Morgunblaðið - 13.02.1985, Blaðsíða 55

Morgunblaðið - 13.02.1985, Blaðsíða 55
MORGUNBLAÐIÐ, MIÐVIKUDAGUR 13. FEBRÚAR 1985 55 Ólíkur smekkur Þessari mynd var smellt af af þeim systrum Karól- ínu og Stefaníu Mónakó- prinsessum á göngu í Par- ís á dögunum. Augljóst er að fatasmekkur þeirra fór ekki saman i þetta sinn. Karólína, sem er átta ár- um eldri en Stefanía, kann því greinilega vel að draga fram glæsileikann í fari sínu við minnsta til- efni en Stefanía nennir því sjáanlega ekki nema af og til. Bryndís Sverrisdóttir og Sólveig Georgsdóttir. — Á hvaða söfn farið þið helst með nemendur? Þjóðminjasafnið, Ásgrímssafn, Ásmundarsafn, Listasafn Einars Jónssonar og stundum í Árbæinn. Stundum koma nemar utan af landi og fara þá í heimsóknir á fleira en eitt safn, því við þjónum öllu landinu, ekki einungis höfuð- borgarsvæðinu. — Er þetta skemmtilegt starf? Já, mjög svo. Það er gaman að sjá hve börnin njóta þess oft að fara á söfnin þegar búið er að skipuleggja heimsóknirnar vel og þau fá tækifæri til að spreyta sig á einhverju eins og t.d. gátunum. Okkar starf er að reyna að vekja áhuga þeirra á söfnunum og kenna þeim í leiðinni að meta gamla gripi og þjóðlífsþætti og þegar það dæmi gengur upp þá er þetta virkilega spennandi og skemmtilegt. Verður það opinbert? Imars næstkomandi verður ■ frumsýnd í Lundúnum kvikmyndin „Falling in Love“ með Meryl Streep og Robert DeNiro í aðalhlutverkum. Bæði eiga þau lofsamlegan leikferil að baki og eins og kunnugt er léku þau sam- an í Óskarsverðlaunamyndinni „The Deer Hunter". Þau Streep DeNiro eiga það sameiginlegt að flíka ekki einkamálum sínum, en eitthvað er i deiglunni. { stuttu máli fjallar „Falling in Love“ um gifta konu sem verður af giftum manni, án þess að hún bein- lfnis vilji það, og þá togstreitu sem fylgir málum sem þessum. Leikstjóri myndarinnar, Ulu Gros- bard, hafði f fyrstu efasemdir um handritið að myndinni. En smátt og smátt heillaðist hann. Hann segir um þau DeNiro og Streep: „Þau njóta þess að leika saman, það er galdurinn við myndina. Þau treysta hvort öðru full- komlega og vildu reyna nýja hluti. í myndinni eru blæbrigði sem undir venjulegum kringumstæðum er ekki hægt að kalla fram hjá leikurum. Þau elska hvort annað og þeim tekst að leiða það besta fram hvort í öðru.“ Drottningar- bollur Það eru margir magarnir sem þarf að metta í konungshöll- inni sænsku og þykir hér farið lýð- ræðislega að. Litlu ríkisarfarnir þau Viktoria, Carl Philip og Magd- alena lágu ekki á liði sínu um jólin og fóru að baka. Viktoria, sem þegar er komin með drottningarlega takta, sá um að ekkert færi úrskeiðis og tókst verkið prýðilega. Ef marka má einbeitnina sem skín úr fasi Vikt- oríu ætti henni að takast hlutverk sitt í framtíðinni jafn glæsilega. DURAN-DURAN armbandsúr Úrið er með Duran-Duran áletrun, leöuról og sýnir klukkutímann, mínútur, sekúndur, mánaðardag og dagsetningu. Úrinu fylgir einnig litmynd af hljómsveitinni. Verða til afgreiðslu í marz. Pantanir óskast strax. Vinsamlegast sendið mér í póstkröfu . .. stk. Duran-Duran popp-úr á kr. 390,- stk. Nafn: .................................. Heimili: ............................... Póststöð: ...........................'•. Sendið til: ............................ PÓSTVAL, Pósthólf 9133,129 Rvk. BRÚÐARKJÓLAR FRÁ LAURA ASHLEY Laugavegi 99, sími 16646.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.