Morgunblaðið - 13.02.1985, Síða 4

Morgunblaðið - 13.02.1985, Síða 4
4 MORGUNBLAÐIÐ, MIÐVIKUDAGUR 13. FEBRÚAR 1985 Afmælismót Skáksambandsins: Helgi missti af öruggri vinningsleið gegn Larsen Skákin í bið og hefur Helgi frumkvæðið, óvíst hvort það nægir / MorKunblaðiö/Friðþjófur Ragnhildur Helgadóttir lék fyrsta leikinn í vióurcign Margeirs Péturs- sonar og Boris Spassky. AFMÆLISMÓT Skáksambands ís- lands á Hótel Loftleióum fór rólega af stað í gKrkvöldi. Aóeins þremur skákum lauk — tveimur meó jafn- tefli og einni meó íslenzkum ósigri. Skák Helga Ólafssonar og Bents Larsen fór í bið, svo og skák Curts Hansen og Arthurs Yusupov. Helgi hefur peó yfir gegn danska stór- meistaranum og vinningslíkur eru hans megin, en skák Hansens og Yusupovs er jafnteflisleg. Skák Jóns L Árnasonar og Vlastmils Hort var frestaó vegna veikinda Jóns L Úrslit i 1. umferð urðu: Karl Þorsteins — Jóhann Hjartarson 'Á-'Á Helgi Ólafsson — Bent Larsen biðskák Curt Hansen — Arthur Yusupov biðskák Margeir Pétursson — Boris Spassky 'Á-'Á Guðmundur Sigurjónsson — Van der Wiel 0-1 Jón L. Árnason — Vlastimil Hort frestað Margeir og Spassky sömdu jafntefli eftir aðeins 20 leiki og Karl Þorsteins og Jóhann Hjart- arson eftir 25 leiki. Guðmundur Sigurjónsson fékk snemma erfiða stöðu gegn hollenska stórmeist- aranum Van der Wiel og ósigri varð ekki forðað. Curt Hansen vann peð af Yusupov, en sovéski stórmeistarinn tók það til baka og er að reyna knýja á um vinn- ing og vonast sjálfsagt til þess að hinum unga Dana verði fóta- skortur á svellinu í endataflinu. Augu áhorfenda beindust því fyrst og fremst að viðureign Bents Larsen og Helga Ólafsson- ar, sem náði öflugu frumkvæði. „Þessa stöðu vildi ég ekki tefla á svart,“ sagði Ingvar Ásmundsson, sem skýrði skákina fyrir áhorf- endum og sumir tóku svo djúpt í árinni, að tala um „sjálfsmorðs- taflmennsku" Danans. Helgi missti af, að því er virðist, ör- uggri vinningsleið. Hann hefur betri stöðu í biðskákinni, en óvíst er hvort það nægi til honum vinn- ings. 2. umferð á 60 ára afmælismóti Skáksambandsins verður í dag og hefst klukkan 17. Þá teflir Larsen við Margeir, Karl við Helga, Spassky við Hansen, Yusupov við Guðmund, Van der Wiel við Jón L. og Jóhann við Hort. - HH Sjá viðtöl vió Spassky, Yusupov, Larsen og Van der Wiel á blaósíðu 37. Bragi Kristjánsson Hvítt: Helgi Ólafsson Svart: Bent Larsen llollen.sk vörn 1. Rf3 - Í5 Hollenska vörnin er mikil bar- áttubyrjun og hentar því vel Larsen, sem aíltaf teflir stíft til vinnings. 2. g3 — Rf6, 3. Bg2 - g6, Larsen velur svokallað Len- ingrad-afbrigði. Helgi er vel kunnugur þessari byrjun eins og Lombardy fékk að finna fyrir á Neskaupstað í fyrra. 4. (M) — Bg7, 5. c4 — 0-0, 6. d4 — d6, 7. d5 — { vinningsskák sinni við Lomb- ardy lék Helgi b3 ásamt Bb2 o.s.frv. 7. — c5. Algengara er hér 7. — e5, 8. dxe6, e.p. c6 o.s.frv. 8. Rc3 - Ra6, 9. Hbl — Bb7, 10. b3 — Hb8, 11. Bb2 — Rc7, 12 a4 Helgi leyfir ekki b7 — b5 bar- dagalaust. 