Morgunblaðið - 13.02.1985, Blaðsíða 23

Morgunblaðið - 13.02.1985, Blaðsíða 23
MORGUNBLAÐIÐ, MIDVIKUDAGUR 13. FEBRÚAR 1985 23 Ármann Örn Armannsson tekinn tali um tóniistarhússbyggingu Ármann Örn Ármannsson óhóflega dýr í rekstri og viðhaldi, taka tillit til að hún er á íslandi, ekki á Kanaríeyjum, smáatriði sem virðist stundum gleymast hér ... Svo þarf að hafa til fjár- muni svo hægt sé að byggja húsið á sem skemmstum tíma. Það er mjög dýrt að byggja í mörgum at- rennum. Ég er sjálfsagt fæddur bjart- sýnismaður. Þegar ég tók við for- mennsku i samtökunum haustið 1983, þá nefndi ég að við ættum að geta opnað eftir fimm ár. Ég held mig enn við þau. Með fyllstu bjartsýni má ætla að hægt verði að byrja að byggja í árslok 1986 eða byrjun 1987 og ljúka bygging- unni á um þremur árum. Ef undirbúningur er góður og byggt í einum áfanga, sparast mikill peningur. Varðandi bygg- ingarkostnað er oft einblínt á efni og innréttingar, hvort það er plast, timbur eða marmari. En þetta set ég í þriðja eða fjórða sæti varðandi kostnað. Þessi kostnaður er lítill miðað við hvað slæmur undirbúningur, slæm hönnun og seinfara bygging kost- ar, síðan kemur marmari eða ekki marmari... En eins og Jón Þórar- insson sagði á fundi samtakanna: — Það vakir ekki fyrir okkur að byggja prjálhýsi. Ekki prjálhýsi, en hvernig hús? ÁÖÁ: Einfaldlega gott hús til að flytja tónlist í, gott fyrir áheyr- endur og flytjendur. Við höfum komist að því eftir miklar umræður, að í því þarf að vera einn 1400 manna salur og lít- ill salur fyrir kammermúsík. Stóri salurinn á að vera fyrir alla tón- list og sitthvað fleira, t.d. ballett- sýningar, en á þó fyrst og síðast að vera tónleikasalur. Það þarf að fara vel um starfsfólk, góð æf- ingaaðstaða og t.d. vera pláss fyrir veitingarekstur og ýmislegt fleira. Hljómburður skiptir víst nokkru máli? ÁÖÁ: Okkur varð snemma ljósfj að hér á landi er varla nóg tækni- þekking á hljómburði. Eftir að hafa hugleitt samstarf við erlenda sérfræðinga ákváðum við að leita til íslendings, sem er sérfræðing- ur í hljómburði, einn fárra. Hann hefur starfað erlendis í 18 ár, vann um árabil hjá Ingmarsons Akoustiks, sænsku hljómburðar- fyrirtæki, einu þvi stærsta á Norð- urlöndum, en rekur nú eigið fyrir- tæki. Hann kemur væntanlega til með að vinna með þeim arkitekti, sem verður valinn. Einn möguleikinn sem var at- hugaður var að breyta Háskóla- bíói, sem væri sennilega hægt, en meðan þar er rekið bíó, og það ætl- ar Háskólinn sér, þá verður hljómburðurinn aldrei samboðinn tónleikasal. Slík sambræðsla hef- ur hvergi tekizt. Hvaöa hugmyndir hefurðu um rekstur og nýtingu? ÁÖÁ: Starfsmenn Rekstrarstof- unnar í Kópavogi hafa lagt mikla vinnu í að skoða rekstur hlið- stæðra húsa í nágrannalöndunum, athugað aðsókn á tónleika hér og spáð í framtíðina. Þeir gerðu spá um nýtingu á húsinu og ég hef gert hugmyndir þeirra að mínum. Það á að vera hægt að reka það með hagnaði, svo það geti gert eitthvað meira en að vera til. Það er hægt að nota svona hús til annars en tónlistarflutnings. 