Morgunblaðið - 13.02.1985, Blaðsíða 54

Morgunblaðið - 13.02.1985, Blaðsíða 54
54 MORGUNBLADID. MIÐVIKUDAGUR 13. PEBRÚAR 1985 fclk í Jéi fréttum L Þórjón Pétursson og Kristófer E. Ragnarsson. MorKunblaöiö/RAX. Til USA að læra köfun og fallhlífarstökk Þeir Þórjón Pétursson og Kristófer E. Ragnarsson úr Flugbjörgunarsveit Reykjavíkur lögðu land undir fót og fóru í gær til Bandaríkjanna þar sem þeir ætla í 4 mánaða þjálfun i froskköfun og fallhlífarstökki. Þjálfunin fer fram í skólum á vegum bandaríska hersins. Fyrst fara þeir í fallhlífarstökk í Georgiu og síðan til Kaliforníu í köfunarskóla. Að sögn þeirra félaga er til- gangur fararinnar að auka hæfnina í þessari deild björgun- arsveitarinnar. Þeir munu taka fyrir sérstaklega björgunar- stökk þannig að ef til t.d. slysa kæmi á sjó gætu þeir stokkið í köfunarbúningi út úr flugvél. Þegar þeir koma heim aftur eiga íslendingar að vera betur í stakk búnir að þessu leyti því þetta eru mál sem að sögn þeirra hefur ekki nógu mikið hugað að hingað til. BRYNDÍS SVERRISDÓTTIR OG SÓLVEIG GEORGSDÓTTIR SAFNAKENNARAR: „Okkar starf er að vekja áhugann á söfnum og kenna börnunum í leiðinni“ Við tökum á móti grunnskóla- nemum sem koma á söfnin, höfum fyrir þau verkefni og sjáum um að skipuleggja heimsóknir þeirra. Heimsóknirnar eru mis- munandi eftir aldurshópum og eftir því hvaða safn verið er að heimsækja, sögðu þær stöllur Bryndís Sverrisdóttir og Sólveig Georgsdóttir safnakennarar er blm. ræddi við þær fyrir skömmu. „Starfið er aðallega fólgið í þessu og við semjum verkefnin sem við leggjum fyrir þau og reyn- um að gera þetta sem best úr garði til að vekja áhuga þeirra á söfnun- um. Okkur virðist þetta fyrir- komulag, að leggja fyrir þau verk- efni, hafa tekist vel. Þegar þess er kostur, reynum við að tengja verk- efnin því námsefni sem verið er að fjalla um í skólunum. Sem dæmi má nefna landnámið. Krakkar lesa um það í fjórða bekk og koma svo á safnið og læra nánar um það. Þá erum við með verkefni, þar sem við leggjum m.a. fyrir þau kross- gátur. Lausnina er að finna í skáp- unum þar sem hinir ýmsu fornu munir liggja. Þetta hefur líkað mjög vel og krakkarnir hafa feng- ið áhuga, verið að spyrja okkur hvenær opið sé, svo þau geti komið aftur og skoðað, hvað kosti inn o.s.frv. Við reynum að æða ekki um allt safnið eins og Þjóðminjasafnið t.d. í einu vetfangi heldur tökum einn sal í senn og reynum að gera hón- um eins góð skil og við getum. — Er þetta orðin skylda í skóla- starfi? — Nei, langt í frá. Við sendum kennurum „prógramm" yfir það sem við höfum upp á að bjóða og þeir hafa svo samband við okkur og leita eftir þessari þjónustu ef þeir hafa áhuga. Það er mikið að gera hjá okkur og eykst með ári hverju. — Eruð þið einu safnakennar- arnir hér á landi? — Nei, á Akranesi er kominn safnakennari í hlutastarf og svo er einn af safnvörðunum uppi í Árbæjarsafni einnig safnakennari fyrir það safn. Ef vel ætti að vera þyrfti að vera safnakennari á hverju safni bæði fyrir skólafólkið og einnig fyrir almenning. Það er mikil vinna fyrir okkur að vera að þeyt- ast á milli ólíkra safna og vinna úr því sem þarf, og það eru ærin verkefni fyrir einn á hverjum stað. NEMENDUR ÚR ÞINGHÓLSSKÓLA í STARFSKYNNINGU „Miklu auðveldara en í barnaskóla“ Fyrr í vikunni var nemendum í 9. bekk Þinghólsskóla í Kópavogi boðið í starfskynningu í tréiðnaðardeild Fjölbrautaskólans í Breiðholti. Það var Sigurður Þórarinsson smíðakennari sem leiðbeindi þeim þennan dag og heim fóru þau með hina ýmsu muni sem þau höfðu smíðað um daginn. Við tókum nokkra tali. Hópurinn úr Þinghólsskóla ásamt kennaranum, Sigurði Þórarinssyni. Morgunbladiö/RAX. COSPER Þorvaidur Steinsson var í óaönn að renna barefli. Hann kvað þetta vera skemmtilega iðn og miklu auðveldara að smíða þarna en í barnaskóla. Hann sagði að öll Ueki væru miklu fullkomnari og betri og þetta væri mjög ólíkt púlinu þar. Daníel Sigurgeirsson sagðist vera að smíða pizzudisk fyrir heimilið. Honum fannst þetta skemmtilegt, en þó sagðist hann ekki halda að leiðin lægi í nám tengt þessu að loknum níunda bekk, heldur væri hann að íhuga kokka- skólann og þjóninn. Vinkonurnar Oddbjörg Grímsdóttir og Guðný Hannesdóttir voru að leggja síðustu hönd á smíðina, en þær völdu sér að gera hylki undir kaffipoka. I»eim fannst þetta iéttur dagur og sögðu að allt væri svo fullkomið, að þær þyrftu eiginlega ekkert að gera, hin ýmsu tæki sæu um þetta allt. Það er ekkert að pabba, ég heyri hvernig hann bölvar þarna niðri.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.