12 —a6 Til greina kemur 12. — b6 ásamt — a6 og — b5, en Larsen hefur ef til vill fundist það fullhæg- fara. 13. a5! — Rce8, 14. Hal — Rg4, 15. Ha3 — Ref6, 16. Dal — Dc7, 18. e3 — Helgi hefur byggt upp mjög sterka stöðu. Hótunin er t.d. R — e2 — f4. í framhaldinu reynir Larsen að flækja taflið, en það leiðir hann i ógöngur. 17. — b5, 18. axb6 e.p. — Hxb6, 19. Rd2 — Bc8, 20. Dbl — Re5, 21. Dc2 — g5!? Spurningin er hvort Larsen hefði nú átt að reyna e7 — e6. 22. f4! — gxf4, 23. exf4 — Nú opnast e-línan, en við það verða e6-reiturinn og peðið á 37 ennþá veikari. 23. — R17, Eða 23. — Reg4, 24. Hel ásamt Rf3 og h3. 24. Hel — He8, 25. H3al — Hb8, 26. He2 - h5. Svarta staðan er orðin erfið, en ekki bætir síðasti leikur hans úr skák. Nú fær hvíti riddarinn g5 reitinn og peðið á h5 verður veikt. 27. Rf3 — Db6, 28. Ha3 — e5. Þessi leikur leiðir til mjög erf- iðrar stöðu fyrir svartan, en erf- itt er að benda á skynsamlegan leik fyrir hann. 29. dxe6 e.p. Hxe6, 30. Rg5 — Hxe2, 31. Dxe2 — Dd8, 32. Rd5 — Ekki er ljóst hvort betra er að leika 32. Rxf7. 32. - Rxg5! Larsen finnur einu leiðina sem gefur honum einhverja von. 33. fxg5 - Rg4, 34. Re7+ - Kf8, 35. Bxg7+? — Einföld vinningsleið er hér 35. Rc6 - Dxg5, 36. h4! - Dh6 (hvað annað?) 37. De7 — Kg8, 38. Dxg7 - Dxg7, 39. Bxg7 o.s.frv. 35. — Kxg7, 36. Rxc8 — Eftir 36. Rc6 — Dxg5 hefur svartur mikið mótspil. 36. — Hxc8, 37 Hxa6 — Dxg5, 38. Hxd6 — h4, 39. gxh4 — Dxh4, 40. h3 - Til greina kom 40. Bd5 o.s.frv. 40. — Rf6 í þessari stöðu fór skákin í bið og lék Helgi biðleik. Hvítur hefur vinningsmöguleika, en þetta er líklega besta staðan sem Larsen hefur séð í þessari skák. Biðstaðan í skákinni: Hansen — Jusupov Hvítur lék bióleik Húseignirnar á Vesturgötu 3. MorKunblaöið/Bjarni Húseignir á Vest- urgötu 3 til sölu — Húsin eru að stofni til frá 1841 Fasteignasalan Eignamiólun hef- ur fengið í sölu húseignirnar á Vest- urgötu 3 í Reykjavík. Hér er um aö ræóa þrjár húseignir ásamt útbygg- ingum, samtals um 1300 fermetrar að grunnfleti. Byggingarnar eru að stofni til frá 1841 og mynda húsagarð í miðju, en lóðin er um 680 fermetr- ar. Jón Markússon, kaupmaður og borgari, reisti fyrst hús á þessari lóð um 1842 og af siðari eigendum má nefna Kristján Þorsteinsson kaupmann (1857), Hans Chr. Robb kaupmann (1859), Jónas Jónasson faktor (1865) og Sveinbjörn Jac- obsen kaupmann og borgara (1866). Um 1870 rak Sigfús Ey- mundsson verslun í húsinu, en hann hafði stofnað verslunarfé- lagið „Norske samlaget", ásamt kaupmönnum í Björgvin í Noregi. Rak félagið gufuskip, hið fyrsta sem fór milli hafna. Síðan skipti húsið nokkru sinnum um eigendur og frá 1936 ráku Bræðurnir Ormsson verslun í húsinu. Morgunblaðið aflaði nánari upplýsinga hjá Sverri Kristins- syni, sölustjóra hjá Eignamiðlun, og sagði hann m.a. að í dag væri margs konar rekstur í húsunum, svo sem íbúðir, verslun, trésmíða- verkstæði, rakarastofa, vöru- geymsla og fleira. Sverrir sagði ennfremur