Morgunblaðið - 13.02.1985, Blaðsíða 36

Morgunblaðið - 13.02.1985, Blaðsíða 36
36 MORGUNBLAÐIÐ, MIÐVIKUDAGUR 13. FEBRUAR 1985 Kjör og starfsaðstaða kennara: V ænti bragarbót- ar í kjaradómi — sagði Gunnar G. Schram — Ráðuneytið allt af vilja gert, sagði menntamálaráðherra Menntamálaráöuneytið leggur áherzlu á að tryggja áfallalaust skólastarf í góðu samstarfi við samtök kennara, sagði Ragnhildur Helgadóttir, mennta- málaráðherra, efnislega í umræðu á Alþingi í gsr. Bæði kjör og aðstaða í skólum þarf að þróa á þann veg, að sem bezt sé hægt að standa að fræðslustarfi. Káðuneytið hefur reynt að þoka áfram þeim málefnum kenn- ara, sem þeir hafa lagt hvað mesta áherzlu á: 1) undirbúning frumvarps um löggildingu starfsheitis, 2) sett á fót viðræðunefnd um endurmat á kennara- starfi, 3) og komið því til leiðar að sérkjaraviðræður gátu hafizt, þótt kjara- dómur væri ekki fallinn, eins og HÍK óskaði eftir. GUNNAR G. SCHRAM (S) beindi fyrirspurnum til menntamálaráð- herra varðandi kjarastöðu kenn- ara á framhaldsskólastigi og hvort ráðherra hafi gert einhverj- ar ráðstafanir til að stuðla að samkomulagi í kjaradeilu kennara og ríkisins, sem nú er fyrir kjara- dómi. Gunnar sagði 440 framhalds- skólakennara eða 70% starfsstétt- arinnar hafa sagt upp störfum frá 1. marz. Fyrirbyggja þurfi að skólastarf stöðvist öðru sinni á ár- inu — og þúsundir nemenda horfa fram á aðgerðarleysi. Gunnar sagði hér um sérhæfða kennara að ræða með langt nám að baki, sem búi við mun lægri laun eru sam- bærilegir starfsmenn í einkafyr- irtækjum — að ekki sé minnst á starfsbræður í nágrannalöndum. Byrjunarlaun þeirra séu 22 þús- und krónur á mánuði, þegar ára- lagt háskólnám sé að baki, og geti hæst farið í 29 þúsund, eftir lang- an starfsaldur og viðbótarmennt- un, svo sem doktorspróf. Nýlega fór fram hjá Hagstofu Islands, sagði Gunnar, könnun á launum háskólamenntaðra manna á hin- um frjálsa markaði, og vóru laun þeirra 60% hærri en í sambæri- legum störfum hjá ríkinu. Síðan vék Gunnar að kjaradómi, sem fellur 22. þessa mánaðar, og kvaðst vænta þeirrar bragarbótar þar, að kennarar dragi uppsagnir sínar til baka. En hér velta mál einnig á afstöðu ríkisstjórnar, sagði hann, og ég beini þeim til- mælum til fjármála- og mennta- málaráðherra, að þeir beiti sér fyrir farsælli lausn, sem menn geti unað sæmilega við. RAGNHILDUR HELGADÓTT- IR, menntamálaráðherra, sagði ráðuneyti sitt hafa lengi unnið að lausn þeirra vandamála, sem upp væru komin. Þar hafi m.a. verið reynt að greiða fyrir málum með undirbúningi frumvarps um lög- gildingu á starfsheiti kennnara, viðræðunefnd um endurmat á kennarastarfinu og með því að hefja sérkjaraviðræður, eins og HÍK hafi óskað eftir, þótt kjara- dómur sé ekki fallinn. Það líti ekki svo á að hér sé um stríð milli kennara og ráðuneytis að ræða, heldur vanda, sem leysa þurfi með skilningi af beggja hálfu á aðstæð- um öllum. Rikisstjórnin hafi og margrætt þessi