Morgunblaðið - 13.02.1985, Blaðsíða 43

Morgunblaðið - 13.02.1985, Blaðsíða 43
MORGUNBLAÐIÐ, MIÐVIKUDAGUR 13. FEBRÚAR 1986 43 Sjálfstæði háskólans hefur verið sett á oddinn Rætt við háskólarektor og sex prófessora um rektorskjör í vor „Þaö er erfitt að svara því í stuttu máli, hvers vegna ég gef ekki kost á mér aftur til embættis há- skólarektors, en ég ákvað strax við upphaf síðara kjör- tímabils míns, að láta það verða það síöasta,“ sagði Guðmundur Magnússon, rektor Háskóla íslands, í samtali við blm. Mbl. í gær. En í tilefni af prófkjöri 1. mars nk. og kosningu nýs rekt- ors 2. apríl nk. hafði Morgun- blaðið samband við fráfarandi rektor og innti hann eftir ástæðu þess að hann lætur nú af störfum. Einnig var rætt við sex pró- fessora, sem orðaðir hafa verið við embætti rektors í kosningun- um, sem fram undan eru og þeir spurðir um áhuga sinn á starf- inu, ástæður fyrir slíkum áhuga, væri hann fyrir hendi og helstu breytingar á málefnum háskól- ans, sem þeir myndu vilja sjá verða að veruleika. En það skal tekið fram, að í prófkjöri til rektorsembættis I eru allir skipaðir prófessorar há- skólans i kjöri. „Þegar ég gaf kost á mér til seinna kjörtímabilsins sem rekt- or, ákvað ég með sjálfum mér og mínum stuðningsmönnum, að nota það tímabil vel og vera ekki lengur. Maður veltir því líka óneitanlega fyrir sér, hvernig heimurinn muni líta út eftir önnur þrjú ár,“ sagði rektor. „Það er mér auðvelt að hætta núna, en gæti orðið erfiðara þá. Og þó að þetta sé skemmtilegt starf, þá er það óhemju tíma- frekt og það er orðið freistandi að fá rannsóknarleyfi og nota það,“ sagði Guðmundur, en hann var prófessor við Viðskiptadeild HÍ er hann var kjörin rektor fyrir sex árum. „Hvað það sem áunnist hefur í málum háskólans á þessum ár- um varðar, þá er víst best að láta verkin tala,“ sagði rektor. „En ég tel þó, að á þessum sex árum hafi gerst meira jákvætt en oft áður. Að sumu leyti er það vegna þess hvað breytingarnar í kring- um okkur eru orðnar örar og eins vegna þess, að sjálfræði há- skólans hefur verið sett á oddinn, svo og rannsóknir í tengslum við atvinnulífið og sitt- hvað fleira, sem hefur a.m.k. þokast í rétta átt.“ Aðspurður hvað hann teldi brýnasta verkefnið, sem nýr rektor yrði að fást við, sagði Guðmundur Magnússon, að það yrði að fá aukið fé til háskólans. „Tek ekki fyrir neitt“ „Ég tek ekki fyrir neitt, en það er prófkjörið, sem látið er skera úr um það hverjir koma til greina í þetta embætti," sagði Páll Skúlason, prófessor í Heim- spekideild. „I prófkjörinu eru allir pró- fessorarnir í kjöri og ég held að það sé best, að bíða og sjá hvað kemur út úr því, áður en farið er að vera með yfirlýsingar, a.m.k. í blöðum,“ sagði Páll. „Vegur háskólans ekki sem skyldi“ „Ég mun gefa kost á mér til embættis rektors í vor og hef þegar lýst því yfir að ég sé því ekki mótfallinn," sagði Ragnar Ingimarsson, prófessor við Verk- fræði- og raunvísindadeild há- skólans og fyrrverandi forstöðu- maður deildarinnar. „Fyrir þessu eru margar ástæður, en það má nefna, að ég hef í nokkuð mörg ár sinr.t mál- efnum háskólans með ýmsum hætti og áhugi minn á rektors- embættinu nú er sprottinn af því. T.d. hef ég verið formaður starfsnefndar háskólaráðs um árabil og séð um byggingarmál hér á háskólalóðinni og það eru ekki mörg ár síðan ég veitti Verkfræði- og raunvísindadeild- inni forstöðu. Allir viljum við