Morgunblaðið - 21.02.1985, Blaðsíða 30
30
MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 21. FEBRÚAR 1985
Hættulegustu
borgirnar allar
í Vestur-Evrópu
TRYGGINGARFYRIRTÆKI eitt í Farís hefur gert könnun á því hvaöa
borgir heims séu hættulegastar og hverjar öruggastar hvað varðar glæpi
og skyld mál. I»ar kemur fram, að fjórar „hættulegustu“ borgir veraldar
eru allar í Vestur-Evrópu eða París, Frankfurt, Kaupmannahöfn og
Amsterdam. í hópi tryggustu borga heims var Tókýó efst á biaði, en þar
var einnig að finna borgir eins og Miinchen og Chicago.
í hættulegustu borgunum fjór-
um verða 155 manns af hverjum
1.000 fyrir einhvers konar ónæði-
af völdum glæpa á ári hverju, en
á móti verða 23 af hverjum 1.000
fyrir barðinu á glæpum ár hvert
í Tókýó, 60 af hverjum 1.000 í
Chicago og 73 af hverjum 1.000 í
Munchen.
Talsmenn stofnunarinnar,
hvers nafn gæti útlagst Trygg-
ingarmiðstöð skjala og upplýs-
inga, benda á, að þessar tölur eigi
í sjálfu sér lítið skylt við glæpa-
hættuna í hverju landi í heild
sinni og nefna þeir því til stað-
festingar, að 66 af hverjum 1.000
Frökkum verða fyrir barðinu á
glæpum á hverju ári að jafnaði,
71 af hverjum 1.000 Þjóðverjum
og 120 af hverjum 1.000 Kanada-
mönnum. Ef litið er á Japan i
heild, verða aðeins 14 af hverjum
1.000 fyrir glæpum ár hvert, og
20 af hverjum 1.000 ítölum.
ANZUS-æfing-
um enn aflýst
Shulz vill að þingið sýni stillingu
( antn rra, Nýja Sjálandi og Washington, 20. rebrúar. AP.
BANDARÍSK stjórnvöld tilkynntu stjórnvöldum í Nýja Sjálandi í dag, að
bandaríski flotinn myndi ekki taka þátt í sameiginlegri æfingu fimm
þjóða á hafsvæðinu milli Ástralíu og Nýja Sjálands. Er það vegna þess að
bandarískum kjarnorkuvopnuðum herskipum hefur verið meinað að leggj-
ast að bryggju á Nýja Sjálandi.
Kenneth Kaunda, forseti Zainbíu, er um þessar mundir á ferðalagi um
Norðurlönd. í gær kom hann til Danmerkur og tóku Margrét drottning
og Foul Schliiter forsætisráðherra á móti honum á Kastrup-flugvelli.
Meðfylgjandi mynd var tekin þegar Kaunda var í Stokkhólmi og sést
hann hér í samfylgd þeirra Karls Gústavs Svíakonungs og Bertils prins.
Kaunda á Norðurlöndum
Ung kona
bjargast
úr krókó
dílskjafti
Darwin, Ástralíu, 20. febrúar. AP.
33 ÁRA gömul kona varð fyrir þeirri
óskemmtilegu reynslu í Kakudu-
þjóðgarðinum í norðurhluta Ástralíu
í gær, að risastór krókodíll réðist á
hana og beit hana illa í fætur og yfir
miðbikið.
Tildrög þessa máls voru þau, að
konan var á göngu í garðinum
skammt frá mýrarfeni og skyndi-
lega brölti krókodíllinn út úr þétt-
um gróðrinum og hóf eftirför.
Konan hljóp sem fætur toguðu, en
það dró ekki í sundur með þeim.
Freistaði hún þess þá að príla upp
í tré og bjarga sér þannig, en
óargadýrið náði þá í fætur hennar
og dró hana niður úr trénu. Lá
hann ofan á henni um hríð og beit
hana, en konan missti meðvitund.
