Morgunblaðið - 13.02.1985, Blaðsíða 35

Morgunblaðið - 13.02.1985, Blaðsíða 35
MORGUNBLAÐIÐ, MIÐVIKUDAÚUR 13. FEBRÚAR 1985 35 Trine Dehli og Geir Bakke frá Noregi. Alþjóðadanskeppnin: Norðmenn fóru með sigur af hólmi í alþjóðadanskeppninni sem haldin var á Hótel Sögu og lauk á sunnu- dag fóru Norðmenn með sigur af hólmi. I>aö var parið Trine Dehli og Geir Bakke sem kepptu fyrir þeirra hönd. í öðru sæti urðu Englend- ingar, þá Danir og í fjórða sæti Ástralíumenn. Lestina ráku svo íslensku pörin. Keppt var í suður-amerískum dönsum og var keppnin haldin í þremur áfongum. Ekkert lát á loðnuveiðinni EKKERT lát er enn á hinni miklu loðnuveiði, sem hófst um síðustu helgi. Só larhringsaflinn hefur á þessu tímabili verið upp undir 20.(M)0 lestir og eru n ú minna en 200.000 lestir eftir af heildarkvótanum. Mesla veiðin er við sunna nverða Austfirði, en loðna mun vera úti fyrir öllum Austfjörðum. Auk þeirra skipa, sem áður hefur verið getið í Morgunblaðinu, til- kynntu eftirtalin skip um afla á föstudag: Ljósfari RE, 530, Hrafn GK, 650, Huginn VE, 510, Beitir NK, 1.250, Skarðsvík SH, 620 og Keflvíkingur KE 510 lestir. Á laugardag voru eftirtalin skip með afla: Sighvatur Bjarnason VE, 650, Húnaröst ÁR, 620, Guðmundur Ólafur ÓF, 420, Hákon ÞH, 800, Al- bert GK, 600, Pétur Jónsson RE, 800, Heimaey VE, 470, Gígja RE, 750, Hilmir 11 SU, 530, Súlan EA, 740, Órn KE, 580, Rauðsey AK, 560, Kap 11 VE, 700, Jöfur KE, 450, Þórð- ur Jónasson EA, 490, Grindvíkingur GK, 1.070, Börkur NK, 350, Eidborg HF, 1.380, Magnús NK, 530, Svanur RE, 580, Ljósfari RE, 580, Júpíter RE, 1.150, Bjarni Ólafsson AK, 1.100, ísleifur VE, 720, Gísli Árni RE, 630, Þórshamar GK, 600 og Gullberg VE 350 lestir. Á sunnudag var aflinn eftirfar- andi: Hrafn GK, 630, Huginn VE, 600, Sæberg SU, 620, Albert GK, 600, Jón Kjartansson SU, 1.100, Örn KE, 580, Þórður Jónasson EA, 490, Rauðsey AK, 540, Keflvíkingur KE, 510. Erling KE, 450, Jöfur KE, 440, Skarðsvík SH, 560, Húnaröst ÁR, 610, Hákon ÞH, 780, Pétur Jónsson RE, 770, Hilmir 11 SU, 540, Sigurður RE, 1.200, Helga 11 RE, 500, Börkur NK, 1.050, Bergur VE, 520, Súlan EA, 780, Beitir NK, 1.340, Svanur Vestmannaeyjar: Vestfnannaeyjum, 7. febrúar. RÓLEGT hefur verið yfir vertíðarbyrjuninni hér í Eyjum og treglega fiskast. Þó er það nú svo, að þótt mönnum finnist vertíðin fara um of hægt í gang að þessu sinni, þá kemur í Ijós þegar aflaskýrsla janúarmánaðar er skoðuð og borin saman við sömu mánuði tvö undanfarin ár að heildaraflinn nú er litlu minni en undanfarin ár. Það er nefnilega alls ekki óvanalegt að rólegt sé yfír janúarmánuði. f janúar bárust hér á land alls 1.751 tonn af bolfiski á móti 1.867 tonnum 1984 og 1.804 tonnum 1983. Aflinn nú skiptist þannig að 8 netabátar veiddu 365 