Morgunblaðið - 13.02.1985, Page 1

Morgunblaðið - 13.02.1985, Page 1
64 SIÐUR STOFNAÐ 1913 36. tbl. 72. árg. MIÐVIKUDAGUR 13. FEBRÚAR 1985 Prentsmiðja Morgunblaðsins Jozef (>lemp kardináli Jóhannes Páll páfi Pólskt leyniskjal: Aðfíjr gegn kirkjunni Milanó, 12. febrúar. AP. ÍTALSKA vikublaðið II Sabato, scm kaþólikkar gefa út, greinir frá því í dag, að það hafi knmist yfír leynilegt skjal pólskra stjórn- valda, þar sem sé að fínna fyrir- mæli, sem miða að því að að draga úr áhrifum kaþólsku kirkjunnar í l'óllandi. í blaðinu segir, að skjal þetta hafi verið samið í stjórnardeild þeirri í Varsjá, sem fer með málefni kirkjunnar, og sent til fulltrúa deildarinnar í öllum héruðum landsins. f skjalinu eru embættismenn- irnir beðnir að gera sem mest úr skoðanamun, sem fram kunni að koma í ummælum Jóhannesar Páls páfa annars vegar, og Jós- efs Glemps, kardinála, yfir- manns rómversk-kaþólsku kirkjunnar í Póllandi, hins veg- ar. Þá er þeim skipað að veita ekki leyfi fyrir frekari kirkju- byggingum og setja útbreiðslu blaða og tímarita á vegum kirkj- unnar hömlur. Yfirmaður stjórnardeildar þeirrar í Varsjá, sem fer með mál kirkjunnar, er Adam Lop- atka, sem sæti á í ríkisstjórn Póllands. Hann lýsti því yfir á föstudag, að ríkisstjórnin mundi ekki umbera þá presta, sem halda uppi gagnrýni á stjórn- völd, og sagði að þeir, sem þessa aðvörun virtu að vettugi, yrðu handteknir. Sjá einnig: „Yfirvöld fara ekki með ófriði á hendur kaþólsku kirkjunni," á bls. 29. Þingkosningamar í Suður-Kóreu: Mikil fylgisaukning stjórnarandstöðunnar Símamynd/AP Chun Doo-Hwan, forseti Suður-Kóreu, og eiginkona hans, greiða atkvæði á kjörstað skammt frá forsetahöllinni í Seoul í gær, en þá fóru þar fram þingkosningar. Kjörtímabil forsetans rennur ekki út fyrr en árið 1988. Seoul, 12. febrúar. AP. NÝI lýðræðisflokkurinn í Suður-Kóreu, sem er í stjórnarandstöðu, virðist hafa hlotið umtalsvert fylgi í þingkosningunum þar í dag, en útlit er fyrir að Lýðræðislegi réttlætisflokkurinn, sem fer með stjórn landsins og lýtur forystu Chun Doo-Hwan forseta, hafí hins vegar áfram meirihluta á þingi. Nýi lýðræðisflokkurinn, sem stofnaður var á síðasta ári, er höfuðflokkur stjórnarandstæð- inga og meðal yfirlýstra stuðn- ingsmanna hans er Kim Dae Jung, stjórnmálaleiðtoginn sem fyrir nokkrum dögum sneri heim úr útlegð í Bandaríkjunum og er nú í stofufangelsi. Hefur flokkur- inn sett fram kröfur um aukið frjálsræði í stjórnmálum og efna- hagsmálum og harðlega gagnrýnt stjórnvöld fyrir að setja lýðræð- isþróun í landinu skorður. Er kjörstöðum var lokað í dag höfðu 84,2 prósent kjósenda, sem eru 24 milljónir að tölu, greitt at- kvæði, og er það óvenju mikil kjörsókn. í þingkosningunum 1981 gengu 78,4 prósent kjósenda að kjörborðinu. Þegar talin höfðu verið 42,5 prósent atkvæða, aðallega í borg- um, þar sem stjórnarandstaðan er sterkust, voru frambjóðendur stjórnarflokksins í fyrsta eða öðru sæti í 88 af kjördæmunum 92 þar sem tveir þingmenn eru kosnir beinni kosningu. 