Morgunblaðið - 21.02.1985, Blaðsíða 4

Morgunblaðið - 21.02.1985, Blaðsíða 4
4 MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 21. FEBRÚAR 1985 Áskorun foreldra meira virði en hækk- un í launaflokkum — segir Gísli Baldvinsson kennari „ÁSTÆÐAN fyrir því aA ég dró uppsögn mína til baka var áskorun foreldra og ég kannast ekki við þessar bónusgreiðslur sem slegið er upp í fréttum þessara blaða, og raunar skil ég ekki hvaða tilgangi svona fréttaflutningur þjónar," sagði Gísli Raldvinsson, kennari í Hólabrekkuskóla og fyrrverandi formaður Kcnnarafélags Reykjavíkur, er Morgunblaðið hafði samband við hann vegna forsíðufréttar í l'jóðviljanum í gær og baksíðufréttar í DV, þar sem því er gert skóna, að Gísli hafi samið við foreldra um greiðslur gegn því að hann drægi uppsögn sína til baka. Gísli Baldvinsson sagði upp starfi sínu um miðjan nóvember sl. með þriggja mánaða fyrirvara og átti samkvæmt því að hætta um miðja síðustu viku. Eftir fund sem Gísli átti með foreldrum nemenda sinna barst honum áskorun frá þeim um að draga umsókn sina til baka og féllst hann á það. „Ég lít á þessa áskorun sem viðurkenningu á mínu starfi og það er meira virði en hækkun um nokkra launaflokka," sagði Gísli Baldvinsson ennfremur. „Ég mun því kenna áfram til vors- ins, en hætti þá ef ekki koma til verulegar úrbætur á kjörum kenn- ara. Ég veit að þær hugmyndir hafa verið ræddar meðal foreldra að greiða mér sérstaklega fyrir stuðn- ingskennslu, en þessi bekkur er sá eini af áttundu bekkjunum, sem ekki fær neina stuðningskennslu. En það hefur ekkert munnlegt sam- komulag verið gert í þessum efnum eins og segir í frétt DV og ég hef ekki fallist á að þiggja neinar greiðslur nema fyrir þá vinnu sem ég inni af hendi. Þvi siður hef ég fallist á að þiggja einhverjar greiðslur sem ekki standast sam- kvæmt lögum. Ég harma ótíma- bæra fordæmingu stjórnar Kennarafélags Reykjavíkur í Þjóð- viljanum, sem ekki er byggð á nein- um rökstuðningi," sagði Gísli Bald- vinsson. Meirihluti menntamálanefndar neöri deildar: Ú tvarpslagafrum- varpid undirrit- að með fyrirvara MEIRIHLUTI menntamálanefndar neðri deildar Alþingis hefur skilað íliti, um útvarpslagafnimvarp stjórnarflokkanna, en álitið er þó undirritað með fyrirvara. Aðspurður um ástæður þessa, sagði Halldór Blöndal, formaður menntamála- nefndar: „Þessi háttur er oft viðhafður þegar um stjórnarfrumvörp er að ræða, sem ekki eru beinn þáttur í efnahagsaðgerðum, heldur frumvörp er heyra undir menningarmál og slíkt. Það er ekkert óeðlilegt, þó við áskiljum okkur rétt á þessu stigi til þess að hafa rúmar hendur." „Á þessari stundu liggur ekkert fyrir um það,“ sagði Halldór, „að einstakir nefndarmenn í meirihlut- anum hafi afráðið að standa að breytingartillögum varðandi ein- staka þætti frumvarpsins, en ég geri ráð fyrir því, að breytingartil- lögur, sem kynnu að lúta að auglýs- ingamálum útvarpsstöðva, komi aftur til athugunar í nefndinni. Það geta náttúrlega komið fram breyt- ingartillögur við útvarpslaga- frumvarpið við aðra umræðu, sem við sjáum ekkert athugavert við að fylgja." Halldór sagðist gera ráð fyrir því að á milli annarrar og þriðju um- ræðu um frumvarpið yrðu sérstak- lega teknir til athugunar þeir þætt- ir frumvarpsins, sem lytu að tekju- öflun Ríkisútvarpsins annars vegar og hins vegar að þeim ákvæðum er lytu að auglýsingum. í dag verður lögð fram á Alþingi breytingartillaga Friðriks Sophus- sonar við