Morgunblaðið - 21.02.1985, Blaðsíða 36
36
MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 21. FEBRÚAR 1985
Alþjóðleg danskeppni:
Skapar betri menningarsam-
skipti og vináttu í dansheiminum
Vogum 14. rebráar.
ALÞJÓÐLEG danskeppni í
suöur-amerískum dönsum
var haldin að Hótel Sögu um
sl. helgi, meö þátttöku sex
para þar af fjórum erlendum
og tveimur íslenskum. For-
maður dómnefndar var
Freddie Boultwood formaður
Alþjóðlegu danskennara-
samtakanna. Fréttaritari
Morgunblaðsins ræddi við
hann eftir keppnina.
— Hver er megin ástæðan fyrir
danskeppni sem þessari?
„Aðalástæðan er að gefa ís-
lendingum tækifæri til að sjá
heimsins færustu keppendur i
þessari tegund iþrótta. Keppnir
sem þessar eru haldnar um allan
heim og skapa betri menningar-
samskipti og vináttu í dansheim-
inum. „Dans news“ með aðstoð og
skipulagi Níelsar Einarssonar má
fá hrós og viðurkenningu við að
framkvæma slíka keppni og segja
má að aðeins geti gott skapast af
þessu framtaki."
— Nú þegar þú hefur séð ís-
lensku keppendurna, hvert er þitt
álit á þeim og á ísland einhverja
von í framtíðinni á þessu sviði?
„Ég veit að þetta er í fyrsta
skipti sem fsland sendir keppend-
ur í svona danskeppni fyrir land
sitt. Þrátt fyrir að þau dönsuðu
aðeins tvo dansa cha, cha, cha og
jive, kepptu þau við efnilegustu
kepptndur heimsins. Það hefði
mátt álíta að þau væru yfir-
spennt, en þau stóðu sig vel og
eiga hrós skilið fyrir sig og sitt
land.“
— Með hvaða hætti mætti auka
dansíþróttina á íslandi?
„Se^gja má að nú þegar sé hafið
það verk sem vinna þarf. All
mikla aðstoð þarf, eins og i Eng-
landi, frá íþróttasamböndum til
að aðstoða við framgang og þjálf-
un. Sá dagur mun væntanlega
koma þegar bestu pörin ykkar fá
Morgunblaðift/E.G.
Þátttakendur í alþjóðlegu danskeppninni ásamt dómurum og aðstandendum keppninnar. Norska parið Geir Bakke
og Trine Dehli sigruðu í keppninni að þessu sinni.
boð um að taka þátt i danskeppni
erlendis. Einnig mætti ætla að
flokkur gæti komið til Englands
og keppt í Opnu bresku keppninni
sem er í maí árlega."
— Hvernig mun IBCD, Alþjóð-
lega danskennarasambandið, taka
á málum er varða deilur DSÍ og
FÍD?
„Ég álít og vona að IBCD muni
reyna allt sem hægt er til að fé-
lögin sameinist. Jafnvel að senda
hingað fulltrúa til að ræða málin
og sameina félögin. Álíka deilur
hafa risið í mörgum löndum áður
og alltaf verið hægt að sameina
deiluaðila. Þeir sem tapa í svona
deilum eru dansaramir og við-
komandi land.“
— Er mögulegt að annað félagið
geti stöðvað framgang hins?
„Ég vona að svo sé ekki. IBCD
Skálað að lokinni vel heppnaðri danskeppni.
er alheimsráð og megin tilgangur
þess er að byggja upp samstarf,
ekki sundra. Markmiðið er að
auka árangurinn í öllum löndum.
Þess vegna álít ég að IBCD muni
gera auknar tilraunir með sátt.“
— Eru mörg sambönd dans-
kennara í Englandi?
„Ég held þau séu níu.“
— Hvernig sameinast þau undir
merkjum IBCD?
„Þrátt fyrir að mörg félög séu
og margar mismunandi reglur er
einnig landssamband dans-
kennara, sem síðan er tengt
IBCD Öll aðildarfélög lands-
sambandsins fara eftir lögum
landssambandsins, jafnframt
síns félags. Landssambandið til-
nefnir fulltrúa í IBCD.“
— Gæti slíkt kerfi verið við lýði
hér?
„Ég veit ekki um neitt sem
hindra ætti slíkt landssamband.“
Freddie Boultwood formaður alþjóð-
legu danskennarasamtakanna.
— Hvernig fannst þér dvölin á
íslandi?
„Hún fór langt fram úr vonum
mínum. Það er erfitt að skýra í
fáum orðum aðdráttarafl lands
ykkar, fjalla, jökla og hvera.
