Morgunblaðið - 21.02.1985, Blaðsíða 1

Morgunblaðið - 21.02.1985, Blaðsíða 1
72SIÐUR B STOFNAÐ 1913 43. tbl. 72. árg. FIMMTUDAGUR 21. FEBRÚAR 1985 Prentsmiðja Morgunblaðsins Margaret Thatcher ávarpar bandaríska þingmenn: Styrkur okkar knýr Rússa til samninga Washington, 20. rebrúar. AP. Margaret Thatcher forsæt- isráðherra flytur ræðu sína á Bandaríkjaþingi í gær. Winston Churchill hélt ræðu þar síðast 1952 og í millitíðinni hefur enginn brezkur forsætisráðherra ávarpað þingheim. í bak- grunni er George Bush varaforseti Bandaríkjanna. AP/Símamynd MARGARET Thatcher for- sætisráðherra Bretlands flutti ræðu á sameiginlegum fundi beggja deilda Banda- ríkjaþings í dag og sagði að það væri styrkur Vesturlanda sem knúið heföi Sovétmenn að samningaborðinu í Genf, en ekki velvilji þeirra síðar- nefndu. Thatcher ítrekaði stuðning sinn við geimvopnarannsóknir Bandaríkjamanna og hrósaði mikilli eflingu bandarískra landvarna í tíð Ronalds Reagan forseta, sem hún sagði hafa auk- ið samningsvilja Sovétmanna. Varaði Thatcher þó við bjart- sýni í viðræðum við Sovétmenn VONIR um að rofa mundi til í námaverkfallinu í Bretlandi í dag brustu í kvöld er leiðtogar náma- manna höfnuðu síðasta friðartil- boði yfirstjórnar kolaiðnaðarins. Fundahöld í dag og nótt höfðu vakið bjartsýni um að deilan væri að leysast. Framkvæmdastjórn félags námaverkamanna kom saman til fundar að loknum fundi, sem aðal- ritari verkalýðssambandsins (TUC), Norman Willis, og sex aðr- ir verkalýðsleiðtogar áttu með Ian og sagði að Sovétmenn kynnu að reyna að ala á sundrungu í ríkj- um NATO meðan á þeim stæði. Thatcher er fyrsti brezki for- sætisráðherran í 33 ár sem ávarpar Bandaríkjaþing, Winston Churchill flutti þar ræðu 1952. í dag og á morgun mun hún eiga viðræður við Re- agan forseta og háttsetta emb- ættismenn. Verður það 12. fund- ur leiðtoganna. Helzta umræðu- efnið verður staða Banda- ríkjadollars, sem valdið hefur Bretum miklum erfiðleikum, einnig afvopnunarviðræður stórveldanna og stuðningur bandarískra aðila við hryðju- verk írska lýðveldishersins, IRA. McGregor, formanni stjórnar rík- isnámanna. Getum er að því leitt að Arthur Scargill, leiðtogi félags náma- manna, mæti miklum þrýstingi frá öðrum vinstrisinnum í stjórn félagsins, er óttast að verkfallið sé smátt og smátt að renna út í sand- inn. Alls hafa 1.589 námumenn snú- ið aftur til vinnu í vikunni, þar af 146 í dag. Um 46% námamanna hafa aftur hafið störf. f ræðu sinni vék Thatcher að samstarfi Bandaríkjanna og ríkja Vestur-Evrópu og kvað Bandaríkjamenn arkitekta þess friðar, sem ríkt hefði í Evrópu í fjóra áratugi. Vínarfund- um stórveld- anna lýkur meö þögn Vínarborg, 20. febrúar. AP. FULLTRÚAR Bandaríkjanna og Sovétríkjanna luku fundum sínum um Miðausturlönd í Vínarborg í dag. Vöröust fundarmenn allra frétta og svöruðu ekki spurningum frétta- manna. Fulltrúar stórveldanna ræddust við í 5 stundir í sovézka sendiráð- inu í gær og aðrar 5 í sendiráði Bandaríkjanna í dag. Er þetta fyrsti fundur