Morgunblaðið - 21.02.1985, Blaðsíða 20

Morgunblaðið - 21.02.1985, Blaðsíða 20
20 MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 21. FEBRÚAR 1985 Blaðamaður Morgunblaðsins á ferð um hungursvæðin í Eþíópíu — IV. grein Þessi glæsilegi ungi hirðingi var að koma með brenni á úlfaldanum sínum. Hann var stoltur og bauð okkur inn, úlfaldinn lét sér fátt um finnast. .... * - • Jffim Hirðingjakonur með börnin sfn við sjúkraskýlið: Vfst er þetta framandi matur en annað er ekki til. Halda mennirnir að kristniboðinn sé með handsprengjur í töskunni? Hirðingjarnir hafa farið með fjöl- skyldur sínar, tjöld og úlfalda upp og niður rúmlega 1.100 kílómetra langa Rauða- hafsströnd Eritreu í þúsund ár. Eða fimm þúsund. Þeir hafa elt frjósemi og gróður og góða bit- haga fyrir bústofninn. Þannig gátu menn fjölgað skepnunum og urðu ríkir og virtir. En nú er frjó- semin á brott. Það er tilgangslaust að fara suður á bóginn því þar er sama eyðimörkin. Nú lifa um 14 þúsund þeirra á matargjöfum frá rikinu og ýmsum útlendum hjálp- arstofnunum. Hirðingjarnir stoltu og frjálsu koma tvisvar í viku til að fá „þurrskammta" af korni og mjólkurdufti fyrir 280 fjölskyldur. 70 ÞÚSUND HOLUR í útjaðri Massawa er margt um manninn. Neðan við veginn stend- ur fólk í hnapp og er að sjá sem eitthvað sé um að vera. Við stökkvum út úr bílunum á undan Skugga-Sveini, sendimanni nýju keisarastjórnarinnar, og hittum fyrir ungan herforingja. Hann er glæsilegur eins og kvikmynda- stjarna og tekur okkur ljúfmann- lega. „Hér er ekkert að gerast," segir hann. „Þetta er verkefni á vegum RRC (Hjálparstofnunar Eþíópíu), Matur fyrir vinnu. Þau eru að undirbúa skógrækt — hér hafa verið grafnar 70 þúsund hol- ur. í þær eiga að fara 70 þúsund tré, sem verið er að rækta." Þegar maður lítur upp og yfir svæðið sést að þetta er hreint ekki fjarlægur möguleiki: þarna eru ótrúlega margar holur, eins og maður sér fyrir sér holurnar 4.000 í Blackburn, sem Lennon söng um forðum. Hérna gætu vel verið 70 þúsund holur. Við eigum eftir að sjá þúsundir hola í viðbót, allar snyrtilega grafnar og skipulegar, rétt eins og þarna stæði yfir verk- leg kennsla í Garðyrkjuskóla ríkisins. En þetta eru bara holur — skógræktin er ekki lengra kom- in vegna þess að regnið brást. „Þetta er regntíminn," segir annar glæsilegur ungur maður, Algawrash Ghebreiul, stjórnandi RRC á Rauðahafssvæðinu, aðeins 26 ára gamall, og bendir út á skrælnaða mörkina. „Við erum verst sett með vatn i allri Eritreu, hér í Massawa er aðeins ein lind. Samt erum við að reyna að kenna þessu fólki að yrkja jörðina hér og byggja áveitukerfi og höfum graf- ið nokkra brunna, sem gefa um 15 lítra af vatni á mínútu. Á þessu svæði höfum við þurft að sjá um fimrntá«-»BSUBfi rnanns, þeir eru Inni í porti hjá nokkrum hirðingjafjölskvldum sat þessi gamli maður og skar kjöt á strigapoka. Ovíst er hvernig kjöt er um að ræða. Með gullhring í nefinu: Þær setja gull ( nef og eyru til skrauts og skera ör í vangana. eitthvað færri núna enda hvetjum við fólk til að halda heldur suöur á bóginn, þar sem meiri væta er. Þetta er ekki alltaf auðvelt starf.“ Hann segir að fyrir þremur mán- uðum hafi verið við Amatere 15 þúsund fjölskyldur, margar hafi síðan verið fluttar til Ghinda, sem er skammt frá fylkishöfuðborg- inni Ghinda. MEÐ GULLHRING í NEFI Fyrir utan sjúkraskýlið í Amat- ere er hópur kvenna með börn sín í tugatali. Karlarnir og ungu mennirnir standa í hópum til hlið- ar og ræða landsins gagn og nauö- synjar með gönguprik sín og i söndulum og síðum, hvítum kyrtl- um. Hvítu slárnar, sem fólk ber á sér, eru ávallt tandurhreinar, skjannahvítar í sterkri sólinni. Sömuleiðis augnhvítur og tennur. Þeir naga hríslubrot til að halda tönnunum hvítum. „Þetta er okkar Colgate," segir einn og bítur hraustlega. Fólkið er eiginlega ekki negrar — andlitsfallið er eins og á afar fríðu hvítu fólki. En það er dökkbrúnt á litinn. Konurnar eru skrautlega klæddar og bera stóra gullhringa í nefinu. Margar eru með gu'larmbönd. Þær eru rrúhasuEwtfúaf og bers kiuta fyrir fminnr og stnndnm nefí ÖH' lönd eiga sína sérstöku lykt — sem í Eþíópíu er höfg og krydd- blönduð