Morgunblaðið - 13.02.1985, Blaðsíða 22

Morgunblaðið - 13.02.1985, Blaðsíða 22
22 MORGUNBLAÐIÐ, MIÐVIKUDAGUR 13. FEBRÚAR 1985 Við byggjum tónlist- arhús Kámar einhvern í bjart- sýnisáform um byggingu tónlistarhúss? l>ad er ástæðulaust að hugsa í þá- tíð, áformin eru sem óðast að taka á sig mynd. Ef allt gengur eftir áætlun verðum við stigin inn í húsið og setzt, löngu áður en við stíg- um inn í 21. öldina. Alvarlega þenkjandi tón- listarunnendur hafa vafa- laust oft látið sig dreyma um gott hús þar sem þeir sátu á tónleikum í Háskóla- bíói, rifnir upp úr músík- algleyminu af regndropum sem skullu í fötur fyrir neð- an fiðlurnar eða þegar norð- angarrinn klappaöi hliðar- dyrnar ómjúklega. Ármann Örn Ármannsson fram- kvæmdastjóri setti draum- inn okkar allra niður á blað vorið 1983. Og þá hugsuðu margir: Sé þetta allt og sumt, nú þá byggjum við húsið. Um haustið voru stofnuð samtök sem hafa starfað ötullega síðan, ekki með hávaöa, en markvisst og ákveðið. Gott hús kostar nefnilega ekki bara peninga heldur líka umþenkingu, ekki sízt ef tónlist á að lifna í því. En nú er nokkuð í bígerð. Á mánudaginn næsta, 18. febr., ætlar Martin Ber- kofsky að hafa Liszt-tón- leika í þjóðleikhúsinu. 26. febr. heldur Philharmonia í London tónleika. Vladimir Azkenazy stjórnar, Elisa- beth Söderström syngur. Ágóðinn af báðum þessum tónleikum rennur til hús- byggingarinnar. Ensku tón- listarmennirnir fréttu af draumahúsinu á Listahátíð hér, ákváðu strax að taka á með okkur og það átak verður áþreifanlegt á næst- unni. I>essa dagana eru borgar- yfirvöld að gera upp hug sinn varðandi lóð. l>að er nokkuð víst að Öskjuhlíöin verður fyrir valinu, staður sem getur orðið feikn skemmtileg umgjörð glæsi- legs og djarflegs húss. l>orir nokkur að hugsa til óperu- hússins fræga í Sidney ... Á næstu vikum verður efnt til hugmyndasam- keppni um húsið meðal arkitekta á Norðurlöndum. I»á verður arkitekt fundinn og þá er hægt að fara að teikna, hanna, byggja og spila... Hér birtist fyrsti pistill af þremur um húsið góða. „Áður en við vitum erum við farin að trúa því að þetta sé ekkert mál...“ Ármann Örn Ármannsson fram- kvæmdastjóri verktakafyrirtækis hugsar um fleira en ýtur og skurö- gröfur, hann er líka tónlistarunn- andi. Praktísk reynsla hans og áhugamálið innblésu honum þeirri hugmynd að tónlistarmenn gætu lét- tilega byggt hús yfir tónlistina ef þeir vildu. Hann er formaður Sam- taka um byggingu tónlistarhúss, sem voru stofnuð eftir að hann skrifaði áðurnefnda grein. Af hverju skrifaðir þú þessa grein og hver urðu viðbrögðin við henni? ÁÖÁ: Ég skrifaði hana kannski fyrst og fremst að hvatningu vinar míns, Jeans Pierres Jacquillat hljómsveitarstjóra, hafði hitt hann skömmu áður og við rætt um skort hér á góðum tónleikasal. Eftir það skrifaði ég greinina. Það er kannski ekkert skrítið, því ég er byggingarmaður að atvinnu, en hef lengi haft tónlist sem aðal- áhugamál. Ég benti á að mér og öðrum fyndist það þjóðarskömm að eiga ekkert tónlistarhús. Ég hef oft farið á tónleika erlendis