Morgunblaðið - 13.02.1985, Blaðsíða 1

Morgunblaðið - 13.02.1985, Blaðsíða 1
64 SIÐUR STOFNAÐ 1913 36. tbl. 72. árg. MIÐVIKUDAGUR 13. FEBRÚAR 1985 Prentsmiðja Morgunblaðsins Jozef (>lemp kardináli Jóhannes Páll páfi Pólskt leyniskjal: Aðfíjr gegn kirkjunni Milanó, 12. febrúar. AP. ÍTALSKA vikublaðið II Sabato, scm kaþólikkar gefa út, greinir frá því í dag, að það hafi knmist yfír leynilegt skjal pólskra stjórn- valda, þar sem sé að fínna fyrir- mæli, sem miða að því að að draga úr áhrifum kaþólsku kirkjunnar í l'óllandi. í blaðinu segir, að skjal þetta hafi verið samið í stjórnardeild þeirri í Varsjá, sem fer með málefni kirkjunnar, og sent til fulltrúa deildarinnar í öllum héruðum landsins. f skjalinu eru embættismenn- irnir beðnir að gera sem mest úr skoðanamun, sem fram kunni að koma í ummælum Jóhannesar Páls páfa annars vegar, og Jós- efs Glemps, kardinála, yfir- manns rómversk-kaþólsku kirkjunnar í Póllandi, hins veg- ar. Þá er þeim skipað að veita ekki leyfi fyrir frekari kirkju- byggingum og setja útbreiðslu blaða og tímarita á vegum kirkj- unnar hömlur. Yfirmaður stjórnardeildar þeirrar í Varsjá, sem fer með mál kirkjunnar, er Adam Lop- atka, sem sæti á í ríkisstjórn Póllands. Hann lýsti því yfir á föstudag, að ríkisstjórnin mundi ekki umbera þá presta, sem halda uppi gagnrýni á stjórn- völd, og sagði að þeir, sem þessa aðvörun virtu að vettugi, yrðu handteknir. Sjá einnig: „Yfirvöld fara ekki með ófriði á hendur kaþólsku kirkjunni," á bls. 29. Þingkosningamar í Suður-Kóreu: Mikil fylgisaukning stjórnarandstöðunnar Símamynd/AP Chun Doo-Hwan, forseti Suður-Kóreu, og eiginkona hans, greiða atkvæði á kjörstað skammt frá forsetahöllinni í Seoul í gær, en þá fóru þar fram þingkosningar. Kjörtímabil forsetans rennur ekki út fyrr en árið 1988. Seoul, 12. febrúar. AP. NÝI lýðræðisflokkurinn í Suður-Kóreu, sem er í stjórnarandstöðu, virðist hafa hlotið umtalsvert fylgi í þingkosningunum þar í dag, en útlit er fyrir að Lýðræðislegi réttlætisflokkurinn, sem fer með stjórn landsins og lýtur forystu Chun Doo-Hwan forseta, hafí hins vegar áfram meirihluta á þingi. Nýi lýðræðisflokkurinn, sem stofnaður var á síðasta ári, er höfuðflokkur stjórnarandstæð- inga og meðal yfirlýstra stuðn- ingsmanna hans er Kim Dae Jung, stjórnmálaleiðtoginn sem fyrir nokkrum dögum sneri heim úr útlegð í Bandaríkjunum og er nú í stofufangelsi. Hefur flokkur- inn sett fram kröfur um aukið frjálsræði í stjórnmálum og efna- hagsmálum og harðlega gagnrýnt stjórnvöld fyrir að setja lýðræð- isþróun í landinu skorður. Er kjörstöðum var lokað í dag höfðu 84,2 prósent kjósenda, sem eru 24 milljónir að tölu, greitt at- kvæði, og er það óvenju mikil kjörsókn. í þingkosningunum 1981 gengu 78,4 prósent kjósenda að kjörborðinu. Þegar talin höfðu verið 42,5 prósent atkvæða, aðallega í borg- um, þar sem stjórnarandstaðan er sterkust, voru frambjóðendur stjórnarflokksins í fyrsta eða öðru sæti í 88 af kjördæmunum 92 þar sem tveir þingmenn eru kosnir beinni kosningu. 