Morgunblaðið - 13.02.1985, Side 59

Morgunblaðið - 13.02.1985, Side 59
MORGUNBLAÐIÐ, MIÐVIKUDAGUR 13. FEBRÚAR 1985 59 Um tóbaksvarnir Skv. lögunum um tóbaksvarnir mi nú einungis leyfa reykingar I sjúkrahús- um á tilteknum stöðum. Með skírskotun til fyrirspurnar í Velvakanda 31. janúar sl. undir fyrirsögninni: „Hvað um lögin um reykingavarnir?" vill heilbrigðis- og tryggingamálaráðuneytið koma eftirfarandi á framfæri: Um reykingar á vinnustöðum er að finna í lögum um tóbaksvarnir nr. 74/1984 þrenns konar ákvæði: 1. Reykingar óheimilaðar. 1 þeim hluta af húsnæði stofnana, fyrirtækja og annarra, þar sem almenningur leitar aðgangs í sambandi við afgreiðslu eða þjónustu sem þessir aðilar veita. í heilsugæslustöðvum, grunnskólum, dagvistum barna, húsakynnum sem fyrst og fremst eru ætluð börnum og unglingum yngri en 16 ára til félags- og tómstundastarfa og á opinberum samkomum innan- húss fyrir börn eða unglinga, hafi börn innan 16 ára aldurs aðgang að þeim. Hvað snertir reykingar í heilsu- gæslustöðvum, grunnskólum, dagvistum barna og húsakynn- um fyrir böm og unglinga yngri en 16 ára til félags- og tóm- stundastarfa, er yfirmanni stofnunar þó heimilt skv. til- lögu starfsmannafundar eða starfsmannaráðs að leyfa reyk- ingar í hluta þess húsnæðis, sem ætlað er starfsfólki sér- stakiega, enda skal þess gætt, að það valdi ekki óþægindum þeim starfsmönnum sem ekki reykja. 2. Reykingar í sjúkrahúsum. Ein- ungis má leyfa reykingar í sjúkrahúsum á tilteknum stöð- um, þar sem þær eru ekki til óþæginda fyrir þá sem ekki reykja. í flestum sjúkrahúsum hafa verið settar reglur varðandi reykingar, bæði starfsmanna og sjúklinga. 3. Reykingar á öðrum vinnustöðum. Um tóbaksreykingar á öðrum vinnustöðum en þeim sem tald- ir eru upp hér að framan fer skv. nánari reglum, sem setja skal í samráði við Vinnueftirlit ríkisins. Skal þess sérstaklega gætt að þeir sem ekki nota tób- ak verði ekki fyrir óþægindum. Er á vegum Vinnueftirlits ríkisins unnið að gerð reglna á þessu sviði, en þær skulu sér- staklega taka tillit til þess að þeir sem ekki nota tóbak verði ekki fyrir óþægindum. Það er skoðun ráðuneytisins að ekkert það komi fram í lögum nr. 74/1984 um tóbaksvarnir sem beinlínis skyldi atvinnu- rekendur til þess að útbúa að- stöðu fyrir reykingafólk á vinnustöðum. Hins vegar er ljóst, að ekki verður komið í veg fyrir reykingar á vinnustöðum, hvorki með lögum né á annan hátt, þannig að leysa verður málið með því að útbúa að- stöðu. Hvað snertir reykingar í al- mennu skólahúsnæði þar sem ekki verður komið fyrir aðstöðu fyrir reykingafólk án þess að það sé til óþæginda fyrir þá sem ekki reykja, verður að viðurkenna það grundvallaratriði að yfirmanni stofnunar sé eingöngu heimilt að leyfa reykingar, t.d. í grunnskól- um, að það valdi ekki óþægindum þeim starfsmönnum sem ekki reykja. Skiptir þá ekki máli hvort um er að ræða einn aðila eða fleiri. Hvað snertir eftirlit með lögum um tóbaksvarnir er það í höndum Vinnueftirlits ríkisins, sé um vinnustaði að ræða, en að öðru leyti í höndum heilbrigðisnefnda á vegum sveitarfélaganna, undir yf- irumsjón Hollustuverndar ríkis- ins. Sé þannig um að ræða meint brot á lögunum um reykingar starfsmanna á vinnustöðum, skal vísa slíkum málum til Vinnueftir- lits ríkisins, Síðumúla 13, Reykja- vík. F.h.r. Ingimar Sigurðsson Borgarmál Dr. Benjamín HJ. Eiríksson skrifar: Það var ekki um að villast, vatnið var farið. Að kvöldi hins 29. janúar fór kalda vatnið við Bárugötu, hætti að renna úr krönunum, en kom aftur rétt sem snöggvast um miðnættið, hvarf þá á nýjan leik og kom ekki aftur fyrr en undir hádegi daginn eftir. Þegar vatnið svo kom voru kranasíurnar fullar af sandi. Aha, þarna var þá svarið. Síðari hluta mánaðarins hefir gengið pest, að minnsta kosti í okkar borgarhverfi. Flestir sem ég þekki hér segja sömu söguna; niðurgangur, ógleði og uppköst, vanlíðan, maginn eins og hreins- aður að inna með gaslampa. Eft- ir 3 til 4 daga fara menn að hjarna