns á jörðu, venjulegu lífi, venjulegs manns, af því að Guð hefur með holdtekju sinni helgað lífið allt. Mér er heimil gleðin, ástin, listirn- ar, góðviðrið og allt það annað, sem ég kann að hafa andlega og líkamlega ánægju af og ekki verð- ur öðrum mönnum til meins. Ég nýt þessa alls meðan ég lifi, af því að Guð hefur gefið mér það allt til afneyzlu, —og umsýsiu, gæzlu. Ég fagna því að mega vænta endurfunda við það allt, helgað til fullnustu og hreinsað af allri spillingu, — í ríki himnanna. Þeir sem spyrja, hvernig Guð muni endurreisa sköpunarverkið hafa hvorki skilið eðli umræðunn- ar í heild né heldur þá einföldu staðreynd, að þeir eru menn.en hann erGud. Niðurlag. Við þetta skal látið lenda að sinni. Ég þakka séra Hannesi Guðmundssyni upphaf þessa máls. Ég bið skólabróður mínum og fornkunningja, Skúla Magnússyni, blessunar. Ef hann sér ástæðu til að bregða penna á ný mælist ég til þess, að umræðan verði öll við það hóf, sem þessu málefni hæfir. Séra Heimir Steinsson er sókn- arprestur i Þingyallaprestakalli og þjóðgardsvörður á Þingvöllum. ÞANKABROT ÚR HEILSUGÆSLUNNI/Óiafur Mixa I Hvað Varla verður því í móti mælt, að heilbrigðismál snerti öryggi og ör- yggiskennd allra einstaklinga. Við Islendingar erum nokkuð lánsam- ir að einu leyti; á meðan Alþjóða- heilbrigðisstofnunin hefur gert það að yfirlýstu meginmarkmiði starfsemi sinnar, að veita með til- tölulega einföldum aðgerðum öll- um jarðarbúum lágmarksheil- brigðisþjónustu fyrir aldamót, „Health for All in the Year 2000“, þá höfum við getað veitt okkur þann munað að þrátta um það, hve misjafnlega dýrar aðferðir við ætlum að viðhafa til að auka örlít- ið mælanlegt heilbrigði þjóðarinn- ar. Hefur þá fram að þessu yfir- leitt gilt það sjónarmið, að kostn- aður ætti ekki að skipta máli þeg- ar um væri að ræða margslungna björgun mannslífa. Nú stöndum við frammi fyrir því, að aukin tækniþekking í læknisfræði leiðir af sér sívaxandi kostnað við að beita henni í þágu æ færri sjúkl- inga. Þá eru uppi ýmsar efasemdir um að lífslíkur heildarinnar auk- ist að ráði eða gæði þess lífs, sem lengt er. Þetta eru staðreyndir, sem allar nágrannaþjóðir okkar standa frammi fyrir. Enginn get- ur leitt hjá sér að taka einhverjar ákvarðanir um röðun forgangsatr- iða i heilbrigðisþjónustunni út frá þeim. Þykir því umræða þar um víðast sjálfsögð og eðlileg. Hér á landi hefur hins vegar verið furðu hljótt um þessi mál. Virðist er árangursríkast? þróunin hér stundum ráðast af svipaðri duttlungafullri og tilvilj- anakenndri sjálfvirkni og sum önnur, þar sem ráðið geta ferðinni atkvæöaástand i kjördæmum, ættrækni eða flokks- eða klúbba- tengsl og viðlíka atriði, sem í sjálfu sér eru ekkert gildari rök til ákvarðanatöku heldur en t.d. skó- númer ráðuneytisstjórans, sem gert er að skrifa upp á vixilinn. Nema i heilbrigðismálum er oft léttara en ella að þyrla upp til- finningabólstrum til að hylja bláköld rök. Ákvarðanir upp á slík býti kunna svo sem að vera átaka- litlar í þjóðfélagi, þar sem enginn i stjórnsýslunni virðist yfirleitt bera ábyrgð á nokkrum hlut, þeg- ar til lengdar lætur. Þó hefur óneitanlega laumast upp á yfir- borðið skoðanaágreiningur um forgangsverkefni í heilbrigðismál- um af svipuðum toga og annars staðar. Snýst hann í stærstum dráttum um vægi verkefna í „frumheilsugæslu" annars vegar og í einstaka lækningagjörðum gegn meiriháttar sjúkdómum hins vegar. Hefur komið til nokkurrar vandlætingar