Morgunblaðið - 13.02.1985, Blaðsíða 25

Morgunblaðið - 13.02.1985, Blaðsíða 25
i MORGUNBLAÐIÐ, MIDVIKUDAGUR 13. FEBRPAR 1985 25 Ólöglegar fasteignasölur? eftir Hafþór Inga Jónsson í síðasta tbl. Helgarpóstsins (7. febr.) er fjallað um málefni fast- eignasala í Reykjavík og fullyrt, að rekstur allmargra fasteigna- sala í borginni sé ólögmætur. Þessi fullyrðing virðist byggð á því, að aðilar, sem réttindi hafi til fasteignasölu, starfi ekki daglangt á viðkomandi fasteignasölu, held- ur stundi sín aðalstörf í öðrum húsakynnum. Vikið er að undirrit- uðum í greininni og ýjað að því, að ég hafi til þess tíma, er ég hætti fasteignasölu 1. mars sl., staðið fyrir ólögmætum rekstri fast- eignasölu, auk þess að vera brot- legur við siðareglur lögmanna. Af þessu tilefni langar mig til að koma eftirfarandi sjónarmiðum á framfæri. Tekið skal fram að ég taldi heppilegra að fá grein þessa birta í öðru blaði en Helgarpóstin- um, og er ég þakklátur Morgun- blaðinu fyrir að ljá henni rúm. í 3. gr. laga nr. 47/1938 um fast- eignasölu segir svo: „Þeir sem fengið hafa leyfi til fasteignasölu samk'væmt 2. gr., skulu hafa opna skrifstofu á þeim stað, er leyfið er veitt. Tilkynna skal flutning úr lögsagnarum- dæminu til þess lögreglustjóra, er veitt hefur leyfið." Rétt túlkun á ákvæði þessu, sem mér er ekki kunnugt um að hafi valdið ágreiningi, er sú að með orðinu „stað“ í tilvitnaðri laga- grein er átt við lögsagnarumdæmi. Er þessi lögskýring augljós sé lagagreinin lesin í samhengi. í samræmi við þessa túlkun á það sama við um niðurlag 3. mgr. 35. gr. siðareglna Lögmannafélags ís- lands, en mgr. hljóðar svo: „Lögmanni, sem ber ábyrgð á samningsgerð og öðrum skyldum samkvæmt lögum um fasteigna- sölu, er rétt og skylt að láta nafns síns getið á skjölum og í auglýs- ingum þeirrar fasteignasölu, sem rekin er á ábyrgð hans, enda er honum óheimilt að reka fasteigna- sölu utan þess staðar, þar sem hann hefur starfsstofu." Helgarpósturinn virðist aðal- lega byggja fullyrðingu sínar um ólögmæti á skoðunum félags fast- eignasala og álitsgerð Þórðar S. Gunnarssonar hrl., sem gefin var að beiðni félagsins. Athugum þetta nánar. Skoðanir félags fast- eignasala um málefnið eru tæpast marktækar, því auðvitað verður að skoða þær í ljósi þess, að ein- stakir félagsmenn hafa beina hagsmuni af því að fækka fast- eignasölum. Varðandi álitsgerð Þórðar S. Gunnarssonar hrl. bendi ég á, að Þórður er einmitt á sömu skoðun og ég hvað snertir fram- angreinda túlkun á 3. gr. laga um fasteignasölu. Hins vegar taldi Þórður að í samræmi við megin- tilgang laganna yrði skrifstofa fasteignasala að vera á sama stað innan lögsagnarumdæmis og skrifstofa fasteignasölunnar. Þessu sjónarmiði er ég alfarið andvígur og tel ekkert koma fram í lögunum sjálfum, greinargerð með þeim eða umræðum um frum- varpið að lögunum á sínum tíma, sem leiðir til slíkrar niðurstöðu. Er þetta sjónarmið Þórðar raunar ákaflega langsótt og sýnist ekki styðjast við haldbær lögfræðileg rök. Með hliðsjón af framangreindu tel ég ekki ólögmætt að t.d. lög- maður reki fasteignasölu í austur- borginni, en hafi megin starfsstöð í vesturborginni. Það sem gildir lögum samkvæmt í þessum efnum er að starfsstöðvarnar séu innan sama lögsagnarumdæmis. Hins vegar kann að vera álitamál hvort slík vinnubrögð séu æskileg en það er annað mál, sem ég ræði ekki á þessum vettvangi. Með framangreindum sjónar- miðum tel ég mig hafa sýnt fram á með traustum rökum, að fullyrð- ingar Helgarpóstsins um ólögleg- ar fasteignasölur eigi ekki við nein rök að styðjast. Auðvitað eru það svo dómstólar, sem skera endanl- ega úr, ef til ágreinings kemur. Helgarpósturinn telur sig hins vegar þess umkominn að taka sér dómsvald í hendur og lýsir undir- ritaðan ásamt fjölmörgum öðrum, sem fasteignasölu stunda, lög- brjóta. Slíkt þætti mörgum alvörumál, en