Morgunblaðið - 13.02.1985, Blaðsíða 28

Morgunblaðið - 13.02.1985, Blaðsíða 28
28 MORGUNBLAÐIÐ, MIÐVIKUDAGUR 13. FEBRÚAR 1985 Jaruzelski heit- ir rannsókn þeg- ar heim kemur San Remo-söngvakeppnin: Viðhafnarveisla? Munið að panta tímanlega! Við bjóðum glæsilega veislusali fyrir brúðkaupsveislur, afmælisveislur, starfsmannaveislur og hverskonar samkvæmi. Viðurkenndur veislumatur og þjónusta hvort sem veislan er fyrir 10, 30, 60 eða 200 manns. Látið okkur sjá um samkvæmið og það verður vegleg veisla. Pantið með góðum fyrirvara i sfma 22322 og 22321. HÓTEL LOFTLEIÐIR FLUCLCIDA fS HÓTtL Borðapantanir í síma 22322 - 22321 Pólskar njósnir á Indlandi: Nýju Delhí, 12. febrúar. AP. JARIIZELSKI, forsætisráóherra Póllands, sagði á blaöamannafundi í Nýju Delhí í dag, að stjórn hans muni rannsaka vendilega allar ásak- anir um að Pólland ksemi við sögu í njósnahneykslinu, sem sagt hefur verið frá að upp hafi komizt um á Indlandi. Jaruzelski sagði, aö það sem Pólverjar vildu vita um Indland og Indverja gætu þeir fengið að vita eftir löglegum leiðum, en þyrftu ekki að beita neinum annarlegum aðfcrðum. Engu að síður myndi hann láta kanna þetta rækilega þeg- ar hann kæmi heim aftur. Hann sagði, að sökudólgur væri ekki stjórnarcrindreki heldur viðskipta- aðili. Jaruzelski sagði að þeir Rajiv Gandhi, forsætisráðherra Ind- lands, hefðu rætt þetta mál „utan dagskrár" og skoðanaskipti þeirra einkennzt af einlægni, hreinskilni og gagnkvæmri velvild. Eins og áður hefur komið fram í fréttum er þetta fyrsta för Jaruz- elskis til lands utan Austur- Evrópu. Hann lét vel af þeim mót- tökum, sem hann hafði fengið, enda væri vinátta með þjóðunum tveimur. Jaruzelski sagðist al- mennt mjög ánægður með þær viðræður, sem hann hefði átt við ráðamenn og fór sérstaklega lof- samlegum orðum um Rajiv Gandhi, sem væri „sterkur og mikill persónuleiki". Þá minntist hann Indiru Gandhi, fyrrverandi forsætisráðherra, og sagði að hún hefði skiiið að það væru Pólverjar sjálfir, sem ættu að leysa sín mál án þess að aðrir væru að skipta sér af. Pólski forsætisráðherrann kvaðst vilja vekja athygli á, að mjög mikil viðskipti væru milli Póllands og Indlands og myndu þau aukast enn á árinu 1985. Jaruzelski fer á miðvikudag í ferð um suðurhluta Indlands. Söngvari Duran mætti með Duran fótinn í gifsi hefðbundinn samkvæmisklæðn- að, sem hingað til hefur tíðkast í San Remo-keppninni. Hljómsveitin Ricchi E Poveri tók nú þátt i keppninni í fimmta sinn en þetta var í fyrsta sinn sem hún sigraði. I hljómsveit- inni eru tveir karlmenn og ein kona og voru þau að vonum ánægð með sigurinn. „Það hlaut að koma að því að við ynnum," sagði söngkonan Angela með grátstafinn í kverkunum þegar úr slit voru kunngerð. „Plöturn- ar okkar hafa selzt vel gegnum árin, en það jafnast ekkert á við það að vinna San Remo-keppn- ina.“ Keppni þessi á heldur betur upp á pallborðið hjá sjónvarps- áhorfendum, því ítalska ríkisút- varpið gaf á laugardaginn út yf- irlýsingu um að 19,6 milljónir hefðu fylgst með útsendingunni. Margir erlendir gestir skemmtu milli atriða og í þeim hópi var ekki ófrægara fólk en Sade Adu, Frankie Goes to Hollywood, Bronski Beat, Talk Talk, Duran Duran og fleiri í sama gæða- flokki. Þess má í lokin geta að Simon Le Bon, söngvari Duran Duran, datt og fótbrotnaði nokkrum klukkustundum áður en hann kom fram og mætti því til leiks með fótinn í gifsi. Tórínó, 12. febrúar. Frá Brynju Tomer frétU- riUra Morgunblaósins. HINNI árlegu San Remo-söngva- keppni á Ítalíu lauk á laugardags- kvöld með pompi, prakt og sigri hljómsveitarinnar Ricchi E Poveri (Ríkir og fátækir), sem hlaut rösk- lega eina og hálfa milljón atkvæða sjónvarpsáhorfenda fyrir lagið „Se IVfi Innamoro“ (Ef ég verð ást- fanginn). Á hæla ríkra og fátækra kom hinn kornungi Luis Miguel, aðeins 14 ára gamall, sem söng sig gjörsamlega inn í hjörtu áhorfenda með laginu „Ragazzi Di Oggi“ (Krakkar nú til dags). í þriðja sæti hafnaði söngkonan Gigliola Cinqu- etti með ástarballöðuna „Chiam- alo amore“ (Köllum það ást). San Remo-söngvakeppnin er ætíð sýnd í beinni sjónvarpsút- sendingu víða um heim og var nú hatdin 35. árið í röð. Keppnin var haldin í hinu glæsilega Ariston- leikhúsi í San Remo. Keppnin stendur yfir í þrjá daga og vekur jafnan mikla