og veit hver munurinn er á góðu tónleika- húsi og slæmu. Við vitum að gott hús gerir góða hljómsveit betri og öfugt. Tónlistin sjálf lifir auðvitað þó ekkert sé húsið, en okkur sem finnst við finna gleði í góðri tón- list, finnst líka að gott hús sé hluti af því að lifa lífinu vel. Islendingar hafa alltaf viljað vera menningarþjóð, en af sögu- legum ástæðum verið bókmennta- þjóð. Þrátt fyrir að tónlist eigi sér skamma sögu og hefð hér, þá er tónlistarlífið gríðarlega grósku- mikið. Við megum ekki ætla að við eigum endilega einn af fjórum, fimm beztu í milljarðaúrtaki í hverri grein, en við eigum frábæra hljóðfæraleikara, ágæta söngvara, góða kóra og góð tónskáld. Svo við höldum áfram að stæra okkur, þá hygg ég að það sé einstætt að í hundrað þúsund manna borg eins og Reykjavík séu haldnir um 30 tónleikar á mánuði og þá er átt við tónleika atvinnufólks. Tónlistin er augljóslega mjög stór þáttur í menningarlífi hér. Það var athyglisvert við greinina að þú settir hugmyndir þínar um bygginguna fram sem svo auð- f ramk væmanlegar. ÁÖÁ: Er ekki allt mögulegt ef fólk vill? Þetta er ekkert mál, ef við erum nógu mörg sem viljum. Fyrst hægt er að eyða milljörðum i snarvitlausar orkuframkvæmdir, ryðja einu til tveimur tónleika- húsum í sjóefnaverksmiðju, sem aldrei hefur verið rekstrargrund- völlur fyrir og mun aldrei verða, er þá ekki einfaldara mál að hyggja tónleikahús? Þó opinber útgjöld til menningarmála virðast vera þó nokkur hér, þá er skóla- kostnaður þar innifalinn. Framlög til eiginlegra menningarmála eru aðeins brot þess sem er í ná- grannalöndunum. Við erum ekki fátæk þjóð, þó það hafi verið reynt að berja það inn í okkur undanfar- in ár. Lífskjör hafa hríðversnað hér, því miður, væntanlega vegna snarvitlausra fjárfestinga. Það er gífurleg samkeppni um frítíma fólks og ef við viljum ekki týna okkur alveg í lágkúrunni, þá er flutningur lifandi tónlistar undir- stöðuþátturinn. Með þetta allt í huga finnst mér bygging tónlist- arhúss sjálfsagt mál og veit að ég er ekki einn um þá skoðun. Þið stofnuðuð samtök, hvernig eru þau skipulögð? ÁÖÁ: í upphafi skrifuðu sig tvö þúsund manns á lista, um þúsund greiða árgjald. Úr félögum eru kosnir á aðalfundi 36 manns í full- trúaráð og 20 tilnefndir úr félög- um tónlistarmanna. Það ræður málum milli aðalfunda. Síðan er kosin fimm manna framkvæmda- stjórn, auk minni hópa til að sinna einstökum málum. Samtökin eru ekki sterkari en félagarnir og það er áhugi einstaklinganna sem skiptir sköpum. Hvernig er áætlað að byggt verði og á hvað löngum tíma? ÁÖÁ: Góður undirbúningur skiptir miklu máli. Hann tekur tvö til þrjú ár. Við erum ekki að byggja fyrir gærdaginn eða dag- inn í dag, heldur morgundaginn, sem við vitum jú ekkert um. Það þarf að finna stað, sem er reyndar vonandi fundinn, finna arkitekt og hönnuði. Á næstu vik- um verður væntanlega efnt til hugmyndasamkeppni um húsið á öllum Norðurlöndunum og arki- tekt valinn eftir úrslítum hennar. Það skiptir máli að gera sér nákvæma grein fyrir hvers konar starfsemi