1 spá er gert ráð fyrir að rúmur helmingur starfseminnar í stóra salnum sé tónlist. Jafnvel ómúsík- alskir stjórnmálamenn hafa þörf fyrir aðstöðu til stjórnmálafunda. Vörukynningar, tízkusýningar og ráðstefnur rúmast vel þarna. And- dyrið í Grieghallen í Bergen er notað þegar þarf að halda stór- veizlur þar í bæ. Hverjar eru hugmyndir ykkar um fjármögnun? ÁÖA: Á undirbúningstímanum þarf ekki mikið fjármagn, nokkrar milljónir. Samtökin eru fullfær um að fjármagna þann tíma án stórátaka. Hingað til höfum við vart farið fram á fjárstuðning frá einum né neinum, nema félögum. Hugmyndir okkar eru að taka á sig mynd, við erum að sannfæra okkur og aðra um að húsið verði að raunveruleika áður en við för- um fram á styrk frá einstakling- um, fyrirtækjum, bæjarfélögum eða ríkinu. Vonandi styrkja allir þessir aðilar bygginguna. Hvernig eru svona hús byggð í öðrum löndum? ÁÖÁ: Það er allur gangur á því. Víða hefur áhugafólk tekið sig til. f Bandaríkjunum hafa þau gjarn- an verið byggð með framlögum einstaklinga og fyrirtækja, en þar fá fyrirtæki líka að græða. Um daginn fékk ég senda úrklippu frá Dallas, þar sem allt er stórt í snið- um. Þar hafði stjórnarformaður í Data Electronics afhent sjóði til byggingar tónleikahúsi ávísun upp á 10 milljónir dollara. Við værum víst hamingjusöm að fá slíka ávís- un, gætum þá byggt bæði tónlist- arhús og óperu um leið. Hér hirðir ríkið gróða fyrirtækjanna og það má segja að það sé sjálfsagt mál að eitthvað af þeim peningum komi aftur í tónlistarhús... Martin Berkofsky heldur píanó- tónleika hér 18. febrúar, Fflharmoníuhljómsveitin í Lundún- um verður með tónleika 26. febrúar, báðir til styrktar húsinu. Hvaða gagn gera svona tónleikar? ÁÖÁ: Tónleikar Martins Berk- ofsky, þessa stórkostlega lista- manns, eru hans eigið framtak til styrktar tónlistarlífi hér, það er honum líkt. Þeir efla auk þess samstöðu okkar og svo munar sannarlega um framlag hans og áheyrenda í beinhörðum pening- um. Sama er um tónleika Philh- armoniu, einnar frægustu hljóm- sveitar í heimi. Og svo vekja þeir, ef vel tekst til, áhuga á málefninu víða um lönd og eru stórskemmti- legt dæmi um hjálpsemi milli þjóða. Stuðningur sem listamenn og áheyrendur svna þessu málefni skiptir máli. Áður en við vitum af erum við farin að trúa því að þetta sé ekkert mál. Martin Berkofsky margt gjörólíkur þeim sem nú tíðkast mest og sem mér dauðleið- ist, en ég er kannski óþokkalegur i mér, ætti að berjast fyrir íhugul- um nútímaleik, eða hvað við vilj- um kalla hann, þar sem allt er gert rétt. Þessi leikur afneitar líf- inu sjálfu, fimmst mér, afneitar öllu sem er ómissandi, mikilvægt, dýrmætt í listsköpun. Við erum fórnarlömb þess sem ég vil kalla alþjóðlegan sjúkdóm f tónlist, en það er tónlistarkeppni. Stundum er sagt í gríni að þeir sem vinni slíka keppni séu þeir sem bregðist aldrei, en lyfti engu, séu fullkomlega traustir. Það eru hrein undur að hlusta á þá, verkið líður áfram, en gallinn er að það er allt svo fyrirsjáanlegt. Vandinn er að það hlusta of margir á þessa útreiknuðu tónlist á plötum og hafa hana sem fyrirmynd, sem uppskrift. Síðan fara þeir á tón- leika, vilja heyra það sama og þar og Guð hjálpi þeim sem er öðru- vísi... En listamaður verður að vera öðruvísi en allir sem á undan eru kommir. Annars ertu loddari, aum eftirlíking, sem ekki telst með. Önnur list frá 19. öld, myndlist, bókmenntir, t.d., segir hún þér eitthvað um tónlistina? MB: Ég hef enn ekki kynnt mér nóg aðrar listgreinar, svo ég læt nægja að segja að þær heilli mig. Ég vildi óska að ég hefði verið uppi fyrir öld eða enn fyrr, svo ég gæti drukkið í mig andrúmsloft þess tíma. Það er tilhneiging að horfa aft- ur