Morgunblaðið - 21.02.1985, Blaðsíða 37
MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 21. FEBRÚAR 1985
37
Handbók
bænda ’85
komin út
HANDBÓK bænda 1985, sem er 35.
árgangur, er komin út, en útgáfu
hennar seinkaAi nokkuð vegna verk-
fallsins í haust. Búnaðarfélag íslands
gefur bókina út en ritstjóri hennar er
Olafur R. Dýrmundsson, ráðunautur. _
Bókin er 512 blaðsiður að stærð með
margvíslegum fróðleik að vanda.
Bókin er kynnt á eftirfarandi hátt
í frétt frá upplýsingaþjónustu land-
búnaðarins:
Sögufélag Fáskrúðs-
fjarðar stofnað
Fáskrúósfírði, 19. febrúar.
FYRIR skemmstu var stofnað hér
Sögufélag Fáskrúðsfjarðar. Mark-
mið félagsins er að safna hvers kon-
ar fróðleik og heimildum ásamt
rayndum frá liðinni tíð í því augna-
miði að gefa síðar út sögu byggðar-
lagsins. Er þetta langtímaverkefni,
þar sem margir verða að leggja hönd
á plóginn.
í fyrstu stjórn félagsins voru
kjðrin: Guðrún Einarsdóttir, sem
er formaður, Sigmar Magnússon,
Sigurður Gunnarsson, Magnús
Stefánsson og Páll Ágústsson. Til
vara í stjórn voru kjörnir Friðrik
Steinsson og Friðmar Gunnars-
son.
Nokkrir undirbúningsfundir
hafa verið haldnir um þetta mál-
efni, en aðalhvatamaður að stofn-
un félagsins er Guðrún Einars-
dóttir. Gestur fundarins var Ár-
mann Halldórsson, Egilsstöðum.
— Albert
64K tölva, litaskjár og innbyggt segulband.
Frábær hönnun, afl og hraði, skýnandi litir,
gott hljóð og spennandi möguleikar
Ni&urstöður neytendablaða á tölvumarkaði eru á einn veg:
„A very good price for a complete system, tape recorder included,
good graphics and sound. A very good buy."
Computer Choice, september 1984
„Extremlygoodvalueformoney" _... , ,,n . . ,,
Computlng Today, oktober 1984 SÖIliUmÓOO I RöykjaVlk.
fVrk Bókabud
TÖLVUDEILDIR.
Laugavegi 118 v/Hlemm S: 29311 Lækjargötu 2 S: 621133
ræðum á ráðstefnunni, sem geta
grðið að gagni við uppbyggingu
fiskeldis og fiskræktar á íslandi.
Erindi, ályktanir og greinargerðir
starfshópa verða gefin út af Líf-
fræðifélaginu á næstunni. Þeir sem
hefðu hug á að eignast þetta rit eða
fá frekari upplýsingar um ráð-
stefnuna geta snúið sér til
Einars Árnasonar Líffræðistofn-
un, Grensásvegi 12, sími 685433 eða
Úlfars Antonssonar, Rannsókna-
ráði ríkisins, Laugavegi 12, sími
21320“
Frá fiskeldisráðstefnu Líffræðifélags íslands. Dr. Össur Skarphéðinsson í ræðustóli. Morgunbiaðift/RAX
Fiskeldisráðstefna Líffræðifélagsins:
UM síðustu helgi gekkst Líffræðifé-
lag íslands fyrir ráðstefnu um „Fisk-
eldi og nýtingu fiskstofna í ám og
vötnum“. Á ráðstefnunni voru flutt
fjölmörg erindi um þetta efni og unn-
ið í starfshópum.
Líffræðifélag fslands hefur sent
frá sér eftirfarandi fréttatilkynn-
ingu í framhaldi af ráðstefnunni
þar sem komið er á framfæri
nokkrum mikilvægum atriðum sem
þar voru rædd og stuðlað gætu að
framgangi fiskeldis og fiskræktar
hér á landi:
l. „Móta þarf hið fyrsta heildar-
stefnu í fiskeldismálum sem nái
til yfirstjórnar, skipulags rann-
sókna, umhverfismála, sjúk-
dómaeftirlits og gæðamats.
2. Meta þarf þætti sem eru mikil-
vægir við uppbyggingu fiskeldis,
m. a. líklegan orku- og mann-
virkjakostnað, fóðurframboð og
fóðurkostnað svo og heppilega
staðsetningu fiskeldis út frá öðr-
um skilyrðum eins og fersk-
vatnsþörf.
