Morgunblaðið - 21.02.1985, Blaðsíða 37

Morgunblaðið - 21.02.1985, Blaðsíða 37
MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 21. FEBRÚAR 1985 37 Handbók bænda ’85 komin út HANDBÓK bænda 1985, sem er 35. árgangur, er komin út, en útgáfu hennar seinkaAi nokkuð vegna verk- fallsins í haust. Búnaðarfélag íslands gefur bókina út en ritstjóri hennar er Olafur R. Dýrmundsson, ráðunautur. _ Bókin er 512 blaðsiður að stærð með margvíslegum fróðleik að vanda. Bókin er kynnt á eftirfarandi hátt í frétt frá upplýsingaþjónustu land- búnaðarins: Sögufélag Fáskrúðs- fjarðar stofnað Fáskrúósfírði, 19. febrúar. FYRIR skemmstu var stofnað hér Sögufélag Fáskrúðsfjarðar. Mark- mið félagsins er að safna hvers kon- ar fróðleik og heimildum ásamt rayndum frá liðinni tíð í því augna- miði að gefa síðar út sögu byggðar- lagsins. Er þetta langtímaverkefni, þar sem margir verða að leggja hönd á plóginn. í fyrstu stjórn félagsins voru kjðrin: Guðrún Einarsdóttir, sem er formaður, Sigmar Magnússon, Sigurður Gunnarsson, Magnús Stefánsson og Páll Ágústsson. Til vara í stjórn voru kjörnir Friðrik Steinsson og Friðmar Gunnars- son. Nokkrir undirbúningsfundir hafa verið haldnir um þetta mál- efni, en aðalhvatamaður að stofn- un félagsins er Guðrún Einars- dóttir. Gestur fundarins var Ár- mann Halldórsson, Egilsstöðum. — Albert 64K tölva, litaskjár og innbyggt segulband. Frábær hönnun, afl og hraði, skýnandi litir, gott hljóð og spennandi möguleikar Ni&urstöður neytendablaða á tölvumarkaði eru á einn veg: „A very good price for a complete system, tape recorder included, good graphics and sound. A very good buy." Computer Choice, september 1984 „Extremlygoodvalueformoney" _... , ,,n . . ,, Computlng Today, oktober 1984 SÖIliUmÓOO I RöykjaVlk. fVrk Bókabud TÖLVUDEILDIR. Laugavegi 118 v/Hlemm S: 29311 Lækjargötu 2 S: 621133 ræðum á ráðstefnunni, sem geta grðið að gagni við uppbyggingu fiskeldis og fiskræktar á íslandi. Erindi, ályktanir og greinargerðir starfshópa verða gefin út af Líf- fræðifélaginu á næstunni. Þeir sem hefðu hug á að eignast þetta rit eða fá frekari upplýsingar um ráð- stefnuna geta snúið sér til Einars Árnasonar Líffræðistofn- un, Grensásvegi 12, sími 685433 eða Úlfars Antonssonar, Rannsókna- ráði ríkisins, Laugavegi 12, sími 21320“ Frá fiskeldisráðstefnu Líffræðifélags íslands. Dr. Össur Skarphéðinsson í ræðustóli. Morgunbiaðift/RAX Fiskeldisráðstefna Líffræðifélagsins: UM síðustu helgi gekkst Líffræðifé- lag íslands fyrir ráðstefnu um „Fisk- eldi og nýtingu fiskstofna í ám og vötnum“. Á ráðstefnunni voru flutt fjölmörg erindi um þetta efni og unn- ið í starfshópum. Líffræðifélag fslands hefur sent frá sér eftirfarandi fréttatilkynn- ingu í framhaldi af ráðstefnunni þar sem komið er á framfæri nokkrum mikilvægum atriðum sem þar voru rædd og stuðlað gætu að framgangi fiskeldis og fiskræktar hér á landi: l. „Móta þarf hið fyrsta heildar- stefnu í fiskeldismálum sem nái til yfirstjórnar, skipulags rann- sókna, umhverfismála, sjúk- dómaeftirlits og gæðamats. 2. Meta þarf þætti sem eru mikil- vægir við uppbyggingu fiskeldis, m. a. líklegan orku- og mann- virkjakostnað, fóðurframboð og fóðurkostnað svo og heppilega staðsetningu fiskeldis út frá öðr- um skilyrðum eins og fersk- vatnsþörf. 3. Virkja verður þá þekkingu sem til er í landinu, tryggja samstarf eldismanna, vísindamanna og opinberra aðila. 