á að vera í húsinu. Ég held t.d. að það sé of dýrt að hafa fullkomið óperusvið í fyrsta áfanga, en rétt að gera ráð fyrir hljómsveitargryfju í tónleikasaln- um. Frá byrjun sé gert ráð fyrir að hægt verði að byggja við húsið seinna, óperusal með hringsviði. Það skiptir máli að vanda til bygg- ingarinnar svo hún verði ekki ""■n „Eg er ekki þægt barn þegar ég spila“ Martin Berkofsky spilar Liszt fyrir tónleikahússbyggingu Martin Berkofsky er bandarískur, býr úti í Garðskagavita, er radíó- amatör og skipti á mótorhjóli fyrir jeppa, eftir að hafa margbrotið á sér hægri handlegginn í mótorhjólaslysi. Síðast en ekki sízt spilar hann á pí- anó. I blaðaviðtali fyrir fyrstu tón- leikana, sem hann hélt eftir slysið, var hann kallaður raargbrotinn pí- anóleikari, frómt sagt góð lýsing á manninum. Hann ætlar að spila Liszt fyrir okkur í Þjóðleikhúsinu á mánudagskvöld, því núna á Liszt hug hans allan og af því hann vill styrkja byggingu tónlistarhúss. Hann lætur gjarnan gott af sér leiða, hefur áður haldið styrktartónleika fyrir góð málefni. Þegar Martin spil- ar er allt á útopnu í kröftugum verk- um, í þeim hægu og veiku þá hvíslar hljóðfærið undurþýdd eins og það eigi trúnaðarmál við sérhvern áheyr- enda... Hvers vegna kýstu að spila Liszt? MB: Því er auðvelt að svara. Hann er það tónskáld sem býður upp á mesta dulúð, mest átök. Mér finnst ég skilja mörg önnur tón- skáld of vel, svo ég verð að finna tónskáld sem veitir mér svigrúm til að eflast. Liszt er eins og per- sónugervingur allrar 19. aldarinn- ar, stærri en lífið, alheimurinn, stærri en allt. Verk hans eru áskorun um eitthvað sem er hand- an og ofan við allt annað. Maður verður stöðugt að slá sjálfum sér við til að geta spilað þau og það á allan hátt, likamlega, andlega, til- finningalega, heimspekilega, vís- indalega. Tónlist hans er hreint og beint stórkostlega fullnægjandi. Tónlist hans er djúp, ekki aðeins yfirborðsgutl? MB: Því hefur verið slegið fram með órétti að tónlist hans hafi verið yfirborðskennd, en þeir sem halda því fram leiða þá algjörlega hjá sér það sem hann skrifaði á efri árum, trúarleg verk hans, transcendante-etýðurnar, og svo það verk sem fordómalaust má kalla það stórkostlegasta sem hef- ur nokkru sinni verið skrifað fyrir píanó, Sónötu í h-moll. Hún er eig- inlega hegelsk díalektík fyrir pí- anó, ótrúlega margslungið verk, þróað, þrungið íhugunarefni og andlegu efni, ef hægt er að segja það, tilfinningaríkt. Ég hef sagt það áður, og segi enn, að önnur tónskáld skrifuðu fyrir píanóið en tólist Liszts liggur utan þess, handan og ofan við það. Hann skrifaði einkum fyrir píanóleikar- ann. Hvað leikurðu, eitthvað sem þú vilt segja um verkin? MB: Byrjum á því síðasta. í því er eldur og brennisteinn, en þó líka sáluhjálp um leið, heitir Apr- és une lecture du Dante, Eftir að hafa lesið Dante. Skrattinn er í því, átök milli andstæðra afla. Það tætir þig í sundur, líka píanóið, og þess vegna er ég hrifinn af því. Fyrsta verkið á efnisskránni er ein af ungversku rapsódíunum, sem er