Morgunblaðið - 13.02.1985, Blaðsíða 21

Morgunblaðið - 13.02.1985, Blaðsíða 21
MORGUNBLAÐIÐ, MIÐVIKUDAGUR 13. FEBRÚAR 1985 21 Fuglaverndarfélag Islands: Vigur — para- dís sjófuglanna Fimmtudagskvöldið er var hélt Fuglaverndarfélag íslands febrúar- fræðslufund sinn í fyrirlestrasal Raunvísindastofnunarinnar við lljarðarhaga. I>að mun hafa verið forráða- mönnum félagsins vonbrigði, að ekki var þessi fundur eins fjölmenn- ur og ætla hefði mátt. I>eir sem misstu af þcssum fundi misstu líka af sérlega ánægjulegri kvöldstund, með góðum fyrirlestri Sigurlaugar Bjarnadóttur fyrrum alþingismanns frá Vigur í ísafjarðardjúpi. Hún hóf mál sitt með því að undirstrika við fundarmenn að það sem hún myndi segja frá, væri ekki tekið neinum vísindatökum. Hún kvaðst vilja nota tækifærið til að hitta forráðamenn Fugla- verndarfélagsins m.a. vegna þess að hún væri nú formaður Félags æðarræktarbænda og myndu þessi tvö félög geta náð jákvæðum árangri í hinum ýmsu málum sem snertu ýmis baráttumál félag- anna. Fyrirlestur Sigurlaugar var ein- staklega skemmtilegur og frásögn hennar öll lifandi af daglegu lífi og starfi Vigurbænda. Forfaðir hennar, sr. Sigurður Stefánsson, fluttist í Vigur kringum árið 1880. Síðan tók faðir hennar Bjarni Sig- urðsson við búsforráðum af föður sínum. Nú búa þar bræður hennar Baldur og Björn, sem hafa haldið merkinu á lofti með myndarlegum búrekstri. Þeir bræður eru eins og forfeðurnir fyrst og fremst æðar- ræktarbændur. Var fyrirlesturinn allt í senn skemmtilegur og fróðlegur, enda fyrirlesarinn vel máli farinn. Hún brá á sýningartjaldið í fyrirlestr- arsalnum fjölda mynda úr Vigur. Hina mjög svo lifandi frásögn sína léttkryddaði hún á hinn skemmti- legasta hátt með smá innskotum í léttum dúr ef því var að skipta. Var fróðlegt að sjá og heyra um samskipti heimilisfólksins og líf- ríkis þessarar fallegu eyjar, sem er um 2 km löng, en aðeins um 400 m á breidd þar sem hún er breið- ust og rís hæst um 60 m. Þar hefur t.d. gerst að æðarfuglarnir og aðr- ir sjófuglar hafa í vaxandi mæli leitað eftir nánari samskiptum við heimilisfólkið og vernd þess, ef svo mætti að orði komast. Æðarfugl- inn hefur á undanförnum árum stöðugt verið að færa sig nær og nær bæjarhúsunum á eyjunni. Hefur æðarhreiðrum í næsta nágrenni við húsin fjölgað með hverju ári. Sagði Sigurlaug frá því svona í leiðinni að 30 teistuhreiður væru í opnum grunni undir litlum sumarbústað skammt frá sjálfum bæjarhúsunum. Af fyrirlestri þessum var þeim ljóst, sem ekki höfðu komið í Vig- ur, að þessi litia eyja hlýtur að vera hreinasti grimsteinn, unaðs- leg eyja í þess orðs bestu merkingu og það ekki minnst fyrir atbeina heimamanna og vafalítið ein helsta sjófuglaparadís hér við land. Að fyrirlestrinum loknum þakk- aði formaður Fuglaverndarfélags- ins próf. Magnús Magnússon Sig- urlaugu fyrir hinn ágæta fyrir- lestur. Hann tók undir þau orð hennar að takast mætti gott sam- starf milli félaganna tveggja, Fé- lags æðarræktarbænda og Fugla- verndarfélagsins. Fundarmenn beindu að lokum nokkrum spurningum til fyrirles- arans er gaf við þeim greinargóð svör. Sv.