Stórkostleg dvöl fyrir okkur öll.
Það má segja að það verði sárt að
fara eftir slíkar móttökur og
gestrisni Islendinga."
Náttúruverndarráð:
Ekki ráðlegt að taka efni úr
Syðriflóa án frekari rannsókna
Hinn 30. janúar sl. veitti iðnaðar-
ráðberra Kísiliðjunni við Mývatn 15
ára leyfi til kísilgúrtöku úr botni
vatnsins. Að ósk iðnaðarráðuneytis-
ins var náttúruverndarráði falið að
skila umsögn um endurnýjunina á
námaleyfi Kísiliðjunnar við Mývatn.
Á blaðamannafundi sem Nátt-
úruverndarráð hélt í gær til að út-
skýra hversvegna það vill fara
varlega í heimildir til töku kísil-
gúrs i Mývatni sagði Eyþór Ein-
arsson formaður náttúruvernd-
arráðs að ekki væri ráðlegt að
veita slíkt leyfi lengur en til fimm
ára fyrr en niðurstöður rannsókna
á áhrifum kísilgúrtöku á lífríki
vatnsins sýndu að óhætt væri að
haida henni lengur áfram án þess
að skaða lífríki Mývatns og Laxár.
Vegna umfjöllunar sem hefur
verið undanfarið um þetta mál og
þar m.a. látið að því liggja að
Náttúruverndarráð hafi farið
fram á að Kísiliðjunni verði lokað
og starfseminni hætt tók Eyþór
fram að þar væri rangt með farið
og þó enn skorti á þekkingu
manna á áhrifum kísilgúrtöku af
botni Mývatns á lífríki þess þá
gefa niðurstöður þeirra rannsókna
fyllstu ástæðu til að fara varlega í
sakir. Það efni sem óhætt er talið
að taka til viðbótar úr Ytriflóa án
frekari rannsókna nægir í sjö til
átta ár og úr Syðriflóa er ekki tal-
ið ráðlegt að taka neitt efni án
frekari rannsókna.
í námaleyfi því er iðnaðarráð-
herra gaf út er Kísiliðjunni heim-
ilað að taka kísilgúr hvar sem er
utan netalaga í Mývatni og tak-
markar ekki hve mikinn kísilgúr
sé leyfilegt að taka. Eyþór sagði í
þessu sambandi að náttúruvernd-
arráð teldi þetta með öllu óviðun-
andi því ekki væri sama hvar efnið
væri tekið né í hvaða röð gengið
væri á svæðin til efnistöku.
Náttúruverndarráð taldi enn-
fremur að ákvæði um endurskoð-
un skilmála leyfisins sem fjallað
er um væru of veik. Sagt er að
afturkalla megi leyfið fyrirvara-
laust ef Kísiliðjan greiði ekki
námagjald á tilteknum tíma og
hliðstætt ákvæði ætti hiklaust að
vera í stað þess að tala þar um
endurskoðun skilmála. Ennfremur
eru náttúruverndarmenn ósáttir
við að ekki er heimilt að endur-
skoða skilmálana fyrr en veru-
legar breytingar hafa orðið á líf-
ríkinu, þó allt bendi til að hægt sé
að sjá fram á að breytingar verði.
Breytingarnar sem hér er rætt um
eru breytingar til hins verra á
dýralífi eða gróðri við Mývatn og
ekki minnst á, sagði Eyþór, lífið í
eða á vatninu sem er það sem ger-
ir svæðið sérstakt í sinni röð. Þá
er hvergi minnst á hver eigi að
meta hvað séu verulegar breyt-
ingar til hins verra á lífríki svæð-
isins. Náttúruverndarráð telur því
þessa grein óviðunandi.
Jón Gunnar Ottósson líffræð-
ingur og varaformaður rannsókn-
arstöðvarinnar við Mývatn út-
skýrði með kortum hvernig kísil-
gúrlögin lægju í Mývatni þegar
væri búið að taka þykkustu lögin
og á hvaða stöðum náttúruvernd-
arráð teldi óhætt að taka kísilgúr
á næstu sjö árum meðan rann-
sóknir fara fram til leiðbeiningar
um framhaldið.
Að lokum sagði Eyþór að með
lögunum um verndun Mývatns og
Laxár hafi stjórnvöld skuldbundið
sig til að vernda þetta svæði og
falið Náttúruverhdarráði að
tryggja að lífríki, landslag og
jarðmyndanir svæðisins skaðist
ekki af mannavöldum.