að í dag væri mikill áhugi fyrir gömlum húsum og væri verið að gera upp nokkur gömul hús á þessu svæði. Einar Guttorms- son læknir látinn EINAR Guttormsson, fyrrverandi sjúkrahúslæknir í Vestmannaeyjum, lézt á dvalarheimilinu Sunnuhlíó í Kópavogi þann 12. þessa mánaðar, 83 ára aö aldri. Einar fæddist 15. desember 1901 á Arnheióarstöóum í Fljótsdal og var sonur hjónanna Guttorms Einarssonar og Oddbjarg- ar Sigfúsdóttur. Einar lauk stúdentsprófi frá Menntaskólanum í Reykjavík árið 1926 og prófi í læknisfræði frá Há- skóla íslands 1932 og hlaut al- mennt lækningaleyfi sama ár. Hann var staðgengill héraðslækn- isins i Blönduóshéraði í marz til maí 1932 og yfirlæknisins á Kristnesi júní til ágúst sama ár. Hann var aðstoðarmaður á bæj- arsjúkrahúsi Björgvinjar frá október 1932 til júlí 1933 og starf- aði við Ríkissjúkrahúsið og bæj- arsjúkrahúsið í Kaupmannahöfn í desember 1933 til apríl 1934 og fæðingarstofnunina í Árósum í september til október 1933. Einar var starfandi læknir í Vestmannaeyjum frá 1934 til 1973 og jafnframt sjúkrahúslæknir þar. Hann starfaði sem læknir Vestmanneyinga í Reykjavík frá febrúarmánuði 1973. Hann stund- aði framhaldsnám á New York Einar Guttormsson Hospital og skurðlækningadeild Hammersmith-sjúkrahússins í London. Einar var formaður Rauða- krossdeildar Vestmannaeyja og félagsins krabbavarnar þar og átti sæti í bæjarstjórn eitt kjörtíma- bil. Hann var gerður heiðursborg- ari Vestmannaeyjakaupstaðar ár- ið 1969 og sæmdur heiðursmerki Rauðakross íslands 1973. Eftirlifandi eiginkona Einars er Margrét Pétursdóttir. Innbrot í Selja- skóla upplýst ÞRÍR piltar hafa játaó innbrot í Seljaskóla í byrjun janúar síðastlió- ins. Þeir stálu þaðan ritvél, síma, útvarps- og kassettutæki, oróabók- um auk mjólkurmiða. Piltarnir voru nemendur í Seljaskóla, en stunda nú menntaskólanám. Fjölmörg innbrot hafa verið framin að undanförnu. í fyrrinótt var farið inn í Heilsuverndarstöð Reykjavíkur og nokkur skemmd- arverk unnin. Um helgina bárust Rannsóknarlögreglu ríkisins til- kynningar um 15 innbrot. Brotist var inn í íþróttahús Vals á Hlíðar- enda. Sælgæti og skiptimynt var stolið. Brotist var inn í Kópa- vogskirkju og tösku með skjölum í stolið. Brotist var inn í Bílaleiguna Ás við Skógarhlíð og ísarn f Skóg- arhlíð, en litlum verðmætum stol- ið. Brotist var inn í verzluna Torg- ið í Austurstræti og fatnaði stolið. Farið var inn í Hjallaskóla og hús- næði Hafnar- og vitamálastofn- unar í Kópavogi og nokkru fé stol- ið. Farið var inn í Myndbanda- lagið í Mosfellssveit, inn á lagar Tölvubúðarinnar í Skipholti, fata- hreinsun í Hólagarði og söluturn i Þverholti. Þjófarnir höfðu ekki mikið upp úr krafsinu, höfðu tób- ak á brott með sér auk fjár. Þá var brotist inn í íbúðir við Njálsgötu og á Seltjarnarnesi. Loks er að nefna, að farið var inn í bflskúr í Mosfellssveit og bifreið stolið. Hún fannst skömmu síðar óskemmd.

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.