sjá breytingar í málefnum háskólans,“ sagði Ragnar. „Því það er ljóst, að veg- ur háskólans er ekki slíkur, sem hann ætti að vera. Ég efast um að til séu neinar patentlausnir. En það er nauðsynlegt að allir átti sig á því, að framtíðin bygg- ir mikið á því að hér á landi sé vel menntað fólk og að til þess þarf að búa vel að skólunum og ekki síður kennurunum í land- inu, svo að þeir geti sinnt sínum störfum sem best. Þó að e.t.v. sé meira talað um launamál kenn- ara í framhaldsskólunum, þá er sama vandræðaástandið í há- skólanum og menn afskaplega óánægðir með launakjörin. Það hefur svo í för með sér, að þeir fara að leita í alls kyns auka- störf. Ég gef hins vegar ekki kost á mér í þetta embætti með yfirlýs- ingum um að ég muni færa mönnum eitt eða neitt á silfur- fati, því þessi mál verða ekki svo auðveldlega lagfærð. En ég hef trú á því að háskólinn sé svo mikilvæg stofnun í þjóðfélaginu, að hann hljóti fyrr eða síðar að fá þann meðbyr sem hann á skil- ið og ég myndi beita mér fyrir því að flýta sem mest fyrir þeim meðbyr," sagði Ragnar Ingi- marsson. „Háskólinn verði miðstöð norrænna fræða í heiminum“ „Ég hef ákveðið að sækjast eftir þessu virðulega embætti," sagði Júlíus Sólnes, prófessor við Verkfræði- og raunvísindadeild. „Ég hef boðið starfskrafta mína fram til þjónustu við háskólann og vil leggja á það áherslu að hefja hann til vegs og virðingar meðal þjóðarinnar. Eg tel, að það þurfi að vinna ötullega að því að þjóðin líti á háskólann sem óskabarn sitt. En í því ástandi sem háskólinn hefur þurft að lúta, er hann nú hálf- gerð hornreka í menntakerfinu," sagði Júlíus. „Þetta á við bæði um fjárveit- ingar og annað, en samt á há- skólinn að vera hornsteinn menningar- og rannsóknarstarfa okkar. Það er athyglisvert, að á sama tíma og ráðamenn benda á að þekking og menntun verði að ná þjóðinni upp úr þeim öldudal, sem hún er í, er verið að skera niður fjárveitingar til skólans, sem á að sjá um að þessu markmiði verði náð. Það má að sjálfsögðu benda á afar margt, sem á þarf að taka, en eitt af mínum áhugamálum, er að Háskóli íslands verði miðstöð norrænna fræða í heim- inum. Þannig að um allan heim verði litið á hann sem slíka miðstöð og leitað hingað. Að vísu hefur mikið áunnist á því sviði, en ég held að meira megi gera,“ sagði Júlíus Sólnes. „Að sjálfsögðu er erfitt að spá um úrslit í kjöri sem þessu. Það er ekki rekið á sama hátt og póli- tiskar kosningar, þannig að menn komi með framboðslista og stefnuskrá og lýtur allt öðr- um lögmálum. Eg hef líka gert upp hug minn um það, að ef ég næ kjöri, mun ég að sjálfsögðu draga mig út úr pólitískum störfum, sem ég tel ekki sam- ræmast rektorsstarfinu." „Rektor verður að vera stefnumótandi verkstjóri“ „Ég hef nú lítið athugað þessi mál, en sé enga ástæðu til að hafna kjöri, ef út í það færi,“ sagði Sigurjón Björnsson, pró- fessor við Félagsvísindadeild. „Enda hefur enginn kjörgengur prófessor rétt til þess að skorast undan kjöri, nema hann hafi þegar gegnt rektorsembætti og hér er um mörg mikilvæg verk- efni að ræða, sem ég myndi hafa áhuga á að vinna að. Og ég sé ekki að ég gæti varið mínum tíma betur en til þess. Meðal þess sem þarf að vinna rösklega að á næstunni, og hefur reyndar verið gert, má telja kjaramál háskólakennara og rannsóknarmál. Þetta tvennt tengist reyndar, en háskólarekt- or verður að reyna að hafa áhrif á það að