Morgunblaðið - 13.02.1985, Blaðsíða 31

Morgunblaðið - 13.02.1985, Blaðsíða 31
MORGUNBLAÐIÐ, MIDVIKUDAGUR 13. FEBRÚAR 1985 31 Breytinga að vænta á portúgölsku stjórninni IjHubon 12. rebnar. AP. BREYTINGAR á portúgölsku ríkis- stjórninni eru í vændum, eftir að Carlos Mota Pinto, aðstoðarforsæt- isráðherra og varnarmálaráðherra hefur óskað eftir því við Mario Soar- es, að hann fái lausn frá störfum. Jose Sebra menntamálaráðherra hefur einnig sagt af sér embætti og fjórir aðstoðarmenn þessara tveggja ráðherra. Búizt er við að Soares muni á allra næstu dögum skipa Rui Machete nýjan formann Sósíal- demókrata varaforsætisráðherra, en ekki hefur verið greint frá hugsanlegum arftaka mennta- málaráðherrans. Þessar breytingar fylgja í kjöl- far sviptinga innan portúgalska Sósíaldemókrataflokksins PSD, sem var sagt frá i Morgunblaðinu í gær. Mota Pinto fékk mjög nauma traustsyfirlýsingu á flokksráðsfundi PSD og tilkynnti þá að hann segði af sér formanns- embætti og var Machete kjörinn. Mota Pinto greindi síðan Mario Soares frá því að hann hefði einn- Suður-Líbanon: Morðum og drápum á stuðningsmönnum ísraela hefur fjölgað Tel Aviv, 12. febniir. AP. FIMMTÍU Líbanir og Palestínumenn sem hafa unnið með ísraelum í Suður-Líbanon hafa verið drepnir síðan ísraelar hófu að ræða tilfærslur og brottflutning herja sinna í þessum landshluta í nóvember sl. Hafa dráp á Aröbum sem eru hlynntir ísraelum færzt í aukana síðustu vikur. Meðal þeirra sem hafa verið myrtir eru menn úr líbönsku hægri sveitunum, sem áður lutu stjórn Haddads heitins majors, svo og allmargir Palestínumenn sem höfðu veitt ísraelum aðstoð við að halda uppi lögum og reglu í flóttamannabúðum eða á öðr- um svæðum, sem hafa veriö á hernámssvæði ísraela. Þá segir í AP frétt að skæru- liðar Palestínumanna svo og shita-múhammeðstrúarmenn hafi unnið þessi fólskuverk og af ýmsu megi marka að shitar hafi í hyggju að taka höndum saman við PLO-skæruliða gegn ísrael- um í meira mæli en áður. Þá héf- ur einnig fjölgað árásum á ísra- elska hermenn i Suður-Líbanon og hafa að minnsta kosti sjö ver- ið drepnir og tugir særðir. Sam- tals hafi 615 ísraelar beðið bana í Líbanon síðan þeir gerðu inn- rásina í landið þann 6. júní 1982. Petro Soca, en svo heitir öldung- urinn, sagði blaðamönnum, sem viðstaddir voru athöfnina, að hann væri yfir 100 ára gamall. Skjöl herma, að Soca sé fæddur á Adríahafsströndinni milli 1881 og 1886, að sögn Politika. Malaysía: Herferð gegn rottum Kuala Lumpur. 12. febrúar. AP. B/EJARYFIRVÖLD í Penang í Malaysiu óttast mjög aó rotturnar séu að hafa betur í baráttunni, en eyðingarherferðir, hver af annarri, hafa lítinn árangur borið, rottun- um fjölgar fremur en hitt og ekki nóg með það, rotturnar stækka, sem bendir til þess að enn sé langt í að borgin verði ofsetin rottum. Samt eru þær plága, því hafa bæj- aryfirvöld hugsað sér annað her- bragð. Nú á að fá bæjarbúa i lið, ekki eftirláta meindýraeiðum verkið óskipt. Nú geta bæjarbúar hagn- ast á rottudrápi, næstu þrjá mánuðina munu bæjaryfirvöld reiða fram andvirði 20 Banda- ríkjasenta fyrir hverja rottu sem lögð verður fram. Ráða bæjarbú- ar hvort þeir drepa rotturnar sjálfir eða Skila þeim lifandi til gjaldkera rottudrápsherferðar- innar. Herferðin hefst næstkom- andi sunnudag og má búast viö því að fljótlega eftir það fari rotturnar að draga sig í hlé. Þeg- ar hafa borist fregnir af því hvernig bæjarbúar ætla að skipuleggja fjöldaaftökur á rott- um til að græða sem mest, en veiðivísindin eru varðveitt sem sjáöldur augna. Þetta er ekki í fyrsta skipti sem gripið er til slíks úrræðis í Penang, árið 1984 þótti plágan af völdum krákufjölda orðin slík, að borgað var fyrir hverja kráku yfir 3 mánaða tímabil, alveg eins og til stendur nú. Bæjarbúar drápu þá 15.000 krákur og fengu 60 sent fyrir hverja, meira en fyrir rotturnar, því það þykir erfiðara að vega krákur en rott- ig ákveðið að hætta störfum sem aðstoðarforsætisráðherra og varnarmálaráðherra. Rui Machete, hinn nýi formaður Sósíaldemókrata sagði f viðtali í gær, að þrátt fyrir formanns- skipti, væri ekki um neina stefnu- breytingu að ræða. Stjórnmála- skýrendur segja að þrátt fyrir yf- irlýsingu Machetes virðist nokkuð augljóst, að yngri menn hafa náð undirtökunum í flokknum og mjög skiptar skoðanir séu meðal þeirra um samstarf Sósíaldemókrata og Sósíalista í ríkisstjórn. Júgóslavía: Tíræður ekkjumað- ur kvæntist í 6. sinn Krlgrad, JúféslarÍH, II. febrúar. AP. TÍRÆÐUR Júgóslavi, sem lifað hefur fimm eiginkonur, kvæntist nýlega 59 ára gamalli piparmey og stóðu börn ekkilsins fyrir brúðkaupinu, að því er júgóslavneska blaðið Politika sagði í dag, mánudag. „Eg hef aldrei drukkið áfengi eða kaffi og ekki reykt eina ein- ustu sígarettu á ævi rninni," sagði Soca. Mitra, kona hans, var sögð i sjöunda himni. „Ég er svo yfir mig hrifin af Petro," sagði hún. ERLENT W x ' M ■ X. Fraus í hel — en lifnaði við Myndin er af Michael Troche, tveggja ára dreng í Milwaukee í Bandaríkjunum, sem var talinn hafa frosið í hel, þegar hann fannst eftir nokkurra klukkustunda leit skammt frá heimili sínu. Blóðið í æðum litla drengsins var þá farið að frjósa og ekkert lífsmark fannst með honum fyrst í stað. Það þykir tiðindum sæta að læknum tókst að lífga drenginn við og eru allar líkur á að hann muni ná sér að fullu eftir þessa reynslu. Frost í Milqaukee var þennan dag yfir tuttugu stig og töluverður vindur. '137FEBR0KR"ÁtJTlBU samvinnubankans 1 KFFI AVIK AFIWFI I LITIÐINN I AFMÆLISKAFFII TILEFNI ^ Samvinnubankinn Hafnaraötu 62, s. (92)1288, Keflavík Sameiginlegir hagsmunir banka og viðskiptavina.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.