og halda að allt hafi verið betra þá. Oft er þetta aðeins afsökun, en hvað varðar píanóleik þá á þetta við í raun. Ég hef oft nefnt þetta við vandaða fræðimenn, sem finnst alveg eins og mér, að eitt- hvað sé að nú. Kannski er heimur- inn of lítill, allt orðið svo staðlað, við erum hrædd við að vera ein- staklingar, hrædd um að vera hafnað, eða okkur verði sagt að við brjótum lögmál listarinnar, sveigjum undir okkur lögmál hefð- arinnar, ef við erum of frumleg. Og svo er stundum þessi fráleita spurning: Leikurðu þessa sónötu á þinn hátt eða Beethovens? Þó Beethoven gefi til kynna að það eigi að leika ákveðna nótu í vissu hljóðfalli, nokkurn veginn með þessum krafti, hraða, áslætti og fraseringu, pedalar hér og þar, þó hann merki þá nú sjaldnast, þá þarf píanóleikarinn að finna sér fullt af efni sjálfur. Þetta hefur með litatónana að gera, þú verður sjálfur að ákvarða bygginguna, finna öll hlutföll í verkinu. Og ennfremur: Hvað þýðir forte? Eru það svo og svo mörg desibel, er mezzoforte 3,7 desibelum lægra? Hvað á að lyfta hendinni hratt upp í stakkatói, o.s.frv. Þetta verð- ur allt að mynda heild, sem er byggð á tilfinningu og heimspeki- legri hugsun. Þarna verður að fara saman hrein rökvísi, vísindi, rök- hugsun og svo hrein tilfinning, finna það bezta í báðu þessu, leita eins langt í báðar áttir og hægt er og finna hvernig hægt er að koma því sem bezt heim og saman. Impróvísasjón, spuni, það að leika frá sjálfum sér, virðist hafa verið al- geng aðferð áður fyrr. Gerir þú eitthvað af því? MB: Það er synd og skömm að það skuli ekki fleiri impróvísera en raun ber vitni. Það heyrði til á tónleikum hér áður fyrr að tón- listarmaður fengi laglínu frá áheyrendum og impróvíseraði um hana á staðnum, eða þá að hann notaði eigin laglínu. Þaö tíðkaðist einnig að píanóleikarar impróvís- eruðu sjálfir kadensurnar í píanó- konsertum. Mér finnst ég verða að geta impróvíserað í stíl allra þeirra verka sem ég leik. Geti ég það ekki, á ég ekkert með að leika verkið. Kjarninn er sá, að allir helztu píanóleikarar áður fyrr voru nefnilega helztu tónskáldin, t.d. Liszt, Rachmaninoff o.fl. En þeir voru kannski ekki allir stór- kostleg tónskáld. Anton Rubin- stein skildi svo sem ekki eftir sig nein stórverk, en hann samdi samt, það var hluti af hans vinnu sem píanóleikari. Ef píanóleikarar legðu meiri stund á að impróvís- era, þá yrði flutningurinn inn- blásnari. Af hverju er spuni svona mikil- vægur? MB: Við verðum að skyggnast um í okkur sjálfum. Hálfur tíminn fer í að rýna í tónskáldið. Þó við getum ekki öll verið Liszt og Beet- hoven, þá verðum við að reyna að leysa úr læðingi okkar eigin skap- andi öfl. Túlkun er ord sem er oft notað þegar talað er um tónlist. Þú ert ekki sáttur við það orð? MB: Þetta er hræðilegt orð. Þarna er aftur um að ræða spurn- inguna: Leikurðu á þinn hátt eða Beethovens? Hver er þín túlkun? Orðið er slæmt, því það á að hugsa um hvernig eigi að semja verkið í flutningi. Það nægir ekki að hugsa: Ég álít að stakkató-merkið hér þýði þetta. Slíkt er grunn- hyggið. Það verður að hugsa fyrir hvernig á að frasera verkið, huga að áslætti, skynja heildina. Ákveðnar nótur á ákveðnum stöð- um eiga að hljóma í ákveðinn tíma miðað við þögnina milli þeirra, og þetta verður að falla inn í heild- ina. Þetta er því miklu meira en bara túlkun, og þeir sem hugsa bara um