atkvæðamanna, ef borin hefur verið upp gagnrýni um mál þessi. Verður vikið að því síð- ar. Fyrst skal þó greint örlítið nánar frá örfáum umhugsunar- atriðum, er tengjast þeirri um- ræöu, hvað helst megi að gagni koma til viðhalds heilbrigði þjóða. Olafur Mixa Almennt heilbrigði Ákvarðanir þjóða um forgangs- verkefni í þróun heilbrigðismála hafa að sjálfsögðu tekið mið af hagkvæmnisatriðum og áætlunum um hvernig fjárframlög nýttust sem best í þágu heildarinnar þeg- ar ekki er hægt að gera allt fyrir alla. Slíkar ákvarðanir eru auðvit- að erfiðar og ekki teknar nema að nokkuð vel ígrunduðu máli. Er auðvitað öllum ljóst, að það er ekki sama að íhuga annars vegar málin út frá slíkum staðtölulegum heildaratriðum, þar sem allt snýst um tölur og línurit, og hins vegar að beita úrlausnunum í starfi, þar sem fjallað er um líf og örlög ein- staklinga. Ennfremur hefur verið erfitt að þurfa að breyta eitthvað frá venjubundinni lækninga- áherslu, sem greinilega virðist hafa gefist eins vel á umliðnum áratugum og raun ber vitni. Þá ríkti fjörleg og bjartsýn sérfræði- og tæknidýrkun. Ný lyf og lyfja- flokkar, insulin, fúkka- og hormónalyf komu til sögunnar og gjörbreyttu á ýmsam hátt aðstöðu til lækninga, en þær voru vitaskuld aðalinntak þessarar stefnu. Flest- um gleymdist þó, að langbestu og dramatískustu framfarir í heil- brigðismálum, með stórbættu heilsufari og lengdum ævilíkum, áttu sér stað áður en þessi marg- ívitnuðu undur tækninnar komu fyrst fram á sjónarsviðið. Þannig hafði dánartiðni af völdum berkla minnkað að miklum mun áður en fyrsta heilsuhælið kom til sögunnar og enn meira áður en fyrstu berklalyfin komust í notk- un. Svipaða sögu er að segja um aðra mannskæðustu smitsjúk- dóma síðustu aldar eins og kóleru, blóðkreppusótt og taugaveikibróð- ur, sem allir höfðu látið undan síga áður en lyfin gegn þeim komu til sögunnar. Þetta á ennfremur við um sjúkdóma, sem við könnumst jafnvel betur við nú á tímum eins og skarlatsótt, barna- veiki, kíghósta, mislinga. Þessi umbreyting til bætts heilsufars var fyrst og fremst afleiðing bættra almennra hollustuhátta, s.s. hreinsunar drykkjarvatns og skolps, betra húsnæðis og ekki síst betri næringar. í þriðja heiminum þjáist fólk enn af ýmsum „frum- stæðari" sjúkdómum en við eigum að venjast. Það er einmitt fyrst og fremst umbætur á almennum hollustuháttum — ekki tækni- undrin — sem Alþjóðaheilbrigð- isstofnunin hyggst beita til að ná hinu yfirlýsta markmiði að veita öllum jarðarbúum sæmilegt heil- brigði árið 2000. Á sama hátt hafa sumir látið sér detta í hug, að svipaðar aðferðir geti gilt gagn- vart helstu sjúkdómum okkar tíma, sem eru eins og sjúkdómar allra tíma afsprengi gildandi lifn- aðarhátta, menningar og viðhorfa. Koma þar til hin ýmsu afbrigði víðtækrar heilsuverndar og heilsugæslu, sem næst verður vik- ið að. Ferðaáætlun Ferðafélags- ins er komin út FERÐAÁÆTLUN Ferdafélags ís- lands fyrir árið 1985 er komin út og er þar að fínna upplýsingar um ferðir félagsins, dagsferðir, helgarferðir og sumarleyfisferðir. í ferðaáætlun eru upplýsingar um sæluhúsin, þ.e. opnunartíma á sumrin, gistigjöld o.s.frv. í þessari áætlun má m.a. sjá nýjung í ferð- um til Kverkfjalla sem Ferðafélag Húsavíkur í samvinnu við Björn Sigurðsson skipuleggur. Næsta sumar eru skipulagðar 27 sumar- leyfisferðir og eins og áður eru það ýmist öku- og gönguferðir eða gönguferðir með útbúnað.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.