því miður virðast vinnubrögð af þessu tagi („rann- sóknarblaðamennska"?) tíðkast af og til hjá Helgarpóstinum. Flest annað í téðri grein Helg- arpóstsins er í sama dúr, þ.e. rangfærslur og rakalausar full- Hestamannafélagiö [ig|lj? Gustur Aöalfundur félagsins veröur haldinn í Glaðheimum fimmtudaginn 14. febrúar kl. 20.30. Á dagskrá eru: Venjuleg aöalfundarstörf. Stjórnin Aöalfundur Stjórnunarfélags íslands Aöalfundur Stjórnunarfélags íslands verður haldinn í Víkingasal Hótels Loftleiða, fimmtu- daginn 21. febrúar n.k. og hefst kl. 12:00. Dagskrá: 1. Venjuleg aðalfundarstörf. 2. Önnur mál. Aö loknum fundarstörfum mun Þráinn Þor- valdsson framkvæmdastjóri Otflutningsmiö- stöðvar iönaöarins flytja erindiö: „Islensk markaösmál á tímamótum.“ Fundurinn er opinn öllum félagsmönnum SFÍ. Vinsamlegast tilkynniö þátttöku til skrifstofu Stjórnunarfélagsins í síma 82930. H STJÓRNUNARFÉLAG ÍSLANDS l»o23 Hafþór Ingi Jónsson „Með framangreindum sjónarmiðum tel ég mig hafa sýnt fram á með traustum rökum, að fullyrðingar Helgar- póstsins um ólöglegar fasteignasölur eigi ekki við nein rök að styðj- ast.“ yrðingar. T.d. er vikið að málefn- um fasteignasölu, sem að mati blaðsins var ólögleg, og sagt að eigandi hennar hafi sætt ákæru. Þetta er væntanlega sett fram í þeim tilgangi að sýna fram á, að hinar „ólöglegu" fasteignasölur séu almennt varasamar. Hins veg- ar er þess ekki getið í greininni, að ákæruefnið lýtur að persónulegum fasteignaviðskiptum ákærða, þar sem aðilar með full réttindi til fasteignasölu að áliti blaðsins, gengu frá sölusamningum í flest- um tilvikum. Til að forðast hugs- anlegan misskilning tek ég skýrt fram, að með þessu er ég ekki að leggja neinn dóm á vinnubrögð við gerð umræddra sölusamninga heldur einungis að árétta sjón- armið mín um villandi fréttaflutn- ing Helgarpóstsins. Þá er fullyrt í greininni að hinar „ólöglegu" fasteignasölur fái lán- uð nöfn lögfræðinga eða við- skiptafræðinga og greiði þeim fyrir afnotin. Gefið er til kynna að þessir aðilar komi svo ekkert ná- lægt starfsemi fasteignasölunnar. Nú get ég auðvitað aðeins svarað fyrir sjálfan mig og tek fram, að ég gekk sjálfur frá öllum skjölum (kaupsamningum, afsölum, skuldabréfum o.s.frv.) á meðan ég rak fasteignasölu og var til viðtals fyrir viðskiptavini eftir nánara samkomulagi. Um þetta og yfirleitt allt annað í grein Helgarpóstsins má segja, að viðkomandi greinarhöfundur virðist fyrirfram hafa gefið sér ákveðna niðurstöðu (til að selja blaðið?) og skrifað síðan greinina með hliðsjón af því, alveg án tillits til lagasjónarmiða og annarra gildra málsatvika. E.t.v. er hægt í „gúrkutíð" hjá blaðinu að selja svona frétt, og nota jafnframt tækifærið og vega með rætnum hætti að stórum hópi manna, en varla er sá blaðamaður, sem slíka frétt vinnur, mjög vand- ur að virðingu sinni. Þess skal að lokum getið að það, sem eftir mér var haft í umræddri grein, er út af fyrir sig rétt, en hefði blaðamaðurinn tjáð mér til- efni greinarinnar og út á hvað hún gekk, hefði ég að sjálfsögðu reynt að koma framangreindum sjón- armiðum á framfæri. Miðað við hvernig blaðagreinin var unnin verður hins vegar að telja ólíklegt að slík sjónarmið hafi verið vel þegin, þar sem þau hefðu getað stuðlað að lakari sölufrétt. Hafþór Ingi Jónsson, héradsdóms- lögmaður og tyrrum fasteignasali, er nú framkvæmdastjóri Lögmannafélags íslands. VERÐMÆTUR MOKKAFATNAÐUR Á VERKSMÐJUSÖLU Hinn vandaði mokkafatnaður frá Akureyri: JAKKAR, KÁPUR, FRAKKAR OG MOKKALÚFFUR, HÚFUR OG SKÓR Á BÖRN OG FULLORÐNA fœst á verksmiðjusölunni 7. - 16. febrúar. Einstakt tœkifœri til að eignast ekta mokkaflík á suo lágu verði. Strœtisvagnaferðir frá Hlemmtorgi: Leið 10 L^L frá Lœkjargötu: Leið 15 *WlKSmjUSALA* SAMBANDSVERKSMIÐJANNA Á AKUREYRl Húsgagnahöllinni, Bíldshöfða L
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.