túlkun komast ekki alla leið. Þess vegna nota ég ekki orðið. Hvað notarðu í staðinn? MB: Ég nefndi það að segja verkið í flutningi. Píanóleikari þarf að huga að áslætti, tónlögun, fraseringu, pedalanotkun, krafti, tónlit, því sem ég kalla hraðabygg- ingu og öllu öðru sem hann getur notfært sér. Allt þetta þarf hann svo að flétta saman í eina heild í samræmi við fræðilegar forsend- ur, hvernig tónskáldið ritaði verk sín, hvers vegna hann ritar eins og hann gerir, hvað var um að vera á þeim tíma, i samræmi við svipuð verk þess frá svipuðum tíma — og svo þarf að hafa eitthvað í sjálfum sér sem fellur saman við allt þetta. Ef píanóleikari hefur ekki hugsað út flutning sinn með sama sköpunarkrafti, sama innsæi og tónskáldið varð að gera þegar hann samdi verkið, þá hefur hann ekki unnið sitt verk. Það er þetta sem hann verður að gera. Túlkun er auðvelda leiðin. Hún er bara svar við því að þetta þýði þetta og hitt hitt, meðan 99% er enn ósvar- að. Hvað tekur það þig langan tíma að ná tökum á prógrammi eins og þessu, sem þú leikur á mánudaginn? MB: Sem betur fer hef ég ekki náð tökum á neinu. Ég hef einu sinni á ævinni leikið verk á þann hátt að mér fannst það hafa tekist algjörlega og það var hræðilegt áfall. Ég vissi ekki hvað ég átti að gera, hvernig ég gæti nokkru sinni gert það aftur, eða hvernig ég gæti leikið nokkurt annað verk svo vel, ef það var í raun svona vel spilað. Vonandi hafði ég rangt fyrir mér. Ég aflýsti næstu fimm tónleikum á eftir, hallaði mér aftur og reyndi að verða aftur skeikul mann- vera... En svo ég svari nú beint út, þá hef ég leikið sum þessara verka í meira en 20 ár, sum eru ný fyrir mér og önnur þar á milli. Ungv- erska rapsódían og Lyon eru ný verk hjá mér, Dante-verkið er meira en 20 ára, Valse oubliée er um 24 ára og ég er enn að fá nýjar hugmyndir þar að lútandi. Ég vona að flutningurinn sé alltaf sí- breytilegur. Víkjum að tónleikahúsi. Hvers konar hús viltu sjá rísa hér? MB: Það er skrýtið, en ég hef ekki hugleitt það. Stundum eru of margir sem vilja koma sínum hugmyndum að, svo ég hugsaði sem svo: Hví ekki að láta sérfræð- ingunum það eftir? Það þarf að hugsa fyrir mörgu; hvað á húsið að taka marga í sæti, hljómburð- urinn þarf að falla að hljómsveit- arverkum, einleik, kammerverk- um, röddum, en fyrsta spurningin er þó hvernig eigi að borga fyrir húsið. Ég hugsaði mér að ég gæti þó altént lagt eitthvað smávegis af mörkum þar, sérfræðingarnir sjá um afganginn. Nú eru tónleikar haldnir um alla Reykjavík. Af hverju er nauðsynlegt að hafa eitt hús, eflir það tónlistarlíf- ið? MB: Ég hef leikið bæði í húsum með góðum og slæmum hljóm- burði og munurinn er algjör. Góð- ur hljómburður neyðir þig til að leika betur, því þú heyrir hverja nótu og áheyrendur líka. Hljóð- færaleikarinn eflist, áheyrendur verða næmari og kröfuharðari. En svo er ekki sízt að listalíf hér, þar á meðal tónlistarlíf, er heilbrigt. Svo við grípum til talna, þá eru hér um 60 tónlistarskólar, hver íbúi kaupir að meðaltali einn leikhúsmiða á ári og tvöhundruð- ogfjörutíuþúsund manns ættu varla að geta haldið uppi sinfóníu- hljómsveit og óperuhúsi, svo eitthvað sé nefnt, og svo allir tón- leikarnir. Þetta er stórkostlegt — og næg ástæða til að reisa hús sem styður og eflir þessa grósku... Texti: SIGRÚN DAVÍÐSDÓTTIR ■
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.