mál, en beðið sé kjardóms, sem falli 22. þessa mánaðar. óeðli- legt sé að stjórnvald grípi fram fyrir hendur slíks dóms. Ráðherra vék að uppsögnum kennara frá 1. marz og kvaðst hafa nýtt ótvíræða lagaheimild um framlengingu uppsagnartíma til 1. júni, sem hún vænti að allir virtu, enda nauðsynlegt að fyrir- byggja aö skólastarf í landinu stöðvaðist öðru sinni á þessu skólaári vegna kjaradeilna. Kvaðst ráðherra vænta þess að landslög yrðu virt. Þessi ákvörðun hafi verið tekin vegna þeirrar meginskyldu ráðuneytisins að halda uppi eðlilegu skólastarfi í landinu. Fleiri þingmenn tóku til máls. Umræðu var frestað, en verður væntanlega fram haldið á morg- un, fimmtudag. Svipmynd frá Alþingi l>essi mynd er tekin á þingflokksfundi sjálfstæðismanna á dögunum. Salome Þorkelsdóttir, forseti efri deildar, er lengst til vinstri, síðan tveir Austfjarða- þingmenn: Gunnþórunn Gunnlaugsdóttir og Egill Jónsson. Stuttar þingfréttir Námskeið fyrir fiskverkunarfólk Árni Johnsen (S) og fjórir aðrir þingmenn úr jafnmörgum þing- flokkum hafa lagt fram svohljóð- andi tillögu til þingsályktunar: „Alþingi ályktar að fela ríkis- stjórninni að beita sér fyrir því að teknar verði upp viðræður milli aðila fiskiðnaðarins, menntamála- ráðuneytisins og sjávarútvegs- ráðuneytisins um regluleg nám- skeið fyrir starfsfólk í fiskvinnslu. Markmiðið verði að auka verk- menntun og kunnáttu starfs- manna í fiskiðnaði með hliðsjón af mikilvægi vöruvöndunar og vöru- gæða og betri afkomu fiskvinnslu- fólks og fiskiðnaðarins." Jöfnun vöruverðs Gunnþórunn Gunnlaugsdóttir (S) flytur svohljóðandi tillögu til þingsályktunar: „Alþingi ályktar að fela ríkis- stjórninni að beita sér fyrir að- gerðum til að jafna verð á vörum í landinu í því skyni að draga úr því misræmi sem er i vöruverði eftir búsetu manna. Sérstaklega verði athugað: 1. Áhrif flutningskostnaðar á vöruverð. Meðal annars verði kannað hve mikil áhrif skattlagn- ing á flutninga hefur á vöruverð úti á landi. 2. Rannsakað verði hvernig bætt skipulag vöruflutninga og jöfnun flutningskostnaðar tryggi sem best jöfnuð í vöruverði." Sala Gullaug- ans og Áburðar- verksmiðju Eyjólfur Konráð Jónsson (S), Eið- ur Guðnason (A) og Stefán Bene- diktsson (BJ) flytja eftirfarandi þingsályktunartillögu: „Alþingi ályktar að fela ríkis- stjórninni að selja Gullaugað og Áburðarverksmiðjuna í samráði við bændasamtökin. Hreinum söluhagnaði verði varið til styrkt- ar landbúnaðarinum eftir ákvörð- un Alþingis." í greinargerð segir: „Upplýst hefur verið að ríkið sé eigandi Gullaugans, húsnæði þess sem Grænmetisverslunin hagnýtir og leigir út. Ljóst er að ríkið hefur ekkert með þetta húsnæði að gera. Hið sama er að segja um Áburðar- verksmiðjuna sem á í hörmulegum rekstrarerfiðleikum sem einkum stafa af því að hún hefur lánað framleiðsluvöru sína langtímum saman og tekið rekstrarlán í doll- urum. Þessi fyrirtæki á ríkið að selja og eðlilegt er að andvirðið renni til