Morgunblaðið - 13.02.1985, Blaðsíða 45

Morgunblaðið - 13.02.1985, Blaðsíða 45
MORGUNBLAÐIÐ, MIÐVIKUDAGUR 13. FEBRÚAR 1985 45 Grein og myndir: ÓMAR VALDIMARSSON hjá mér. En lögreglan gekk af- skaple'ga hart fram og sýndi enga miskunn. Ég held að mínir menn séu ekki reiðubúnir að gleyma því alveg strax..." — Hvernig gátuð þið brugðist við? Getið þið komið á framfæri opinberum mótmælum eða hvað? „Það er afskaplega erfitt. Þetta er pólitik og þeir eru mjög við- kvæmir fyrir því að við höfum stjórnmálaleg afskipti. Stjórn- völdum er hins vegar fyllilega ljóst að okkur líkar ekki svona framkoma og það hefur í mörgum öðrum tilfellum haldið aftur af þeim að við erum til staðar. í þessu tilfelli mátu þeir ástandið svo alvarlegt að þeir fengu lið- sauka og úr því varð þetta blóð- bað. Því miður. Þarna koma líka til ættflokkaerjur — það hefur alltaf verið grunnt á því góða með Konsómönnum og bæjarbúum, sem eru Amarar og aðrir innflutt- ir.“ — Konsó er það sem maður kallar svörtustu Afríku. Hvernig búa menn þar? „Konsómenn búa langflestir í strákofum. Veggirnir eru búnir til úr trjágreinum en þakið úr grasi. í dálítilli fjarlægð frá stöðinni byKftja menn steinhús og svo kannski strákofa uppi á steinhús- inu. í kringum kristniboðsstöðina búa allflestir í þorpum, allt upp í 2000 manns í hverju þorpi. Þegar fjær dregur býr hver fjölskylda fyrir sig vítt og breitt um fjalls- hlíðar og ása. Þetta eru harðdug- legir bændur, ef til vill vinnusam- asta fólkið í landinu. Það er einu sinni þannig, að þeir sem búa á harðbýlustu stöðunum í landinu, þeir eru duglegastir því þeir hafa þurft að hafa mikið fyrir lífinu. Öðruvísi hafa þeir ekki getað lifað af. Samfara vinnunni fer oft heið- arleiki — Konsófólkið er afskap- lega heiðarlegt, og gott að starfa með því. Við finnum vel að við er- um á meðal vina.“ Drykkjuskapur allsherjarvandamál — Mér hefur skilist að það sé lítið um glæpi í landinu öllu ... „Já, það fer nú eftir því hvað við köllum glæpi. Það er ekki óalgengt í Konsó að maður stingi annan með hnífi. Það sem er allsherjar vandamál í þessu landi er drykkjuskapur. Þeir brugga sín eigin vín úr korni og fleiru og eima það stundum. Það vill valda vandræðum þeirra í milli því Konsómenn geta orðið býsna ákveðnir þegar þeir drekka. Marg- ir bera hnífa og eiga auðvelt með að grípa til þeirra." — Fólkið hér norðar í landinu gengur í tötrum og teppum af ýmsu tagi. Suðurfrá er miklu heit- ara — eru þeir þá berir þar? „Karlarnir ganga flestir í bux- um, konur hafa um sig lítil tau- pils. Konur eru flestar berar að ofan en þó hefur þetta breyst ofurlítið. Nú er tíska að vera í peysu líka — en það er sömuleiðis algengt að fólk sé í öllum sínum fötum í einu til að sýna að það sé sæmilega vel stætt." — Ríkidæmið, já. Manni sýnist ekki að þeir sækist eftir fasteign- um eins og við, að minnsta kosti ekki einbýlishúsi í Arnarnesinu. En hvað gerir Eþíópa ríkan? „Þeir eru nú ekki margir ríkir eftir okkar skilningi en það sem bóndi sækist eftir er góðir akrar og góðir uxar til að plægja akrana. Hirðinginn sækist eftir kúm — því fleiri kýr því betra. Ef hann á margar kýr telur hann sig ríkan, það lyftir honum upp i samfélag- inu og skapar honum vissa virð- ingu. í Konsó eru margir kaup- menn og þeir hafa það ágætt. Þeir hafa getað ávaxtað sitt fé í versl- un og orðið ríkir á mælikvarða þeirrar þjóðar. Þeir ferðast hingað til Addis eða til annarra staða og kaupa vörur, sem þeir flytja svo niðureftir og selja þar.“ — Leyfir þjóðskipulagið sjálf- stæðan atvinnurekstur af þessu tagi? „Já, þeir geta stundað verslun af þessu tagi. Það hefur að vísu dreg- ist talsvert saman, því nú þarf orðið leyfi til alls.