4. Krafist er að lög séu virt og leit- að umsagnar Náttúruverndar- ráðs, Hollustuverndar ríkisins og Veiðimálastofnunar áður en framkvæmdir hefjast. Kvatt er til þess að settar verði skýrar reglur um frárennsli frá eldis- stöðvum. Nauðsynlegar rann- sóknir verði framkvæmdar til að finna staðla fyrir hámarksmagn lífrænna efna og næringarefna í frárennsli eldisstöðva sem taki mið af hugsanlegri svörun ís- lenskra vistkerfa. 5. Draga þarf úr áhættu í fjárfest- ingu í matfiskeldi með dreifingu fjármagns á minni tilraunaein- ingar meðan bestu leiðir eru ekki þekktar. Með þeim hætti fást svör við fleiri brennandi spurn- ingum á tilteknum tima. 6 Hugað verði að aukinni fræðslu og þjálfun á sviði fiskeidis hlúð að því hagnýta námi sem nú stendur til boða. Mótuð verði menntastefna um nám og rann- sóknir á sviði fiskeldis á háskóla- stigi. 7. Sköpuð verði aðstaða til grund- vallar og hagnýtra rannsókna á sviði vistfræði, lífeðlisfræði og erfðafræði lífvera sem fyrir- sjáanlega munu teknar til eldis í nánustu framtíð. Hafnar verði kynbætur á íslenska laxinum í því skyni m.a. að auka vaxtar- hraða og endurheimtur. 8. Brýnt er að bæta þjónustu við fiskeldi varðandi sjúkdómaeftir- lit og gæðamat á seiðum og net- fiski. 9. Varað er við innflutningi er- lendra stofna vegna sjúkdóma- hættu og erfðamengunar. 10. Auka þarf rannsóknir á burð- argetu laxveiðiáa finna heppi- lega ásetningu seiða, nýting ólaxgengra svæða og betri nýting laxveiði- og silungshlunninda. Gerðar verði grundvallarranns- óknir á laxi í sjó varðandi fæðu- val og umhverfisaðstæður. 11. Skipuleggja þarf sókn í mark- aðsöflun samhliða uppbyggingu fiskeldis og aukinni nýtingu fisk- stofna í ám og vötnum. Stefnt verði að því að selja íslenskar eldisafurðir undir einu vöru- merki erlendis. Lagt er til að eld- ismenn byggi upp skipulag í fé- lags og sölumálum í þessu skyni. íslenskir líffræðingar búa nú þegar yfir þekkingu á sviði fiskeld- is sem gæti nýst betur. Á ráðstefnunni kom fram að líf- fræðingar eru tilbúnir að leggja sitt af mörkum til þess að fiskeldi verði sem fyrst öflug stoð í íslensk- um þjóðarbúskap. Að öðru leyti er vísað til fjöl- margra ábendinga sem fram komu í erindum, vinnu starfshópa og um- „Auk hinna hefðbundnu þátta svo sem dagatals og stofnanaskrár landbúnaðarins er að finna mikið af nýju efni í bókinni. Sérstök áhersla er lögð á ýmis atriði varðandi hey- verkun og tveir læknar skrifa um heysjúkdóma og rykgrimur. Meðal annars má benda á greinar um fóðr- un og hörgulsjúkdóma í loðdýrum, fiskeldi, ullargæði, skýrsluhald í svínarækt, meðferð skotvopna, plastgróðurhús og kölkun túna. Birtar eru ítarlegar skrár um trakt- ora og búvélar og gjaldskrár Bygg- ingastofnunar landbúnaðarins og dýralækna. Meðal nýrra laga og reglugerða er að finna lög um lífeyr- issjóð bænda og reglugerð um loð- kanínurækt. Töluverðar breytingar hafa verið gerðar á stofnana- skránni. Hún var öll endurbætt að vanda og m.a. var bætt í hana sér- greinafélögum landbúnaðarins. At- hygli er vakin á atriðisorðaskránni sem auðveldar mjög leit upplýsinga í bókinni." AMSIHM Afburðatölva Tölvukaupendur fá alltaf meira og meira fyrir peningana sína. í þeirri þróun er AMSTRAD tvímælalaust toppurinn: Móta þarf hið fyrsta heild- arstefnu í fiskeldismálum
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.