Morgunblaðið - 13.02.1985, Blaðsíða 30

Morgunblaðið - 13.02.1985, Blaðsíða 30
30 MORGUNBLAÐIÐ, MIÐVIKUÐAGUR 13. FEBRÚAR 1986 Danmörk: Greiðslujöfnuðurinn óhagstæður um 17,2 milljarða d.kr. 1984 Kaupmannahörn, 12. febrúar. Al'. Greiðslujöfnuður Oana varð óhagstæður um 17,2 milljarða d. króna á árinu 1984, en var óhagstæður um 11 milljarða d. króna árið áður, að því er upplýsingar frá hagstofu landsins hermdu í dag, þriðjudag. Á síðasta ársfjórðungi 1984 reyndist greiðsluhallinn 5,7 millj- arðar, en var 4,5 milljarðar á sama tímabili 1983. Hagstofan sagði, að erlendar skuldir landsins hefðu numið 218 milljörðum d. króna við árslok 1984, m.a. vegna hækkunar dollar- ans. { árslok 1983 námu erlendar skuldir 185 milljörðum d. króna. Svend Möller, yfirhagfræðingur Verslunarbankans í Kaupmanna- höfn, kvað greiðslujöfnuðinn 1984 „viðundandi eftir atvikum". Hann sagði, að mikið af inn- flutningsvörum ársins hefðu verið hráefnisvörur til útflutnings- framleiðslunnar. Fyrrnefndar tölur koma heim og saman við spá stjórnarinnar, en Poul Schliiter forsætisráðherra kvað hallann enn of mikinn. „Við verðum að minnka hann á árinu 1985. “ Eftir ríkisstjórnarfund í dag ítrekaði Schlúter það markmið stjórnar sinnar að ná jöfnuði á ár- inu 1988. „Það er ákaflega mikilvægt fyrir efnahag landsins, að sá já- kvæði árangur sem náðst hefur, verði ekki fyrir röskun," sagði hann við fréttamenn. Schlúter kvað „hófsamlega" kjarasamninga aðalskilyrði þess, að markmið stjórnarinnar næðist. Forsætisráðherrann kvaðst að því er kjarasamningana varðaði helst vilja sjá tölur sem næst núlli. Ein af meginkröfum dönsku verkalýðsfélaganna er nú 35 stunda vinnuvika án launaskerð- ingar. Slegist vegna gamalla húsa Þessi átök voru í úthverfi Manila, höfuðborgar Filippseyja, á mánudaginn, en þá reyndu um 200 námsmenn og aðrir óbreyttir borgarar að koma í veg fyrir að nokkur gömul íbúðarhús yrðu rifin, en í þeim býr talsvert af ólánsfólki sem á annars hvergi höfði að halla. Lögreglulið var kallað út og svo sem sjá má var það vel bareflum búið. Miklar ryskingar fylgdu komu lögreglunnar og tókst henni að lokum að dreifa mannfjöldanum og því næst hófst niðurrif húsanna. Um 30 manns urðu sárir í slagnum, enginn þó alvarlega utan tveir, sem særðust af byssukúlum lögreglumanna. Líbýumenn sleppa tveimur Bretum til Lundúnum, 12. febrúar. AP. TALSMAÐIJR brcska utanríkis- ráöuneytisins sagrti í dag, að Líb- ýumenn helðu sleppt tveimur Bretum til viðbótar úr haldi, þann- ig hefði sex verið sleppt síðustu daga. Þeir fjórir, sem síeppt var í síðustu viku, voru handteknir eftir atvikið við sendiráð Líbíu í Lund- únum er bresk lögreglukona var felld í kúlnahríð sem barst frá sendiráðsbyggingunni. Bretarnir sem nú voru leystir úr haldi voru á hinn bóginn meintir áfengissmygl- arar sem handteknir voru í októ- ber 1982. Mennirnir heita Michael Brennan og Hugh Wiley, en þeir höfðu verið dæmdir til 9 mán- aða fangelsisvistar og áttu þeir eftir að afplána 5 mánaða dóm. Þeim var gert að hverfa af landi brott innan tveggja daga. Áfengi er bannað með öllu í Líb- ýu og brot af þessu tagi litin alvarlegum augum. Nú eru uppi vangaveltur um hvort að sambúð Bretlands og Líbýu batni í kjölfarið á um- ræddum atburöum. Geoffrey Howe, utanríkisráðherra Bret- lands, sagði í síðustu viku, að breskir embættismenn væru reiðubúnir að hitta líbýska ráðamenn til skrafs og ráða- gerða um batnandi sambúð. Hann tók hins vegar skýrt fram, að ekki kæmi til greina að taka upp stjórnmálasamband á nýj- an leik. Liberation ásakar enn Le Pen um pyndingar París, 12. febrúar. AP. DAGBLAÐIÐ Liberation, sem er vinstri sinnað, segir frá því í fyrirferðar- mikilli frásögn í dag, að Jean Marie le Pen, leiðtogi hins hægri sinnaða Þjóðfylkingarflokks, hafi pyndað fanga í Alsírstríðinu. Birtir blaðið framburð fimm fanga þessu til sönnunar. Jean Marie le Pen hefur vísað þessum ásökunum eindregið á bug og sagði í dag, að hann hefði ekki tekið þátt í að yfirheyra fanga í Alsírstríðinu. Þjóðfylkingarflokkurinn