Er hún rankaði við var krókodíll-
inn á bak og burt en hún tók til við
að skríða til mannabyggða. Var
hún illa á sig komin, hafði misst
mikið blóð og var með taugaáfall.
Hún skreiddist þannig á sig komin
tvo kílómetra uns þjóðgarðsvörður
einn fann hana og kom til hjálpar.
Vegna flóða á þessum slóðum
var samt ekki hægt að koma kon-
unni undir læknishendur fyrr en í
dag. Var líðan hennar sögð eftir
atvikum.
Afganistan:
Fjögurra daga sprengju-
regn Rússa á Kandahar
Æfingarnar áttu að hefjast í
vikunni með þátttöku herskipa
frá Bandaríkjunum, Ástralíu,
Nýja Sjálandi, Kanada og Bret-
landi. „Rollcair átti æfingin að
heita og átti að æfa varnir fyrir
flutningaskip á þessum slóðum
ef til stríðs kæmi. Þetta er þriðja
heræfingin sem Bandaríkjamenn
fresta í vikunni vegna ákvörðun-
ar Nýsjálendinga að meina um-
ræddum herskipum Bandaríkj-
anna að leggjast að bryggju.
George Shulz, utanríkisráð-
herra Bandaríkjanna, sagði á
bandaríska þinginu í dag, að
Bandaríkjamenn yrðu að vara
sig á þvi að sýna Nýsjálending-
um of mikla hörku. „Ekki viljum
við gera þessa bandamenn okkar
að óvinum," sagði Shulz með
hliðsjón af ýmsum kröfum sem
upp hafa komið í bandarískum
þingheimi vegna afstöðu Nýsjá-
lendinga, eins og til dæmis að
setja á þá efnahagshömlur og
fleira í þeim dúr. Shulz minnti á
að Nýja Sjáland væri sjálfstæð
þjóð sem hefði fullt umboð og
George Shultz
leyfi til að gera það sem því
sýndist í þessum efnum. Banda-
ríkjamenn mættu ekki gleyma á
sama tíma að hér væri um vini
og bandamenn að ræða.
Nýju Delhí, 20. febrúar. AP.
SOVÉSKAR herþotur gerðu stans-
lausar loftárásir í fjóra daga á af-
gönsku borgina Kandahar, í hefnd-
arskyni fyrir víg andspyrnumanna á
12 foringjum úr afganska stjórnar-
hernum á síðustu vikum. Fjöldi
óbreyttra borgara lét lífið í árásum
Sovétmanna og flóttamannastraum-
ur til Kabúl jókst til mikilla muna.
Vestrænir stjórnarerindrekar færðu
þessi tíðindi og bættu jafnframt við,
að andspyrnumenn hefðu skotið nið-
ur 3 sovéskar herþyrlur nærri
Pansj-herdal. Árásir þessar áttu sér
stað dagana 4.-8. febrúar.
Þá hefur verið barist í og við
höfuðborgina Kabúl síðustu daga,
sovéskar þyrlur gerðu harða hríð
að þorpum í nágrenni höfuðborg-
arinnar undir því yfirskini að þar
hefðust við andspyrnumenn í
fullri þökk þorpsbúa. Mikið
mannfall varð og að sögn um-
ræddra stjórnarerindreka sem
ekki vildu láta nafna getið, voru
það einkum óbreyttir borgarar
sem urðu fyrir barðinu á þyrlum
Rússa. Andspyrnumenn reyndu að
morgni 11. febrúar að komast í
tæri við afganska varnarmála-
ráðuneytið og voru harðir
götubardagar í birtingu, en and-
spyrnumenn urðu frá að hverfa er
iiðsauki barst stjórnarhernum.
Ekki fóru fregnir af mannfalli.
Sama dag gerðu andspyrnumenn
eldflaugaárás á Kabúlflugvöll,
drápu nokkra starfsmenn og eyði-
lögðu sovéska herþyrlu.