Þ. Morgunblaðið/Árni Sæberg Frá vinstri: Sigurlinni Sigurlinnason matvælafræðingur, Trausti Eiríksson forstjóri Trausts hf., og Svavar Ottósson véltæknifræðingur við skelfiskverksmiðjuna. Traust hf. selur skelfisk- verksmiðju til Noregs FYRIRTÆKIÐ Traust hf. hefur selt til Noregs fullkominn tækjabúnað til að vinna hörpuskelfisk. Búnaður þessi verður settur í norskan togara sem mun vinna skelfiskinn um borð. Þetta er fyrsta skipið í heiminum sem hefur slíka vinnslu um borð. Kaupandinn er Longva Mek. Verk- sted í Haugsbygda í Noregi, en það hefur fest kaup á togara og breytt honum svo að hann henti fyrir þess- ar veiðar og vinnslu. Skipið er syst- urksip Sjóla í Hafnarfirði. Vinnslulínan um borð saman- stendur af búnaði á dekki til að hreinsa og flokka skelina. Síðan fer skelin í síló undir þilfari, í opnara, úthristara, brotaskiljur og hreinsi- vél, sem er tvöfalt lengri en þær sem þekkjast á íslandi. Skelin er möluð f kvörn. Hörpuskelfiskurinn er síðan fínhreinsaður, flokkaður og laus- frystur í lausfrysti. Öll tækin til Elliði í Þorlákshöfn: sjálfrar vinnslunnar eru smíðuð hjá Trausti hf. og getur þessi samstæða afkastað um 2.500 kg á klukkustund. Nánast allar vélarnar eru úr ryð- fríu stáli. Opnari er með olíubrenn- ara og engan ketil þarf því um borð. Önnur nýjung er að hreinsivélin er með mörgum nýjum stærðum af völsum. Vélin er tvískipt og fara þeir bitar sem ekki eru nógu vel hreinsaðir aft- ur upp á aftari hluta vélarinnar, sem hreinsar þá aftur. Við þetta sparast mikil handhreinsun. Allar vélarnar eru vökvaknúnar og auðveldar það mjög hraðastillingar. Býður í Bjarna Herjólfsson Iwláknborn. II. febninr. NÚ ER IJÓST að mörg tilboð hafa borist í togarann Bjarna Herjólfsson, sem er eign Landsbanka fslands. Eitt þessara tilboða er frá útgerðarfélaginu Elliða í Imrlákshöfn. Þeir hugsa sér að breyta honum í frystiskip og selja aflann annað- hvort á Bandaríkja- eða Japansmarkað, sem mun vera hagstætt um þessar mund- ir. Ef af þessum kaupum verður eru fleiri aðilar hér austanfjalls sem hafa áhuga á að taka þátt i útgerð- inni og vilja á þann hátt reyna að tryggja að eitthvað af þeim fjármun- um og atvinnutækifærum sem hafa myndast haidist áfram í bvggðarlag- inu. Ef af kaupunum verður, sem kemur í ljós alveg á næstu dögum, er ekkert því til fyrirstöðu að hann fari fljótlega á veiðar á meðan verið er að undirbúa fyrirhugaðar breyt- ingar. JHS. Skelfiskurinn er flokkaður í þrjár stæðrir og þeim haldið aðskildum gegnum lausfrystingu, íshúðun og pökkun. Tveir starfsmenn Trausts hf. fara til Noregs og setja tækin í skipið. Síðan fara þeir með i reynsluferð skipsins. Skelfiskmið eru við Sval- barða og Norður-Noreg. Fyrirtækið Traust hf. hefur sér- hæft sig í smíði tækja til skelvinnslu og eru vélar frá fyrirtækinu nú not- aðar hjá Skagaske! hf. á Hofsósi og Hraðfrystihúsi Grundarfjarðar. Auk þess hafa einstakar vélar verið seld- ar til annarra aðila. Gott verð fyrir ís- lensk refaskinn í Kaupmannahöfn