Morgunblaðið - 13.02.1985, Blaðsíða 46
46
MORGUNBLAÐIÐ, MIÐVIKUDAGUR 13. FEBRÚAR 1985
Lima-textinn um skírn,
máltíð Drottins og þjónustu
eftir Pétur Pétursson
Játningarit hinna ýmsu kirkju-
deilda hafa frá því á miðöldum
borið vitni um sundurlyndi og
klofning meðal þeirra sem telja
sig kristna. Sérhver kirkjudeild
hefur gert sér játningu eða kenn-
ingu til aðgreiningar frá öðrum
kristnum kirkjum og flokkum. Svo
hafa menn einblínt á bókstafinn,
orðið ósáttir við aðra játninga-
hópa og jafnvel farið í stríð með
Guðs orð á vör. Þess ber þó að
gæta að þegar svo er komið hafa
oftast veraldlegir hagsmunir, auð-
ur og völd, skipt meira máli en
höfundur trúarinnar og boðskapur
hans. Engu að síður hafa trúar-
deilur kristinna manna verið einn
þeirra þátta sem valdið hafa
þeirri afkristnun og afskiptaleysi
um trúarefni, sem grafið hefur um
sig á Vesturlöndum undanfarnar
tvær aldir eða svo. Þær hafa fært
vopnin í hendur þeim sem segja:
Geti kristnir menn ekki komið sér
saman og leiði trú þeirra til bar-
áttu og stríðs, hví skildum vér
taka þessa trú alvarlega og styðja
kirkjur þeirra.
Til eru þær játningar og þau
kirkjuleg rit sem eiga sér aðra
sögur og gæfulegri. Eitt af fyrstu
játningaritum kirkjunnar var
postullega trúarjátningin, sem
varð til við skírnarfræðslu forn-
kirkjunnar. Þar er kristin kenning
sett fram á einfaldan og ljósan
hátt fyrir þann sem undirbjó sig
undir að taka skírn. Efnið skipti
aðalmáli, ekki orðalagið. Það sýna
hinar ólíku útgáfur sem varðveist
hafa.
Sá texti eða sú játning, sem ör-
ugglega verður talin eitt merkasta
skjalið í kirkjusögu tuttugustu
aldarinnar varð til fyrir þremur
árum í Líma, höfuðborg Perú, á
vegum nefndar innan Alkirkju-
ráðsins. Nefnd þessi, trúar- og
skipulagsnefndin (Faith and
Order Commission), hefur árum
saman unnið þrotlaust starf að því
að mynda guðfræðilegan grund-
völl að auknum skilningi, samúð
og samvinnu hinna ólíku flokka og
kirkjudeilda kristninnar.
Þessi starfsemi, sem er ein af
þremur aðalgreinum Alkirkju-
ráðsins, er í raun og veru eldri en
sjálft Alkirkjuráðið, sem stofnað
var árið 1948. Upphaf sitt á hún í
samkirkjulegum fundi í Lausanne
árið 1927. Um 150 fulltrúar ýmissa
kirkjudeilda hafa síðan komið
reglulega saman til þess að ræða
guðfræðileg atriði og rannsaka
forsendur hins sorglega klofnings
kristinna manna, sem valdið hefur
ómældum þjáningum og vonbrigð-
um. Trúað fólk í flestum trúflokk-
um hefur beðið um sýnileg tákn
þess að kristin kirkja geti orðið
heil og almenn. Markmið Al-
kirkjuráðsins er samkvæmt
grundvallarlögum þess; „að vera
samband kirkna, sem játa Jesúm
Krist sem Guð og frelsara sam-
kvæmt ritningunum og leitast
þess vegna við að uppfylla sameig-
inlega köllun sína til dýrðar einum
Guði, Föður og Syni og Heilögum
anda“ (áhersla P.P.). U.þ.b. 300
kirkjur og kristnir trúflokkar eru
aðilar að Alkirkjuráðinu. Líma-
textinn er tákn og játning þess að
árangur hefur náðst.