eftirtekt. Hefur hún verið talin með glæsilegustu og virðulegustu keppnum af þessu tagi í Evrópu. Þátttakend- ur að þessu sinni voru 22, allir þekktir og viðurkenndir lista- menn, a.m.k. á Ítalíu. Það þótti skyggja talsvert á glæsileikann, sem til þessa hefur einkennt keppnina, að í ár var öll tónlist leikin af segulbandi. Simon Le Bon söngvari Duran Duran. Söngvararnir „sungu“ í ótengd- an hljóðnema og hljóðfæraleik- arar „léku“ á ótengd hljóðfæri. Þá hneykslaði söngkonan Anna Oxa marga með sviðs- framkomu sinni, en hún þótti helst til djörf í klæðaburði og hreyfingum. Anna var klædd há- rauðum níðþröngum leikfimibol, sem stakk óneitanlega í stúf við GENGI GJALDMIÐLA Staða dalsins styrkist enn London, 12. febrúnr. AP. Bandaríkjadalur styrkti enn stöðu sína gagnvart helstu gjald- miðlum Vesturlanda á gjaldeyr- ismörkuðum í dag. Gull hækkaði einnig í verði. Gengi sterlingspunds gagn- vart bandaríkjadal hefur aldrei verið lægra en í lok viðskipta í dag. Þá fékkst 1,0870 dalur fyrir hvert pund, en í gær fékkst 1,0975 dalur fyrir pundið. Gengi bandaríkjadals gagn- vart öðrum helstu gjaldmiðlum var sem hér segir: 261,80 yen (í gær 260,50) í lok viðskipta í Tókýó, en 263,07 yen í lok við- skipta í London; 3,2910 vestur- þýsk mörk og hefur ekki verið hærra í 13 ár (í gær 3,2675); 2,7962 svissneskir frankar og hefur ekki verið hærra í 7 ár (2,7870 í gær); 10,0035 franskir frankar og hefur aldrei verið hærra (í gær 9,9545); 3,7230 hol- lensk gyllini og hefur ekki verið hærra í 13 ár (í gær 3,6960); 2.020,37 ítaiskar lírur (í gær 2.004,50); 1,3384 kanadadalur (í gær 1,3391) og 11,6950 danskar krónur (í gær 11,6220). Fyrir gullúnsuna fengust í lok viðskipta í dag 302 bandaríkja- dalir, en í gær 299,75 dalir. Skip eiga nú í mestu erfiðleikum á Eyrarsundi vegna ísa þar um slóðir og var þessi mynd tekin um helgina í Kaupmannahöfn. Spáð er því að Danmörk og Svíþjóð „frjósi“ saman á næstu dögum. Ekki linnir frosti í Evrópu um sinn Iiindnn I? fphniar AP London, 12. febrúar. AP. KULDAKAST í Evrópu fjórða dag- inn í röð raskaði vega-, járnbrauta- og vatnaleiðasamgöngum, og segja veðurfræðingar að ekki sjái fyrir endann á frosthörkunum, sem kost- að hafa a.m.k. 60 manns hTið frá því á laugardagsmorgun. Segja má að snjór þeki alla Vestur-Evrópu og eru menn enn að grafa sig út úr húsum eftir gíf- urlega snjókomu um helgina, sem olli rafmagnsbilunum og um- ferðaröngþveiti. Er þetta annað kuldakast vetr- arins í Evrópu og komst tala lát- inna af völdum veðursins í 60 í dag er þrír menn fundust frosnir í hel, tveir í útborg Ghent í Belgíu og 74 ára bóndi úti á akri sínum í Norður-írlandi. Frostið komst niður í 18 gráður á celcius í Köln í nótt og 15 gráður í Bonn. Hafa 30 manns týnt lífi af völdum kuldanna í V-Þýzkalandi frá því á laugardag. Seinagangur við snjóruðning í Frankfurt er orðinn að pólitísku deilumáli og situr hreinsunardeild borgarinnar undir ámælum fyrir skipulags- lausa snjóhreinsun, þar sem aðal- götur hafi verið látnar sitja á hak- anum og fæstir því komist leiðar sinnar. I Bretlandi hafa 17 manns látizt vegna kuldanna og spáð var meiri snjókomu í suður- og vesturhluta landsins á morgun, miðvikudag. Bændur sögðu að verð á grænmeti myndi rjúka upp ef kuldarnir yrðu langvarandi. Kuldarnir hafa kost- að sjö menn lífið í Svíþjóð, þrjá í Sviss, tvo í Belgíu og einn í Hol- landi. Kuldakastið kom í kjölfar tveggja vikna bliðukafla, þar sem hitastig var sem að vori í venju- legu árferði. Er nú 40 sentimetra þykkur ís í dönsku sundunum og skipaleiðin inn í Eystrasalt er einnig frosin. Kuldarnir hafa valdið miklum usla í Austur- Evrópu. 900 sportveiði- mönnum bjargað Mo.skvu, 11. febrúar. AP. UM ÞAÐ BIL 900 sportveiðimönnum sem voru að veiða á ís við strönd Azovs-hafs við Suður-Rússland var bjargað um borð í árabáta og þyrlur, þegar ísinn brotnaði og rak frá landi, að því er sovéska blaðið Izvestia sagði á laugardag. Blaðið kvað atburð þennan hafa hent við Taganrog-flóa í Azov-hafi, en gat ekki um hvenær. Var sterk- lega varað við, að menn létu slíka fífldirfsku henda sig aftur. Ekki var frá því greint, hvers vegna svo margir veiðimenn voru saman komnir á einum stað, en á þessum slóðum er mikið um orlofsstaði.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.