tonn, 8 trollbátar veiddu 51 tonn, 19 bátar stunduðu línuveiðar og öfluðu 177 tonn og svo voru 4 bátar með handfæri og öngluðu inn 2 tonn- um. Síðan voru héðan 5 togarar í úthaldi og öfluðu samtals 1.155 tonn. Tveir togarar hafa verið frá veiðum í hartnær þrjá mánuði vegna óhappa á síðasta ári. Klakk- ur fór á hliðina í flotkví í Þýska- landi og skemmdist mikið. Reikn- að er með að skipið geti lagt af stað heimleiðis um eða eftir næstu helgi. Gídeon stöðvaðist vegna brunaskemmda en komst á veiðar aftur eftir lagfæringar um siðustu helgi. Áflahæsti netabáturinn í janú- ar var Suðurey VE 500 með 67,2 tonn í 17 löndunum. Af trollbátum var Björg VE 5 með mestan afla, 15,2 tonn í tveimur löndunum. Dala Rafn VE 508 var aflahæstur línubáta með 45,5 tonn i 5 löndun- Háskólatónleikar ÞRIÐJII háskólatónleikar á vormiss- eri veróa haldnir í Norræna húsinu í hádeginu í dag klukkan 12.30. Flutt verða verk fyrir fímm blásara eftir C. Debussy og P. Hindenith. Flytjendur eru Jonathan Bager flauta, Kristján Stephensen óbó, Óskar Ingólfsson klarinett, Jean P. Hamilton horn og Rúnar Vilbergs- son fagott. RE, 690 og Höfrungur AK 550 lest- ir. Á mánudag fengu eftirtalin 28 skip samtals 19.570 lestir: Víkingur AK, 600, Ljósfari RE, 500, Gisli Árni RE, 600, Grindvíkingur GK, 950, Þórshamar GK, 550, Huginn VE, 590, Sighvatur Bjarnason VE, 700, Albert GK, 600, Örn KE, 580, Gullberg VE, 580, Magnús NK, 510, Hrafn GK, 650, Hilmir SU, 1.350, Eldborg HF, 1.400, Heimaey VE, 490, ísleifur VE, 730, Keflvíkingur KE, 520, D agfari ÞH, 500, Harpa RE, 600, Fífill GK, 600, Húnaröst ÁR, 600, Sæberg SU, 600, Bjarni Ólafsson AK, 1.150, Kap 11 VE, 720, Guðmundur RE, 950, Jöfur KE, 450, Sjávarborg GK, 750 og Gígja RE 750 lestir. „Harry og sonur“ í Háskólabíói HÁSKÓLABÍÓ hefur tekið til sýn- inga myndina „Harry og sonur“. I>etta er nýjasta mynd Paul New- mans og jafnframt sú fyrsta þar sem hann er allt í öllu. Hann semur handritið, leikstýrir og er einnig í aðalhlutverki. Leikaraferill Paul Newman spannar um 40 ár og á þeim tíma hefur hann fímm sinnum verið tilnefndur til Oskarsverðlauna. Fyrst var hann tilnefndur til verð- launanna árið 1958 fyrir leik sinn í myndinni „Uat on a Hot Tin Roof“ eftir Tennessee Williams. Kona Newmans, Joanne Wood- ward, leikur einnig í myndinni. Hún hlaut Óskarsverðlaunin árið 1957 fyrir leik sinn í myndinni „The Three Faces of Eve“. Róleg byrjun á vetrarvertíð um. Afli togara var þessi: Breki, 342,9 tonn í 2 löndunum. Vestmannaey, 318,2 tonn í 3 lönd- unum. Sindri, 273,4 tonn í 3 lönd- unum. Halkion, 151,8 tonn í 3 löndunum. Bergey, 88,7 tonn í 1 löndun. __ hkj. Húsavík: Kvenfélagið níutíu ára llusnvik 12. febrúar. KVENFÉLAG Húsavíkur verður 90 ára á morgun, 13. febrúar, og minnist þess með