“ í burtu — heim — Það minnir á, að við höfum heyrt talsvert um fólk sem er óánægt með stjórnarfarið og vill komast í burtu. Væntanlega taka Konsómenn, eins og aðrir, eftir stjórnmálaástandinu í landinu. Vilja þeir einnig komast í burtu? „Vanalegur Konsómaður fylgist lítið með stjórnmálum. Hann er ánægður ef hann hefur nóg í sig og á og fær að vinna í friði á sínum akri og sinna sínum bústörfum. En þeir sem hafa menntun til aö fylgjast með fréttum eða þeir sem hafa átt eitthvað — meðal þeirra eru skoðanir um ástandið mjög skiptar. Sjálfur þekki ég engan Konsómann, sem vill út, en ég ímynda mér að margir yrðu harla glaðir ef vissar breytingar ættu sér stað.“ — Eftir hálft annað ár ferð þú sjálfur út úr landinu. Hvernig leggst i þig að koma heim í víxla- súpu og húsnæðisbasl? „Við erum svo heppin að eiga þak yfir höfuðið í Hveragerði sem við getum flutt inn í til að byrja með. Það verður náttúrlega mikil breyting að koma heim til íslands eftir að hafa búið í Afríku í 10—11 ár. Við römbum á milli tilhlökkun- ar og kvíða því hér erum við svo vel laus við það, sem er að fara með marga í okkar velferðarþjóð- félagi, kapphlaupið eftir meiri og meiri gæðum. Þetta kapphlaup er langt fjarri manni hér. Við höfum ekki sjónvarp eða myndband, við höfum takmarkað rafmagn og takmarkað vatn en við notum kertaljós og förum vel með vatnið. Við líðum ekki skort og höfum það sem við þurfum. Mér finnst við lifa ágætis lífi.“ Afríkuhangikjöt — Hvað með mataræði ykkar — borðið þið innlendan mat, til dæmis indjara og wot? „Já, við borðum líka þannig mat. Annars borðum við mikið til það sama og heima, það er hægt að fá ágætis kjöt í Konsó og það matreiðum við á svipaðan hátt og heima á íslandi. Það er náttúrlega miklu sjaldnar fiskur á borðum en heima og maður getur ekki alltaf fengið í verslunum kakó og kók- osmjöl eða hvað það nú kann að vera. Það er vel hægt að lifa góðu lífi þótt maður hafi ekki við hönd- ina allt það, sem er raðað í hillur verslana heima á íslandi." — Þið fáið þá ekki sendan mat að heiman? „Það hefur afskaplega sjaldan komið fyrir. Við reyktum til dæm- is okkar eigið hangikjöt um síð- ustu jól og tókst bara sæmilega vel. Svo fengum við með flugvél- inni sem kom með hjálpargögnin eitt hangikjötslæri, sem við hlökk- um til að narta í. Tvisvar höfum við svo fengið smápakka með áleggi, sem var mjög gaman að fá enda borðum við mikið brauð.“ — Hvað ætlið þið að fara að gera þegar þið komið heim? Fara að kenna? „Hún var erfið þessi! Þú mátt ekki fara að ljóstra því upp! Nei, í alvöru talað, þá er það allt á huldu. Við leggjum það í Guðs hendur. Við trúum því að eitt eða annað bíði okkar þegar þar að kemur.“ — Hvað verður mikið eftir af ykkur í Eþíópíu? „Það verður áreiðanlega nokkuð mikið. Ég er hræddur um að hug- urinn og hjartað verði mikið í Afr- íku það sem eftir er enda höfum við varið stórum hluta starfsæv- innar hér. Kristniboð og hjálpar- starf verður okkur efst í huga áfram, hvort sem það er hér í Eþíópíu eða heima á íslandi." Kristniboðarnir Ingibjörg Ingvarsdóttir og Jónas Þórisson með dætrunum fimm í norska kristniboðsskólanum í Addis Ababa. Dæturnar eru, frá vinstri: Hulda Björg 13 ára, Hanna Rut 12 ára, Hrönn 11 ára, Halla 8 ára og Þóra Björk 6 ára. Þrjár yngstu dæturnar eru fæddar í sjúkrahúsi í Konsó. gerðust kristniboðar? Stutt þögn. Svo: „Já, ég myndi ekkert hafa á móti því ef þær fyndu sig kallaðar til þess og færu i starfið af fullri sannfæringu.“ Þóra Björk leikur sér við vinkonu í Addis, dóttur eins starfsmanna norska skólans. Ástæða til að taka kristniboðsskip- unina alvarlega „Kristniboðsköllun getur komið til fólks á afskaplega mismunandi hátt. Sjálfur kynntist ég ungur KFUM og þar heyrði ég fyrst talað um kristniboð þegar ólafur Ólafsson kom og sagði frá starfi sínu í Kína. Ég fylgdist svo með kristniboðinu þegar það hófst hér í Eþiópíu, fékk að heyra um þetta hægt og rólega. Svo komst ég til trúar, eins og sagt er, fór að hlusta á Guðs orð og lesa sjálfur. Þetta þróaðist með mér hægt og hægt. Ég varð sannfærður um að það sem ég las ætti erindi til mín og gæfi lífinu tilgang. Innra með