bænda eftir nánari ákvörðun Álþingis. Að því er Áburðarverksmiðjuna varðar væri eðlilegast að stofna um hana al- menningshlutafélag og selja bændum hlutabréfin. Tillagan miðar þannig að þeim tvíþætta árangri að draga úr ríkisumsvifum og treysta fjárhag bænda, sem eiga í miklum erfið- leikum, og auðvelda þeim að mæta breyttum aðstæðum." Ráðherrabifreidir — tollfríðindi Tveir þingmenn Alþýðuflokks hafa flutt frumvarp til niðurfell- ingar heimilda til tolleftirgjafar á ráðherrabílum. Fyrirspurnir Karl Steinar Guðnason: Kyrkir norsk byggðastefna íslenzkan sjávarútyeg? — Þurfum ekki yfir lækinn til ad sækja vatnið — orsakir vandamála okkar —, sagði Stefán Benediktsson efnislega Kanadamenn höfðu á síðasta ári 37 „prógrömm" í gangi til að styrkja fiskveiðar í Nýfundnalandi, sagði Karl Steinar Guðnason (A) í fyrirspurna- tíma á Alþingi í gær. Færeyingar, sem fá þriðjung fjárlaga sinna frá Dönum, eru heldur ekki „stikkfrí“ í styrkjastarfsemi. En í Noregi eru ríkisstyrkir með sjávarútvegi meiri en hjá nokkurri annarri þjóð. Á þessu ári fær norski sjávarútvegurinn 1.375 m. n.kr. (6,2 milijarða íslenzkra króna) í styrki. Samsvarar það því að ríkið greiði 60%af öllu fiskverði þar í landi. KARL STEINAR GUÐNASON (A) sagði þessa styrkjastefnu koma fslendingum afar illa. Is- lenzka þjóðin héldi ein þjóða uppi menningu og sjálfstæði á sjávar- útvegi. Styrkjakerfi Norðmanna er aðför að íslenzkum sjávarút- vegi, sagði hann. Norðmenn selja jafnvel á lægra verði en þeir geta fengið. Karl Steinar sagði norska byggðastefnu stefna í það að „kyrkja íslenzkan sjávarútveg". Nú á næstunni verður þing Norð- urlandaráðs í Reykjavík. Hvað hyggst ríkisstjórnin gera til að gera Norðmönnum ljóst að styrkjastefna þeirra grefur undan efnahagslegu sjálfstæði íslend- inga? MATTHÍAS Á. MATHIESEN, viðskiptaráðherra, sagði Norð- menn hafa gert fyrirvara um rík- isstyrki í sjávarútvegi við stofnun Fríverzlunarsamtaka Evrópu (EFTA). Þeir hafi styrkt sjávar- útveg, sem vegur ekki þungt í þjóðarbúskap þeirra, allan aðild- artíma Islands í EFTA (frá 1970). fslenzk stjórnvöld hafi nýtt öll tækifæri til að mótmæla ríkis- styrkjum þeirra, sem fyrst og fremst sé ætlað að styrkja at- vinnultf í N-Noregi og forða byggðaröskun og fólksflótta það- an. Sama máli gegni um ríkis- styrki Kanadamanna, sem séu andstæðir ístenzkum markaðs- hagsmunum, engu síður en þeir norsku. HJÖRLEIFUR GUTTORMS- SON (Abl.) sagði styrki Norð- manna aðför að íslenzkum hags- munum. fslenzkar ríkisstjórnir, einnig sú er hann sat í, hafi ekki tekið þessi mál nægiiega föstum tökum. HALLDÓR ÁSGRÍMSSON, sjávarútvegsráðherra, sagði ríkis- styrki samkeppnisþjóða okkar í sjávarútvegi vega gegn markaðs- hagsmunum okkar, sem hefðu litlu minna vægi en fiskstofnarnir sjálfir. Hann kvaðst hafa falið þjóðhagsstofnun að afla haldgóðra upplýsinga um sjávarútvegsstyrki hjá samkeppnisþjóðum okkar. KJARTAN JOHANNSSON (A) sagði niðurgreiddan sjávarútveg