við, taka gleði sína. Hvað olli pestinni? Þegar ég fluttist heim frá Bandaríkjunum fyrir rúmlega 30 árum, tók ég brátt eftir því, að hér gekk svona pest flesta, ef ekki alla vetur. Ég veitti því at- hygli að pestin virtist koma allt- af eftir fyrstu hlákur vetrarins. Ég fór að gefa sumarbústöðun- um sem stóðu á landinu austan Gvendarbrunna, illt auga. Gat það verið að leysingavatnið skol- aði afgangsefnum gesta sumar- bústaðanna ofan í vatn Gvend- arbrunna og þaðan niður kverkar Reykvíkinga? Ég mætti borgarstjóranum á miðjum Austurvelli. Hann stefndi í austur, ég í vestur. Hvað sýndi rannsóknin? Ekkert. Hann brosti sínu blíðasta, reglu- lega sannfærandi brosi. Engir sýklar? Engir. En svo var farið að fjarlægja sumarbústaðina, jafnvel lagfæra kringum vatns- bólið. Og það var meira að segja farið að rannsaka allt vatna- svæði borgarinnar. Fyrir þetta eigum við öll vissulega að jarma þakklæti. Nú í janúar hefir verið auð jörð framundir það síðasta. Orsök pestarinnar gæti því verið þessi auða jörð, einkum í og við fjörurnar. Þær eru fullar af af- gangsafurðum Reykvíkinga, ásamt þeim pappírssnifsum sem bera hreinlæti þessarar þjóðar fagurt vitni, þjóðar, sem þó hefir lifað hinar salernislausu aldir allt fram á vora daga, áreiðan- lega mest fyrir timburskort. Með þessu er ég alls ekki að neita að sóðaskapurinn sé þjóðlegur, en hann er því miður einn af stóru dragbítunum á atvinnulífinu. Þjóðir Austurlanda heilsast ekki með handabandi. Til þess eru þær of kurteisar. Þær nota fing- ur sína til annars, til hreinlætis- verka. Nei, svarið var annars staðar. Það sýndi sandurinn. Þetta voru víst ekki fjörurnar. Undir miðbænum er sjávar- sandur. Þar Iiggja vatnsleiðsl- urnar. Þar eru einnig skolpræs- in. Þegar vatnsleiðslur leka eða bila þá er voðinn vís. Hið meingaða grunnvatn, fullt af sýklum, kemst í neysluvatnið. Um tíma höfðu því sýklar kom- ist í neysluvatnið og það ætti að vera auðvelt fyrir yfirvöldin að finna út hvar þetta gerðist, ein- faldlega með því að fylgjast með því hvar sjúklingarnir ættu heima. En reynslan bendir til að það sé ekki fyrr en alvarleg bilun er orðin, að hafist er handa um viðgerð eða umbætur. Þá hlýtur fjöldi manns að hafa veikst. I fjölmiðlum hefir ekki heyrst stuna né hósti vegna þessa máls, ekki einu sinni um vatnsleysið eða viðgerðina. Já, borgarstjórnin. Ég má alls ekki gleyma henni. Þetta er sannarlega borgarmál. Nokkru eftir að borgarstjórn- in minntist Gvendarbrunna var það ráð tekið að fá danskt fyrir- tæki til þess að gera tillögur um lausn skolpræsamálsins. Við matborðið fannst mönnum, jafn- vel mönnum í borgarstjórn, ógeðsleg tilhugsun, jafnvel við- urstyggileg, að fá mann... af- sakið, óhreinindi úr vatninu í matinn, já á eiginn disk, í stof- unni hjá sér, að ég tali nú ekki um á sunnudegi, úr hinum ókræsilegu fjörum borgarinnar með sitt þykka lag af hreinni drullu. Fyrirtækið skilaði skýrslu um málið, um ástandið og tillögum um úrbætur. Fram- kvæmdir myndu kosta, minnir mig, einn milljarð eða svo. Þetta er svo dýrt, sögðu borgarfulltrú- arnir, og lögðu málið til hliðar. Þar sefur það víst svefninum langa, nema að það sé að minna á sig núna. Síðan samþykktu þeir að byggja borgarleikhús. Það á að kosta um það bil einn milljarð. 31. jan. 1985. Útsala Karlmannaföt kr. 1.995,- til 2995,-. Terelynebuxur kr. 790,- 895,- og 950,-. Gallabuxur kr. 295,- og 350,- litlar stæröir kr. 595,- allar stæröir. Peysur kr. 250,- 340,- 410,- og 660,-. Skyrtur, nærföt o.fl. ódýrt. Andrés, Skólavöröustíg 22A. LEIKHÚSGESTIR HÁLF SEX— HÁLF ÁTIA Frá kl. 17:30 - 19:30 alla daga bjóðum við sérstakan matseðil á einstöku verði. VF.ITINGAHÚS _______AMTMANNSSTÍC, 1 RFi'KJAVlK SÍMI 91-1M03_ Martin Berkofsky leikur píanóverk eftir Franz Liszt í Þjóðleikhúsinu mánudaginn 18. febrúar kl. 20:30 Allur ágóði rennur til samtaka um byggingu TÓNLISTARHÚSS Miðasala hefst í Þjóðleikhúsinu miðvikudaginn 13. febrúar.

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.