Trúar- og skipulagsnefndin hef-
ur sérstöðu innan Alkirkjuráðsins
að því leyti að fulltrúar frá kirkj-
um, sem ekki eru formlegir aöilar
að ráðinu, geta tekið þátt í störf-
um nefndarinnar sem fullgildir
meðlimir. Svo er t.d. um róm-
versk-kaþólsku kirkjuna, sem frá
því 1963 hefur átt um 12 fulltrúa í
nefndinni. Einnig hafa setið þar
fulltrúar aðventista, lútersku Mis-
soury synodunnar og babtista í
Suðurríkjum Bandaríkjanna. Þeir
síðarnefndu taka annars ekki þátt
í neinum samkirkjulegum samtök-
um. í starfi sínu hefur nefndin að
sjálfsögðu aðallega tekið fyrir þau
grundvallaratriði kristindómsins,
sem mestu varðar að ná samstöðu
um, þ.e.a.s. skírnina, heilaga
kvöldmáltíð og embætti eða þjón-
ustuhlutverkin innan kirknanna.
Tvíhliða umræður hinna ólíku
kirkjudeilda eru hluti af hinni
samkirkjulegu hreyfingu og
nefndin hefur stuðst við niður-
stöður þeirra umræðna í starfi
sínu.
Sjálf skýrslan er ekki langt mál,
u.þ.b. 45 síður vélritaðar. Hún
skiptist í þrjá kafla, einn um hvert
áðurnefndra grundvallaratriða. f
stuttum formála nefndarinnar er
aðdragandi og tilgangur skýrsl-
unnar rakinn. Hún kom fyrst út á
ensku árið 1982 og heitir á frum-
málinu Baptism, Eucharist and
Ministry. Fyrsta útgáfan var 5.000
eintök. Nú, þremur árum seinna,
hefur skýrslan verið þýdd á nálega
30 tungumál og dreift í u.þ.b.
300.000 eintökum. Hún er nú kom-
in út á íslensku hjá Skálholtsút-
gáfunni á vegum kirkjuráðs í þýð-
ingu prófessors Einars Sigur-
björnssonar, sem einnig ritar sér-
stakan formála. Textinn verður
tekinn til umræðu innan kirkn-
anna og til þess er ætlast að þær
skili áliti og athugasemdum til
nefndarinnar fyrir lok þessa árs.
Skjalið er því hvorki hugsað sem
endanleg smíð né óbreytanleg.
Sérstakar athugasemdir í textan-
um benda á þau atriði þar sem
frekari rannsókna og samvinnu er
þörf. Athugasemdir kirknanna og
viðbrögð verða svo rædd á fundum
nefndarinnar og gert er ráð fyrir
allsherjarráðstefnu um skýrsluna
árið 1988.
Vel skal til þess vanda er lengi
skal standa og það er mikið verk
sem hér er unnið. Greinilegt er að
nefndin lítur ekki á sig sem yfir-
boðara er segi fyrir um hverju
menn eigi að trúa og hverju ekki.
Hún er fremur ráðgjafi og ekki
einangruð frá því samkirkjulega
starfi, sem framfer utan hennar.
Þetta kemur fram í þeim spurn-
ingum, sem nefndin setur fram í
formála sínum. Þar er m.a. spurt
að hve miklu leyti kirkjurnar geti
séð í þessum texta trú kirkjunnar
á öllum öldum. Einnig spyr nefnd-
in:
„Hvaða ályktun getur kirkja þín
Per Erik Persson, prófessor í trú-
fræði við guðfræðideild háskólans ■
Lundi, hefur tekið þátt í starfi trúar-
og skipulagsmálanefndar Alkirkju-
ráðsins í tvo áratugi.
dregið af þessum texta í sambandi
við samvinnu og samræður við
aðrar kirkjur, sérstaklega þær,
sem líka sjá í þessum texta tján-
ingu á hinni postullegu trú?“
Per Erik Persson
í Lundi
Einn af þeim sem tekið hafa
þátt í samningu Límatextans er
Per Erik Persson, prófessor í
trúfræði við guðfræðideild háskól-
ans í Lundi. Hann var fulltrúi
sænsku kirkjunnar frá því nefndin
kom saman til aðalfundar í
Montreal í Kanada árið 1963 og
þar til í fyrrasumar. Fréttaritara
Mbl. í Lundi fannst því tilvalið að
leita nánari frétta af tilurð þessa
merkilega skjals hjá honum.
Guðfræðideildin í Lundi er
rótgróin stofnun og til húsa í gam-
alli þriggja hæða byggingu í miðju
háskólahverfinu. Á göngunum upp
að skrifstofu Per Eriks hanga
myndir af prófessorunum, sem
kennt hafa við deildina frá upp-
hafi. Þeir eru 60 talsins, sá elsti
fæddur árið 1607. Þar má sjá nöfn
eins og Gustaf Aulén, Anders
Nygren og Gustaf Wingren, þekkt-
ir trúfræðingar á alþjóða-
mælikvarða. Um skeið var meira
að segja talað um Lundarguð-
fræðina.