einfaldlega þrælslega gott verk. Síðan kemur dulúðin, Valse oubliée, Gleymdur vals, sá fyrsti. Síðan kemur Harmonies du soir, Kvöldtónar, ein af Études d’exéc- ution transcendante, líkt og sett saman handan alheimsins, svo maður þarf næstum að vera ein- hvers staðar utan alls til að skilja verkið og spila það. Það eru slíkir töfrar. Nú, svo eru það tvær kon- sertetýður, Waldesráuschen eða Skógarþytur og svo Um sospiro, sem hefur eitthvað handanheims- legt við sig. Það er ekki skrítið að Liszt hafi eytt síðustu árum sínum í klaustri, er vel skiljanlegt þegar leitað er eftir þessari innri sýn, leiðslu, eða hvað á að kalla það, í verkum hans. Svo er það verk sem kallast Lyon, eftir frönsku borg- inni, kröftug hetjumúsík, ferða- minning. f þessum verkum er að finna nokkrar af mörgum hliðum Liszts. Eftir hverju leitarðu þegar þú leik- ur verk Liszts? MB: Þessu er líka einfalt að svara. Á bak við það er saga: Um 1975 kom fram í sviðsljósið Irwin Nyiregyhazi, gamall, ungverskur píanóleikari, sem blöðin létu mikið með. Þegar svo er, þá eru fyrstu viðbrögðin að trúa engu, ekki satt, svo það var ekki fyrr en nokkrum mánuðum eftir að hamagangurinn var liðinn hjá, að ég varð mér úti um fræga plötu hans, sem var gerð eftir hljóðritun á tónleikum Nyiregyhazis í kirkju í San Franc- isco. Eg varð furðu lostinn hve leikur hans risti djúpt, náði langt. Það er alltof grunnt tekið á að tala um fortissimo, það komu þungar öldur úr píanóinu. Þetta var ekki píanóleikur lengur, ekki planó- verk, heldur komst næst ímynd minni af Liszt, þar sem er farið handan við hljóðfærið, verkið er ljóð, sem liggur yfir um, hvað sem er nú að finna þar. Þetta var ótrúlegt. Ég sat í nokkra mánuði og endurvann allar hugmyndir mínar um að leika Liszt og komst að því að þessi ímynd var það sem ég vildi. Já, þetta er sjónarhóll 19. aldar, ekki notaleg, snyrtileg, nákvæm samantekt 20. aldar, hefðbundin aðferð við að leika rétt á píanó. Ég er ekki þægt barn I mínum leik. Aðferð 19. aldar er að brjótast yfir öll landamæri, vera meiri en mikilleikinn getur mögu- lega verið, mýkri en mýktin getur verið. Hefðbundnum hugmyndum um tærleika er stundum kastað svo píanóið rymji, svo það brimi frá því. Þú vilt leika á 19. aldar vísu. Hvar leitarðu fyrir þér um þann máta? MB: Ég hlusta á Nyiregyhazi eins og ég sagði. Svo hlusta ég á gamlar upptökur, t.d. afa minn í tónlistinni, Ferruccio Busoni, sem kenndi einum kennara minna. Ennfremur á Ossip Gabríelovitsj, Rússa, sem var reyndar kvæntur dóttur Marks Twain, gamlar upp- tökur með Rachmaninoff. Ég man ekki önnur nöfn í svipinn. í leik þessara manna ljúkast upp þau djúp, sem hægt er að kafa í í pí- anóleik. Leikur Busonis vísar í mjög andlega átt. Þó Alfred Cort- ot sé 20. aldar maður, þá er leikur hans, t.d. á mjög gömlum upptök- um, tengdur þeirri 19. Chopin- leikur hans er fullur þokka og glæsibrags, sem á svo vel við 19. öldina. Hjá þessum mönnum finn ég mér m.a. innblástur. Leikur þessara manna er um
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.