Morgunblaðið - 13.02.1985, Blaðsíða 33

Morgunblaðið - 13.02.1985, Blaðsíða 33
MORGUNBLAÐIÐ, MIÐVIKUDAGUR 13. FEBRÚAR 1985 33 Ólafur Oddsson „Eg man vel þá tíð er það þótti gott embætti að vera menntaskóla- kennari. Ef launa átti afreksmenn á ýmsum sviðum var þeim boðið upp á laun mennta- skólakennara og þótti það vel boðið. Mér er tjáð að um tíma hafi þingfararkaup verið miðað við þessa virðu- legu stöðu.“ náttúrunnar jafnframt með viti og þekkingu?" Þessi orð skáldsins mættum við kennarar hafa í huga þegar fá- fróðir menn reyna að gera lítið úr störfum okkar í miður áreiðanleg- um skrifum. Við skulum ekki ansa slíkri dellu, enda er svona rugl ekki svaravert. Við vildum líklega flest heldur vera kennarar við góðan skóla en allt annað og við höfum hingað til iana lenskra króna. Auk þessarar fjár- hæðar eru flutningabifreiðirnar 5, 80 tonna hver, og 80 tonn af fræi. Við erum þakklát fyrir þessa hjálp og hvet ég alla til að halda áfram að hjálpa. Mikilvægasta og raun- hæfasta hjálpin Besta hjálpin við þessar þjóðir er, að kenna þeim að vera sjálfum sér nógar. Því gleður það mig að sjá í framangreindri skýrslu að ráðstafanir eru gerðar til að bora eftir vatni, kenna jarðrækt og land- búnað. Með vatninu skapast mögu- leikinn til að rækta hvað sem er, því hitinn er nægur allt árið um kring og gróðurmagnið takmarka- laust. Hér tala ég af persónulegri reynslu, því einmitt þetta bjargaði okkur á erfiðum tímum í Ghana. Frá því að þessi skýrsla barst hefur starfinu stöðugt verið haldið áfram og verður haldið áfram eins og fjármagn, mannafli og þrek endist framast til. Jón Hjörleifur Jónsson er fyrrver- andi skólastjóri Hlíðardalsskóla, rar rið kennslu- og kristniboðs- störf í Ghana frí 1976—80 en starfar nú á regum aðventista á íslandi að heilsu- og hindindismál- um, preststörfum og söngmálum. talið það sóma vorn og heiður að kenna ungum íslendingum. En því miður er nú alvarlegar blikur á lofti. Framtíð skólahalds á fram- haldsskólastigi er í hættu. Þetta er mál sem einkum snertir ung- menni hér á landi, foreldra þeirra og aðra vandamenn. Það er þjóðar- nauðsyn að þessari hættu verði bægt frá. Ráðamenn þjóðarinnar verða að hafa afskipti af þessu máli. E.t.v. væri skynsamlegast að halda óformlega fundi með stjórn Hins ísl. kennarafélags. Þar yrðu aðilar að finna lausn á þessu máli er væri sæmilega viðunandi. Nú- verandi aðferð, að meta kennslu manna, er hafa margra ára rán- dýrt undirbúningsnám að baki, á við störf ungmenna í tískubúðum, er úr sögu. Ungir og tápmiklir há- skólamenn láta ekki bjóða sér slíkt til lengdar, þegar tvöfalt eða þrefalt er í boði annars staðar. Það samræmist hvorki heilbrigðri skynsemi né lögmálum samkeppn- innar. Ég vil vara menn við því, að reyna að beita hér hótunum um sektir, lögþvingun, málsókn o.fl. þ.h. Það gerði aðeins illt verra. Það er ekki hægt að þvinga kenn- ara með látum til að leggja sig fram í kennslunni. Og ef menn leggja sig ekki alla fram og kenna af hugsjón, þá er það í raun engin kennsla, en hugsjónir skapast ekki með lögþvingun eða látum. Hér þarf að laða menn með lipurð, og ég hygg að kennarar séu 'flestir hæglátir menn og sanngjarnir, sé vel að þeim farið. Þetta mál verður að leysa með viturlegum hætti, þar sem sann- girni er æðsta boðorðið. Ég veit að margir framhaldsskólakennarar vildu helst enn um sinn halda áfram að annast ungmenni ís- lands, reyna að sýna þeim fegurð- ina og náttúruna og reyna að efla með þeim vit og þekkingu. En til þess að það megi takast verður að stöðva flóttann úr kennarastétt- inni. Að öðrum kosti verða fáir eða engir