fékk um 11 prósent atkvæða í síðustu kosningum í Frakklandi. Flokkur- inn þykir öfgasinnaður og berst meðal annars gegn því að leyfa útlendingum að koma til Frakk- lands til starfa og segir að þeir auki á það atvinnuleysi meðal Frakka sem fyrir er. Mennirnir fimm sem skýra frá reynslu sinni í blaðinu segja að Le Pen hafi pyndað þá árið 1957 eða gefið skipanir um það. Le Pen seg- ir í svari sínu við þessum áburði „að það þurfi ekki að koma á óvart þótt vinstrisinnum takist að fá hryðjuverkamenn til að ráðast gegn sér þar sem allir viti að hann sé andstæðingur innflutnings Als- irbúa og annarra útlendinga og andsnúinn hvers konar undiróð- ursstarfsemi." Ásakanir þess efnis hafa komið upp gegn Le Pen annað veifið í mörg ár. Le Pen segir að hafi eitthvað af þessu einhvern tíma átt við rök að styðjast hefði hann verið formlega ákærður og dæmd- ur, en hann hafi þvert á móti feng- ið heiðursmerki frá Jacquis Massu, yfirmanni herfylkis þess sem hann var í meðan á Alsír- stríðinu stóð. Andspyrnuöfin í Afganistan: Árásír á sjúkrahús og sovéskar herdeildir Nýju Delhf, 12. febrúv. AP. VESTRÆNIR stjórnarerindrekar greindu frá því í Nýju Delhí í dag, að þeir hefðu fyrir því vis.su, að afg- anskir andspyrnumenn hefðu drepið 60 sovéska hermenn og sært marga til viðbótar í meiriháttar fyrirsátri við brúna á ánni Argandab, sem er skammt frá Kandahar, næststærstu */fjarðarplast n.i.k. 04 cimi SF. Ftatahrajn 31 220 Hatnarfirfti Sími 651210 Nafnnr 2343 - 0223 - Solusk nr G - 924 Höfum ávallt fyrir- liggjandi allar geröir og stærðir af plasteinangrun Sími 65-12-10 borg landsins. Sovétmenn verða æ oftar fyrir skakkafollum þar sem þeir berjast í vaxandi mæli sjálfir við andspyrnulið vegna slælegrar framgöngu afganska stjórnarhers- ins. Þá sögðu erindrekarnir að and- spyrnumenn hefðu drepið að minnsta kosti 34 sjúklinga á tveimur sjúkrahúsum með eld- flaugaárásum. Annað sjúkrahús- anna var hersjúkrahús sovéska hersins, hitt þjónar einungis sjúklingum úr röðum flokksfor- ystumanna og herforingja. Sov- éskar leitarflugvélar ollu næstum stórtjóni er blys sem þær létu falla lentu á lóðum bandarísku og vestur-þýsku sendiráðanna. Brann gras glatt, en það tókst að koma í veg fyrir tjón. Erindrekarnir sögðu auk þess, að 40 Sovétmenn til viðbótar hefðu fallið eða særst í öðru fyrir- sátri í byrjun þessa mánaðar við borgina Karezemir, sem er skammt frá hinum hernaðarlega mikilvæga Pansjherdal. Þar fer nú fram mikill liðsafnaður Sov- étmanna og afganskra stjórnar- hermanna og andspyrnumenn sitja fyrir þeim við hvert tæki- færi. Búist er við að liðsafnaður- inn merki að ný stórsókn sé í vændum í Pansjherdal og verður það niunda atlaga Rússa og stjórnarhersins á þeim slóðum frá því að innrás Sovétmanna í landið hófst fyrir rúmum fimm árum. f fyrra varð þeim hvað mest ágengt, en síðan hafa andspyrnumenn færst í aukana á ný og náð mörg- um stöðvum í Pansjher á nýjan leik. Reiknað er með því að sóknin hefjist í næsta mánuði er snjó tek- ur að leysa úr fjöllunum og veður að hlýna. Sovétmenn hafa ekki setið auð- um höndum í ljósi mannfallsins sem andspyrnumenn hafa valdið. f hefndarskyni gerðu þeir loftárásir á borgina Istalef í Pansjherdal fjóra daga í röð í síðustu viku. Fjöldi óbreyttra borgara lét lífið og enn fleiri særðust, auk þess sem þúsundir manna tóku sig upp og flýðu til höfuðborgarinnar Kabúl. SuÖur-Afríka: Kyrrt eftir óeirðir í útborg Pretoríu JóhanneMtrborK, 12. febrúar. AP. KVRRT var orðið fyrir hádegi í dag, þriðjudag, í Mamelodi, útborg Pretoríu. Þar ríkti mikil spenna í morgun, eftir að það vitnaðist, að ungur blökkumaður hefði látist á spítala í nótt eftir skotárás lögreglunnar. Suður-afríska fréttastofan hafði eftir heimildum í Pretoríu, að svart- ir námsmenn hefðu ásamt kennur- um sínum staðið fyrir óeirðunum í Mamelodi. Lögreglan taldi óeirðirnar stafa af því að sumir námsmenn hefðu ætlað að sækja kennslustundir, en aðrir í þeirra hópi viljað koma í veg fyrir það.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.