Morgunblaðið - 13.02.1985, Blaðsíða 5

Morgunblaðið - 13.02.1985, Blaðsíða 5
MORGUNBLAÐIÐ, MIÐVIKUDAGUR 13. FEBRÚAR 1985 5 Sjö hverfafundir borgarstjóra í febrúar: Markmiðið að efla tengsl borgarbúa og borgaryfirvalda — segir Davíð Oddsson borgarstjóri DAVÍÐ Oddsson, borgarstjóri, hefur ákveðið aö endurvekja hverfafundi með íbúum borgarinnar, og verða haldnir sjö fundir á sjö stöðum í borginni nú í febrúar. Hverfafundir borgarstjóra voru fastur liður um árabil en féllu niður í tíð vinstri meirihlutans. Að sögn borgarstjóra verða þeir nú endurvaktir í þeim tilgangi fyrst og fremst að efla tengsl milli borgarbúa og borgaryfirvalda og kynna stöðu borgarmála. Davíð Oddsson sagði í samtali við Morgunblaðið að markmið þessara funda væri þríþætt: „í fyrsta lagi hef ég áhuga fyrir að gera grein fyrir því helsta sem á döfinni hefur verið hjá Reykja- víkurborg undanfarin tvö og hálft ár. Og i framhaldi af því, er stöðu mála hefur verið lýst, hvað sé fyrirsjáanlegt á þessu ári og einnig, eftir því sem hægt er, á hinu næsta. I öðru lagi er hugs- unin sú, að leita eftir ábending- um og hugmyndum Reykvíkinga, bæði almennt um borgarrekstur- inn og hvað betur megi fara hér í borginni, en þó ekki síður sér- staklega í einstökum borgar- hverfum, þar sem hver og einn þekkir betur til, heldur en við hér hjá borginni. Þannig getum við ef til vill fengið góðar ábend- ingar um hin ýmsu mál er snerta einstök hverfi. í þriðja lagi er ætlunin að reyna að svara spurningum, sem fram kunna að koma, eftir því sem hægt er og eftir því sem tilefni gefst til, leita svara við spurningum og koma þeim til manna fljótlega eftir viðkomandi fund," sagði borgarstjóri. Davíð Oddsson, borgarstjóri, hefur ákveðið að endurvekja hverfafundi með borgarbúum. „Ég tel, að fundir sem þessir hafi hér á árum áður verið mjög gagnlegir," sagði borgarstjóri ennfremur. „Ekki bara fyrir íbúa í einstökum hverfum, sem fengu þannig mynd af stöðu borgarmála, heldur ekki síður fyrir borgaryfirvöld, sem gátu dregið töluverðan lærdóm af þessum fundum og hrint í fram- kvæmd sumum þeim ábending- um sem þar komu fram. Einatt eru smávægilegir þættir í hinum ýmsu borgarhverfum, sem fara framhjá borgaryfirvöldum og því gott að fá ábendingar um þá. Eins kunna að vera mál, stærri í sniðum, og borgarbúum gefst þarna kjörið tækifæri til að hafa áhrif á afgreiðslu og þróun þeirra í meðförum borgaryfir- valda. Tilgangurinn er sem sagt fyrst og fremst að efla tengslin milli borgarbúa og borgaryfir- valda og kynna stöðu mála í Reykjavík í nútíð og framtíð," sagði Davíð Oddsson. Fyrsti hverfafundur borgar- stjóra að þessu sinni verður laugardaginn 16. febrúar nk. fyrir íbúa Laugarnes- og Lang- holtshverfis, í Glæsibæ, og hefst hann klukkan 14.30. Sunnudag- inn 17. febrúar verður fundur í Átthagasal Hótel Sögu klukkan 14.30 fyrir íbúa Nes- og Mela- hverfis og Vestur- og Miðbæj- arhverfis. Þriðji fundurinn verð- ur haldinn þriðjudaginn 19. febrúar fyrir íbúa Austurbæjar, Norðurmýri, Hlíða- og Holta- hverfis í Domus Medica og hefst hann klukkan 20.30. Miðvikudag- inn 20. febrúar verður fundur í Félagsheimili Hreyfils við Grensásveg fyrir íbúa Háaleit- is-, Smáíbúða-, Bústaða- og" Fossvogshverfis og hefst hann klukkan 20.30. Fimmti fundur- inn verður haldinn laugardaginn 23. febrúar í Menningarmiðstöð- inni við Gerðuberg, klukkan 14.30, fyrir íbúa Breiðholts- hverfa. Sunnudaginn 24. febrúar verður fundur í Félagsmiðstöð- inni Árseli, klukkan 14.30, fyrir íbúa Árbæjar- og