útvarpslagafrumvarpið í þá veru að bann við auglýsingum í útvarps- og sjónvarpsstöðvum verði afnumið. Friðrik sagði f samtali við blm. Mbl. í gær, að í Sjálfstæðis- flokknum væri almennur stuðning- ur við þessa tillögu og jafnframt sagðist hann vita um stuðning úr röðum framsóknarmanna. Friðrik sagðist því fastlega eiga von á að þessi þáttur frumvarpsins gæti breyst í meðförum þingsins. Sjá nánar bls. 34. Hhiti hópsins sem fylgdist með sýningu Kvikmyndaeftirlits rfkisins á ofbeldismyndum í gær. Morgunblaðið/Bjarni „Algjör samstaða um myndir á bannlistanumu — segir Níels Árni Lund hjá Kvikmyndaeftirliti ríkisins UNG stúlka klofin í herðar niður með exi, morðóður prestur ræðst með eldi að einu sóknarbarna sinna í kirkjunni, ribbaldar nauðga ungum stúlkum með slöngu og afmælisgestir skornir á háls einn af öðrum. Þetta var meðal sýnishorna úr svokölluðum ofbeldismyndum sem Kvikmynda- eftirlit ríkisins kynnti í gær á fundi með alþingismönnum, fulltrúum samtaka og stofnana á sviði barna- og unglingastarfs, embættismönnum ráðuneyta og löggæzlu o.fl., auk blaðamanna. Tilgangur fundarins var að kynna þessum aðilum forsendur lögregluaðgerðanna á myndbandaleig- um landsins í fyrradag, þegar gerðar voru upptækar fleiri hundruð spólur með myndum sem samkvæmt lista frá Kvikmyndaeftirliti ríkisins voru taldar brjóta í bága við lög um „ofbeldiskvikmyndir“. Níels Árni Lund hjá Kvik- myndaeftirlitinu sagði á fundin- um að myndbandaleigum, sem haft hefðu þessar myndir í al- mennri útleigu, hefði ekki verið fyrirfram kunnugt um að þær vörðuðu við lög um ofbeldism- yndir. Sá listi sem nú liggur fyrir og farið var eftir við fyrr- nefndar lögregluaðgerðir væri þannig grunnur sem myndbandaleigur og yfirvöld geta farið eftir. ( framhaldi af þessum aðgerðum yrði þessum lista haldið við og hann endur- bættur reglulega. Níels Árni kvað viðbrögð forráðamanna myndbandaleiganna við aðgerð- unum yfirleitt verið jákvæð; þeim væri ljóst að myndir á bannlistanum hefði þurft að taka úr umferð í eitt skipti fyrir öll. „Vissulega orkar mat okkar á því hvaða myndir teljast „ofbeldismyndir" alltaf tvímæl- is,“ sagði Níels Árni Lund, „en um allar þær myndir sem bann- aðar voru í þessari lotu var al- gjör samstaða hjá okkur i Kvikmyndaeftirlitinu.“ Hann sagði helstu viðmiðun Kvik- myndaeftirlitsins vera þá, að mynd sem hefði engan raunveru- legan söguþráð nema ofbeldi á ofbeldi ofan, taumlaust blóðbað án listræns tilgangs, teldist „ofbeldismynd“. Eftir að bann- listinn var settur saman var hann borinn saman við samsvar- andi lista frá helstu nágranna- löndum okkar og kom í ljós að listarnir sköruðust verulega; yf- irleitt væru það sömu myndirnar sem væru bannaðar í öllum lönd- unum. Að sögn Níelsar Árna Lund mun Kvikmyndaeftirlit ríkisins ekki sjálft beita sér fyrir ákær- um á hendur forráðamanna þeirra myndbandaleiga sem haft hefðu myndir af bannlistanum á boðstólum. Slíkar aðgerðir væru í verkahring réttarkerfisins og barnaverndarnefnda um land allt. Atvinnuleysisdagar Atvinnulauair > TfcFLA I JANÖAR MANUBOX • 9/KBlt 1981 1982 1983 1984 1985 1981 1982 1983 1984 1985 Höfuðborgarsv*616 4.556 15.603 17.276 27.610 16.707 210 720 797 1.274 771 V«»turl«nd 315 6.578 1.461 6.730 5.403 15 304 67 311 249 vutflrMr 109 10.271 886 1.928 1.285 5 • 474 41 89 46 NorAurland vestra 1.491 5.140 6.339 6.990 5.182 69 237 293 323 239 Nordurlanð eyatra 6.155 13.717 7.533 18.580 8.927 284 633 