mér eignaðist ég þá fullvissu, að krist- in trú væri það besta, sem nokkur maður gæti eignast og ég sann- færðist einnig um, að það bæri að taka kristniboðsskipunina í Nýja testamentinu alvarlega, að manni bæri að fara til allra þjóða og segja frá hvað Guð hefur gert í Jesú Kristi. Þetta leiddi til þess að ég varð viss um að fyrst ég hefði heilsu og krafta og aðstöðu til, þá ætti ég að fara til Afríku — í þessu tilfelli Eþíópíu — og reyna að gera mitt besta þar. Hingað komum við hjónin fyrst í janúar 1973, bæði kennarar að mennt og vígðir kristniboðar." Dæturnar í Addis — Þið eigið fimm dætur, sem næsta haust verða allar komnar í skóla hér í Addis, í mörg hundruð kílómetra fjarlægð frá foreldrum sínum 7—8 mánuði á ári. Verður ekki fjölskyldulífið heldur tak- markað? „Við reynum að heimsækja þær annað slagið en víst kostar það ýmislegt að vera kristniboði. Við lifum ekki við sömu þægindi og við gætum kannski lifað við heima á Islandi. Hjá okkur hefur þetta gengið afskaplega vel, þær ganga á góðan, norskan skóla hér I Addis. Þær una hag sínum mjög vel, eru glaðar og ánægðar. Kenn- ararnir hér eru mjög góðir, hugsa vel um börnin og það ríkir fjöl- skyldustemmning á heimavistinni. Þetta er kannski erfiðara fyrir foreldrana; krakkarnir hafa nóg við að vera og taka þátt í ýmsu sem þau eru upptekin af og þau skilja hvers vegna foreldrarnir þurfa að vera í burtu frá þeim. Þetta verður kannski erfiðara fyrir börnin þegar þau eldast, þegar upp koma ýmsar spurningar um lífið og tilveruna, sem er hlut- verk foreldra að svara. Ég held samt að þetta hafi gengið miklu betur en maður hafði þorað að vona og miklu betur en nokkur, sem ekki þekkir til, getur látið sér detta í hug. Það verða væntanlega mikil viðbrigði þegar yngsta stelp- an fer hingað á skóla í haust — það gætu orðið meiri viðbrigði fyrir okkur en hana, sem á fjórar eldri systur hér fyrir.“ — Myndirðu vilja að stelpurnar Herinn sýnir vald sitt — Þú minntist á það einhvern- tíma á ferðalagi okkar að það hefði komið til uppþota í Konsó og margir menn drepnir. Finnið þið mikið fyrir hernum þarna suður- frá? „Nei, við finnum ekki mikið fyrir hernum í Konsó, það er frek- ar lögregla, haldin var Krosshátíð Koptísku kirkjunnar, kristnu kirkjunnar í landinu. Þá gerðist það að kvöldlagi, að ungur og vel látinn Konsómaður, sem vann fyrir UNICEF, var skotinn niður. Skotmaðurinn var utansveitar- maður hjá UNICEF, sem margir höfðu verið óánægðir með enda hafði þann þegið mútur og misnot- að aðstöðu sína á ýmsan hátt. Úr þessu varð heilmikið bál. Lögregl- an tók vitaskuld manninn í sína vörslu en Konsómenn vildu ná fram hefndum og kröfðust þess að fá hann framseldan. Það vildi lögreglan auðvitað ekki. Þá söfn- uðust þeir saman í kringum bæinn og kristniboðsstöðina og létu ófriðlega án þess að nokkur væri meiddur, þeir voru dálítið að skjóta upp í loftið ..." — Eru þeir sæmilega vopnum búnir? „Nei, þetta eru mest gamlir hólkar einhverjir. Ég vissi um tvo í þessum hópi, sem voru með góð vopn. Flestir hinna geta ævinlega hrósað happi yfir því að skotið fer framúr hlaupinu en ekki afturúr því. Nú, þeir voru búnir að um- kringja þarna bæjarhluta, þar sem mest búa ríkisstarfsmenn. Þar urðu menn eitthvað hræddir um að það gæti dregið til tíðinda svo þeir sendu frá sér beiðni um aðstoð. Þeir fengu fljótlega frá Arba Minch, höfuðborg fylkisins, tvo vörubílsfarma af hermönnum og lögreglu. Þeir voru með sjálf- virk vopn og höfðu engin umsvif heldur skutu niður á stuttum tíma á milli 40 og 50 manns, þar af fimm inni á lóð kristniboðsstöðv- arinnar." Engin miskunn — Hún nýtur þá ekki þeirrar friðhelgi, sem maður ímyndar sér? „Jú, það var mest tilviljun að þessir menn voru neðst á lóðinni. Það var engin skothríð nærri okkar íbúðarhúsum eða öðrum stofnunum stöðvarinnar — og þó, kúla fór í gegnum stofuvegginn
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.