Seláshverfa. Sjöundi og síðasti fundurinn að þessu sinni verður þriðjudaginn 26. febrúar í Veitingahúsinu Ártúni, klukkan 20.30, fyrir íbúa í Grafarvogi. Sovéski bladafulltrúinn um sjónvarpsskerminn: „Verðum í sambandi við viðeigandi stofnanir“ „ÉG upplýsi með ánægju, að sov- éska sendiráðið mun verða í sam- bandi við viöeigandi ríkisstofnanir vegna þessa máls. Annað hef ég ekki um málið að segja," sagði Viktor Trofimov blaðafulltrúi sovéska sendiráðsins í samtali við Morgunblaðið í gær, er hann var spurður með hvaða hætti sovéska sendiráðið myndi bregðast við athugasemdum bygg- inganefndar Reykjavíkur, vegna staðsetningar sjónvarpsmóttöku- skerms á húsnæði sovéska sendi- ráðsins við Garðastræti í Reykja- vík. Aðstoð við húsbyggjendur í greiðsluerfiðleikum: 50—150 þúsund króna lán til 5—10 ára — Veitt fyrir milligöngu ráðgjafar- þjónustu í Húsnæðisstofnun ÁKVKDID hefur verið að stofna nýj- an lánaflokk hjá Byggingasjóði ríkis- ins til að veita þeim húsbyggjendum sem eiga í greiðsluerfiðleikum lán. Þann 19. febrúar nk. verður komið á fót tímabundinni ráðgjafarþjónustu hjá Húsnæðisstofnun ríkisins og mun hún hafa það hlutverk að leið- beina fólki sem komið er í greiðslu- erfiöleika og kanna hvort grundvöll- ur er til lánveitinga samkvæmt hin- um nýja lánaflokki. Lánin verða á bilinu 50 til 150 þúsund kr. og veitt til 5 til 10 ára. Settar hafa verið reglur um lánveitingar vegna greiðsluerfið- leika og hafa þær verið kynntar í fréttatilkynningu frá Húsnæðis- stofnun ríkisins. Þeir einir eru lánshæfir sem fengið hafa lán úr Byggingarsjóði ríkisins á árunum 1980—84 til að byggja eða kaupa íbúð í fyrsta sinn. Umsækjandi þarf jafnframt að fullnægja eftir- farandi skilyrðum: Fjárhagsvandi hans þarf að vera til orðinn vegna fjármögnunar íbúðarhúsnæðis af hóflegri stærð miðað við fjöl- skyldustærð. Greiðsluerfiðleikar hans þurfa að vera það miklir að hann sé í verulegri hættu með að missa íbúð sína nema bráð aðstoð komi til. Vanskilaskuldir vegna íbúðarinnar, sem í gjalddaga eru fallnar fyrir 1. janúar 1985 verða að jafnaði að nema a.m.k. 150 þús- und. Þá verða aðrir lánamöguleik- ar að vera fullkannaðir og nýttir. Ef umsækjandi er með skamm- tímalán í bönkum og sparisjóðum, sem hann á í erfiðleikum með að greiða af skal jafnhliða aðstoð Húsnæðisstofnunar beina þeim tilmælum til viðkomandi lána- stofnunar að umsækjanda verði gefinn kostur á skuldbreytingu þeirra lána til lengri tíma. Stefnt er að því að um þetta efni verði gert sérstakt samkomulag við banka og sparisjóði. Umsóknar- eyðublöð vegna þessara nýju lána verða tilbúnar til afhendingar 19. febrúar en umsóknarfrestur er til 1. júní nk. Fulltrúar Voest- Alphine komu til landsins í dag TVEIR fulltrúar austurríska fyrir- tækisins Voest-Alphine koma til landsins í kvöld og dvelja hérlendis í tvo daga til að kynna sér aðstæður til rekstrar kísilmálmverksmiðju við Reyðarfjörð. Voest-Alphine er eitt af stærstu fyrirtækjum í Austurríki í stál- iðnaði og rekur það stóriðjufyrir- tæki víðs vegar í heiminum. Full- trúar fyrirtækisins munu m.a. fara til Reyðarfjarðar og skoða aðstöðu þar. Næsti viðræðufundur með full- trúum bandaríska stóriðjufyrir- tækisins Dow-Corning verður í Bandaríkjunum 22. febrúar nk. og er vænst svara frá þeim á þeim fundi, við því hvort til frekari við- ræðna kemur, en þegar hafa verið haldnir þrír fundir með þeim. Þá hefur norska fyrirtækið Elkem einnig sýnt áhuga á kísilmálm- verksmiðjunni.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.