Morgunblaðið - 13.02.1985, Blaðsíða 18

Morgunblaðið - 13.02.1985, Blaðsíða 18
18 MORGUNBLAÐIÐ, MIÐVIKUDAGUR 13. FEBRpAR 1985 Þróun bóta almannatrygginga: Hækkun umfram fyrri reglur Viðtal við Matthías Bjarnason tryggingaráðherra „I marzmánuði sl. setti ríkisstjórnin lög sem hækkuöu tekjutryggingu og heimilisuppbót veru- lega umfram þær lögboðnu hækkanir sem al- mannatryggingalögin frá 1971 gera ráö fyrir. Frá júní 1983 til nóvember 1984 hækkuöu launataxtar samtals um 33,3 %. Einstakir bótaflokkar, sem snerta aldraöa, hafa hinsvegar hækkaö um allt að 52,5%,“ sagöi Matthías Bjarnason, ráðherra heil- brigöis- og tryggingamála, þegar MorgunblaÖiÖ spuröi hann um þessi mál á dögunum. Bætur trygginga- kerfisins til aldraðra Bætur, sem almannatryggingar greiða öldruðum, þ.e. 67 ára og eldri, eru ellilífeyrir, tekjutrygg- ing og heimilisuppbót, sagði ráð- herrann. Einstaklingar og hjón sem hér hafa búið í 40 ár hið minnsta, eiga rétt á ellilífeyri. Tekjutryggingar njóta elli- og örorkulifeyrisþegar, sem litlar tekjur hafa. Nú er miðað við kr. 41.670 á ári fyrir einhleypinga og kr. 58.330 fyrir hjón. Þeir einstakl- ingar, sem meiri tekjur hafa, fá að visu tekjutryggingu, en hún skerð- izt ef tekjur þeirra fara umfram þetta svokallaða frítekjumark. Tekjutrygging fellur alveg niður fari tekjur yfir kr. 193.000 á ári fyrir einhleyping og kr. 314.000 fyrir hjón. Heimilisuppbót fá þeir ein- hleypingar sem njóta óskertrar tekjutryggingar og eru einir um heimilisrekstur. í lögum um almannatryggingar er kveðið á um grunnupphæðir bóta sem og að þær skuli hækka í samræmi við breytingar á viku- kaupi I almennri verkamanna- vinnu. Þar er og heimild til að fresta hækkun bóta í allt að sex mánuði. Frá því núverandi ríkis- stjórn var mynduð hefur þess hinsvegar verið gætt að hækka ellilífeyri og aðrar bætur jafn- skjótt og launataxtar hafa hækk- að. í marzmánuði setti ríkisstjórnin lög sem hækkuðu tekjutryggingu og heimilisuppbót verulega um- fram lögboðnar hækkanir, sam- kvæmt almannatryggingalögum frá 1971. Launataxtar hækkuðu um 33,3% frá júní 1983 til nóv- ember 1984. Einstakir bótaflokkar aldraðra hækkuðu hinsvegar um allt að 52,5%. Skeröingarhlutfall lækkar — bótaþegum fjölgar Það sem skiptir e.t.v meira máli, sagði Matthías Bjarnason, er að skerðingarhlutfall tekjutrygg- ingar var lækkað úr 55% í 45% og svokallað frítekjumark hækkað úr kr. 26.440 í kr. 41.670, eða um 58%. Áhrif þessa eru m.a.: Matthías Bjarnason, heilbrigðis- og tryggingaráðherra. • Mun fleiri ellilífeyrisþegar fá nú tekjutryggingu en áður • Heildarbætur eru mun hærri en verið hefði að óbreyttum lögum • Bótaþegum fjölgaði, m.a. af þessum sökum, um 400 frá febrúar til nóvember 1984. Fyrir tilstilli núverandi ríkis- stjórnar njóta verulega fleiri aldr- aðir tekjutryggingar en verið hefði að óbreyttu, auk þess sem bætur til þeirra verst settu hækka umfram það sem fyrri lög stóðu til. DÆMI: Ellilífeyrisþegi Ráðherrann tók dæmi af ellilíf- eyrisþega, sem fékk ellilífeyri í MÁNAÐARGREtÐSLUR frá 1. juni 1983 I frá l.nóv. 