47 af frambjóðendum Nýja lýðræðis- flokksins voru í forystu í þessum kjördæmum. Samtals sitja 276 fulltrúar á þingi Suður-Kóreu og er 92 þingsætum, sem eftir eru, úthlutað eftir hlutfallsreglu. Sá flokkur, sem flest sæti vinnur í beinu kosningunum, fær 61 þess- ara sæta. Utanríkisráðherrar EB-ríkja: Samstarf gegn hryðjuverkum Róm, 12. febrúar. AP. Á FUNDI utanríkisráðherra ríkja Evrópubandalagsins, sem haldinn Framkvæmdastjórn UNESCO: Hafnaði tillögu um nýjan fundarstað næsta aðalþings Hefði getað sparað stofnuninni, sem er fjárvana, 250 milljónir króna Parúi, 12. febrúar. AP. FRAMKVÆMDASTJÓRN UNESCO, Menningarmálastofnunar Samein- uðu þjóðanna, sem í dag kom saman til sérstaks fímm daga aukafundar í höfuðstöðvunum í París, hafnaði þeirri tillögu fulltrúa Costa Rica, að á fundinum yrði rætt hvort ástæða væri til að halda næsta aðalþing stofn- unarinnar í París, en fyrirhugað er að það verði í Sofíu, höfuðborg Búlgaríu, í október. A fundinum, sem fimmtíu fulltrúar sitja, er rætt um fjár- hagslega stöðu UNESCO, eftir að Bandaríkjamenn, sem greitt hafa fjórðung rekstrarkostnaðar stofnunarinnar, hafa hætt þátt- töku í starfi hennar. Nestor Mourelo, fulltrúi Costa Rica, sagði að ástæðan fyrir því að hann hreyfði þessari hug- mynd væri sú, að stjórn sín treysti sér ekki af fjárhagslegum ástæðum til að senda fulltrúa á þingið í Búlgaríu, sem standa á í sex vikur. Taldi hann líklegt að sama gilti um margar aðrar rík- isstjórnir. Hann sagði, að eðli- legast væri að ræða hin alvar- legu vandamál, sem nú blasa við stofnuninni, í höfuðstöðvum hennar í París. Haft er eftir vestrænum sendifulltrúum hjá UNESCO, að varlega áætlað hefði það sparað stofnuninni um sex milljónir bandarikjadala (jafnvirði 250 milljóna ísl. króna), að halda að- alþingið í París í staðinn fyrir Sofiu. Ákvörðun þess efnis hefði líka sýnt og sannað, að vilji væri fyrir því hjá UNESCO að ráðast að rótum þess vanda sem að stofnuninni steðjar. Enginn full- trúi Vesturlanda í framkvæmda- stjórninni greiddi tillögu Costa Rica þó atkvæði. Fulltrúi íslands og Norðurlanda er Andri ísaks- son prófessor. Patrick K. Seddoh frá Ghana, sem er formaður framkvæmda- stjórnar UNESCO, sagði að hvorki Væri mögulegt né æski- legt að breyta staðsetningu þingsins, enda mundi það valda sundurlyndi innan stofnunar- innar. Hann upplýsti jafnframt að ekki væri fyrirhugað að ræða á fundinum tillögu Norðurland- anna um fækkun verkefna UNESCO og samdrátt í yfir- byggingu, né heldur skýrslu bandarísku hagsýslustofnunar- innar um fjármál UNESCO, en beiðni þar að lútandi kom frá fulltrúum Breta, Belga og Kan- adamanna. var í Róm í dag, varó samkomulag um að efna til sérstaks ráðherra- fundar til að ræða samstarf Evr- ópuríkja í baráttu gegn hryðju- verkastarfsemi, sem mjög hefur eflst að undanlornu. Á fundinum voru alþjóðamál einkum til umræðu. í yfirlýsingu í fundarlok sögðust ráðherrarnir fagna ákvörðun ísraela að flytja herlið sitt brott frá suðurhluta Líbanons, en létu jafnframt í ljós áhyggjur af öryggi íbúanna þar. Ráðherrarnir ræddu enn fremur um fyrirhugaðar afvopn- unarviðræður Bandaríkjanna og Sovétríkjanna og ástand stjórn- mála í sunnanverðri Afríku og Mið-Ameríku. Á fundinum komu hugmyndir Bandaríkjastjórnar um varnar- kerfi í geimnum einnig til um- ræðu, en um það mál voru engar ályktanir gerðar. Andreotti, utanríkisráðherra Italíu, gaf þó í skyn ágreining við Bandaríkja- menn um vígbúnað i geimnum með þeim orðum, að það væri „mótsögn í því fólgin ef við, sem berjumst fyrir takmörkun kjarnorkuvígbúnaðar og fækkun hefðbundinna vopna, mundum hvetja til aukningar á þriðja víg- búnaðarsviðinu."

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.