samkomu næstkomandi laugardag. Kvenfélagið hefur starfað óslitið frá stofnun og lagt virka hönd á mörg framfara-, menningar- og velferðarmál llúsavíkur, sem langt væri upp að telja ef allt væri tíundað. Félagskonur hafa látið sig mjög sjóður frú Þórunnar Havsteen, en varða hag kirkjunnar frá bygg- ingu hennar 1907 og fyrstu ára- tugina sáu þær um ræstingu hennar endurgjaldslaust. Húsa- víkurkirkja væri fátækari merkra muna en hún er, ef Kvenfélagsins hefði ekki notið og sama má segja um flestar kirkjur landsins. Fyrsta vísi að leikskóla fyrir börn rak félagið frá 1947, þar til að bærinn yfirtók þá starfsemi. Það vann ötullega að byggingu gamla sjúkrahússins 1936 og hef- ur margsinnis gefið sjúkrahúsinu ýmis nauðsynleg tæki. Kvenfélag- ið átti sinn þátt í byggingu félags- heimilisins og hefur látið sér annt um skrúðgarð Húsavíkur og væri hann ekki sú bæjarprýði, sem hann er, nema fyrir áhuga og starf þess. Félagið gekkst fyrir stofnun sjóðs til styrktar ekkjum og varð sá sjóður síðan Ekkna- sjóður Húsavíkur, sem starfaði lengi. En er almannatryggar komu til sögunnar var sjóðurinn gefinn sjúkrahúsi Húsavíkur. Nú er í vörzlu félagsins minningar- þann sjóð stofnaði Július Hav- steen, sýslumaður, til minningar um konu sína, sem starfaði mikið í kvenfélaginu á sínum tíma. Frá aldamótum hefur félagið boðið öllum börnum bæjarins á barnaball og lengi vel var það eina slíka hátíðin, sem börnin áttu kost á. Fyrsti formaður fé- lagsins var Elísabet Jónsdóttir, en margar og mikilhæfar konur hafa skipað stjórn þess. Lengst mun frú Þórdís Ásgeirsdóttir hafa ver- ið í stjórn eða 35 ár og þar af 25 ár sem formaður. Núverandi stjórn skipa Kristrún Karlsdóttir, for- maður, Guðrún Ingólfsdóttir, Jóna Jónsdóttir, Jónassína Skarphéðinsdóttir og Ragna Pálsdóttir. Félagskonur eru nú um 100 og það verður að segjast að félagsstarfið hvílir mest á þeim eldri. Vonandi láta þær yngri sitt ekki eftir liggja svo fé- lagið eigi eftir að starfa um ára- tugi ennþá kvenþjóðinni til heið- urs og Húsavík til heilla. — Fréttaritari Notaðir í sérf lokki Dodge Aries coupé ’81 4 cyl., framdrifinn, sjálfsk., vökvastýri, útvarp/segul- band, sumar- og vetrardekk, vel meö farinn bíll, einn eig- andi — skipti á ódýrari. Toyota MK II ’77 Ekinn 100.000 km, fallegur bíll í toppstandi, nýskoðaöur ’85. Mercury Monarch ’79 6 cyl., sjálfsk., vökvastýri, út- varp/segulband. Traustur bíll í góöu lagi, einn eigandi. Skipti á ódýrari. I B MMiAD*. JSYBQP | CHRYSLER SK®DA Plymouth Satellite ’74 V8 318, sjálfsk., vökvastýri, skoðaöur ’85. Mikill bíll fyrir litla peninga. 5.000 r'it — 5.000 á mán. Trabant ’78 — í toppstandi og nýskoöaöur. JÖFUR HF. Nýbýlavegi 2 - Kópavogi - Simi 42600
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.