3. Virkja verður þá þekkingu sem
til er í landinu, tryggja samstarf
eldismanna, vísindamanna og
opinberra aðila.
4. Krafist er að lög séu virt og leit-
að umsagnar Náttúruverndar-
ráðs, Hollustuverndar ríkisins og
Veiðimálastofnunar áður en
framkvæmdir hefjast. Kvatt er
til þess að settar verði skýrar
reglur um frárennsli frá eldis-
stöðvum. Nauðsynlegar rann-
sóknir verði framkvæmdar til að
finna staðla fyrir hámarksmagn
lífrænna efna og næringarefna í
frárennsli eldisstöðva sem taki
mið af hugsanlegri svörun ís-
lenskra vistkerfa.
5. Draga þarf úr áhættu í fjárfest-
ingu í matfiskeldi með dreifingu
fjármagns á minni tilraunaein-
ingar meðan bestu leiðir eru ekki
þekktar. Með þeim hætti fást
svör við fleiri brennandi spurn-
ingum á tilteknum tima.
6 Hugað verði að aukinni fræðslu
og þjálfun á sviði fiskeidis hlúð
að því hagnýta námi sem nú
stendur til boða. Mótuð verði
menntastefna um nám og rann-
sóknir á sviði fiskeldis á háskóla-
stigi.
7. Sköpuð verði aðstaða til grund-
vallar og hagnýtra rannsókna á
sviði vistfræði, lífeðlisfræði og
erfðafræði lífvera sem fyrir-
sjáanlega munu teknar til eldis í
nánustu framtíð. Hafnar verði
kynbætur á íslenska laxinum í
því skyni m.a. að auka vaxtar-
hraða og endurheimtur.
8. Brýnt er að bæta þjónustu við
fiskeldi varðandi sjúkdómaeftir-
lit og gæðamat á seiðum og net-
fiski.
9. Varað er við innflutningi er-
lendra stofna vegna sjúkdóma-
hættu og erfðamengunar.
10. Auka þarf rannsóknir á burð-
argetu laxveiðiáa finna heppi-
lega ásetningu seiða, nýting
ólaxgengra svæða og betri nýting
laxveiði- og silungshlunninda.
Gerðar verði grundvallarranns-
óknir á laxi í sjó varðandi fæðu-
val og umhverfisaðstæður.
11. Skipuleggja þarf sókn í mark-
aðsöflun samhliða uppbyggingu
fiskeldis og aukinni nýtingu fisk-
stofna í ám og vötnum. Stefnt
verði að því að selja íslenskar
eldisafurðir undir einu vöru-
merki erlendis. Lagt er til að eld-
ismenn byggi upp skipulag í fé-
lags og sölumálum í þessu skyni.
íslenskir líffræðingar búa nú
þegar yfir þekkingu á sviði fiskeld-
is sem gæti nýst betur.
Á ráðstefnunni kom fram að líf-
fræðingar eru tilbúnir að leggja
sitt af mörkum til þess að fiskeldi
verði sem fyrst öflug stoð í íslensk-
um þjóðarbúskap.
Að öðru leyti er vísað til fjöl-
margra ábendinga sem fram komu
í erindum, vinnu starfshópa og um-
„Auk hinna hefðbundnu þátta svo
sem dagatals og stofnanaskrár
landbúnaðarins er að finna mikið af
nýju efni í bókinni. Sérstök áhersla
er lögð á ýmis atriði varðandi hey-
verkun og tveir læknar skrifa um
heysjúkdóma og rykgrimur. Meðal
annars má benda á greinar um fóðr-
un og hörgulsjúkdóma í loðdýrum,
fiskeldi, ullargæði, skýrsluhald í
svínarækt, meðferð skotvopna,
plastgróðurhús og kölkun túna.
Birtar eru ítarlegar skrár um trakt-
ora og búvélar og gjaldskrár Bygg-
ingastofnunar landbúnaðarins og
dýralækna. Meðal nýrra laga og
reglugerða er að finna lög um lífeyr-
issjóð bænda og reglugerð um loð-
kanínurækt. Töluverðar breytingar
hafa verið gerðar á stofnana-
skránni. Hún var öll endurbætt að
vanda og m.a. var bætt í hana sér-
greinafélögum landbúnaðarins. At-
hygli er vakin á atriðisorðaskránni
sem auðveldar mjög leit upplýsinga
í bókinni."
AMSIHM
Afburðatölva
Tölvukaupendur fá alltaf meira og meira fyrir peningana sína.
í þeirri þróun er AMSTRAD tvímælalaust toppurinn:
Móta þarf hið fyrsta heild-
arstefnu í fiskeldismálum