Kanadamanna og Norðmanna grafa undan lífskjarasókn íslend- inga. Sigur í landhelgisstríðum kæmi fyrir lítið ef við yrðum lagð- ir að velli í viðskiptastríði, með óheilbrigðum aðferðum. BJÖRN DAGBJARTSSON (S) sagði byggðastefnu Norðmanna einkum koma fram í sjávarút- vegsstyrkjum í N-Noregi, en þar væri mannafli í sjávarútvegi, veið- um og vinnslu, miðað við afla- magn, langt umfram það sem hér tíðkaðizt. Hinsvegar seldu Norð- menn fisk sinn hæstbjóðendum, rétt eins og við. Samkeppni frá öðrum fæðutegundum, s.s. kjúkl- ingum, hefði fullt eins mikil áhrif á verðþróun fiskafurða, t.d. í Bandaríkjunum, helzta markaði okkar. Einhver samdráttur i sjáv- arútvegi í N-Noregi hefði hinsveg- ar ekki úrslitaáhrif um framtíð veiða og vinnslu hér á landi. JÓN BALDVIN HANNIBALS- SON (A) kvað mótmæli af okkar hálfu eiga að vera mál málanna á þingi Norðurlandaráðs. Mótmæla- staða við norska sendiráðið kæmi og til greina. STEFÁN BENEDIKTSSON (BJ) kvað Alþingi loks hafa fundið sér verkefni við hæfi: byggða- stefnu í N-Noregi! Ekki væri vist að orsaka okkar vandamála væri alltaf að leita utan landsteina, þó sumum þyki þægilegt að leita þeirra þar. I þeim efnum þyrftum við þó ekki að fara yfir lækinn til að sækja vatnið. Hann kvaðst sterklega taka undir þau orð Björns Dagbjartssonar að byggð- astefna í Noregi væri ekki frum- orsök vandans, hvorki í fslenzkum sjávarútvegi né efnahagslífi. Fleiri tóku til máls en ekki er rúm til að rekja þráðinn lengra. • Eyjólfur Konráð Jónsson (S) spyr viðskiptaráðherra hvað líði undirbúningi að nýrri löggjöf um samvinnufélög og samvinnusam- bönd sem ákveðin var með þings- ályktun 29. mai 1980? • Kristín S. Kvaran (BJ) spyr fjár- málaráðherra hver hafi verið byggingarkostnaður opinberra bygginga á vegum ríkisins, full- búinna, reiknað á rúmmetra eða fermetra? Hún spyr og mennta- málaráðherra hvað líði endur- skoðun reglna (norma) um bygg- ingu framhaldsskóla? Þá spyr hún fjármálaráðherra um fyrirhugað- ar fjárfestingar á vegum ríkisins á næstu árum. • Kolbrún Jónsdóttir (BJ) spyr viðskiptaráðherra hversu mikla þóknun bankar taki fyrir milli- göngu um erlendar lántökur, hversu miklar upphæðir er um að ræða i útgerðinni og hvaða reglur gildi um þetta efni? • Skúli Alexandersson (Abl.) spyr samgönguráðherra hver sé áætl- aður kostnaður við gerð vegar undir Ólafsvíkurenni og hvert hafi verið tilboðsverð Hagvirkis hf.? Þá spyr hann ennfremur um heildarkostnað við vegagerðina. • Hjörleifur Guttormsson (Abl.) spyr iðnaðarráðherra hversu miklum fjárhæðum farmgjöld á útfluttum, niðurgreiddum land- búnaðarafurðum hafi numið á sl. ári; hverjir önnuðust flutninga og á hvaða farmtöxtum, hve miklum fjárhæðum umboðslaun hafi num- ið af útfluttum niðurgreiddum bú- vörum; hverjir hafi fengið þau umboðslaun; og loks hvort áform- að sé að bjóða út sölu og flutninga á útfluttum, niðurgreiddum bú- vörum.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.