Morgunblaðið - 13.02.1985, Blaðsíða 19

Morgunblaðið - 13.02.1985, Blaðsíða 19
MORGUNBLAÐIÐ, MIÐVIKUDAGUR 13. FEBRÚAR 1985 19 MANAÐARGREIÐSLUR fra 1. júni 1983 □ fra l.nóv 1984 18 þós.fcr. Barnalifayrir Mœdralaun Mædralaun Mædralaun Foadingar- v/lbarns v/barns v/2ja barna v/3jabarna orlof Barnalífeyrir og mæöralaun hafa hækkaö meir undanfarið en lög um al- mannatryggingar stóöu til. um 75%, með þremur börnum um 56%; og barnalífeyrir og meðlög um 20%. Lyfjakostnaður Aðspurður um lyfjakostnað sagði ráðherra efnislega: Breytt reglugerð er við það mið- uð að sjúklingar, sem þurfa við- varandi að nota ákveðin lyf, fái þau ókeypis. Einnig að ekki séu afgreiddir stærri skammtar úr lyfjabúð en svo að tryggt sé að úrelding lyfja á heimilum sé í lág- marki. Gjaldi fyrir lyf almennt er og stillt í hóf, en þó haft það hátt að lyf séu ekki keypt nema nauðsyn beri til. Einnig er reynt að stýra eftirspurn með verðlagningu . fremur til innlendra lyfja en er- lendra. Þannig kosta nú innlend lyf kr. 120 en erlend kr. 240 fyrir allt að 120 daga skammt. Aldraðir og öryrkjar greiða hins vegar kr. 50 fyrir innlend og kr. 100 fyrir erlend lyf. f könnun Apótekarafélags ís- lands, sem framkvæmd var ann- arsvegar 2.-6. apríl og hinsvegar 19.—23. nóvember 1984, kom í ljós, að útgjöld vegna lyfja höfðu dreg- izt saman um u.þ.b. 0,5 m.kr. á viku eða 25 m.kr. á ári. Þessi sam- dráttur hefur ekki að neinu ráði orðið í lyfjanotkun þeirra, sem verst eru settir og nota lyf viðvar- andi, heldur einkum í almennri lyfjanotkun, að við teljum. Þá er okkar skoðun að þessi sparnaður hafi að hluta til orðið vegna til- flutnings í almennum kaupum frá erlendum lyfjum til innlendra. Einnig vegna minni skammta sem dregið hafa úr eyðileggingu lyfja á heimilum. Greiðslur fyrir læknaþjónustu Ráðherra sagði að breytingar á greiðslum fyrir læknisþjónustu væru við það miðaðar, að kostnað- ur þeirra, sem mesta þjónustu þurfi, minnki. Þeir sem fari til sérfræðings oftar en 12 sinnum á ári greiði nú í heild lægra gjald en áður. Sama gildi um rannsóknir og/eða röntgengreiningu. Nú sé aðeins greitt, eitt, gjald, þó margs- konar rannsóknir séu fram- kvæmdar. Þetta þýði i reynd að hluti greiðslubyrðarinnar hafi verið fluttur frá þeim, sem oftast þurfa að sækja læknisþjónustu, til þeirra, sem sjaldnar leiti hennar, þ.e. hafi verið fluttur frá þeim veikustu til hinna sem frískari teljast. Þá felist sú skýring í verðlagn- ingunni að sjúklingar leiti fremur til samlagslæknis og heilsugæzlu- stöðva en sérfræðinga, þ.e. þangað sem þjónustan er ódýrari. Samlagsmenn í sjúkrasamlög- um skulu greiða samlagslækni sínum eða lækni er í hans stað kemur samkvæmt samningum hlutaðeigandi samlags kr. 75 fyrir hvert viðtal á lækningstofu og kr. 110 fyrir hverja vitjun læknis til sjúklings. Samlagsmenn skulu greiða kr. 270 fyrir hverja komu til sérfræð- ings, fyrir hverja rannsókn á rannsóknastofu eða fyrir hverja röntgengreiningu. Þó má aldrei krefja sjúkling nema um eina greiðslu fyrir hverja komu og skiptir ekki máli, hve margar teg- undir rannsókna ásamt viðtali um er að ræða. Samlagsmaður sem fer til heim- ilislæknis og greiðir þar kr. 75 greiðir kr. 195 fyrir röntgen- skoðun eða rannsókn, sem gerð er í beinu framhaldi og vegna þeirrar skoðunar sem um ræðir. Fari sjúklingur í framhaldi af komu til sérfræðings í aðgerð og svæfingu, greiðir hann engan hlut af aðgerðarkostnaði, en greiðir fyrstu kr. 270 af þóknun svæf- ingarlæknis. Sama máli gegnir ef sérfræðingur vísar til annars sér- fræðings; þá greiðir