Per Erik Persson er sérfræðing-
urt í kaþólskri guðfræði. Dokt-
orsritgerð hans fjallaði um Thom-
as af Aquino. Hann var því vel
undir það búinn að taka þátt í
starfi trúar- og skipulagsnefndar
Alkirkjuráðsins. Einnig hefur
hann tekið þátt í tvíhliða umræð-
um kaþólskra og lútherskra.
Nokkrir íslendingar hafa stund-
að hér framhaldsnám, m.a. Einar
Sigurbjörnsson, sem nú gegnir
prófessorsembætti í trúfræði við
Háskóla íslands. Hann var nem-
andi Per Eriks og hefur nú nýlega
tekið sæti í trúar- og skipulags-
nefndinni.
„Það er skemmtileg tilviljun að
þú skulir koma einmitt núna,“
sagði prófessor Per Erik, þegar
undirritaður bað hann um viðtal.
„Það er nýbúið að ganga frá því að
ég fari til Reykjavíkur í næsta
mánuði í boði guðfræðideildar Há-
skólans til að halda fyrirlestra um
samkirkjulega starfið og Líma-
textann."
Hver er aðaltilgangurinn med
starfi trúar- og skipulagsnefndarinn-
ar og Límatextanum sérstaklega?
„Límaskýrslan er eitt af mörg-
um verkefnum nefndarinnar — og
örugglega það sem við höfum náð
mestum árangri með. Textinn er
ekki bindandi fyrir kirkjurnar í
þeirri merkingu að þær skuldbindi
sig til að taka hann bókstaflega.
Hér er um það að ræða að fá kirkj-
urnar og trúflokkanna til þess að
sjá sínar eigin hefðir í víðara sam-
hengi. Spurningin er um það hvort
þær sjái í textanum eitthvað, sem
er alveg samkvæmt ritningunni og
kjarna kristinnar trúar, en sem
þær hafa af einhverjum ástæðum
vanrækt.
Sé svo, verður það vonandi
kirkjunum hvati þess að endur-
meta sína eigin hefð og afstöðu til
annarra kirkjudeilda. Við vonum
að fólk í öllum kristnum kirkjum
og félögum veiti textanum mót-
töku með þessu hugarfari. Þetta
er hugsað sem einskonar ferli
(process), þannig að textinn verði
umræðugrundvöllur innan kirkn-
Járnsprotinn
Á hann að veröa framtíðarstjórntæki okkar?
eftir Grím S.
Norödahl
Á hann að verða framtíðar-
stjórntæki okkar?
„íslendingar eru löghlýðin þjóð
að því tilskyldu að lögin séu fá og
réttlát," sagði Davíð Stefánsson.
Þetta mættu löggjafar- og reglu-
gerðarsmiðir hafa til hliðsjónar,
þegar þeir vaða elginn svo djúpan,
að glatast öll yfirsýn, eins og henti
við samning tillagna Náttúru-
verndarráðs um reglugerð um
akstur og umgengni í óbyggðum.
Náttúruverndarráð á ekki að
vera refsiglöð valdaklíka, rang-
hverfa þess hlutverks sem því er
ætlað að þjóna og takmarka að
þarflausu ferðir um óbyggðir þann
tíma, sem bjartastur er og bestur
til ferðalaga, eða frá miðjum apríl
og framyfir sólstöður. Það minnir
á þegar orðum Krists „sá yðar sem
syndlaus er, kasti fyrsta steinin-
um,“ var snúið upp í það af þjón-
um orðsins að starfrækja Drekk-
ingarhyl. Og þrátt fyrir þessa
grimmd, sem er einn af svörtu
blettunum á „réttvísi" þjóðarinn-
ar, tókst. ekki að útrýma lauslæti.
Þaö er gáfulegt að rugla saman
óbyggðum og bithögum á milli
bæja í sveit, og svo á að vera ein-
hver lína á milli ræktaðs og
óræktaðs bithaga og yfir þá línu
má enginn aka, að viðlögðum sekt-
um eða tukthúsi.
Enginn íslendingur veit hvar
línan er. Ég gæti ekki dregið hana
á eigin jörð, þar sem ég þekki
næstum hverja þúfu og stein. Lín-
an þó fundin væri breytist frá ári
til árs. Allt er þetta órökrétt bull.