kennarar og því engir skólar. Svo einfalt er það. Að lokum ítreka ég tilmæli mín um að reynt verði nú með öllum tilteknum ráðum að leysa þetta mál með skynsamlegum hætti þannig að menn geti sæmilega vel við unað. Annars er framtíð fram- haldsskólanna í hættu. Það verður a? bægja þessari hættu frá. Ólafur Oddsson kennir íslensk fræði í MR. Nýtt dóma- safn frá Sögufélaginu SÖGUFÉLAG hefur gefið út nýtt bindi af Landsyfirréttardómum og Hæstaréttardómum í íslensk- um málum 1802—1873. Hér er um að ræða 10. bindi í þcssari merku heimildarútgáfu, sem Sögufélag hóf að gefa út árið 1916. Landsyfirrétturinn var stofnaður árið 1800 og var arf- taki Alþingis hins forna, sem lagt var niður sama ár, en það hafði þá um langt skeið verið nær einvörðungu dómstóll. í þessu safni eru dómar Landsyfirréttar frá árunum 1868—1870, og Hæstaréttar- dómar frá 1869—1873. Hér er m.a. að finna dóma í barnsfað- ernismálum, málum, er varða eignarspjöll, fjarsvik, helgidagabrot, hneykslanlegar samvistir, illa meðferð á barni, legorðsbrot, skjalafals, þjófn- að, ærumeiðingar o.m.fl. í dómasafninu, sem að megin- máli er 351 bls., er auk þess málaskrá, nafnaskrá, lagastað- ir, sem til er vitnað og efn- isskrá á 71 bls. Ritið er prentað í Prentsmiðjunni Hólum. Félagar Sögufélagsins og aðrir áhugamenn um þessa út- gáfu geta fengið 10. bindi (og nokkur hin eldri) í afgreiðslu félagsins að Garðastræti 13 B (gengið inn úr Fischersundi), kl. 1—5 daglega. AF ERLENDUM VETTVANGI eftir JÓHÖNNU KRISTJÓNSDÓTTUR þátttaka í Atlantshafsbandalagi eða Efnahagsbandalagi. Efnahagsástand hefur ekki skánað, atvinnuleysi hefur aukizt frekar en hitt, umbætur engar gerðar i félagslegum efnum, né í menntamálum, heilbrigðismálum; allt er við það sama og þegar Pap- andreou kom til valda. Það lítur grískur almenningur tvímælalaust alvarlegum augum og þvi er trú- legt að málflutningur Nýdemó- krataflokksins og kannski komm- únista, um getuleysi Papandreou, fái verulegan hljómgrunn í þeirri hríð sem fer í hönd og er kannski þegar hafin að nokkru leyti. Enginn dregur í efa greind Pap- andreou og lýðhylli hans hefur verið óumdeild. Hann er ræðu- skörungur og hann hefur komist langt á persónutöfrum sínum og málsnilld. Ástandið í landinu þeg- ar hann tók við var ekki burðugt og margir — jafnvel andstæðingar hans í stjórnmálum — bundu miklar vonir við að hann gæti fengið áorkað því sem hann lofaði Mótmælaganga í Aþenu nýverið. A kosningaári má búast við enn meiri stóryrðum frá Papandreu en fyrr ÞEGAR þetta er skrifað er Andreas Papandreou, forsætisráóherra Grikk- lands, nýkominn til Sovétríkjanna í opinbera heimsókn. llann mun án efa nota tækifærið og gagnrýna Bandaríkjamenn og þarf raunar ekki að fara til Sovétríkjanna til þess að hafa uppi harðorð ummæli um Bandaríkin. Sjálfsagt mun Papandreou einnig minnast á Atlantshafsbandalagið og bandarískar herstöðvar á grísku landi og láta í Ijós andúð sína á þessu öllu saman. Þetta mun láta undur vel í eyrum valdamanna í Moskvu, og sjálfsagt fer einn titringurinn enn um forystumenn Atlantshafsbandalagsins. Og ættu þó báðir aðilar að hafa gert sér grein fyrir því fyrir æði löngu, að það er í færri tilvikum en ekki sem er ástæða til að taka bókstaflega orð Andreasar Papandreou. Arið 1985 er kosningaár í Grikklandi og málflutningur Andreasar Papandreou dregur dám af því. Forsetakosningar verða með vorinu og Papandreou hefur ákveðið að PASOK berjist ekki gegn Constantine Karamanl- is, enda væri það óviturlegt. Mits- otakis, nýr formaður Nýdemó- krataflokksins, er sagður sópa fylgi til flokksins og gæti orðið ógnum