lykt. Maður finnur hana greinilega af þessu fólki, svo dökku og leyndardómsfullu. Þessi lykt er ekki alltaf þægileg. Skammt þar frá er gróðrarstöð- in. Félagi Álgawrash leiðir okkur um sviðna jörð út fyrir veginn. Þar er hópur hirðingja að höggva grjót, sem nota á til að steypa 8—9 metra djúpan brunn, sem karlarn- ir grófu og báru upp úr. Annar brunnur gefur einnig vatn, sá þriðji er jjkemur á veg kominn. „Vandinn er að við eigum ekki dælur til að ná vatninu upp,“ segir Algawrash. „Dælur eru dýrar ... “ ÁVEXTIR Á MARKAÐ „Dæla hingaö komin," segir Jón- as kristniboði Þórisson, „kostar um 60 þúsund krónur íslenskar. Þið ættuð að setja ykkur í sam- band við OXFAM, þeir hafa verið góðir í dælumálum. Og til að leysa orkuvandamálið er einfaldast og ódýrast að nota sólarorku, slík stöð niðrí Konsó borgaði sig á tveimur árum.“ Vatnið úr brunnunum er volgt — Jónas treystir sér til að smakka á því og lýsir baft SÍVSg SSíSÍlígt. Ög allt í einu fer það að flæða um teltitra", * sem áttu- ‘að færa • þelrti' tómata, eggaldin, gulrætur, vatnsmelónur og fleiri ávexti. Hálfsprottnar gulrætur smakkast prýðilega. „Við erum að reyna að breyta náttúrunni," segir Algawr- ash og stoltið leynir sér ekki. „Það er rekið samvinnufélag um þessa starfsemi, fólkið vinnur og fær mat í staðinn." — En hvers vegna tómata, hvers vegna ekki teff-korn svo fólk hafi að borða? Elementary, my dear Watson: „Ávextir eru mjög dýrir í Mass- awa. Við seljum ávextina á mark- aði í Massawa og getum í staðinn keypt okkur korn og sitthvað fleira.“ FÓTBOLTALIÐ AÐ SUNNAN Til að komast frá Asmara þarf að fara tvisvar á flugvöllinn, fyrir lokun daginn áður og svo eld- snemma daginn sem flogið er. Rækilega er leitað í öllum far- angri — ekki er að vita hvað mennirnir halda. Að kristniboðinn sé með handsprengjur í töskunni sinni? Það er mikil kvennaumferð við néfeiio tnn Rvöiuiö og aiia nóttina er fólk að koma og fara með til- heyrandr skarkala. Það er nefni- lega komið fótboltalið í bæinn að sunnan og á að spila við Asmara- úrvalið daginn eftir. Þetta eru spengilegir strákar, sumir með langar neglur á litla fingri eins og Skugga-Sveinn. Þeir borða mikið spaghetti áður en lagt er út í spennandi nóttina, eins gott að vera í góðu formi þegar útgöngu- bannið tekur gildi klukkan ellefu. Þótt við getum ekki sofið fyrir fótboltapartíinu gætu þeir sofið í Konsó þótt hundrað óðir fílar þrömmuðu hjá, að því er Jónas segir: „Þeir leggja sig stundum á grjótvegg með stein fyrir kodda og steinsofna á augabragði. Svo liggja þeir fullkomlega hreyf- ingarlausir i einn eða tvo tíma og vakna þá jafn skyndilega. Nýir menn. Þeir skilja ekkert í því að við viljum hafa hljóð þegar á að sofa. Við brottför tökum við enn einu sinni eftir hávöxnum og alvöru- gefnum hvítum manni gerskum. Hann var á Harambee Hotel í Addis, hann var í Wollo og Dessie í sömu vél til Asmara, hann skaut upp kollinum á Red Sea Hotel í Massawa, Abassador i Asmara og enn á Addis Ababa-flugvelli. En enginn spyr hann hvort hann sé á jafn þrælskipulögðu ferðalagi og við sjálfir. PÓLITÍSK NEYÐARHJÁLP Kófdrukkinn ungur maður á barnum á Harambee síðasta kvöldið er ekki sérlega hrifinn af Rússunum. Hann dregur langa fingur yfir barkann á sér og rang- hvolfir augunum. „Það er allt gott og blessað með þessa hjálp, sem þið Vesturlandamenn eruð að veita. Margir svelta hér í landinu. Sjálfur finn ég ekki fyrir hungr- inu, ég er í ágætri vinnu hérna. En það má ekki láta Rússana taka öll völd hér. Það sem við þurfum fyrst og fremst er pólitísk neyðarhjálp, politica! relief.“ Kunningjar hans í básnum vilja ekkert taka þátt í þessum umræðum, þeir segjast halda sér utan við stjórnmál. í miðjum hópnum situr maður sem ekki segist tala ensku og hinir segjast ekki þekkja. Þetta er afgreitt allt sem ímyndun og vottur af ofsóknar- brjálæði. Sumir sem við hittum segjast halda að það sé ekki sjálfur félagi formaður Mengistu Haile Meriam, sem sé mesti vinur Rússanna I Addis Ababa, Þsð sé skipuiagssér- fræðingurinn Legesse Asfaw, sem aðhyllist hugmyndafræði marx- lenmismans hreina og tæra. Beint
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.