Morgunblaðið - 13.02.1985, Blaðsíða 40

Morgunblaðið - 13.02.1985, Blaðsíða 40
40 MORGUNBLAÐIÐ, MIÐVIKUDAGUR 13. FEBRÚAR 1985 Lestunar- áætlun Skip Sambandsins munu ferma til íslands á næstunni sem hér segir: HULL/GOOLE: Dísarfell ...... 14/2 Dísarfell ...... 25/2 Dísarfell ...... 11/3 ROTTERDAM: Dísarfell ...... 26/2 Dísarfell ...... 12/3 ANTWERPEN: Dísarfell ...... 27/2 Dísarfell ...... 13/3 HAMBORG: Mælifell ....... 14/2 Dísarfell ....... 1/3 Dísarfell ...... 15/3 HELSINKI: Hvassafell ..... 28/2 Hvassafell ..... 23/3 FALKENBERG: Skip ........... 10/3 LARVÍK: Jan ............ 18/2 Jan ............. 4/3 Jan ............ 18/3 GAUTABORG: Jan ............ 19/2 Jan ............. 5/3 Jan ............ 19/3 KAUPMANNAHÖFN: Jan ............ 20/2 Jan ............. 6/3 Jan ............ 20/3 SVENDBORG: Jan ............ 21/2 Jan ............. 7/3 Jan ............ 21/3 ÁRHUS: Jan ............ 21/2 Jan ............. 7/3 Jan ............ 21/3 GLOUCESTER MASS.: Skaftafell ...... 1/3 HALIFAX, KANADA: Skaftafell ...... 2/3 ^ SKIPADEILD SAMBANDSINS Sambandshúsinu Pósth. 180 121 Reykjavík Sími 28200 Telex 2101 esió reglulega öllum fjöldanum! Umræðan um lífshamingjuna þegar hafin. MorKunblaðið/Bjarni Þýskunám við kerta- ljós og bjórdrykkju MÁLANÁM við kertaljós og bjór- drykkju getur vart talist til hefð- bundinnar námsaðferðar hér á landi. Kngu að síður er það stað- reynd að málanám við slíkar að- stæður er nú hægt að stunda hér í borg, og væntanlega með góðum árangri. I»að er Málaskólinn Mím- ir sem gengst fyrir þessari nýstár- legu kennslu, og tungumálið sem numið er, er að sjálfsögðu þýska — en í margra augum eru I»ýska- land og bjórinn ein órjúfanleg heild. Kennslan fer fram undir for- skriftinni „Wir laden zum Stammtisch ein“ (Við bjóðum ykkur að borði fastagestanna) á miðvikudagskvöldum í veitinga- húsinu Hrafninum, Skipholti. Markmiðið er að veita fólki sem kann þýsku þokkalega eða jafn- vel prýðilega tækifæri til að viðhalda þýskukunnáttu sinni og auka við hana. Morgunblaðs- menn litu inn í einn tíma sl. mið- vikudagskvöld, til að forvitnast um þetta nýja kennsluform. Námið er þannig skipulagt að umræðustjórinn afhendir í lok hvers tíma umræðuefni það eða þema sem hann vill að nemend- urnir, sem eru 10 til 12 talsins, hugleiði fyrir næsta tíma, þann- ig aö vika gefst til að hugsa um málefnið og fletta upp orðum og rifja upp orðaforða sem tengist þessu ákveðna þema. Að þessu sinni er umræðuefnið lífsham- ingjan, í ljósi þess að samkvæmt alþjóðlegri skoðanakönnun eru íslendingar hamingjusamasta þjóð veraldar. Kennarinn eða öllu heldur umræðustjórinn Ra- iner Santuar hóf umræðu kvöldsins, og vildi komast á snoðir um hversvegna íslend- ingar eru svona hamingjusamir. Nemendurnir fara hægt í sak- irnar til að byrja með — koma með nokkrar uppástungur, en eru mjög stuttorðir, þannig að ekki reynir mikið á fjölbreyttan orðaforða til að byrja með. En viti menn — þegar nokkuð er um liðið af tveggja stunda