aðila um deilurnar í Miðausturlöndum í 7 ár. Fregnir frá Washington herma að fundarmenn hafi borið saman bækur sínar um deilur fsraela og Araba, Líbanon, Persaflóastríðið og Afganistan, en Sovétmenn neita því að rætt verði um styrj- öldina í Afganistan á fundunum. TASS-fréttastofan sagði að Vín- arfundunum væri ætlað að finna leiðir til heildarlausnar á deilu- málum í Miðausturlöndum. Brostnar vonir í brezkri námudeilu London, 20. febrúar. AP. mm* f . rr /1 % - M '" AP/símamvnd BROTIÐ HÆÐARSTYRI Þotan á flugvellinum í San Francisco. Eins og sjá má hefur nær helmingur hægra hæðar- stýris þotunnar brotnað af er þotan flaug inn í höggvind og hrapaði 32 þúsund fet. Þota frá Formósu komst í hann krappann: Hrapaði 32.000 fet á tveimur mínútum Júmbó-þota Þi Formósu hrapaði 32 þúsund fet, 10 kflómetra, á tveim- ur mínútum er hún flaug inn í höggvind skammt frá San Francisco á leið sinni frá Taipei á Formósu til Los Angeles, að sögn AP-fréttastofunnar. fslenskir flugstjórar, sem blm. Morgunblaðsins ræddi við f gær, mundu ekki eftir að atvik af þessu tagi hefði hent íslenska fiugvél, en þó rifjaðist upp atvik, sem varð yfir Akrafjalli 1974 er Fokker-flugvél Flugleiða var hætt komin. Að sögn AP flaug Formósu- þotan inn í höggvindinn í 41 þús- und feta hæð og linnti ekki hrap- inu fyrr en í 9.000 feta, eða 2,7 km, hæð. Laskaðist þotan og greip flugstjóri hennar til þess ráðs að nauðlenda í San Fran- cisco. Farþegar sögðu við frétta- menn að fyrst hafi þotan virst hanga á nefinu, ofrisið og stung- ist síðan nær lóðrétt í átt til jarðar. Tveir farþegar voru lagðir inn á sjúkrahús eftir lendingu og gert var að sárum a.m.k. 50 far- þega í sjúkraskýli á flugvellinum f San Francisco. Um borð í þot- unni voru 400 manns. Talsverðar skemmdir urðu á hlífum fyrir hjólahúsum þotunn- ar og stærðar stykki rifnuðu af hæðarstýrum hennar. Með höggvindi er venjulega átt við skyndilegt og gifurlega mikið niðurstreymi loftstraums, en höggvindur verður jafnan þar sem mætast loftstraumar með andstæðar stefnur. Geir Gíslason flugstjóri sagð- ist hafa verið á leið frá Akureyri 6. mars 1974 með um 30 farþega er Fokker-flugvélin hefði hrapað fyrirvaralaust um 2.000 fet og síðan þeytst jafn harkalega upp aftur. Þetta hefði gerst tvisvar i röð og samkvæmt hæðarmælum hefðu þeir verið komnir ískyggi- lega nærri fjallinu, en þó aldrei séð niður úr skýjum. Sagði Geir farþega hafa hrokkið óþyrmilega við vegna þess hve snöggt og fyrirvaralaust þetta gerðist. Urðu skemmdir á hreyflum flugvélarinnar. I <* mf Zaccaro dæmdur New York, 20. febriior. AP. HÆXTlRÍJrHIR New York-ríkis skikkaði John Zaccaro, eiginmann Geraldine Ferraro varaforsetaelnis Walters Mondale, I dag til að vinna 100 klukkustundir í þágu samfólags- ins. Zaccaro var dæmdur fyrir skjala- fals i þeim tilgangi að útvega fjár- málamanni lán til kaupa á bygging- um í Queens-hverfi í New York. Hélt Zaccaro fasteignasöluleyfi sínu þrátt fyrir sök sína.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.