1984 Þus.kr. 10--------------------------------------------------------------53.5V f marzmánuði sl. setti ríkisstjórnin lög sem hækkuðu tekjutryggingu og heimilisuppbót verulega umfram lögboðnar hækkanir, skv. almannatrygg- ingalögum. Meðfylgjandi súlurit sýnir þessar hækkanir. fyrsta sinn í nóvembermánuði sl. og hefur engan annan lífeyri en frá almannatryggingum. Mánað- argreiðsla til hans í grunnlífeyri var kr. 4.045 og í tekjutryggingu kr. 5.662, eða samtals kr. 9.707. Ársgreiðsla er því kr. 116.484. Þessi lífeyrisþegi bjó einn og fékk því að auki mánaðarlega heimilis- uppbót kr. 1.703 Lífeyrisþegar, sem hafa óskerta tekjutryggingu, eiga og í vissum tilfellum rétt á niðurfellingu á fastagjaldi af síma, útvarpi og sjónvarpi. Að óbreyttum reglum, þ.e. án aðgerða ríkisstjórnarinnar, hefðu framangreindar greiðslur til hjóna numið kr. 105.322 á ári í stað kr. 116.484. Bæturnar í nóvembermánuði sl. vóru því 11% hærri en þær hefðu orðið að óbreyttum reglum. Sömu reglur og úrbætur gild.a um örorkubætur og bætur ellilíf- eyrisþega. DÆMI: Einstætt foreldri Bætur sem einstæðir foreldrar njóta eru mæðralaun og barnalíf- eyrir. Að auki koma siðan meðlög, sem almannatryggingar greiða og innheimta hjá foreldri, sem barn dvelur ekki hjá. Allir þessir bóta- flokkar hafa hækkað verulega i tið núverandi ríkisstjórnar. Mæðralaun eru greidd ekkjum, ógiftum mæðrum og fráskildum konum, sem hafa börn undir 16 ára aldri á framfæri. Greiðslur þessar vóru í nóvember sl.: með einu barni kr. 1.553, með tveimur börnum kr. 4.067 og með þremur börnum kr. 7.214. Barnalifeyrir er greiddur með börnum yngri en 18 ára, ef annað hvort foreldri er látið eða er ör- orkulífeyrisþegi. Ef báðir foreldr- ar eru látnir eða eru örorkulífeyr- isþegar greiðist tvöfaldur bama- lífeyrir. Barnalífeyrir er nú kr. 2.477 með hverju barni. Meðlag sem almannatryggingar greiða, eins og áður sagði, nemur sömu fjárhæð og barnalífeyrir. Fráskilin kona með þrjú börn, svo dæmi sé tekið, fær þannig meðlög og mæðralaun kr. 14.645 á mánuði. Fráskilin kona, sem er örorku- lífeyrisþegi og hefur tvö bðrn á framfæri, fær útlagt meðlag, ör- orkulífeyri, tekjutryggingu, barnalífeyri og mæðralaun sam- tals kr. 23.683 á mánuði. Ef eldri reglum hefði ekki verið breytt af núverandi rikisstjórn og giltu i dag næmu þessar greiðslur kr. 19.594. Þannig hefur tekjutrygging hækkað um 14% umfram það sem almannatryggingalögin gerðu ráð fyrir; mæðralaun með einu barni um 134%, með tveimur börnum Tekjur einstaedrar módur, sem er öryrki med 2 börn á framfœri. Núverandi reglur bornar saman vid reglur er giltu i júni 1983 Bostur pus kr a man 25- 10- Reglur i júni 1983 Mædralaun Barnalífeyrir Súluritið sýnir annars vegar viðkomandi bætur til einstæðr- ar móður eins og þær vóru samkvæmt eldri reglum og breytingu samkvæmt nýjum reglum. Þessi skýringarmynd sýnir bætur (lífeyri og tekjutryggingu) samkvæmt cldri reglum (skorna línan) og samkvæmt reglum settum í nóvembermánuði sl. (heila línan).
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.