langri kennslustundinni þá fer að liðk- ast málbeinið hjá nemendunum, og líf að færast í umræðuna. Ekki er því að neita, að þetta gerist jafnhliða því að lækka tekur í bjórglösunum. Nú má alls ekki skilja það svo að bjór- inn, eða öllu heldur bjórlíkið, sé neitt aðalatriði við málanám þetta, en óneitanlega gerir hann það að verkum að andrúmsloft er léttara og óþvingaðra en i venjulegri kennslustund, og þar hjálpar umhverfið að sjálfsögðu einnig upp á sakirnar. Rúnar Björgvinsson, skóla- stjóri Málaskólans Mímis, sagð- ist i samtali við blm. Mbl. vera mjög spenntur fyrir þessari nýj- ung. „Það er alveg ljóst að þessa „atmospheru" býrðu ekki til í hefðbundinni kennslustofu," seg- ir Rúnar. „Hér getur þú rabbað á þýsku og aukið við orðaforða þinn og leikni í málinu, um leið og þú nýtur veitinga þeirra sem hér er að fá. Kennslan hefst kl. 18.30 á miðvikudagskvöldum, og stendur til 20.30, en þá fer um- Rúnar Björgvinsson, skólastjóri Mímis. ræðustjórinn. Auðvitað geta nemendurnir setið áfram og rætt málin á þýsku að sjálf- sögðu, ef þeim býður svo við að horfa.“ Rúnar sagðist allt eins eiga von á því að Mímir færi af stað með annað svona námskeið, jafnhliða því sem nú er í gangi, því það þyrfti að takmarka stærð hvers umræðuhóps, svo að hver einstaklingur fengi sem mest út úr náminu. A.B. IJmræóustjórinn Rainer Santuar, lengst til hægri, stýrði umræðunum lipurlega. í Nemendurnir ánægðir með þetta frjálslega kennsluform. Afmæliskveðja: Hörður Valde- marsson, Ekki síst vegna þeirra fjöl- mörgu Lionsmanna sem þekkja Hörð Valdemarsson á Akurhóli finnst mér við eiga að setja á blað nokkur orð um Lionsmanninn Hörð. Það er hreint ekki viðeigandi að skrifa í minningargreinastíl um unga og bráðhressa menn, og því mun ég ekki rekja æviferil Harð- ar. Það getur gjarna beðið í 10 ár enn. Hann er aðeins sextugur. Akurhóli Ég kynntist Herði fyrir 12 árum við stofnun Lionsklúbbsins Skyggnis á Hellu. Þó held ég að ég hafi ekki gert mér að fullu grein fyrir hve góður félagi Hörður er, fyrr en við, ásamt fleiri Skyggn- isfélögum og öðru góðu fólki, vor- um saman á Carnegie-námskeiði fyrr 9 árum. Síðan þykir mér vænt um þetta fólk og ég held að sá góði andi sem þar ríkti hafi fylgt þess- um Skyggnisfélögum í klúbbinn. Og þar á Hörður ekki lítinn hlut að. Hans vinsamlega og hlýja við- mót ásamt græskulausri gaman- semi gerir öllum notalegt að vera í návist hans. Og alltaf hefur Hörð- ur eitthvað til mála að leggja og þá í jákvæðum eða hvetjandi stíl. Ef menn vantar aðstoð eða fræðslu um Lionsmál er ekki kom- ið að lokuðum dyrum hjá Herði enda hefur hann manna mesta reynslu sem formaður í okkar klúbbi ásamt öðrum embættum, sem svæðisstjóri og síðan um- dæmisstjóri. Ég er viss um að allir Lions- menn taka undir er ég óska Erlu, konu Harðar, börnum, ættingjum og okkur öllum hinum til ham- ingju með að hafa Hörð svo hress- an á meðal okkar. Með Lionskveðju. B.G.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.