Auk þessa má geta, að and-
spyrnumenn sátu fyrir herflokki
úr stjórnarhernum nærri Rishkor,
rétt fyrir sunnan Kabúl. Þrír
stjórnarhermenn féllu, tveir særð-
ust og einn til var handtekinn.
Sala getnaðarvarna
senn frjáls á írlandi
Ófrjó hjón eiga
von á barni
Brussel, 19. febrúar. AP.
Ófrjó kona á senn von á barni
eftir að læknar við háskólasjúkra-
hús komu fyrir í móðurlífí hennar
fósturvísi, en eggið og sæðið voru
fengin hjá óþekktum egg- og sæð-
isgjöfum.
Er þetta í annað sinn sem gerð
er tilraun með „ættleiðingu fyrir
fæðingu", eins og aðgerðin er
kölluð. Fyrri tilraunin var gerð í
Ástralíu 1983 en misheppnaðist
er konan missti fóstur snemma á
meðgöngutímanum.
Læknirinn, sem stjórnaði til-
rauninni í Brussel, Paul Devr-
oey, segir konuna við góða heilsu
og meðgönguna að öllu leyti eðli-
lega. Búist er við að hún fæði
eftir fáeinar vikur.
Bæði konan og maður hennar
eru ófrjó. Egg annarrar konu var
frjóvgað með sæði annars manns
í tilraunaglasi og fósturvísinum
komið fyrir í móðurlífi ófrjóu
konunnar 48 stundum eftir getn-
að og á þriðja degi eftir egglos
hennar.
Devroey segir í viðtali við AP
að nú eftir geti allar konur eign-
ast barn, að undanskildum móð-
urlífslausum konum. Hann segir
barnið óumdeilanlega verða
barn móðurinnar og manns
hennar,. gefendur eggsins og
sæðisins gætu með engu móti
sagst vera foreldri þess. Kvaðst
hann heldur ekki sjá nein sið-
ferðisleg vandamál samfara
getnaði og þungun af þessu tagi.
Dyflinni, 20. febrúar. AP.
ÍRSKA stjómin vann mikilvæg-
an sigur í þinginu í kvöld er
stjórnarfrumvarp, sem leyfir
sölu getnaðarvarna til einstakl-
inga 18 ára og eldri, var sam-
þykkt með 3 atkvæða mun.
Frumvarpið, sem kallað hefur
verið „pillufrumvarpið" í með-
ferð þingsins, var samþykkt með
83 atkvæðum gegn 80 í neðri
deild þingsins. Stjórnin hafði
búist við eins atkvæðis mun í
mesta lagi og var lengi óttast að
frumvarpið næði ekki fram að
ganga.
Miklar deilur urðu í þinginu
og hatrammar. Hefur ekki kom-
ið til jafn mikils klofnings í röð-
um kaþólikka á írlandi í þrjá
áratugi. Klerkar landsins efndu
til mikillar baráttu gegn frum-
varpinu, sem þeir kölluðu „sið-
ferðilegt hryðjuverk".
Fjórir þingmenn stjórnar-
flokkanna greiddu atkvæði gegn
frumvarpinu, en þrír óháðir
vinstrimenn studdu frumvarpið
og tveir sátu hjá, stjórnarþing-
maður og óháður.
Árið 1979 voru samþykkt lög
sem heimiluðu hjónum að kaupa
getnaðarvarnir gegn lyfseðli.
Skíðamaður
strandar í
snjóleysi
(■rænlandi, 19. febrúar. Frá Nils Jörgen
Bruun, fréttaritara Mbl.
JAPANI nokkur, Mitsuro Ouba, 32
ára að aldri, er á leið á skíðum yfír
Grænland, frá Diskóflóa á miðri
vesturströndinni norður til Thule.
Eins og stendur er hann kominn
í strand aðeins 100 km frá brott-
fararstaðnum, af því að ís finnst
enginn og snjór enn síður.