Fyrstu íslensku silfurrefaskinnin boðin upp í SÍÐUSTU viku voru seld tæplega 6 þúsund íslensk refaskinn og nokkuð af minkaskinnum í uppboðshúsi danska loðdýraræktarsambandsins í Kaup- mannahöfn. Gott verð fékkst fyrir skinnin og minni munur á verði þeirra miðað við heildarmeðalverð á uppboðinu en áður sem bendir til að íslensku skinnin fari batnandi. Meðalverð var svipað og í Helsingfors í vikunni áður, refaskinnin voru þó aðeins lægri en minkaskinnin heldur hærri. Erfitt er þó um samanburð vegna þess að gæði geta verið mismunandi. Mikil eftirspurn var á uppboð- inu og seldust framboðin skinn yf- irleitt 100%. Seld voru rúmlega 54 þúsund blárefaskinn fyrir 2.195 kr. íslenskar að meðaltali. Meðal- verð íslensku skinnanna var 2.095 kr. sem er um 3% undir meðal- verðinu. Boðin voru upp rúmlega 14 þúsund skuggaskinn fyrir 2.470 kr. að meðaltali. Meðalverð ís- lensku skinnanna væri 2.280 kr. sem er 8% undir meðalverðinu. Seld voru 14 þúsund silfurrefa- skinn fyrir 5.680 kr. að meðaltali. Þar af voru 7 íslensk silfurrefa- skinn frá Hofi í Vatnsdal og eru það fyrstu íslensku silfurrefa- skinnin sem á markað fara. Með- alverð þeirra var aðeins yfir með- altali. 5—10% hækkun varð á minka- skinnum frá desemberuppboði í Kaupmannahöfn. Svartminka- skinnin seldust að meðaltali á 1.458 kr. íslenskar (högnar) og 1.310 kr. (læður). Brúnminka- skinnin seldust á 1.372 kr. (högn- ar) og 1.170 kr. (læður). Jón Ragn- ar Björnsson, framkvæmdastjóri Sambands íslenskra loðdýrarækt- enda, sagði í samtali við Mbl. að loðskinnaverðið væri orðið virki- lega gott. Verð blárefaskinnanna væri nú vel í meðallagi eftir held- ur slök ár en verð á minkaskinn- um væri nú líklega komið í það hæsta sem hingað til hefði þekkst. Fundarherferð formaims Alþýðuflokksins: Frummælendur mættu hvergi Dalvík, 11. Tebrúar. EINS og fram hefur komió í fréttum undanfarið feröast formaóur AlþýAuflokksins nú um landiA þvert og endilangt til aA upplýsa landsmenn hver eigi hólmann. Mikið hefur verið látið af fundahöldum Jóns Baldvins svo ríkisútvarpið hefur séð ástæðu til að senda fréttamenn í eftir formanninum ef ske kynni að frá honuir kæmi eitthvað fréttnæmt. Það var því ekki að ófyrirsynju að Dalvíkingar biðu óþreyjufullir eftir komu foringjans. 1 síðustu viku var dreift í hús á Dalvík fregnmiðum um komu formannsins til Dalvíkur ásamt fyrrverandi alþingismanni, Árna Gunnarssyni, sem nýkominn er heim frá Eþíópíu. Skyldi fundur haldinn sunnudaginn 10. febrúar klukkan 17 og fundarefni hið sama og á öðrum fundum Jóns Baldvins: „Hver á tsland?" Loksins var hin langþráða stund upprunnin að Dal- víkingar fengju að berja goðið aug- um. Fjöldi fólks heittrúaðir, sanntrúaður og vantrúaðir, var mættur og beið þess að fá nánari upplýsingar um land vort og þjóð. Þar er skemmst frá að segja, að frummælendur mættu hvergi og hef- ur ekkert til þeirra spurzt enn og mega því Dalvíkingar enn vaða í villu og svíma um hvurs þessi harð- býli hólmi er. _ Fréttaritarar
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.