við PASOK á haustnóttum. Þess vegna verður Papandreou nú að taka til óspilltra málanna og slá á alla þá strengi sem hann get- ur ímyndað sér að vekji um hann umtal og deilur. Yfirlýsingar Papandreou um að draga úr samstarfi við Atlants- hafsbandalagið og að leggja bandarískar herstöðvar niður í Grikklandi voru eitt helzta kosn- ingaloforðið árið 1981. Mikill skjálfti greip þá um sig í ýmsum ríkjum Atlantshafsbandalagsins. Papandreou hafði líka sett á oddinn að fara með Grikki úr Efnahagsbandalagi Evrópu og voru þessi atriði kjarninn í utan- ríkismálaloforðum hans 1981. Og nú líður senn að kosningum og Papandreou hefur ekki staöið við neitt af þessu. Hann hefur sætt vaxandi gagnrýni innan Grikkiands, einkum frá kommún- istum vegna þess að hann hafi ekki framkvæmt gefin loforð varð- andi þau atriði sem minnzt hefur verið á. Þekktastur þeirra, sem hafa gagnrýnt hann nýlega, er tónskáldið og þingmaðurinn Theo- dorakis, sem fer ekki í launkofa með þær skoðanir sínar að Pap- andreou fylgi gerólíkri stefnu nú en þegar hann varð forsætisráð- herra 1981. Theodorakis telur ekki mikið eftir af hugsjón sósíalism- ans í fórum Papandreous og hefur gengið svo langt að segja að stjórn Papandreou hafi smám saman MisLsotakis þessi þrjú ár orðið beinlínis and- kommúnísk. Theodorakis vék einnig að því hversu mikill misbrestur hefði orðið á að PASOK efndi fleiri kosningaloforð. Þar eru raunar á ferðinni málefni, sem hinn al- menni gríski kjósandi lætur sig miklu meira skipta en aðild og og er hér átt við umbætur innan- lands. Menn höfðu bersýnilega gleymt ferli hans fyrir daga her- foringjastjórnarinnar í Grikk- landi. Hann var að feta sig upp met- orðastigann í skjóli föður síns Georges Papandreou, forystu- manns Miðsambandsins. I þá daga var Andreas oft kallaður „enfant terrible“ og hann gerði öldruðum föður sínum oft gráan leik með því að tala í austur, þegar sá fullorðni talaði í vestur og öfugt. Andreas Papandreou var tiltölulega ný- fluttur til Grikklands aftur eftir langa búsetu i Bandaríkjunum og gerðist ekki grískur rikisborgari á ný fyrr en löngu síðar. Hann var á þessum árum sem nú talinn and-bandarískur í skoðunum, en fæstir höfðu trú á því, að hann ætti eftir að komast til þeirra valda sem síðar varð raunin á. Það er full ástæða til að menn leggi við eyrun, þegar forsætis- ráðherra Grikklands tjáir sig. En það er ekki endilega þar með sagt, að menn eigi að gleypa allt hrátt sem frá honum kemur. Hann hef- ur löngum komizt upp með að leika mörgum skjöldum og tala eftir því hvernig honum finnst vindurinn blása. Hann hefur strákslega skemmtun af því að láta menn velkjast í vafa um hverjar séu hinar raunverulegu skoðanir hans, meðal annars með tilliti til Atlantshafsbandalagsins. Og það liggur heldur ekki í augum uppi hverjar þær eru, til dæmis af þeirri ástæðu að hann hefur kom- izt upp með það að slá úr og í. En það þyrfti eitthvað mikið alvarlegt að gerast til þess að Papandreou færi með Grikki úr Atlantshafs- bandalaginu. Þó ekki væri nema það að menn hefðu í huga „tyrkn- esku fóbíuna". Bandamenn Grikklands í Atlantshafsbanda- laginu gætu spilað á þann hátt af meiri leikni en þeir hafa gert. Fjandskapurinn milli Grikkja og Tyrkja er svo djúpstæður og hvor- ugur aðili gerir nokkra alvöru til- raun til að þar verði breyting á. Papandreou veit manna bezt að það er ekki hagur Grikklands að draga sig út úr Atlantshafsbanda- laginu meðan Tyrkir eru innan vébanda þess og Kýpurdeilan er í sama hnútnum og fyrr. (Ileimildir AP-EconomÍNl, Timt* ofl.)
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.