47 af frambjóðendum Nýja lýðræðis- flokksins voru í forystu í þessum kjördæmum. Samtals sitja 276 fulltrúar á þingi Suður-Kóreu og er 92 þingsætum, sem eftir eru, úthlutað eftir hlutfallsreglu. Sá flokkur, sem flest sæti vinnur í beinu kosningunum, fær 61 þess- ara sæta. Utanríkisráðherrar EB-ríkja: Samstarf gegn hryðjuverkum Róm, 12. febrúar. AP. Á FUNDI utanríkisráðherra ríkja Evrópubandalagsins, sem haldinn Framkvæmdastjórn UNESCO: Hafnaði tillögu um nýjan fundarstað næsta aðalþings Hefði getað sparað stofnuninni, sem er fjárvana, 250 milljónir króna Parúi, 12. febrúar. AP. FRAMKVÆMDASTJÓRN UNESCO, Menningarmálastofnunar Samein- uðu þjóðanna, sem í dag kom saman til sérstaks fímm daga aukafundar í höfuðstöðvunum í París, hafnaði þeirri tillögu fulltrúa Costa Rica, að á fundinum yrði rætt hvort ástæða væri til að halda næsta aðalþing stofn- unarinnar í París, en fyrirhugað er að það verði í Sofíu, höfuðborg Búlgaríu, í október. A fundinum, sem fimmtíu fulltrúar sitja, er rætt um fjár- hagslega stöðu UNESCO, eftir að Bandaríkjamenn, sem greitt hafa fjórðung rekstrarkostnaðar stofnunarinnar, hafa hætt þátt- töku í starfi hennar. Nestor Mourelo, fulltrúi Costa Rica, sagði að ástæðan fyrir því að hann hreyfði þessari hug- mynd væri sú, að stjórn sín treysti sér ekki af fjárhagslegum ástæðum til að senda fulltrúa á þingið í Búlgaríu, sem standa á í sex vikur. Taldi hann líklegt að sama gilti um margar aðrar rík- isstjórnir. Hann sagði, að eðli- legast væri að ræða hin alvar- legu vandamál, sem nú blasa við stofnuninni, í höfuðstöðvum hennar í París. Haft er eftir vestrænum sendifulltrúum hjá UNESCO, að varlega áætlað hefði það sparað stofnuninni um sex milljónir bandarikjadala (jafnvirði 250 milljóna ísl. króna), að halda að- alþingið í París í staðinn fyrir Sofiu. Ákvörðun þess efnis hefði líka sýnt og sannað, að vilji væri fyrir því hjá UNESCO að ráðast að rótum þess vanda sem að stofnuninni steðjar. Enginn full- trúi Vesturlanda í framkvæmda- stjórninni greiddi tillögu Costa Rica þó atkvæði. Fulltrúi íslands og Norðurlanda er Andri ísaks- son prófessor. Patrick K. Seddoh frá Ghana, sem er formaður framkvæmda- stjórnar UNESCO, sagði að hvorki Væri mögulegt né æski- legt að breyta staðsetningu þingsins, enda mundi það valda sundurlyndi innan stofnunar- innar. Hann upplýsti jafnframt að ekki væri fyrirhugað að ræða á fundinum tillögu Norðurland- anna um fækkun verkefna UNESCO og samdrátt í yfir- byggingu, né heldur skýrslu bandarísku hagsýslustofnunar- innar um fjármál UNESCO, en beiðni þar að lútandi kom frá fulltrúum Breta, Belga og Kan- adamanna. var í Róm í dag, varó samkomulag um að efna til sérstaks ráðherra- fundar til að ræða samstarf Evr- ópuríkja í baráttu gegn hryðju- verkastarfsemi, sem mjög hefur eflst að undanlornu. Á fundinum voru alþjóðamál einkum til umræðu. í yfirlýsingu í fundarlok sögðust ráðherrarnir fagna ákvörðun ísraela að flytja herlið sitt brott frá suðurhluta Líbanons, en létu jafnframt í ljós áhyggjur af öryggi íbúanna þar. Ráðherrarnir ræddu enn fremur um fyrirhugaðar afvopn- unarviðræður Bandaríkjanna og Sovétríkjanna og ástand stjórn- mála í sunnanverðri Afríku og Mið-Ameríku. Á fundinum komu hugmyndir Bandaríkjastjórnar um varnar- kerfi í geimnum einnig til um- ræðu, en um það mál voru engar ályktanir gerðar. Andreotti, utanríkisráðherra Italíu, gaf þó í skyn ágreining við Bandaríkja- menn um vígbúnað i geimnum með þeim orðum, að það væri „mótsögn í því fólgin ef við, sem berjumst fyrir takmörkun kjarnorkuvígbúnaðar og fækkun hefðbundinna vopna, mundum hvetja til aukningar á þriðja víg- búnaðarsviðinu."
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.