348 857 412 Auaturiand 2.309 6.995 4.833 7.730 3.562 107 '-323 223 357 164 9uðurland 2.623 8.115 5.417 7.155 6.666 121 374 250 330 307 SuAurne* 1.293 6.582 7.087 7.450 9.081 60 304 327 344 419 Landið allt: 18.851 73.001 50.832 84.173 57.002 870 3.369 2.346 3.884 2.630 Atvirmulausir, aem hlutfall af mannafla: 0.8 3.3 2.2 3.4 2.3 Byrjað að greiða húsnæðislán eftir helgi: 1230 húsbyggjendur fá 243,3 milljónir RÚMLEGA 243 milljónir króna verða lánaðar út til 1230 húsbyggjenda á næstu þremur vikum. Fyrstu lánin verða greidd út eftir mánudaginn, að því er segir í fréttatilkynningu frá Húsnæðisstofnun ríkisins. Þar segir að eftirtaldar lánveitingar hafi verið ákveðnar úr Byggingarsjóði ríkisins: 1. Seinni hluti lána til þeirra, sem fengu fyrri hluta greiddan eftir 10. júlí 1984, skal koma til greiðslu eft- ir 25. febrúar (6,8 milljónir króna, 21 lán). Fjöldi skráðra atvinnuleysisdaga og meðaltal atvinnulausra í janúarmánuði 1981—1985. Batnandi atvinnuástand í fiskvinnslu SLÆMT ástand atvinnumála í fisk- vinnslunni í landinu virðist óðum vera að leita jafnvægis á ný eftir samdráttinn í desember, að því er segir í yfirliti um atvinnuástand í janúar, sem vinnumálaskrifstofa félagsmálaráðuneytisins sendi frá sér í gær. Víða reynist erfitt að fá nægj- anlegt vinnuafl til framleiðslu- starfa og er meira sótt um atvinnuleyfi fyrir útlendinga í fiskvinnslu nú en undanfarin ár. í yfirlitinu segir að það atvinnuleysi sem skráðist í janú- armánuði sl. verði að mestu leyti rakið til tímabundinnar stöðvun- ar fiskvinnslu, enda komu 76% þeirra, sem skráðir voru atvinnu- lausir síðasta virkan dag mánað- arins, úr hópi verkakvenna, verkamanna og sjómanna, eða 1.300 af 1.700 á skrá. Úr öllum öðrum starfsgreinum skráðust þann dag mánaðarins 445 manns, þar af 54 iðnaðarmenn og virðast tölurnar þennan síðasta dag stað- festa að jafnvægi sé að nást á nýjan leik í þessum málum. Atvinnuleysisdögum á öllu landinu fjölgaði um tæp 17 þús- und í janúar frá því sem var í desember sl., eða úr 40 þúsund í 57 þúsund. Hins vegar voru skráðir atvinnuleysisdagar í janúar í fyrra 84 þúsund talsins, eða 27 þúsund fleiri en i sama mánuði í ár. Skráð atvinnuleysi skiptist þannig milli kynja í ný- liönum janúar, að hjá konunum voru í mánuðinum skráðir 35 þús- und atvinnuleysisdagar en hjá körlunum voru atvinnuleysisdag- arnir 22 þúsund. 2. Fyrri hluti lána til þeirra, sem gerðu fokhelt í október 1984 og eru að eignast sína fyrstu íbúð, skal koma til greiðslu eftir 26. febrúar (27,5 milljónir, 80 lán). 3. G-lán til þeirra, sem sóttu um lán fyrir 1. júli 1984, skulu koma til greiðslu eftir 5. mars (90 milljónir. 530 lán). 4. 3. hluti lána til þeirra, sem fengu 1. hluta greiddan eftir 5. des- ember 1983, skal koma til greiðslu eftir 5. mars (30 milljónir, 210 lán). 5. 1. hluti lána til þeirra, sem gerðu fokhelt í ágúst og september 1984 og eiga íbúð fyrir, skal koma til greiðslu eftir 10. mars (52 millj- ónir, 233 lán). 6. 1. hluti lána til þeirra, sem byggja einingahús og gerðu fokhelt í nóvember og desember 1984, skal koma til greiðslu eftir 10. mars (19 milljónir, 76 lán). 7. Lán til viðbygginga og endur- bóta skulu koma til greiðslu eftir 15. mars fyrir þá, sem lögðu inn fullgildar umsóknir fyrir síðustu áramót og höfðu lokið framkvæmd- um fyrir áramótin (18 milljónir, 80 lán). Þetta eru samtals 243,3 milljónir króna.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.