kjör kennara skólans verði betri, að svo miklu leyti sem það er á hans valdi, þannig að störf þeirra nýtist betur inn- an veggja háskólans en verið hefur. Og það verður að reyna að tryggja háskólakennurum eðli- lega aðstöðu til þess að vinna þau rannsóknarstörf, sem þeim er ætlað að vinna. Þá eru það byggingarmálin, en skortur á húsnæði lamar meira og minna alla starfsemi skólans. Einnig þarf að auka sjálfstæði háskólans í byggingafram- kvæmdum. Að vísu hefur nokkuð áunnist í þeim málum, en þarf að herða enn frekar á og við höf- um á að skipa nóg af ábyrgum og hæfum mönnum til þess að standa að þeim. Svo er það spurningin um það hvernig háskólinn ætlar að standa að aðstreymi í skólann og tryggja aðstöðu bæði nemenda og kennara. Háskólinn er þjóð- skóli og hefur því miklar skyld- ur, sem er alveg á mörkunum að hann geti sinnt við núverandi aðstæður. Aðgangstakmörkun er alltaf neyðarúrræði og ég hefði stundum kosið að staðið hefði verið að þeim málum á annan veg en gert hefur verið. En hins vegar má spyrja hverjum sé greiði gerður með því að opna skóla, sem ekki getur boðið upp á viðunandi aðstæður. Þetta verða nemendur og kennarar að meta, en ef að svo illa vill til, að til einhvers konar takmörkunar þurfi að koma, eru margar leiðir færar. Málið snýst þá um að velja af nægilegri yfirvegun og víðsýni þá leið sem er sanngjörn- ust fyrir alla aðila. En eitt af því, sem oft hefur verið ofarlega á baugi, en aldrei rætt til fulln- ustu, er svo hvers konar mennta- stefnu háskólinn vill reka. Tvennt held ég að sé ákaflega mikilvægt fyrir þann rektor, sem tekur við í vor, hver svo sem það verður," sagði Sigurjón. „Að hann leggi annars vegar áherslu á það að hafa sem mest samráð við samkennara sína og stúdenta og hins vegar, að rektor taki þá stefnu, að einbeita sér að þessum meginmálaflokkum, sem ég minntist á áður, og reyni heldur að fela öðrum að vinna ýmis dagleg störf, sem aðrir geta unn- ið. Rektor verður að vera stefnu- mótandi verkstjóri í þeirri um- ræðu, sem fer fram í mikilsverð- ustu málum háskólans og verður að geta gefið sér tíma til þess. Um þetta held ég að flestir séu sammála og ég er tilbúinn að vinna að þessum málum, með hverjum sem er af þeim ágætu mönnum, sem talað hefur verið um sem líklega i embætti rekt- ors,“ sagði Sigurjón Björnsson. „Gef kost á mér ef tilefni er til“ „Ég mun gefa kost á mér, ef úrslit skoðanakönnunarinnar gefa tilefni til þess að ætla að einhver hafi áhuga á því að svo verði," sagði Sigmundur Guð- bjarnason, prófessor við Raun- vísindastofnun HÍ. „Það á eftir að koma í ljós hvort einhverjir hafa áhuga á að heyra mínar skoðanir og ég sé ekki ástæðu til að segja meira að svo stöddu," bætti Sigmundur við. „Ég hef í huga að styðja Sig- mund Guðbjarnason í rektors- kjöri," sagði síðasti viðmælandi Mbl., Sveinbjörn Björnsson, pró- fessor við Raunvísindastofnun. Matthíasar Bjarnasonar, heil- brigðis- og samgönguráðherra, er sat í stól sínum vinstra megin til hliðar við sæti forseta sameinaðs alþingis: „Meira fjör“. Og þingheimur sem áhorfendur á þingpöllum hlógu innilega, höfðu gaman af þessari athuga- semd ráðherrans. Bæði dóms- málaráðherra og menntamálaráð- herra komu að nýju í ræðustól og lofuðu að láta rannsaka allt varð- andi starfsemi myndbandaleiga, höfundalög, viðskiptahætti, bók- haldsskyldu myndbandaleiga og annað þar að lútandi. Þá varð loks