sjúklingur að nýju kr. 270. Fyrir þá sérfræðiþjónustu sem hér um ræðir greiða elli- og ör- orkulífeyrisþegar kr. 100 í hvert skipti, fyrstu 12 aðskilin skipti árlega, en eftir það ekkert. Hér eru því greiðslur elli- og örorku- lífeyrisþega lækkaðar frá því sem áður var, því þá greiddu þeir helming kostnaðar. Elli- og örorkulífeyrisþegar eiga því, eins og aðrir, að fá kvittun fyrir greiðslum sínum og ef þessir lífeyrisþegar leggja fram kvittan- ir fyrir 12 greiðslum, fá þeir yfir- lýsingu sjúkrasamlags um að þeir eigi ekki að greiða þessa þjónustu út almanaksárið. Sjúklingur þarf aldrei að greiða fyrir einnota vörur eða lyf á rann- sóknastofu eða röngendeild; sá kostnaður er innifalin í heildar- gjaldi. Morgunblaftid/Júlíus. Frá blaöamannafundi Hins íslenska kennarafélags. Heimir Pálsson t.v. ásamt fulltrúum á þinginu. Norrænt kennaraþing: Norrænir kennarar styðja íslenska starfsbræður sína í kjarabaráttunni NORRÆNT þing formanna kenn- arafélaga á Norðurlöndunum (Nord- lár) var haldið í Reykjavík dagana 8. og 9. febrúar sl. Þing þessi eru haldin tvisvar á ári og á þeim eru rædd ýmis mál kennara. Fulltrúarnir bera saman bækur sínar um hvað er að gerast á sviði menntamála í hverju landi, nýjungar í skólamálum, menntun- ar- og launamálum kennara o.s.frv. Á þessu þingi var tölvuvæðing í skólum ofarlega á baugi. Ákveðið var að í sumar verði haldið á ís- landi norrænt tölvunámskeið fyrir kennnara. Launamál voru mikið til um- ræðu á þinginu. Stefnt er að því að safna upplýsingum um vinnutíma, launakjör og eftirlaun kennara á öllum Norðurlöndunum. Á blaðamannafundi sem Hið ís- lenska kennarafélag efndi til í til- efni þingsins kom fram að íslensk- ir kennarar eru greinilega nokkuð á eftir starfsbræðrum sínum á hinum Norðurlöndunum hvað launakjör varðar. Svo dæmi sé tekið er kennsluskylda íslenskra kennara 26 tímar á viku og byrj- unarlaun 22.000 ísl.kr. Hins vegar er hámarkskennsluskylda danskra kennara 22 stundir á viku og fá þeir 46.900 ísl.kr. í byrjunarlaun. Hámarkslaun íslenskra kennara eru um 29.000 ísl.kr en danskra um 72.000 ísl. kr. Byrjunarlaun kennara í Finn- landi eru um 34.500 ísl.kr., í Sví- þjóð um 36.000 ísl.kr., í Noregi um 44.600 ísl.kr. og í Færeyjum um 51.100 ísl.kr. Á þinginu samþykktu fulltrúar hinna Norðurlandanna yfirlýsingu um stuðning við kjarabaráttu ís- lenskra starfsbræðra sinna. Auk þess lofuðu þeir fjárhagsaðstoð ef þess þyrfti. Einnig var samþykkt að styðja það að norrænir nemendur fái frí einn dag til þess að vinna. Þetta verður gert í tilefni af „Ári æsk- unnar" og munu laun nemendanna fyrir daginn renna í sérstaka söfn- un til stuðnings ungu fólki í Suð- ur-Afríku. í Arnarhóli í kvöld Marakvartettinn leikur kammertónlist undir borðhaldi. NÝR, STÓRKOSTLEGUR SÉRRÉTTASEÐILL. NÝJUNG í KONÍAKSSTOFUNNI Eftir Ijúffcngan kvöldvcrð cr notalcgt að sctjast í koníaksstofuna og hlusta á klassíska músík. Hinn bráðcfnilcgi bassasöngvari, Vit)ar Gunnarsson. syngur fyrir gesti okkar. Viðar stundaði söngnám við Söngskólann í Reykjavík, hann hcfur vcrið við framhaldsnám hjá dr. Folkc og Gunnvor Sallström í Stokkhólmi. Viðar hcfur lckið þátl í nám- skciðum hjá Erik Wcrba og cinnig hjá Hclcnc Karusso og Koslas Paskalis. Hann hcfur komið fram scm cinsöngvari við ýmis tækifæri, bæði í Svíþjóð scm og hcr á landi. Undirleikari hjá Viðari cr Selrna Gudmundsdóttir. Með ósk um að þið eigið ánœgjulega kvöldstund. ARNARHÓLL Á horni Hvevfisgötu og Ingólfsstnœtis. Bordapantanir i síma 18833.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.