Og bætir ekki úr skák að segja, að
menntamálaráðuneytið gæti fund-
ið hana. Og til að kveða ofurlítið
fastar að orði og sýna svart á
hvítu hversu lítils ég met svona
þvætting, er hér orðsending til
Svifdrekafélags Reykjavíkur: „Um
árabil hafið þið farið upp í fjallið
Úlfarsfell út frá túnum hjá mér, á
vélknúnum farartækjum í besta
samkomulagi. Þessi heimild
stendur óbreytt, og að auki er ykk-
ur heimil för um allt mitt land
eins og heimamönnum. Þessi
heimild stendur svo lengi sem
ferðamáti ykkar er eins og hann
hefur verið, „að njóta lands en
níða ei,“ og gildir alveg eins hvort
tillaga Náttúruverndarráðs nær
fram að ganga eða ekki. Þessa
heimild veiti ég sem eigandi
landsins og þessi réttur verður
ekki af mér tekinn nema þjóðar-
heill krefji. Með lögum og fullar
bætur komi fyrir. Það verður ekki
gert með órökréttu reglugerðar-
blaðri.“
Hér er ef til vill komið að
kjarna eða kviku allrar náttúru-
verndar. Að meta skaða á þeim
þáttum lífsins sem aldrei verða til
peninga metnir. Auk þess er ein-
staklingsbundið hversu mikils
virði þeir eru. Fyrir mér hefur sú
lífsnautn að lifa með litríku og til-
breytingarmiklu náttúrufari
þessa lands, komið að fullu í staö
tóbaks og brennivíns, sólarlanda-
ferða og að miklu leyti lystisemda
sem fyrir peninga eru keyptar.
Þá skiptir ekki máli hvort um er
að ræða fuglasöng á friðsælu
vorkvöldi, ferð í svartnættisstór-
hríð, glitrandi skautasvell undir
norðurljósum, svífandi mann með
svifdrekaham eða fylgja þeim í
anda sem ferðast um óbyggðir á
öllum tímum árs. Heilbrigt
mannlíf er hugstæðast allra fyrir-
brigða í náttúrunni.
I»á skammaðist ég mín
fyrir að vera fæddur
og uppaiinn í Mos-
fellssveitinni
Það bar til þegar kreppan lá
eins og svört og blaut dula yfir
mannlífinu, að ein reglugerðin sá
dagsins ljós, þess efnis að enginn
Grímur S. Norðdahl
„Náttúruverndarráð á
ekki að vera refsiglöð
valdaklíka, ranghverfa
þess hlutverks sem því
er ætlað að þjóna og
takmarka að þarflausu
ferðir um óbyggðii þann
tíma, sem bjartastur er
og bestur til ferða-
laga..
mætti fara yfir annars manns
land í þessari góðu sveit nema með
leyfi. Ekki veit ég til þess að henni
hafi nokkurn tíma verið beitt, eða
nokkur hafi tekið tillit til hennar
eða hver afdrif hennar urðu. Hitt
man ég, að þegar ólafur prófessor
Lárusson lýsir gönguleiðum í
Kjósarsýslu í Árbók Ferðafélags-
ins, þá sleppir hann Mosfellssveit-
inni viljandi. Vildi ekki stuðla að
því að fólk lenti í leiðindum og
fengi á sig kærur samkvæmt
reglugerð, þó hann teldi engar lík-
ur á því að hún stæðist fyrir dómi.
Skammt öfganna á milli
Þegar frumvarp til laga um
náttúruvernd var lagt fyrir Al-
þingi, samið af einum ágætis-
manni úr hverjum flokki, og átti
vísan byr í gegnum þingsalina, var
í því ákvæði þess efnis, að allir
mættu fara um allt nema tún og
garða með öllu meiri rétti og
minna aðhaldi en þeir sem kaupa
sig inn á skemmtisvæði. Einhvern
veginn tókum við eftir þessu,
nokkrir bændur í Mosfellssveit, og
bundumst samtökum um að fá
þessu breytt án þess að í því fælist
nein andstaða við lögin. Við skipt-
um þingmönnum á milli okkar eft-
ir kunningsskap og persónusam-
böndum og reyndum að hafa tal af
þeim sem flestum. Þá var og öllum
sent bréf, þar sem meðal annars
var bent á að það gæti varla geng-
ið vandræðalaust að beina fólki
inn í girðingar þar sem geymd eru
naut, stóðhestar, hrútar eða skap-
illar kýr. Svo kom þar að haldinn
var fjölmennur fundur í Súlnasal