þögn í salnum. Það gustaði ekki lengur um þingmenn í ræðustól í sameinuðu alþingi og allt i einu var komið nýtt mál á dagskrá, gott ef það var ekki um verndun einhverrar eyðijarðar f afskekktri sveit. Þingsalur nokkurn veginn tæmdist, líklega hafa þingmenn horfið til nefndarstarfa eða í kaffi og meðlæti, enda klukkan langt gengin í fjögur, eða þá að fylgjast með skákinni sem fjármálaráð- herra mun hafa verið að tefla ein- hvers staðar í þinghúsinu eftir því sem einn ræðumanna í umræðun- um upplýsti þegar spurt var úr þingsal hvar fjármálaráðherra væri. Janúarmánuður leið án þess að vetur konungur gerði verulega vart við sig hér í borginni. Að vísu kom svolítið kuldakast undir lok mánaðarins sem náði hámarki með tólf stiga frosti fyrsta dag febrúarmánaðar. Reykvíkingar og aðrir landsmenn mega vel við una ef hafðar eru í huga þær frost- hörkur sem gengið hafa yfir Evr- ópu og Bandaríkin undanfarið. Þar um slóðir hefur frost mælst allt að fjörutíu stig og i einstaka fylkjum í Bandaríkjunum allt uppí fimmtíu stig. Það var norðanátt í borginni og töluvert frost dag einn um miðja viku, seinnipartinn í janúarmán- uði. Fólkið sem beið eftir strætis- vögnum við biðskýlið á Hlemmi var í kuldaflíkum. Um hádegið kom maður einn skyndilega út úr strætisvagni er stoppaði við Hlemm, dökkhærður með tölu- verðan hárlubba og stórt og mikið yfirvararskegg og líktist mjög svo kunnum stjórnmálamanni frá því fyrr á árum, erlendum, sem er nú látinn fyrir um það bil tveim ára- tugum. Manni, sem sat við glugga inní biðskýlinu og fylgdist með fólkinu sem kom úr vagninum, ásamt kunningja sínum, brá svolítið er hann sá þennan mann með yfir- vararskeggið. Maðurinn í biðskýl- inu hafði skömmu áður verið niðursokkinn í lestur greinar í NT um skoðanakannanir á fylgi stjórnmálaflokkanna. Hann er áhugamaður um gengi Alþýðu- flokksins, hefur verið krati í ára- tugi og mikill andstæðingur hins sovéska kommúnisma. Hann hnippti órólegur í vin sinn sem sat við hlið hans á bekk inní biðskýl- inu út við glugga og hvíslaði að honum, þegar maðurinn með yfir- vararskeggið var kominn út úr vagninum og stóð gegnt þeim handan gluggans og horfði svo til i augu þeirra. — Hver er hann þessi maður með yfirvararskeggið? Svei mér þá, hann er nauðalíkur Stalín í út- liti. Hann er þó ekki launsonur einræðisherrans fyrrverandi? Eða hvað? — ónei, hann er ekkert skyldur Stalín að ég best veit. Ég sé nú ekki betur en að þetta sé hann Óskar okkar Guðmundsson á Þjóðviljanum, ritstjórnarfulltrúi blaðsins. En það er rétt hjá þér, þó ég hafi samt ekki tekið eftir því fyrr en nú, að hann óskar er lygi- lega líkur Stalín þegar einræðis- herrann var á miðjum aldri og var að hefja störf í Kreml. Ég get samt ábyrgst að hann óskar er besti drengur og sæmilega víðsýnn miðað við það sem gerist og geng- ur á meðal sósíalista nú til dags og hreint enginn stalínisti í skoðun- um, svaraði maðurinn og skellti uppúr. — Það má vel vera, svaraði þá kratinn sem hóf máls á því hversu sláandi líkir þeir væru, Stalín og Óskar Guðmundsson, og bætti svo við: — Hann óskar þarf samt að raka af sér yfirvararskeggið, það er nefnilega ekki lengur í tísku að vera svona útlítandi. Ef hann rak- ar sig ekki þá verður hann stöðugt að minna mann á Stalin og ég vil nú helst ekki vera minntur á þann mann nema þá í sögubókum ...
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.